Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARKENNSLA er afar sjaldséð efni í Holly- wood-kvikmyndum. Nýj- asta kvikmynd banda- ríska leikarans Richard Dreyfuss, Ópus herra Hollands eða Mr. Hol- land’s Opus sem fjallar um líf og störf tónlistarkennara í amerísk- um smábæ er því afar ánægjulegt framtak kvikmyndaframleiðenda Hollywood-borgar. Enn ánægju- legra er þó að fylgjast með þeim viðbrögðum sem myndin hefur fengið en óhætt er að fullyrða að hún hafi slegið í gegn bæði hjá gagnrýnendum og gestum kvik- myndahúsanna. Sannfærandi túlkun Richards Dreyfuss á tónskáldinu og tónlist- arkennaranum Glenn Holland er tvímælalaust þungamiðja myndarinnar og hefur hann nú verið tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir frammistöðu sína í hlutverkinu. Það yrði í annað skipti sem Richard Dreyfuss hlyti Ég ræddi nýlega við Richard Dreyfuss af tilefni útkomu mynd- arinnar og komst að því mér til ánægju að hér er á ferðinni afar viðkunnanlegur maður, klæddur gallabuxum og svörtum bómullar- bol, opinskár en á sama tíma yfir- vegaður í svörum. Þegar maður kemst í návígi við listamann eins og Richard Dreyfuss þá kemur enn betur í ljós sú orka sem geislar af honum á hvíta tjaldinu. Ég byrjaði á að spyija hann hvaða ákvarðanir í lífí hans hefðu falið í sér áhættu með það í huga að ein af aðalpersónum myndarinnar Ópus herra Hollands þarf að horf- ast í augu við þýðingarmikla ákvörðun: RD: Ég tók nú talsverða áhættu þegar ég bað konuna mína að gift- ast mér en sem leikari hefur mér aldrei fundist starf mitt fela í sér áhættu. Ég byijaði ungur í faginu og var þess fullviss að þetta yrði mitt ævistarf. Ef til vil! má segja Kvikmyndaleikarínn Richard Dreyfuss hefur hlotið mikið lof fyrír leik sinn í hlut- verki tónlistarkennara í nýrrí kvikmynd, Ópus herra Hollands. Nína Margrét Grímsdóttir, sem einmitt stundar sjálf nám í píanóleik í Bandaríkjunum, fékk tækifæri til að hitta Drejrfuss að máli og ræða við hann um hlutverkið. þessa eftirsóttu viðurkenningu kvikmyndaheimsins því árið 1977 hlaut hann Óskarinn fyrir mynd- ina „The Goodbye Girl.“ í Ópus herra Hollands, sem spannar um 30 ár, fylgist áhorf- andinn með lífshlaupi tónskáldsins og tónlistarkennarans Glenn Hol- lands allt frá upphafí ferils hans sem upprennandi tónskálds fram til þess að vera tónlistarkennari með langan og gæfuríkan feril að baki. Undirtitill Ópus herra Hollands gæti enn fremur verið Lífssinfónía því myndin fjallar á eftirminnileg- an hátt um tilfinningaleg átök úr lífí tónlistarkennarans ásamt ytri árekstrum hagsmuna og hugsjóna. Hlutverk Glenn Hollands er því afar krefjandi bæði tæknilega og tilfinningalega. Að mínu mati tekst Richard Dreyfuss frábærlega að persónugera tónlistarmanninn Sem er knúinn áfram af þörfinni til að miðla tónlist til annarra en verður svo fyrir stærsta áfalli lífs síns þegar hans eigin sonur fæðist heyrnarskertur. Hann þarf þá að endurmeta sjálfan sig, líf sitt og samskiptaform. Tónlistin sem ávallt hafði verið tenging hans við umheiminn er skyndilega óvirk leið til persónulegra samskipta. að þeirri ákvörðun hafí fylgt ákveðin áhætta. NMG: Nú Qallar þessi mynd um mann sem fínnst lífið að mörgu leyti hafa farið framhjá honum, hefur þér liðið þannig? RD: Nei, lífíð hefur ekki farið framhjá mér, ferill minn sem leik- ari hefur haft sín góðu og slæmu tímabil, en það er bara eins og lífið er hjá flestu fólki. Mér hefur aldrei liðið eins og ég hafí gert hræðiieg mistök við val á hlutverk- um. NMG: Við gerð kvikmynda, þegar þú þarft tímabundið að setja þig inn i hugarheim annarrar per- sónu, hefur það áhrif á þinn eigin persónuleika, eða tekurðu leiklist- inni sem hveiju öðru starfi sem lýkur þegar heim kemur? RD: Eg tek ekki starfið með mér heim að loknum vinnudegi. Áður fyrr hélt ég áfram að haga mér eins og persónan sem ég var að leika hveiju sinni, ef það var góð manneskja þá var allt í lagi, ef hið gagnstæða, þá var betra fyrir fólk að halda sig fjarri. En í dag hins vegar lýk ég mínum vinnudegi og hugsa svo ekki meira um það. Þetta er hluti af því hvern- ig ég vinn, leiklistarlegur undir- búningur minn fyrir hvert og eitt hlutverk er af ásetningi óráðinn, ég spyr mig ekki spurninga fyrir- fram eða reyni að sundurgreina ferlið lið fyrir lið, ég læt hlutina gerast af sjálfu sér og treysti því að mín innri huglæga ______________ orka muni stuðla að sem Alltaf langað bestum árangri hveiju aaverahlÍÓm- SmNMG; Getur þú að- 