Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 33
MINNIIMGAR
BJARNI
SVEINBJÖRNSSON
-I- Bjarni Svein-
' björnsson
fæddist í Reykjavík
14. mars 1941.
Hann varð bráð-
kvaddur 11. febr-
úar síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Bústaðakirkju
20. febrúar.
ÞAÐ tekur ekki lengri
tíma að sjá góðu hlið-
arnar á lífinu en þær
slæmu. Ástin og lífið
sitja ekki kyrr og bíða eftir mér,
það verður stöðugt að hlúa að
þeim, breyta þeim og bæta. Þann-
ig finnst mér Bjarni vinur minn
alltaf hafa hugsað. Bjarni var ein-
stakur persónuleiki sem við öll
munum aldrei gleyma. Hann hafði
einstaka þjónustulund og vildi sem
minnst vita af því að aðrir þjónuðu
honum.
Við áttum öll sömu áhugamál,
skíði, seglbretti, smágolf og þá
núna síðustu árin okkar yndislegu
hunda: Cavalier King Charles, sem
Bjarni og María ræktuðu og hugs-
uðu um af alúð. Sjálf hef ég aldrei
kynnst samheldnari hjónum, því
það var ekkert sem þau ekki gerðu
sameiginlega.
Sunnudaginn 11. febrúar síðast-
liðinn lögðu þau af stað eins og
alltaf út með hundana. í þetta
skipti var farið á gönguskíði, en
Bjarni varð bráðkvaddur í snjónum
með hundana og konuna sér við
hlið. Guð minn góður, þetta getur
ekki verið satt.
Elsku Tommi minn og ijöl-
skylda, Arnar og Unnar, guð styrki
ykkur.
Elsku Maja mín.
Hugsaðu aldrei um að
íhlutun Guðs sé það
sama og afneitun
hans. Haltu áfram,
haltu fast og haltu það
út. Þolinmæði er hug-
vit, sem ég veit að þú
hefur.
Þín vinkona
Gunnilla Skaptason
og fjölskylda.
Að Bjarni skyldi
hverfa svo fljótt úr
þessu jarðlífi, svo full-
ur af þrótti og æskuljóma. Mann
setur hljóðan. I mínum augum var
Bjarni sá sem ég hefði helst trúað
að spakmælið góða: „Að lifa ungur
í hárri elli,“ ætti hvað best við.
En tími hans var greinilega kom-
inn, komið að kveðjustund hjá
þessum glæsilega manni. Að hann
skyldi kveðja á svo fögrum stað,
umvafinn geislum sólarinnar og
fegurð fjallanna kemur okkur ekki
á óvart, hann var sannkallað
náttúrubarn sem undi sér best í
faðmi hennar.
Ég var svo heppin að vera ein
af þeim sem eignuðust Cavalier-
hvolp frá þeim hjónum Bjama og
Maríu. Að eignast hvolp frá svo
góðum ræktendum er ævintýri út
af fyrir sig og veit ég að ég tala
fyrir hönd allra þeirra sem þess
hafa notið. Sú hlýja sem mætti
okkur frá byrjun og það góða sam-
band sem við fengum við hvolpana
fyrir afhendingu var alveg sér-
stakt. Litlir hvolpar þurfa ekki síð-
ur en lítil börn á miklu öryggi og
blíðu að halda, og tel ég að yfirveg-
un þessara gersema sé umhyggju
Bjarna og Maríu að þakka og það
var yndislegt að sjá hvað þau voru
samhent í hundaræktinni eins og
þau virtust reyndar í mörgu öðru.
Bjarni ekki síður en María fylgdi
hvolpunum vel úr garði og það var
gaman að sjá hvernig hver krókur
og kimi var vel rannsakaður af
honum, hvort nokkurs staðar
leyndist hætta á ferð, þar sem litlu
krílin gætu farið sér að voða. Það
var greinilegt hvað hann hafði tek-
ið miklu ástfóstri við litlu hvolpana
og kom þar berlega í ljós hversu
stórt hjarta hans var. Og það var
einnig gaman að sjá hvað hann
fylgdist vel með hundunum „sín-
um“ eftir að þeir urðu stálpaðir
og hvernig hann þekkti þá hvern
frá öðrum með nafni, þegar þeir
voru allir samankomnir á göngu.
Það er erfitt að ímynda sér Cav-
alier-klúbbinn og göngutúrana án
hans.
Bjarni hafði afar fallega útgeisl-
un og hlýtt viðmót og kom það sér
vel í starfi hans, hvort sem var við
afgreiðslustörf eða í hundarækt-
inni.
+ Samúel J. Samúelsson
fæddist i Hnífsdal 11. októ-
ber 1914. Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 4. febrúar
síðastliðinn.
