Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ ARNIB. BJORNSSON, GULLSMIÐUR VORIÐ 1890 ákvað ung ekkja á Akureyri að flytjast búferlum til Sauðárkróks. Hún hét Kristín Björnsdóttir, dóttir Björns bónda Tómassonar í Hjaltastaðahvammi og konu hans, Guðbjargar Sigurð- ardóttur, ljósmóður, frá Stórhamri í Eyjafirði. Kristín var fædd 11. desember 1866. Hún hafði á árinu 1886 gifst Eyfirðingnum Árna Björnssyni frá Þelamörk og eign- ast með honum soninn, Harald, en eftir einungis þriggja ára hjóna- band féll Árni frá. Á Sauðárkróki hitti hún Björn Símonarson, sem reyndar var þá einnig nýle'ga kominn þangað. Björn var fæddur 26. apríl 1853, sonur Símonar Bjarnasonar, bónda í Gröf í Mosfellsbæ, og konu hans, Guðnýjar Jónsdóttur úr Reykjavík. Björn hafði numið silf- ursmíði í föðurhúsum en bætt síð- ar við gullsmíði og úrsmíði. Björn var talinn völundur á málma og hlaut verðlaun og viðurkenningu fyrir smíðisgripi. Björn og Kristín gengu í hjóna- band 14. maí 1891 og fluttu um sumarið inn í hús það, sem Björn var þá að reisa. Guðmundur Magnússon, læknir, síðar prófess- or við Háskóla íslands, var á þess- um árum héraðslæknir í Skaga- firði. Lítil sem engin sjúkraað- staða var þá í umdæminu, og réð- ust ungu hjónin í það, að breyta hluta hússins í sjúkraskýli. Auk smíðastarfa sá Björn um rekstur skýlisins en Kristín um hjúkrun- arstörf. Má geta þess til fróð- leiks, að læknirinn fór þess á leit við Björn, að hann smíðaði gull- nagla til þess að halda saman lærlegg, sem hafði brotnað. Svo vel tókst aðgerðin að bóndinn, sem í hlut átti, varð hæstánægð- ur. Kvað fótinn jafnvel betri á eftir og auk þess mun dýrmætari. Hjónin eignuðust tvo sonu, Árna Björn, f. 11. mars 1896 og verða því á morgun liðin rétt 100 ár frá fæðingu hans, en yngri sonurinn, Björnstjerne, fæddist 6. apríl 1898. (Reyndar varð hann aldrei sáttur við nafngift sína og fór svo að hann auglýsti stjömuhrap á gamlársdag 1919 og bar nafnið Björn þaðan í frá.) Aldamótaárið fluttust hjónin til Reykjavíkur, og ári síðar keyptu þau fasteignina nr. 4 við Vallarstræti. Var hús- ið ákjósanlegur staður í miðbænum fyrir verslun og vinnustofu Björns. Þá fylgdi og með í kaupunum brauðgerðarhús ásamt sölubúð á jarð- hæðinni. Var það nefnt Sturlubakarí. Hjónin breyttu nafn- inu í Björnsbakarí og heitir það svo enn. Tók Kristín umsvifalaust við rekstri brauðgerð- arhússins og verslunarinnar, bætti veitingarekstri við og rak alla þessa starfsemi með dugnaði og glæsibrag. í þessu andrúmslofti verslunar, iðnaðar og veitingareksturs, uxu og úrsmíði, en Björn numið bakaraiðn. Við vaxandi velgengni fyrirtækjanna höfðu þau Bjöm og Kristín stækkað húsið í Vall- arstræti um helming, en þá syrti skyndilega í álinn, er Björn and- aðist í árslok 1914. En ótrauð hélt hún áfram öllum rekstri þeirra hjónanna, þar til synirnir smám sam- an léttu af henni um- stangi eftir því sem þeim óx fiskur um hrygg. Þegar hér var komið sögu, var Haraldur kominn heim frá námi og orðinn verslunarstjóri hjá Th. Thorsteinsson. Eftir brunann mikla 1915 keypti hannverslunina og hóf eigin rekstur. Árni Björn um rekstur brauðgerðarhússins, verslunarinnar og veitingastof- unnar í Vallarstræti 4. Þótti þá mörgum þeir bræður setja mikinn svip á miðbæinn og samheldni þeirra og samvinna var svo náin og góð, að ef minnst var á einn þeirra, komu hinir tveir jafnskjótt í hug. Árið 1922 gekk Árni Björn að eiga Hróðnýju Svanbjörgu Einars- dóttur, Pálssonar prests í Reyk- holti, og konu hans, Jóhönnu Egg- ertsdóttur Briem. Eignuðust þau fjögur börn, Harald, ráðunaut, Kristínu, húsmóður og sjúkraliða, Einar, lögfræðing, og Björn, verk- fræðing. Bjuggu þau m.a. nokkur ár á Harrastöðum í Skeijafirði en fluttu þaðan í Túngötu 33 og bjuggu þar síðan. Kynni okkar Árna Björns