8vei«ars<j6ri eins spjallað um þau handrit sem þér eru boðin? RD: Þetta ár hefur einkennst annars vegar af gerð kostnaðar- samra Hollywood-kvikmynda eins og t.d. Ameríski forsetinn og hins vegar ódýrari verkefnum eins og Ópus herra Hollands. Ég velti nú slíku reyndar ekkert sérstaklega verkinu í mínum eigin persónu- leika. Ég hef því aldrei leikið hlut- verk sem ég var algjörlega ósáttur við. NMG: Er það sjaldgæft fyrir _________ þig að vera boðið kvik- myndahandrit eins og Ópus herra Hollands sem þér líst svona vel á? _________ RD: Já, það kemur ekki oft fyrir. NMG: í Ópus herra Hollands þurftir þú að leika á píanó og stjórna hljómsveit. Var þetta erf- itt? RD: Það sem heillaði mig fyrst og fremst var tækifærið til að stjóma hljómsveit í Ópus herra Hollands því mig hefur alltaf lang- fyrir mér, ég tek bara hvert ár fyrir sig. Líklega hefði ég t.d. ekki leikið í myndinni Ameríski forset- inn ef gamall vinur minn, Rob Reiner, hefði ekki leikstýrt henni. Allt slíkt gerir hlutina auðveldari. NMG: Af hveiju hefur þú ekki gert fleiri myndir sem reyna á hina margþættu hæfileika þína í djúpri túlkun hlutverka? Það virð- ist mun oftar vera hlut- skipti þitt að leika yfir- borðskenndar persónur eins og þingmanninn í Ameríska forsetanum. RD: Þú ættir að segja handritahöfundum Hollywood það. Þetta fer allt eftir því hvernig hlut- verk mér er boðið hveiju sinni. Það á bæði vel við mig að túlka hlutverk eins og í Ópus herra Hollands og einnig þingmanninn í Ameríska forsetanum, einungis á annan hátt. Til þess að túlkun mín gangi upp verð ég ávallt að fínna einhveija samsvörun úr hlut- að til að vera hljómsveitarstjóm- andi. Þegar við erum böm, fínnst okkur gaman að fara í alls konar leiki þar sem við látumst vera ein- hver annar en við erum í raun og veru. Fyrir leikarann er þetta bara áframhald, og fyrir mig persónu- lega á meðan ég lék hljómsveitar- stjórann gat ég látist vera slíkur. Ég var stöðugt að spyija tónlistar- fólkið hvort ég væri að gera rétt. Mér fannst þetta svo gaman að ég hefði getað haldið áfram endalaust. Við tökur myndarinnar var ég með leiðbeinanda sem hjálpaði mér með tónlistarleg tækniatriði eins og t.d. hljómsveitarstjórnina og píanóleikinn, en að mínu mati var samt ekki nægur tími við gerð þessarar myndar til að æfa píanó- leikinn nógu vel. Sérstaklega í samanburði við The Competition þar sem ég lék píanóleikara. í þeirri mynd vann ég slíka undir- Kvikmyndin snýst um lífid sjálft búningsvinnu í fjóra mánuði sam- fleytt áður en tökur myndarinnar hófust. Að því loknu var ég líka viss um að píanóleikurinn myndi líta sannfærandi út í myndinni. Ég leik ekki á píanó í raunveruleik- anum og get ekki lesið nótur svo ég þurfti að leggja talsverða vinnu í þennan undirbúning. Fyrir mér eru þessar myndir því afar skyld verkefni þar sem ég þurfti í báðum tilfellum að setja mig inn í hugar- heim tónlistarmannsins og vinna svipaða undirbúningsvinnu. NMG: Myndir þú líkja leik- stjórn við hljómsveitarstjórn? RD: Já, það er talsvert sameig- inlegt með þessu tvennu. í mínu tilfelli held ég að hljómsveitar- stjórn mín sé betri en leikstjórnin. En ég hef mjög gaman af að leik- stýra og hef gert talsvert af því undanfarið. NMG: Hvaða atriði í myndinni Ópus herra Hollands voru að þínu mati erfið tilfinningalega? RD: Öll tilfinningaatriðin sner- ust að einhveiju leyti um heyrnar- skertan son minn. Samband okkar í myndinni varð mér undirstaða til að túlka þessi atriði á trúverð- ugan hátt. Það sem reyndist mér þó erfiðast var að læra táknmál til að geta tjáð mig við hann. Heyrnarskertu leikararnir voru sem betur fer afar góðir í vara- lestri og skildu mig því mun betur en ég þá. NMG: Nú átt þú son sem er alvarlega sjónskertur, hefur það reynst þér erfið lífsreynsla? RD: Hann fæddist sjónskertur og það var afskaplega erfitt í upp- hafi. En fjölskyldan hjálpaðist að við að vinna bug á þeim erfiðleik- um. Hann er nú níu ára og geng- ur um með plastauga sem hann hefur gaman af að taka út og sýna fólki. NMG: Heldur þú að bandarískir karlmenn eigi erfitt með að sætta sig við líkamlega eða andlega fötl- un barna sinna? RD: Ég veit það ekki. Ég las það einhvers staðar í bók að þegar karlmenn skilja við eiginkonur sín- ar þá flýja þeir. Ég hefði ekki átt að lesa þessa bók því hún var svo niðurdrepandi. Menn flýja ekki bara konurnar heldur börnin sín og Jíf sitt almennt. Þeir eru sjálf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.