Útför Samúels fór fram frá
Fossvogskirkju 9. febrúar.
NÝLEGA er látinn í Reykjavík,
Samúel J. Samúelsson á 82. aldurs-
ári. Á kveðjustundu hvarflar hugur
okkar til bemskuáranna og upp
koma Ijúfar minningar.
Silli var afar barngóður maður
og nutum við systkinin þess eigin-
Elsku Bjarni, nú þegar þú ert
kominn heim á vit sannleikans
mikla, veit ég að þú heldur áfram
að fylgjast með öllum gersemunum
þínum og senda okkur öllum geisl-
ana þína. Guð umvefji þig, Maju
þína, drengina, litlu hundana, og
alla þá sem sárt sakna þín, ljósi
sínu og gefi þeim styrk í þeirra
miklu sorg.
„Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn, og
þú munt sjá, að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín. Þeim mun
dýpra sem sorgin grefur sig í
hjarta manns, þeim mun meiri
gleði getur það rúmað.“ (Kahlil
Gibran.)
Birna og Frosti litli.
Það sótti harmur að miklum
fjölda fólks þegar það spurðist að
Bjarni Sveinbjömsson hefði svo
fyrirvaralaust látist í blóma lífsins.
Bjarni naut mikillar virðingar
sem fyrirliði í einvalaliði starfsfólks
verslunarinnar Útilífs. Á sínu sér-
leika hans ríkulega á okkar yngri
árum. Ógleymanleg verða okkur
jólaboðin þeirra hjóna, Silla og
Nennu frænku. Þá lék Silli á als
oddi, sprellaði og glettist og kom
þá vel í ljós fundvísi hans á að
gleðja barnshjartað.
Silli var víðförull. Hann sagði
skemmtilega frá ferðum sínum og
af frásögum hans stafaði ævin-
týraljóma. Hann hafði mikla unun
af tónlist, sérstaklega af söng kóra
og tenóra. Sjálfur var hann góður
söngmaður og tók þátt i kórstarfi
á sínum yngri árum.
Umhyggja Silla fyrir okkur
sviði hefur þetta fyrirtæki verið
viðmiðunin og verið hið fremsta
hér á landi um árabil. Við hjónin
áttum því láni að fagna að fá að
kynnast þessum vandaða manni
og fyrir það erum við þakklát.
Bjarni var gæddur flestum þeim
kostum sem prýtt geta einn mann
og að kunna svo að fara með vel-
gengni sína af lítillæti var eitt af
hans einkennum. í starfi og allri
framkomu nutu sín glaðlyndið,
dugnaðurinn og reglusemin. Hve
táknrænt það var að Bjarni mætti
örlögum sínum í félagsskap sinnar
heittelskuðu eiginkonu, svo sam-
rýnd sem þau hafa alla tíð verið.
Mikil er sorgin sem kvatt hefur
dyra og mikið hafa svo margir
misst. Við sendum fjölskyldunni,
samstarfsfólki og vinum okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Megi þau
finna huggun í trúnni og í minning-
unni um góðan dreng sem lifa mun
með okkur.
Esther Magnúsdóttir og
Halldór Einarsson.
systkinunum hélst allt til æviloka
hans. Ætíð fylgdist hann með okk-
ur og brosmildur og glettinn tók
hann á móti okkur er við komum
í heimsókn. Nú þegar komið er að
leiðarlokum er okkur efst í huga
hjartans þakklæti fyrir þá hugul-
semi og velvild sem hann sýndi
okkur alla tíð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning Samúels J.
Samúelssonar.
Steinunn, Eiríkur,
Birgir og Anna.
SAMÚEL J.
SAMÚELSSON
Einvíginu lauk með
sigri Italanna
BRIDS
IIótcI Loftleiðir
BRIDSHÁTÍÐ 1996
Sveitakeppni Bridshátíðar (Ice-
landair open) 18.-19. febrúar.
ÍTALSKA sveitin og sveit Verð-
bréfamarkaðar íslandsbanka
háðu hörkueinvígi um efsta sætið
í fjölmennustu sveitakeppni, sem
haldin hefir verið hérlendis. ítal-
irnir sigruðu, hlutu 217 stig, en
VÍB varð í öðru sæti með 207
stig. Aðrar sveitir áttu ekki mögu-
leika á sigri í mótinu. I sigursveit-
inni spiluðu Alfredo Versace,
Andrea Buratti, Lorenzo Lauria
og Massimo Lanzarotti.
Fyrir lokaumferðina hafði VÍB
193 stig, ítalirnir voru með 192
stig og höfðu fylgt VÍB eins og
skugginn, en Landsbréf, HP
kökugerð og Búlki hf. voru í 3.-5.
sæti með 165 stig.
