Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 B 31 SAMÞYKKT var að reisa leikskóla við Hæðargarð á fundi borgar- stjórnar á fimmtudagskvöld. Var það samþykkt með átta atkvæðum meirihlutans gegn sjö atkvæðum minnihlutans en deilt var um stað- setningu skólans. „Ibúar í hverfinu hafa ítrekað mótmælt þessum byggingarframkvæmdum við Hæðargarð. Það virðist ekki vera hlustað á það,“ sagði Árni Sigfús- son, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Þetta á að keyra áfram jafnvel þótt það hafi komið fram mjög alvarlegar ábendingar um vanda í umferðarmálum við Réttarholts- veg. Það sýnist mér eiga að leysa Nefnd um málefni sumarhúsa- eigenda NEFND til að yfirfara réttindi og skyldur sumarhúsaeigenda einkum með tilliti til laga um tekjustofna sveitarfélaga og bygginga- og skipulagslaga hefur verið skipuð af félagsmálaráðherra og hefur þegar tekið tii starfa. I nefndinni eiga sæti: Halldór Jóhannesson, stöðvarstjóri, Reykja- vík, Ingimundur Sigurpálsson, bæj- arstjóri, Garðabæ, Loftur Þorsteins- son, oddviti, Hrunamannahreppi, Sigurbjörg Sæmunsdóttir, deildar- stjóri, umhverfisráðuneyti, Sveinn Geir Siguijónsson, framkvæmda- stjóri, Reykjavík og Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður, sem jafnframt hefur verið skipaður for- maður nefndarinnar. Sumarhúsaeigendur hafa m. a. lagt áherslu á nauðsyn þess að skil- greina hvaða þjónustu sveitarfélög eigi að bjóða sumarhúsaeigendum upp á í stað þeirra fasteignagjalda sem þeir inna af hendi til sveitarfé- laga. Nefndinni er ætlað að ljúka störf- um fyrir 1. júní nk. Samþykkt að byggja leik- skóla við Hæðargarð á þann veg að þegar búið er að ákveða að byggja, þá sé gengið í að ræða við íbúa til að sjá hvort ekki megi finna einhveija lausn á umferðarmálum,“ sagði hann. Hann taldi eðlilegra að menn spyrðu sig fyrst að því hvernig hægt væri að leysa umferðarmálin og í framhaldi af því yrði tekin ákvörðun um hvort ætti að byggja eða ekki. „Til hvers er fjöldi funda og til hvers er verið að nefna það í bók- un ef því er sleppt að niðurstaða þessara funda var á þann veg að íbúar eru að mótmæla byggingar- framkvæmdum á þessu svæði,“ sagði Árni. „Það er búið að fara yfir allt svæðið og skoða allar hugmyndir, sem fram komu frá íbúum, um hvar hægt væri að setja niður leik- skólann,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. „Það var einfaldlega mat manna eftir þessa ítarlegu skoðun, að þó að einhveij- ir aðrir staðir kæmu hugsanlega til álita, þá væri alveg tvímæla- laust besta staðsetningin við Hæð- argarðinn," sagði hún. „Reyndar hef ég orðið vör við það á fundum með íbúum,“ bætti Ingibjörg við, „að það, sem þeir hafa kannski mestar áhyggjur af, er umferðin á Réttarholtsvegi. Réttarholtsvegur er auðvitað mjög erfið gata. Það er gömul saga og ný og í sjálfu sér breytir leikskól- inn við Hæðargarð engu í því til- liti,“ sagði hún og benti á að auk- inni umferð vegna leikskólans mætti mæta með því að loka Hæðargarði í miðjunni og koma þannig í veg fyrir að umferð færi þar í gegn. Lagerútsala Á ANGÓRUFATNAÐl Þessum hlýja og mjúka HEILSUFATNAÐUR úrAngóru td. axlaskjól og mittisskjól. UNDIRFATNAÐUR úrlOO%Angóru bæði bolir og buxur. UNDIRFATNAÐUR fýrir útivistarfólk og útivinnandi úr Angórublönduðum efnum t.d. bolir og buxur. Angórufatnaðurinn hentar vel ungum sem öldnum. SKEIFUNNI 15. S: 568 5222 ALFUNDUR v 1996 ► Aðalfundur Sæplasts hf. verður haldinn í Sæluhúsinu á Dalvík, laugardaginn 16. mars 1996 og hefst kl. 13.