Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 B 15 Michelin 1996 Tour d’Arg- ent missir sljörnu TOUR d’Argent öðlaðist frægð sína eftir að „Frédéric“ tók við stjórn þess í kringum 1890. Hann þróaði marga af frægustu réttum staðarins enn í dag, meðal annars önd í blóði, sem hann sést skera niður á þessari mynd. Undir hans sljórn fékk staðurinn viðurnefnið „Bayreuth eldamennskunnar". ÞAÐ TELST ávallt til stórtíðinda í veitingaheiminum þegar ein- hver þeirra veitingastaða, sem öðlast hefur þijár stjörnur hjá forlaginu Michelin, missir stjörnu. Þegar nýjasta útgáfa rauðu Michelin-bókarinnar kom út í þessari viku kom í ljós að Tour d’Argent, einn fimm staða í París með þrjár stjörnur hafði verið lækkaður niður í tvær stjörnur. Tour d’Argent er eitt elsta og frægasta veitingahús Frakk- lands og var það upphaflega stofnað árið 1582. Þetta er í annað skipti sem að Tour d’Argent missir stjörnu. Það sama gerðist árið 1952 þeg- ar veitingastaðurinn missti þriðju stjörnuna sína eftir að hafa haft hana í nítján ár. Þá fór eigandi staðarins, Claude Terrail, í mál við Michelin. Lítið Steingrím Sigurgeirsson varð úr málssókninni en stað- urinn fékk stjörnuna aftur að ári liðnu. Terrail sár Frægasti réttur Tour d’Argent er „Önd í eigin blóði“ (Canard au Sang) og staðurinn er einnig þekktur fyrir hið ótrúlega útsýni sitt yfir Signu. Meðalverð fyrir margrétta kvöldverð án víns er um 14 þúsund krónur á mann en rúmar fjögur þúsund krónur fyrir hádegisverð. Terrail, sem tók við rekstri Tour d’Argent árið 1947, segist ekki ætla að grípa til jafnrót- tækra aðgerða að þessu sinni. Hann segir hins vegar að ákvörð- uh Michelin hafi sært sig mjög. Hann myndi hins vegar leggja sitt af mörkum til að fá þriðju stjörnuna á ný. Svipað mál kom upp árið 1970 er Michelin lækkaði veitingastað- inn Maxim við Rue Royale í tign. Eigandi staðarins, Pierre Cardin, brá á það ráð að semja um að staðarins yrði framvegis ekki getið í bók Michelin. í bókum Gault-Millau sem gef- ur allt að 20 stig í einkunn til veitingastaða fær Maxim nú 16 stig en Tour d’Argent 18. Einn veitingastaður í Frakk- landi var hækkaður upp í þrjár stjörnu á þessu ári og er það stað- urinn L’Arpége í París. Hann er rekinn af hinum 39 ára gamla kokki Alain Passard og meðal sérrétta staðarins eru fylltir sætir tómatar, sem eftirréttur. L’Arpége hafði áður tvær stjörnur og segir Passard þriðju stjörnuna vera hápunkt ferils síns. Stjörnustöðum fækkar Á heildina litið fækkar stjörnu- stöðum í Frakklandi í 532 úr 541 í fyrra og 554 árið 1994. Michel- in segir ástæðuna ekki vera að frönsk matargerð fari versnandi heldur hafi efnahagskreppan haft sín áhrif, meðal annars með því að torvelda ungum matreiðslu- meisturum að opna eigin veitinga- staði. Þriggja stjörnu staðir eru nú nítján talsins en voru tuttugu á síðasta ári. Auk Tour d’Argent dettur staður Pierre Gagnaire í St. Etienne skammt frá Lyon út þar sem hann varð gjaldþrota á síðasta ári. Gjaldþrot Gagnaires er einmitt rekið til efnahagssamdráttarins í Frakklandi sem valdið hefur mörgum betri veitingastöðum erf- iðleikum. Gestum hefur fækkað verulega og þeir eru ekki reiðu- búnir að borga jafnmikið og áður. Steypa sér í skuldir fyrir stjörnur André Daguin, sem rekur tveggja stjörnu stað í Auch í suð- vesturhluta Frakklands, segir sökina einnig liggja í þeim gífur- legu fjárfestingum sem veitinga- staðir verði að leggja út í til að eiga möguleika hjá Michelin og Gault-Millau. Ungir kokkar séu hafnir upp til skýjanna með því að fá stjörnu og þeir verði síðan að fjárfesta milljónum og aftur milljónum í smáatriði til að standa undir því. Að lokum renni allur afrakstur vinnu þeirra til bank- anna. Þessari gagnrýni vísar Michel- in á bug og Bernard Naegelle, framkvæmdastjóri forlagsins, bendir á að kokkar hafi aldrei verið hvattir til að steypa sér út í skuldir til að bæta við lúxus á stöðum sínum. Margir mjög ein- faldir veitingastaðir hafi fengið stjörnur í gegnum árin. Reynsluvín ÞAÐ hefur verið fremur lítið um nýjungar á reynslulistanum síðustu