Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 B 5 að t.d. fjarnám frá bókasöfnum? „Mjög margir eiga tölvur og enn fleiri munu bætast í hópinn. Sam- kvæmt könnun notar meira en helm- ingur íslendinga tölvur og 73,8% nemenda. Margar þessara tölva eru tengdar Inter-netinu," segir Ásdís Halla en leggur áherslu á að stefnan verði ekki framkvæmd í heild sinni strax. „Róm var ekki byggð á einum degi,“ segir hún. „Við verðum að hafa ákveðna sýn sem við munum stefna að. Þar á meðal er stefnt að því að eins góður búnaður verði á bókasöfnum og eins margar tölvur og J)örf er fyrir." Ásdís Halla leggur áherslu á að almennt sé viðurkennt að þau sam- félög sem leggi mest upp úr upplýs- ingatækni séu þau sem eru lengst frá hringiðu atburða. „Okkur Islend- inga skiptir ennþá meira máli en aðrar þjóðir að við notum þessa tækni. Þannig held ég að hún geti einnig nýst verulega þeim einstakl- ingum sem eru kannski einangraðir eða útundan t.d. vegna fötlunar eða aldurs." - Núerumargirhræddirviðtölv- ur, þeirra á meðal eru einmitt aldrað- ir, sem láta sig eflaust ekki dreyma um að nota þessa tækni. „Þess vegna þarf að kynna betur hvað felst í upplýsingatækni. Verið er að vinna að upplýsingastefnumót- un á vegum ríkisstjórnarinnar í heild sinni, sem fjallar þá meðal annars um heilbrigðis- og félagsmál. Þar hlýtur að verða tekið á því hvernig aldraðir og sjúkir geti notað þessa tækni sér til hagsbótar og hvernig kynna á þeim tæknina." Aðstoðarmaður 26 ára Ásdís Halla tók við starfi aðstoð- armanns ráðherra 26 ára og er meðal þeirra yngstu, sem sinnt hafa því starfi. Hún segir að starf aðstoð- armanns sé fjölbreytt og engir tveir „Ég ætlaði annars alltaf á Mogg- ann aftur,“ heldur hún áfram svolít- ið hugsi. „Þegar ég tók við starfi framkvæmdastjóra þingflokksins tók ég því eins og hveiju öðru verk- efni. I blaðamennsku er maður fljót- ur að setja sig inn í hlutina og aðlag- ast nýjum málum og jafn lítið mál verður að aðlagast nýjum störfum." Ekki anað að ákvörðunum Þegar hún er spurð hvert sé áhugaverðasta starfið af þessum þremur kemur á hana hálfgerður vandræðasvipur, en hún segir síðan að störfin séu ekkert ólík í sjálfu sér. I þeim felist mikil samskipti við fólk, mikill erili, að vita ekki hvernig morgundagurinn lítur út og þannig mætti lengi telja. „Það sem er ólíkt er kannski að menntamálaráðuneyt- ið er opinber stofnun og þar eru vinnubrögðin öðruvísi. Sem fyrrver- andi blaðamanni finnst mér stundum að hlutirnir gerist hægt, en það er nauðsynlegt vegna eðli verkefn- anna.‘‘ - í blaðamennsku fjallaðir þú aðallega um viðskipti, í Sjálfstæð- isflokknum sinntir þú ýmsum póli- tískum málum og nú eru mennta- og menningarmálin efst á baugi. Hver er áhugaverðasti málaflokk- urinn? Eftir stutta umhugsun svarar hún: „Sem aðstoðarmaður ráðherra er ég ekki embættismaður heldur pólitískur ráðgjafi og því er það ekki svo ólíkt síðasta starfi. Hitt er annað að menntamál snerta mann mikið. Við höfum öll gengið í skóla, ég á son sem byijar í skóla í haust, þannig að það skiptir fjölskylduna miklu máli hvernig menntakerfið tekur á móti honum.