hófust þegar ég fór fyrir tæpum 60 árum í páskaferð á Eyjafjallajökul. Þeg- ar hann frétti, að þarna væri við- vaningur á ferð í jöklanna ríki, kom hann gagngert til þess að miðla mér af þekkingu sinni og reynslu. Varð mér eftirminnileg þessi hugulsemi hans. Dugðu ráð þeir úr grasi, bræðurnir, og hefir það vafalaust orðið þeim hvati að vali á ævistarfí. Haraldur sigldi til náms í verslunarfræðum í Eng- landi, Árni Bjöm hafði lært iðn- greinar föður síns, gull-, silfur- Kripalujóga Kynningarkvöld Fimmtudag 14. mars kl. 20.00 Todd Norian mun kynna væntanleg helgamámskeið. Boðið verður upp á hugleiðslu, tónlist og spjall. Aðgangur ókeypis. Todd Norian hefur stundað og kennt jóga í 16 ár og er cinn reyndasti og vinsælasti kennarinn hjá Kripalu jógastöðinni í Bandaríkjunum. Hann hefur m.a. séð um jógakennaranám- skciðin þar. Hugleiðslunámskeið - Miðvikud. 13. mars kl. 20.00-22.00. Kennd verða undirstöðuatriði í hugleiðslu. Hugleiðsla er ævafom og ölfug leið til að öðlast betri heilsu, meiri orku og aukið jafnvægi. Framhaldsjóga Og hugleiðsla - Helgin föst. 15. tii sun. 17. mars. Helgamámskeið fyrir þá sem hafaeinhverja reynslu af ástundun jóga eða hafa lokið grunnnámskeiði og vilja fara dýpra í ástundun sinni. i Á þessu námskeiði munum við: Læra ýmsar áhrifaríkar hugleiðsluaðferðir. Læra 1 að halda stöðum með djúpri meðvitund og uppgötva flæði (posture flow). Fá , leiðbeiningar varðandi mataræðið. i Grunnnámskeið í jóga ! 11. mars (8 skipti) mán. ogmið. kl. 16.30—18.00 örfápláss laus. fí 26. mars (8 skipti) þri. og fim. kl. 20.00-21.30. • Leiðbeinandi: Einar Bragi ísleifsson, jógakennari. * hélt áfram iðnnámi sínu, undir umsjón frænda síns, Guðmundar Helga Guðnasonar, og hóf jafn- framt undirbúning að framhalds- námi. Lá leiðin fyrst til Frakklands (Parísar), árið 1919. Þaðan var haldið til Sviss (Genfar) og endað loks í Þýskalandi (Munchen), árið 1922. Hann var því vel í stakk búinn þegar hann árið 1924 opnaði versl- un sína á horni Lækjargötu og Austurstrætis, en þar hafði áður verið til húsa skartgripaverslun Péturs Hjaltested. Jafnframt flutti hann gullsmíðaverkstæðið úr Vall- arstræti 4 á efri hæð Lækjargötu 2. Þar með hófst hinn rómaði ára- tugur, þegar bræðurnir þrír ráku umfangsmikla starfsemi í hjarta Reykjavíkur, Árni Björn með skartgripaverslun og gullsmíða- verkstæði í Lækjargötu 2, Harald- ur með fataverslun og iðnað í húsunum nr. 22 og 24 og Björn með veitingahúsarekstur í húsun- um nr. 16, 20 og 22B við Austur- stræti, jafnframt því sem hann sá hans vel því að engin óhöpp urðu í_ fjölmörgum síðari jöklaferðum. Árni Björn var góður ferðamaður, bæði á hestum og skíðum. Best létu honum ferðir á öræfum Iands- ins. Hann var um árabil í stjórn skíðadeildar ÍR. Á þeim árum gafst félaginu kostur á að kaupa jörðina Kolviðarhól. Þótti mörgum í of mikið ráðist og töldu að skuld- bíndingar yrðu félaginu ofviða. Stjórnin hvatti til kaupanna og sú leið varð ofan á, en Árni Björn tók á sig persónulega ábyrgð á greiðslu kaupverðsins. Þótti það stórmannlega boðið en talsverð áhætta var samfara þessari ábyrgð. Hann var aðalhvatamaður að því, að reist var traust girðing umhverfis Heiðmörk. Safnaði hann fé til verksins og njóta nú margir góðs af því framtaki. Félag íslenskra gullsmiða var stofnað 19. október 1924 og var Árni Bjöm hvatarnaður þess, einn af stofn- endunum og skipaði fyrstu stjórn þess. Síðustu árin gekk Árni Bjöm ekki heill til skógar. Þótt hann Afgreiðslan er opin kl. 11-20. Hátúni 6A, 105 Reykjavík, sími511-3100 f%í: % Kripalujóga — Leikfimi hugar og líkama PRIMAVERA The Craft Collection Ullarpúðar og tehettur eftir þekkta breska hönnuði. Hálfur krosssaumur. Anchor ullargarn í ferskum, fallegum litum, litprentaður strigi, nál og leiðbeiningar fylgja. í fallegum