Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Breytt mennta- kerfi Verði stefnumótun menntamálaráðuneytis í upplýsingamálum að veruleika má búast við verulegum áherslubreytingum í kennslu á næstu árum. Ásdís Halla Bragadóttir sagði Hildi Fríðriksdóttur frá ýmsum möguleikum eins o g að nemendur geti skoðað sólkerfíð í tölvu í kennslustund í stjörnufræði, fólk sé í fjarnámi á bókasafni og afburðanemendur fræðist um áhugamál sín á skólatíma. Morgunblaðið/Sverrir BJÖRN Bjamason mennta- málaráðherra kynnti fyrir nokkrum dögum sam- starfsmönnum sínum í ríkisstjórn ritið í krafti upplýsinga, sem eru tillögur um hvemig upplýs- ingatækni nýtist menntun og menn- ingu. Verði stefnumótunin að veru- leika á næstu árum er í raun hægt að tala um byltingu, að minnsta kosti í skólakerfinu, en stefnt er að því að árið 1999 verði búið að fram- kvæma stóran hluta tillagnanna eða að undirbúningur að framkvæmd þeirra verði hafinn. Hlutverk og viðfangsefni kennara og nemenda breytast verulega. Minni áhersla verður lögð á að kenn- ari miðli þekkingu en miðli þess í stað verkstjórn, kenni nemendum að leita sér upplýsinga og vinna úr þeim. í stefnumótuninni er bent á að hlutur skólans í miðlun þekkingar fari þverrandi því að fleiri aðilar muni sinna því hlutverki. „Sem dæmi má nefna að vandaður fróðleikur um náttúruna birtist á sjónvarpsskjám flestra heimila og afl til stærðfræði- legra athugana, sem áður tengdust aðeins háskólum, er nú að finna á tölvum í bamaherbergjum eða í vös- um unglinga. Möguleikar nemenda til að kanna lönd, sögu og þjóðfélög á rafrænan hátt með margmiðlunar- diskum eða á alþjóðlegu tölvuneti eru víða daglegur veruleiki," segir þar. Aldraðir á alnetinu Stefnumótun ráðuneytisins varðar þó ekki einungis mennta- og menn- ingarmál heldur snýst upplýsinga- tækni einnig um að gera dægrastytt- ingu fjölbreyttari og ánægjulegri, að sögn Ásdísar Höllu Bragadóttur, aðstoðarmanns menntamálaráð- herra, en hún var verkefnisstjóri vinnunnar um stefnumótunina. „Með auknu hlutverki bókasafna verður fólki gert kleift að stunda fjarnám innanlands sem erlendis, aldraðir geta spilað eða spjallað við fólk um allt land í gegn- um tölvur og almenning- ur getur lesið nýjustu tímaritin á Inter-netinu um ieið og þau berast." Aðdragandi að tillög- um menntamálaráðu- neytis um menntun, menningu og upplýsingatækni er sá, að þegar Bjöm Bjarnason tók við embætti menntamálaráðherra í apríl 1995 fann hann fyrir miklum áhuga í menntakerfinu og menningarlífinu fyrir upplýsingatækni. „Ótrúlegur fjöldi erinda hefur borist ráðherra vegna upplýsingamála allt frá því hann tók til starfa," sagði Ásdís Halla. „Kannski er það vegna þess að hann hefur verið duglegur við að setja inn upplýsingar á heimasíðu VERKEFNASTJÓRNIN að störfum, f.v. Hrund Hafsteinsdóttir, Pétur Ásgeirsson, starfsmaður nefndarinnar, Ásdís Halla Braga- dóttir, formaður verkefnisstjórnar, Kristín Jónsdóttir og Guð- björg Sigurðardóttir. 1999 verði búið að vinna stóran hluta tillagna sínu á Inter-netinu þannig að fólk sér að hann skilur málið og hefur áhuga á því. Hann ákvað að setja af stað nefndir til að vinna að þess- um málum og tóku þær til starfa í október sl.