“ Ásdís Halla segir að vinnudag- urinn sé langur og að hún taki með sér verkefni heim á kvöldin og um helgar. Að sjálfsögðu býr hún yfir n ||||}| Morgunblaðið/Ásdís INNAN ekki mjög langs tíma má kannski sjá aldraða sitja við tölvur á bókasöfnum að læra tungumál eða spila við félaga. dagar eins. „Það mótast af því hvað hentar hveijum ráðherra. Ég hitti aðra aðstoðarmenn reglulega og þá ræðum við stundum starf okkar. Störf aðstoðarmanna eru ólík og við' sinnum mis- munandi verkefnum," seg- ir hún. Að loknu prófi í stjórn- málafræði frá HÍ árið 1991 hóf Ásdís Halla störf sem blaðamaður á Morgunbiaðinu. Hún tók síðan við starfi framkvæmda- stjóra þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins 1993 fyrst kvenna. Spurð hvern- ig þingmönnunum hafi þótt að fá svona „smástelpu" til að stjórna sér hlær hún og svarar því til að þing- menn Sjálfstæðisflokksins láti ekki stjórna sér. „Annars tóku allir mér ákaflega vel og ekki síst þeir sem eldri voru. Mér fannst mjög gott að vinna með þessu fólki,“ bætir hún við. allri þeirri tækni sem til þarf og aðspurð segist hún hafa staðið vel að vígi að því leyti áður en hún kom í menntamálaráðuneytið. „Ég hef að vísu endurnýjað bún- aðinn tii þess að ég geti verið hraðvirkari,“ bætir hún við hlæjandi. Hún segist vera vön því að vinna í skorpum og um slíkt sé einnig að ræða í ráðuneytinu. „Sem blaðamaður hugsaði ég með mér „það er að koma helgi“, síðan „þetta er búið eftir kosningar.“ Nú hugsa ég með mér „þetta verður búið vorið 1999“,“ segir hún svo glettnislega. - Hvað tekui' þá við? „Ég held að þróunin á atvinnu- markaðnum sé svo ör, ekki síst út af upplýsingatækninni að það verði að leyfa þeim málum að þróast,“ segir Ásdís Halla enda nægur tími eftir af kjörtímabilinu. Nú þegar þarf að endur- skoða mennt- un kennara Aussie litasjampóið styrkir lit hársins og gljáa, það er notað eins og venjulegt sjampó og skerpir háralit bæði náttúruiegs og litaðs hárs. Aussie litasjampóið er framleitt úr náttúruiegum efnum af hinu þekkta fyrirtæki Redmond Products Inc. eftir ströngustu gæðastöðlum. Aussie Lifiö er bjarf og tagort Námskeið um ofbeldi gegn konum verður haldið á vegum Samtaka um KVE2NNA kvennaathvarf í Hinu Húsinu ATHVARF 28‘30. mars nk. Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofunni ísíma: 5613720 eða 5613740. Samtök um kvennaathvarf. Enn einu sinni.. bjóðum við þessi fallegu sjónvarpstæki á frábæru verði • íslenskt textavarp • Super VHS inngangur • Fullkomin fjarstýring • Sjálfvirk stöðvaleitun • Allar aðgerðir á skjá • 3 ára ábyrgð á myndl. • Heyrnartólatengi • Tímarofi 15-120 mín. • 2 Scart-tengi • Tengi fyrir aukahát. NÝR BLACK LINE MYNDLAMPI 28" PHOENIX 8A70 jf0 Qíífí NICAM STEREO... U7 % 7UU Einnig: 29" Nicam stereo m. ísl. textavarpi 21" m. ísl. textavarpi 14" m. ísl textavarpi P IKWÍ&ÍWÍsl stgr. kr. 79.900 kr. 39.900 kr. 29.900 Ármúla 38 (Selmúlamegin), 108 Reykjavík Sími 553 1133 • Fax 588 4009

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.