nýstárlegum pakkningum. Hagstætt verd! (Vísa og Euro-qreiðendur fá vöruna senaa sér ao kostnaðarlausu) Pöntunarsími: 587-0554 kl. 14-1 8 virka daga. Fáið sendan frian bækling - úrval mynstra! DIZA P.O.BOX 9305 129 REYKJAVlK léti lítt á því bera, hefir það senni- lega orðið til þess, að hann lét af smíðavinnu fyrr en ella hefði orðið og var það mjög miður. Smíða- leiknina hafði hann tekið í arf eft- ir föður sinn og afa og var bæði snjall og hugkvæmur við hönnun gripa. En dugnað og stjórnsemi við rekstur verslunar og verkstæð- is hefir hann örugglega sótt til móður sinnar. Birni Símonarsyni var svo lýst, að hann hafi verið snyrtimenni mikið, fríður sýnum, sviphreinn, í hærra meðallagi á vöxt og jafnan hýr á brá. Kunnað vel að stilla skap sitt og allri gleði í hóf. Þessi lýsing kemur mjög heim við kynni mín af Árna Birni. Oft brá hann á glens, þegar fund- um bar saman, enda var hann hlýr húmoristi léttrar kímni, sem alla kætti en engan grætti. Af smíðis- gripum hans má nefna, að hann smíðaði fyrri skautbúning þann, sem kvenfélögin á íslandi gáfu Alexandrinu Danadrottningu. Hlaut hann nafnbótina „konung- legur hirðgullsmiður" fyrir. Einnig smíðaði hann silfurtúrb- ínu þá, sem Danakonungi var gef- in við vígslu Elliðaárstöðvarinnar árið 1921. Ekki var Árni Björn einn við : smíðar á verkstæðinu. Meistari hans í gullsmíðinni var frændi hans, Guðmundur Guðna- Son. Voru þeir bræðrasynir, en Guðmundur hafði lært sína gull- smíði af föður Árna Björns, Birni Símonarsyni. Þegar Björn féll frá í árslok 1914, tók Guðmundur við rekstri verkstæðisins og starfaði þar til dánardægurs, 10. mars 1953. Auk þeirra frænda störfuðu fjórir aðrir gullsmiðir við smíðar og fljótlega bættist nemi í hópinn. Miðað við íbúafjölda og stærð Reykjavíkur á þessum árum, verð- ur ekki annað séð, en að mikil umsvif hafi verið á verkstæðinu og hefir verslunin sjálfsagt lagt sitt að mörkum til velgengninnar. Mjög vandaði Árni Björn valið á starfsmönnum, enda var það nauð- synlegt, því að nær allir munirnir voru handunnir. Margir hagleiks- menn störfuðu hjá honum um ára- tugi og sama var að segja um afgreiðslufólk í versluninni, þjálf- að og lipurt. Verðskuldaða athygli vöktu innréttingar, sem Árni Björn hafði látið smíða, allar úr völdum viði, í senn aðlaðandi og listræn umgerð um þá muni, sem voru til sýnis og sölu. Sumarið 1947 héldu þau Árni Björn og Svanbjörg upp á silfurbrúðkaup sitt í Englandi. Hittust þeir bræður allir þar ásamt eiginkonum sínum, en vegna stríðsins var þá liðinn þó nokkur tími frá því að fundum allra hafði borið saman. Sagði Björn mér síð- ar, að þarna hefði orðið mikill fagnaðarfundur. Árni Björn hefði haldið eina af sínum gáskafullu tækifærisræðum og farið á kost- um. Sviplegt andlát hans, 2. júlí 1947, kom því mjög á óvart. Svan- björg hafði ung gefist Árna Birni og þó hjónaband þeirra stæði ekki nema rúm 25 ár, hafði það verið ánægjulegt og viðburðaríkt, vel farið á með þeim og þau verið mjög samhent. En erfiður tími fór í hönd við missi svo ágæts eigin- manns, samfara mikilli og aukinni ábyrgð vegna menntunar barn- anna og reksturs fyrirtækjanna. En Svanbjörg tók á þessu öllu með reisn og festu og lauk starfinu með prýði. Hún andaðist hinn 27. nóvember 1986. Magnús Kjaran komst svo að orði í minningargrein, er hann rit- aði um vin sinn og ferðafélaga: „Árni var á margan hátt óvenju- legur maður. Að ævistarfi var hann iðnaðarmaður og kaupmað- ur, en hvorugt að eðlisfari. Hann var listamaður og íþróttamaður, hvort tveggja í orðsins bestu merk- ingu. Aðalsmaður meðal lista- manna en höfðingi í hópi íþrótta- manna. Iðnaðinn gerði hann að list og kaupmennskuna að íþrótt. Hann gerði engum rangt en þoldi líka illa órétt af öðrum.“ Jón Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.