mánuði en nú má búast við að nýjungar fari að streyma inn á ný. Hér verður þó fjallað um nokkur vín sem komu inn fyrir nokkru í reynslusölu í verslunum í Kringlunni, Eiðis- torgi, Stuðlahálsi og á Akur- eyri. Malesan 1994 (910 kr) er ein- falt borðvín frá Bordeaux en ágætt miðað við verð. Það ein- kennist af dökkum og nokkuð hráum þrúgnailmi og er fremur hátt í sýru. Sýran mýkist þó fljótt ef vínið er látið standa opið í skamma stund. Þetta er vín sem hentar fyrst og fremst með mat og þá helst einföldum kjötréttum úr lambi eða nauti. Stíll vínsins virðist höfða vel til Frakka því að þetta er mest selda Bordeaux-vínið þar í landi. Þó sorgjegt sé frá því að segja eru íslendingar líklega sú þjóð í heiminum, sem slær öll met í neyslu á víni í þriggja lítra kössum miðað við íbúatölu. Kassaformið er vissulega hent- ugt fyrir þá sem vilja einungis fá sér glas af víni með mat ein- staka sinnum því vínið geymist ágætlega í margar vikur í köss- unum. Sjaldan er þó um ýkja merkileg vín að ræða enda verðið yfirleitt mjög lágt. Miðað við neyslumagnið sæt- ir i raun furðu hversu fábrotið úrvalið er af þessum vínum. Fyrir skömmu bættist nýtt vín í þennan hóp. Þetta er rautt sveitavín (vin de pays) frá Vaucluse (3.010 kr.). Þetta er slétt og fellt vín, laust við að hafa karakter líkt og flest önn- ur kassavín. Sem einfalt rautt vín er það hins vegar að mörgu leyti þægilegt, það er ekkert fráhrindandi við ilm þess og bragð sem einkennist af rauðum beijum og það þjónar hlutverki sínu sem borðvín ágætlega. Frá Bordeaux kemur einnig hvítvínið Baron de Montesquieu Le Secondat 1994 (1.070 kr.). Þetta er ferskt og sýruríkt hvít- vín, ilmur þess grænn og z/oa/e-km '18P :.i BORDEAUX 1901 ■ blómakenndur, bragðið mjúkt en nokkuð stutt. Kemur til greina með léttum sjávarrétt- um og ætti að eiga vel við með austurlenskum mat. Frá Domaine Laroche í Chablis er nú fáanlegt Premier Cru vínið Le Vaudevey 1993 (1.600 kr.). Það var löngu orðið tímabært að almennilegt Chabl- is-vín bættist við vínflóruna hér í almennri sölu og þetta vín uppfyllir þær kröfur. Laroche er með betrifram- leiðendum Chablis og 1993 þokkalegur árgangur, sem þyrfti þó helst að geyma lengur. Vínið er enn fremur lokað og ilmur þess steinefna- kenndur og brenndur. Helst bæri að geyma það lengur en sé víninu umhellt fyrir neyslu kemur ávöxtur þess vel í ljós og það blómstrar. Á við með öllum vönduðum fiskréttum, ekki síst hörpuskel og humri, og það ætti að þola jafnvel þyngstu sósur ágætlega. Góð kaup, ekki sist ef menn liafa biðlund og geyma flöskuna í að minnsta kosti tvö ár. íslendingar eru smám saman að uppgötva þá nautn sem felst í neyslu sætra dessertvína í lok máltíðar. Athyglisvert slíkt sem nú er í reynslusölu er Muscat Beaumes-de-Venise frá fram- leiðandanum Paul Jaboulet (1.880 kr). Þetta er hið sígilda / \ _________________... l'ity c£ ■ UDmm naitdwj. HtAMOi sætvín Rónardalsins, framleitt úr Muscat-þrúgunni og styrkt með sterku áfengi þannig að það nær 15% áfengisstyrkleika. Af þeim sökum er það einnig að finna ásamt sérrí og púrtvín- um í hillum ÁTVR en ekki meðal hvítvína. Vínið er fagurgult á lit. Ilmur þess sætur og þægilegur og einkennist af aprikósum og nið- ursoðnum ávöxtum. Þrátt fyrir að vera styrkt er bragð þess ungt og létt. Vín sem þolir vel ofnbakaða eftirrétti á borð við eplakökur eða soufflé. Sérpantanir Frá og með 1. febrúar gafst neytendum kostur á því að sér- ganta áfengi í öllum verslunum ÁTVR og fá það afgreitt nokkr- um dögum síðar. Enn sem komið er, er ekki að finna ýRja mörg vín á sér- pöntunarlistanum en þau eru þó vel þess virði að leggja á sig smá erfiði. Meðal annars er að finna einstaklega vel heppnað vín frá Chile. Santa Rita Med- alla Real Cabernet Sauvignon 1992 (1.870 kr.) hefur djúpan og áfengan ilm, sem er allt að því kjötkenndur. Það hefur til að bera góðan þroska og dýpt og í bragði bregður fyrir van- illu og myntu. Margslungið vín sem ætti að henta vel með nautasteik, lambi og jafnvel villibráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.