Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 B 29 RAÐAUGÍ YSINGAR Efnalaug Efnalaug í eigin húsnæði til sölu. Nýjar vél- ar. Góðir greiðsluskilmálar. Svör leggist inn á afgreiðslu Mbl., merkt: „Efnalaug - 4204“. Stangaveiðimenn Eftirtaldir veiðidagar eru til sölu í Svalbarðsá í Þistilsfirði. 3 stangir, með veiðihúsi. 15-18/7,14-18/8,20-23/8, 23-26/8, 26-29/8, 29/8 - 1/9, 4-7/9, 7-9/9 (1 stöng), 10-13/9 (2 stangir). Verð frá 10.800 til 28.600 kr. Upplýsingar gefur Jörundur Markússon, sími 567 4482, fax. 567 4480. Veiðiáhugamenn Sportveiðimenn, stangveiðifélög og starfs- mannaklúbbar, nú er tækifærið. Vatnasvæði Sæmundarár í Skagafirði er til leigu fyrir næsta veiðitímabil. Tilboð berist fyrir 20. mars til Þorsteins Ás- grímssonar, sími 453 8182, Varmalandi, 551 Sauðárkróki, en hann veitir jafnframt frekari upplýsingar. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Eiturefnanámskeið 1996 Námskeið vegna notkunar eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði, garðyrkju og við garðaúðun verður haldið dagana 11.-12. apríl 1996. Námskeið vegna notkunar eiturefna og hættulegra efna fyrir meindýraeyða verður haldið dagana 29.-30. apríl 1996. Námskeiðin eru einkum ætluð þeim, sem vilja öðlast réttindi til þess að mega kaupa og nota efni í X- og A-hættuflokkum og/eða starfa við garðaúðun eða meindýraeyðingar. Þátttaka í eiturefnanámskeiði veitir ekki sjálf- krafa rétt á leyfisskírteini til kaupa á efnum í X- og A-hættuflokkum og verður að sækja um það sérstaklega. Einnig verður að sækja sérstaklega um leyfi til að starfa við garðaúð- un eða sem meindýraeyðir. Þátttökugjald er kr. 9.500 fyrir hvort námskeið. Námskeiðin verða haldin hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins á Keldnaholti, Reykjavík. Tilkynna skal þátttöku sem fyrst og eigi síð- ar en 29. mars 1996 til Hollustuverndar ríkis- ins í síma 568 8848. Hollustuvernd ríkisins. Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Vinnueftirlit ríkisins. TILKYNNINGAR BESSA S TA ÐA HREPPUR Bakkavegur - endurnýjun Bessastaðahreppur óskar eftir tilboðum í endurnýjun Bakkavegar í Bessastaðahreppi. Helstu magntölur eru: Ofanvatnslagnir 260 m Malbikun 3.300 m2 Kantsteinn 1.000 m Steyptargangstéttar 730 m2 Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar ehf., Borgartúni 20, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Bessastaða- hrepps 26. mars 1996 kl. 11.00. Verklok eru 14. júní 1996. Haukadalur í Biskupstungnahreppi Deiliskipulag orlofshúsa Hér með er lýst eftir athugasemdum við til- lögu að deiliskipulagi orlofsbústaða (dvalar- húsa) við Hótel Geysi í Haukadal, sem unnin er samkvæmt staðfestu aðalskipulagi. Tillagan nær til 1,4 ha svæðis til suðurs frá núverandi hótelsvæði. Gert er ráð fyrir 15 húsum til útleigu auk tveggja sumarbústaða sem eru í einkaeign. Tillagan liggur frammi á skrifstofu Biskups- tungnahrepps og hjá Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166 á skrifstofutíma, frá 11. mars til og með 10. apríl 1996. Athugasemdum skal skila til oddvita Bisk- upstungnahrepps fyrir 11. apríl 1996 og skulu þær vera skriflegar. Oddviti Biskupstungnahrepps. Skipulagsstjóri ríkisins. Einstakt tækifæri Kvikmyndasjóður íslands býður til helgarnámskeiðs um kvikmyndagerð dagana 22. og 23. mars (frá föstudagskvöldi fram á laugardagskvöld) á Hótel Sögu. Fyrirlesarar verða: Renee Goddard, upphafsmaður að European Script Fund. Tony McNab, handritahöfundur og ráð- gjafi við European Script Fund. Hanno Fry, fv. framkvæmdastjóri Europe- an Script Fund. Námskeiðið er ætlað framleiðendum, leik- stjórum og handritahöfundum. Umræðuefnið verður: Handritagerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp, áhrif European Script Fund á kvikmyndagerð í Evrópu o.fl. Handrit skoðuð og krufin. Þeir, sem vilja, geta sent inn efnisútdrátt (treatment) úr verkum sínum til sérstakrar umfjöllunar á námskeiðinu. Einnig handrit, ef þau eru til á ensku. Leitið nánari upplýsinga á skrifstofu sjóðsins. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig strax í síma 562 3580. Þátttökugjald er 500 kr. 'Ew% Námsstyrkur RÓTARY Rótarýhreyfingin á íslandi auglýsir náms- styrk Rótarýsjóðsins skólaárið 1997-1998. Styrkurinn er til eins árs framhalds- náms/starfsmenntunar á háskólastigi við erlenda menntastofnun og getur numið allt að 22 þúsund Bandaríkjadollurum. Rótarýsjóðurinn er alþjóðlegur hjálparsjóður Rótarýhreyfingarinnar, sem veitir m.a. styrki til menningar-, mennta- og mannúðarmála. Námsstyrkirnir eru öðru fremur veittir til náms á þeim sviðum, sem Rótarýhreyfingin leggur áherslu á, en það eru m.a. umönnun aldraðra, fíkniefnavarnir, umhverfisvernd og bætt lestrarkunnátta. Umsækjendur þurfa að hafa leiðtogahæfi- leika og vera góðir fulltrúar lands síns og Rótarýhreyfingarinnar. Umsækjendur mega að jafnaði ekki hafa dvalist langdvölum eða verið við nám í land- inu/landsvæðinu þar sem styrkurinn skal nýttur. Rótarýfélgar, makar þeirra, börn, tengda- börn, barnabörn og þeirra makar koma ekki til greina við val á styrkþega. Umsóknarfrestur er til 1. júní 1996. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Rótarýhreyfingarinnar á íslandi, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Sími 568 2233. Styrkir Rannsóknanámssjóðs Rannsóknanámssjóður styrkir nemendur, sem stunda rannsóknatengt framhaldsnám við hérlenda háskóla eða á ábyrgð viðkom- andi háskóla í samvinnu við rannsóknastofn- anir eða fyrirtæki. Einnig er heimilt að veita styrki til rannsóknatengds framhaldsnáms, sem stundað er við háskóla erlendis, ef rann- sóknaverkefnið lýtur að íslensku viðfangsefni og ef vísindamaður með starfsaðstöðu á ís- landi tekur þátt í leiðbeiningu nemandans. Umsóknarfrestur er 1. apríl og ber að skila umsóknum til Skrifstofu rannsóknasviðs Háskóla íslands á eyðublöðum sem þarfást. Allar nánari upplýsingar eru veittar á Skrif- stofu rannsóknasviðs Háskóla íslands. Skrifstofa Rannsóknaráðs Háskóla Islands. Þýskukennsla Reyndur þýskukennari, með M.A. í þýskum fræðum og langa dvöl í Þýskalandi að baki, óskar að taka að sér þýskukennslu í fyrirtækj- um eða stofnunum. Einnig einkatímar í þýsku fyrir byrjendur og lengra komna á sama stað. Upplýsingar í síma 568 4919. Hönnunarráðgjöf Bima Kristjánsdóttir hönnunarráðgjafi verður með faglega ráðgjöf annan miðvikudag hvers mánaðar í Smiðjunni, Hafnarhúsinu, um hönnun, útfærslu og þróun hugmynda í ýmiss konar framleiðslu, handverks- og list- munagerðar. Miðstöð fólks íatvinnuleit, sími 552 8271. Kvörðun á vogum og hitamælum Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins heldur námskeið í kvörðun voga og hitamæla og eftirliti 15. mars nk. frá kl. 9.00-14.30. Nám- skeiðið er einkum ætlað rannsóknarmönnum en mun einnig nýtast þeim sem starfa við framleiðslu ýmiss konar. Með kvörðun er átt við aðgerð sem lögð er til grundvallar hvort mælibúnaður telst starfa á viðunandi hátt eða ekki. Allar efnamaéling- ar og rannsóknir á matvælum sem fram- kvæmdar eru á evrópskum rannsóknarstof- um skulu gerðar samkvæmt skilgreindum reglum. Leiðbeinandi er Unnur Steingrímsdóttir, líf- fræðingur og kvörðunarstjóri Rf. Skráning og nánari upplýsingar í síma 562 0240 fyrir 14. mars. ffl Timburhús um allt land Byggjum timburhús og sumarhús eftir óskum og þörfum hvers og eins. Ódýr og góð hús. Leitið tilboða. Athugið: Húsin eru ekki í einingum! Tilboð afgreidd innan tveggja daga með teikningu og verklýsingu. símar 896 6649 og 482 1169.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.