ítalirnir fengu sveitina HP
kökugerð sem andstæðinga í 10.
umferð en það er sveit frá Sel-
fossi sem hafði staðið sig mjög
vel í mótinu.
Að sögn Selfyssingsins Björns
Snorrasonar féllu þeir, eins og
margir aðrir, í þá gryfju að spila
ekki sinn brids og fljótlega fór
að halla á. ítalirnir fengu að spila
4 hjörtu tvo niður meðan okkar
menn áttu 6 spaða. Þá gáfu þeir
út 1.100 í einu spilanna og far-
sælni ítalanna var algjör. Leikn-
um lauk með sigri ítala 25-2.
VÍB spilaði síðasta leikinn á
sýningartöflu gegn Búlka hf.
Sveit Búlka átti möguleika á verð-
launasæti þannig að búast mátti
við skemmtilegum leik eins og
raunin varð. I öðru spili spilaði
sveit VÍB 6 hjörtu og varð einn
niður en spilið var svona:
Norður
♦ Á5
▼ ÁK4
♦ Á98752
*K5
Vestur Austur
♦ 43 ♦ K986
¥ 765 ¥ G3
♦ G ♦ D104
♦ D876432 ♦ÁGlOg
Suður
♦ DG1072
¥ D10982
♦ K63
*-
Á sýningartöflunni hóf Matthí-
as Þorvaldsson sagnir á austur-
höndina og opnaði á einu grandi,
12-14 pt. Eftir það komust Páll
Valdimarsson og Ragnar Magn-
ússon ekki í slemmuna og spiluðu
4 hjörtu. Sex hjörtu vinnast ekki
nema með dyggri aðstoð andstöð-
unnar en vinna má 6 tígla ef
samningurinn er spilaður í norður.
í spili þrjú vann sveit Búlka
hf. 4 hjörtu en VÍB spilaði 3 hjörtu
og vann 4. Er hér var komið var
staðan 21-0 Búlka hf. í vil og
fyrirsjáanlegt að ítalir höfðu öll
vopn í hendi sér. Sveit VÍB rétti
úr kútnum í síðari hlutanum en
tapaði leiknum með minnsta mun
14-16 og var þetta eini tapleikur
þeirra í mótinu.
Lokastaða efstu sveita varð
þessi:
Italía 217
VÍB 207
Landsbréf 187
Búlki hf. 181
Samvinnuf./Landsýn 180
Byggingavörur Steinars 179
Tíminn 177
Langisandur 177
Kanada 176
Sigríður Sóley Kristjánsd. 176
ZiaMahmood 172
Slakur árangur Kanadamanna
vekur nokkra athygli og Zia Mah-
mood átti aldrei möguleika enda
ekki með jafnsterkt lið og undan-
farin ár.
Björn Theodórsson afhenti
verðlaun ? mótslok og þakkaði
erlendu géstunum fyrir komuna.
Mótshaldið var i mjög góðum
skorðum þótt tímasetningar færu
eitthvað úrskeiðis. Nokkur töf
varð á að sjötta umferð gæti haf-
ist en þá misbauð tölvunni sú
vinna sem af henni var heimtuð.
Zia lirifinn af
landi og þjóð
Að venju þakkaði Zia Mahmood
fyrir sig og sína. Hann er alltaf
jafnhrifinn af okkur hérna á klak-
anum, bæði skipulagi mótsins,
landi og þjóð. Hann nefndi sem
dæmi að hann hefði spilað gegn
Magnúsi Magnússyni og félaga
hans í sveitakeppninni og upp
hafi komið atvik, þar sem kalla
þurfti á keppnisstjóra, sem síðan
hefði dæmt íslendingum í vil.
Nokkru síðar hefðu þeir félagar
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
FRA verðlaunaafhendingunni. Talið frá vinstri: Lorenzo Laur-
ia, Massimo Lanzarotti, Andrea Buratti, Vittorio Brandoniko
fyrirliði og Alfredo Versace.
SVEIT VÍB varð að sætta sig við silfrið. Frá vinstri: Aðal-
steinn Jörgensen, Matthías Þorvaldsson, Guðlaugur R. Jó-
hannsson, Örn Arnþórsson og Ásmundur Pálsson.
komið til keppnisstjóra og óskað
eftir því að skorin yrði lagfærð
Zia í vil þar sem hugsanlegt væri
að hann hefði skaðast að ósekju.
Þetta gerist hvergi í heiminum
nema á Islandi sagði þessi geð-
þekki Pakistani Zia Mahmood.
Arnór Ragnarsson