“ í verkefnisstjórn sátu ásamt Ás- dísi Höllu formenn þriggja nefnda, Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvunar- fræðingur og kennari, sem stýrði nefnd um menntamál, auk rann- sókna- og vísindastarfsemi, Hrund Hafsteinsdóttir héraðsdómslögmað- ur, sem var formaður nefndar um menningarmál og stefnumótun á því sviði. Og Kristín Jónsdóttir, skrif- stofustjóri í menntamálaráðuneyt- inu, sem stýrði nefnd um mennta- málaráðuneytið og upplýsingatækni. Ábyrgð skólastjórnenda - Þú nefnir áhuga ráðherrans á alnetinu (Inter-netinu), skilning hans á málinu og þar af leiðandi hrindir hann þessu í fram- kvæmd. Nú standa nem- endur oft framar skóla- stjórnendum í tölvuþekk- ingu. Er ekki hætta á að stjómendur á öllum skóla- stigum séu dragbítar á tækniþróun vegna þekkingarskorts? „í skýrslunni er tekið fram að gera verði skólastjórum kleift og skylt að taka í notkun upplýsinga- tækni, enda gegna þeir lykilhlutverki í öllum breytingum. Sá sem fer í gegnum þessa skýrslu og veltir fyrir sér hvernig hann geti bætt skóla sinn með upplýsingatækni setur hana vonandi í forgangsröð. Mig langar samt að undirstrika að upp- lýsingatæknin kemur ekki í staðin fyrir kennara eða skólastjórnendur. Hún er tæki til að bæta námið,“ segir Ásdís Halla. - Nú sóttu 346 kennarar um að komast á tölvunámskeið hjá Kenn- araháskólanum síðastliðið sumar en aðeins 20 komust að. Því sneru 326 til baka að hausti án aukinnar þekk- ingar. Er hér ekki einhverju ábóta- vant? „Jú, það er rétt. Við teljum að ekki sé hægt að nota upplýsinga- tækni í skólum nema kennarar séu mjög vel að sér, vel undirbúnir og taki þátt í breytingunum. Því þarf nú þegar að endurskoða menntun kennara með það í huga hvernig hægt sé að flétta nám í upplýsinga- tækni inn í skólakerfið. Þá er ekki einungis verið að ræða um námskeið varðandi notkun tölva eða tölvu- fræði heldur t.d. hvaða forrit er hægt að nota í Iíffræðikennslu til að auðvelda nemendum að skilja hvernig líkaminn starfar eða ferðast um sólkerfið í tölvu í kennslustund um stjörnufræði.“ Tækifæri afburðanemenda Meðal nýjunga í stefnunni er að tekið er tillit til afburðanemenda. Ásdís Halla segir að aðstoð við þá ætti ekki að vera kostnaðarsöm held- ur frekar felast í því að kenna krökk- um meira sjálfsnám. „Hægt er að kenna slíkum nemanda hvaða verk- efni eru inni á tölvunni og hvernig hann getur fengið að vita hvort hann er að gera rétt eða ekki. Hann getur þannig þjálfað sig og jafnvel öðlast ákveðna sérþekkingu. Hafi nemandi t.d. áhuga á tungumálum getur hann bætt við sig námi á Inter-netinu, sem hann hefur nú litla möguleika á í skólakerfínu." - Þó svo að tölvur hafi verið keyptar í skólana hefur enginn ákveðinn starfsmaður séð um tölvu- mál. Það hefur komið í hlut þess kennara sem áhugasamastur er og þá er um viðbót við aðra kennslu að ræða. Hvernig er hugsað fyrir þessum málum? „Þetta er eitt af lykilatriðunum. Því segir í skýrslunni að ákveðnir starfsmenn þurfi að vera í hverjum skóla sem geti sinnt tæknilega þætt- inum og aðstoðað kennara við tölvu- notkun. Sömuleiðis eiga kennarar til dæmis að geta leitað til kennslumið- stöðvar Uppeldisháskólans væntan- lega um kennslufræðilega þáttinn eða kjarnaskóla." - Þýðir það að ríkið muni bæta við einum starfsmanni aukalega inn í skólana? „Ekki er búið að móta nákvæm- lega hvernig þessar hugmyndir verða fjármagnaðar, enda á eftir að gera nákvæmar verk- og fjárhagsá- ætlanir. Þó er tekið fram að leggja verði meira fjármagn til upplýsinga- mála á næstu árum og efla liði sem hafa verið ætlaðir til tölvureksturs í skólum og menningarstofnunum. Einnig að styrkja þá liði sem eru ætlaðir nýjungum og til þróunar- starfa. Að auki er lagt til að sér- stöku fjármagni verði almennt varið til upplýsingamála í skólum. Sömu- leiðis er lögð áhersla