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundastörf skv. 14.gr. samþykkta félagsins 2. Önnur mál löglega upp borin. Reikningar félagsins ásamt dagskrá fundarins og endanlegum tillögum, liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Sæplasts hf. PÓSTHÓLF 50, 620 DALVÍK, SÍMI 466 1670, BRÉFSÍMI: 466 1833, GRÆNT SÍMANÚMER: 800 8670 Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. □ MI'MIR 5996031119II11 FRL □ HELGAFELL 5996031119 VI 2 □ GIMLI 5996031119 I 1 FRL I.O.O.F. 10 = 1763118 = I.O.O.F. 3 - 1771038 = I Nýja postulakirkjan, Ármúla 23, 108 Reykjavík. Guösþjónusta alla sunnudaga kl. 11.00. Veriö hjartanlega velkomin i hús Drottins. KR-konur Munið fundinn þriðjudaginn 12. mars kl. 20.15 í félagsheimilinu. Gestur fundarins veröur Jón Rúnar Arelíusson, kontitori- meistari, og mun hann sýna kökuskreytingar frá Bakara- meistaranum, Suöurveri. Góðar veitingar. Allar KR-stuönings- konur velkomnar. Stjórnin. í Risinu, Hverfisgötu 105. Samkoma í kvöld kl. 20.00. „Hvernig berjumst við trúarinnar góöu baráttu!" 1. Tim. 6.12. Seinni hluti. Predikari: Hilmar Kristinsson. Frelsishetjurnar, krakkakirkja kl. 10 sunnudagsmorgun. Allir velkomnir. Fimmtudagskvöld kl. 20: Biblíulestur og bænastund. Vertu frjáls - kíktu í Frelsið. Grensásvegi 8 Samkoma og sunnudagaskóli kl. 11.00. Rani Sebastian prédikar. Sjónvarpsútsending á Omega kl. 16.30. Kennsla öll miöviku- dagskvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir! Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Lofgjöröarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræöumaður Snorri Óskarsson. Barnagæsla fyrir börn undir grunnskólaaldri. Láttu sjá þig, þú er innilega velkominn. Dagskrá vikunnar framundan: Miðvikudagur: Lofgjörð, bæn og bibliulestur kl. 20.00. Föstudagur: Krakkaklúbbur kl. 17.30. Skrefiö kl. 19.00. Unglingasamkoma kl. 20.30. ;; VEGURINN V Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Morgunsamkoma kl. 11.00. Fjölskyldusamkoma. Eiður Einarsson. Kvöldsamkoma kl. 20.00. Almenn samkoma. Tommy og Pat James. Allir hjartanlega velkomnir! GÖNGUKLUBBURINN GÖNGUGARPAR .xxN^ ÉVÍ & Majorka - frábær gönguferð um páskana 3/4-10/4. Upplýsingar: Edda Björg, Sam- vinnuferðum, s. 5691010, Stein- unn Haröardóttir, s. 557-6171. Fjörmjólkurmót Svig í flokkum 9-12 ára verður haldið í Eldborgargili í Bláfjöllum laugardaginn 16. mars kl. 10.00. Þátttaka tilkynnist fyrir þriðju- daginn 11. mars í fax 568 1292. Upplýsingar i síma 896 4672. Mótstjórn. §Hjálpræðis- herinn 'C «KÍrkÍM,ræ,í2 Hjálpræðissamkoma kl. 11. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Turid og Knut Gamst tala. Allir velkomnir. Mánudagur 11. mars kl. 16: Heimilasamband. Sr. Lárus Halldórsson talar. Allar konur velkomnar. ÉSAMBAND ÍSLENZKRA ____t KRISTNIBOÐSFÉLAGA Upphaf kristniboðsviku. Sam- koma í dag kl. 17.00 á Holta- vegi 28. Ríki Guðs. Ræðumaöur: Skúli Svavarsson. Kristniboðs- stund barnanna. Einsöngur: Laufey Geirlaugsdóttir. Veiting- ar seldar að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14. Guðmundur S. Jónsson predikar. Allir hjartanlega velkomnir. Kristið samlélag Samkoma í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, Hafnarfiröi, í dag kl. 16.30. Jón Þór Eyjólfsson predikar. Allir velkomnir. Miðvikudagskvöld kl. 20.30: Bibliulestur. íomhjólp I dag kl. 16.00 er almenn sam- koma i Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Mikill söngur. Kórinn tekur lagið. Barnagæsla. Samhjálpar- vinir gefa vitnisburði. Orð hefur Stefán Baldvinsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allirvelkomir. Samhjálp. Ungtfólk meðhlutverk WiÍA YWAM - ísland Aðalfundur Útivistar verður haldinn fimmtud. 21. mars kl. 20 í Fóstbræðraheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Útivist. Samkoma í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20. Prédikari séra Gísli Jónasson. Lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. BORG UÓSSINS Þjónusta Guðbjargar Þórisd. Boðun - tilbeiðsla - lækning - lausn Samkoma í kvöld kl. 20.30 I Lækjargötu 2, Hafnarfirði (Dvergur, gengið inn bakatil Brekkugötumegin). Þú ert velkomin. Dagsferð sunnud. 10. mars Gullfoss i Klakaböndum. Fellur niöur v/tíðarfars. Árshátfð Útivistar fau. 16. mars Kl. 19.00 Farið frá BSÍ með rútu til Bláa lónsins. Þar er glæsileg aðstaða til veisluhalda og góm- sætt hlaðborö. Hljómsveit og skemmtiatriði á heimsklassa. Verö 3.000 krónur og skráning á skrifstofu. Pantið tímanlega. Laugard. 16. mars kl. 10.00 Akstur í snjó og meðferð dekkja Námskeið jeppadeildar Útivistar og Bílabúðar Benna í Skiðaskál- anum i Hveradölum. Fyrirlestur um akstur á litlum og stórum dekkjum i snjó jafnt sem snjó- leysi. Þátttöku skal tilkynna á skrifstofu Útivistar fyrir kl. 17.00 fimmtud. 14. mars. Allir velkomnir. Dagsferð sunnud. 17. mars Kl. 10.30 Landnámsleiöin 5. ágangi, Hvaleyri - Reykjavík. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferð sunnud. 10. mars Kl. 13.00 Óseyrartangi - Hafnar- skeið. Gangan hefst við Óseyrar- brú (Ölfusá) og gengið veröur þaðan um Hafnarskeið í áttina að Þorlákshöfn. Þægileg göngu- ferð í um 3 klst. Verð kr. 1.200. Frítt f. börn með foreldrum sín- K um. Brottför frá Umferðarmiðstööinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Miðvikudag 13. mars Myndakvöld i Mörkinni 6 (stóra sal). Hornstrandafarar FÍ Hin árlega árshátíð Horn- strandafara Fí verður haldin laugardaginn 16. mars nk. á Hótel Selfossi. Hátíöin hefst með fordrykk kl. 19.30. Miða- verð kr. 3.500 og er innifaliö glæsilegt hlaðborð með kjöt- og fiskréttaívafi. Skemmtidagsskrá og happdrætti. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi. Rútuferðir frá Mörkinni 6 kl. 18.00 og til baka um nóttina. Allir Fi fólagar hjartanlega vel- komnir. Nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ 18. og 19. mars Kvöldnámskeið í notkun áttavita og korts. Skráning á skrifstofunni. Örnefni, saga og bók- menntir Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskólans i umsjá Þórhallar Vilmundarson- ar, prófessors, mánudagskvöld 11., 18. og 25. mars og 1. apríl kl. 20.15-22. Skráning í simum 525 4923 og 525 4924. Feröafélag islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.