á að skólar og aðrar stofnanir sem þessu tengjast setji upplýsingatæknina framar á forgangslistann," segir Ásdís Halla. Útgáfa forrita í skýrslunni kemur fram að við námsgagnagerð verði að nýta kosti margmiðlunar til að efla menntun og auka íjölbreytni í skólastarfi. Sömuleiðis að auka þurfi útgáfu á frumsömdum íslenskum kennslu- hugbúnaði og fræðsluefni á geisla- diskum. Þá kemur fram að nú þegar þurfi að endurskoða hlutverk Náms- gagnastofnunar með það í huga að hún geti sinnt breyttu hlutverki. Að sögn Ásdísar Höllu felst vissulega í þessu ákveðinn kostnaður en hún bendir jafnframt á að ekki þurfi að gefa allt efni út á geisla- diskum eða í bók. í því felst ákveðin hagræðing. „Sumt er hægt að gefa út á Mennta- netinu, sem skólar og nemendur hafa aðgang að. Þar af leiðandi þarf ekki að prenta út bækur sem eru notaðar í litlu upplagi eða breytast ört.“ - Fram kemur að treysta þurfi íslenska menntanetið enn betur. í fjölmiðlum hefur komið í ljós að það á í fjárhagslegum erfiðleikum. Hefur komið til tals að menntamálaráðu- neytið gerist hluthafi í því? „Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvernig menntamálaráðuneytið kemur að Islenska menntanetinu. Á vegum ráðuneytisins er verið að skoða framtíð Menntanetsins og meðal annars það hvort ráðuneytið eigi að koma að rekstri þess eða ekki.“ Ásdís Halla segir að ein af þeim hugmyndum sem hafi komið fram sé að byggja upp einhvers konar verkefna- og prófabanka. Hugmynd- in hafi reyndar lengi verið í gangi meðal ýmissa innan menntakerfis- ins. „Svona gagnabankar fela í sér að hægt er að nýta vinnu kennara betur. I stað þess að semja próf fyr- ir einn bekk setja þeir það inn á gagnabanka, sem kennarar hafa aðgang að. Með þessu er hægt að ná fram hagræðingu og vinnusparn- aði. Einhvern veginn yrði að finna lausn á höfundarétti kennaranna, en það yrði að útfæra.“ Menningarneti komið á fót - Við höfum aðallega rætt um skólamál en upplýsingatæknin snýr einnig að menningarmálum. Til dæmis er gert ráð fyrir Menningar- neti, hvernig er það hugsað? „Já, það er ein hugmyndanna. í henni felst að allar menningarstofn- anir tengist inn á sömu heimasíðu, sem ráðuneytið mun vinna að að koma á laggirnar. Þarna getur fólk séð hvaða listsýningar eru í boði og jafnvel rætt um að menn geti setið heima hjá sér, horft á danssýningu, myndlist eða leikrit í tölvu. Þetta felur í sér að sífellt fleiri geta notið listarinnar eða þjónustunnar." - Þetta leiðir hugann að bóka- söfnum. Er hugmyndin ekki sú að fólk geti komið þangað og sest við tölvu í jafn ríkum mæli og það nær sér í bók? „Jú, lagt er til að bókasöfn verði alhliða upplýsingamiðstöðvar, þar sem almenningur geti meðal annars nálgast það sem er á Inter-netinu. Orðið bókasafn er þegar orðið úrelt vegna þess að í raun eru söfnin orðnar miðstöðvar fyrir upplýsingar, hvort sem um er að ræða bæk- ur, myndbönd, margmiðl- unardiska, net, gagna- banka o.s.frv. Rökin fyrir því, að bókasöfn eigi að hafa veiga- mikil hlutverk, eru meðal annars þau að ekki búi tvær þjóðir í landinu, þ.e. þeir sem hafa aðgang að upplýs- ingum og svo hinir sem hafa hann ekki. Allir eiga að hafa sömu mögu- leika á að sækja fjarnám eða skoða upplýsingar á netinu." - Nú heyrist frá Þjóðarbókhlöðu að nemendur standi í biðröðum til að komast á alnetið og færri komist að en vilja. Þarf ekki óskaplega margar tölvur til að fólk geti stund- Skólastjórn- endurgegna lykilhlutverkl í breytingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.