Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 21
Blaðamenn í Slóvakíu óttast lög
um „undirróður gegn ríkinu“
Traust á
sljóni
Tyrklands
NÝMYNDUÐ stjórn Tyrklands
vann sinn fyrsta sigur í gær
þegar þing landsins samþykkti
traustsyfirlýsingu með 257 at-
kvæðum gegn 207. Hægri
stjórn Mesuts Yilmaz forsætis-
ráðherra hefur ekki meirihluta
en það reið baggamuninn að
80 þingmenn hins Lýðræðis-
lega vinstri flokks Bulents Ece-
vits sátu hjá.
Flokkur múhameðstrúar-
manna greiddi atkvæði gegn
stjórninni, en leiðtogi hans,
Necmettin Erbakan, sem vill
draga úr samskiptum við Vest-
urlönd, óskaði Yilmaz til ham-
ingju þegar upp var staðið.
BBC gefst
upp fyrir
Bítlunum
STJÓRNENDUR Radio 1,
popprásar breska ríkisútvarps-
ins, BBC, létu í gær undan
harðri gagnrýni fyrir að neita
að leika nýjasta lag Bítlanna
og útvörpuðu tónlist þeirra í
klukkustund ásamt nýja laginu,
„Real Love“.
Stjórnendur rásarinnar
höfðu gefið í skyn að Bítlarnir
mættu muna fífil sinn fegurri,
en þeir virðast hafa skipt um
skoðun þegar „Real Love“
skaust í fjórða sæti breska vin-
sældalistans.
Gervihnöttur
lenti í haf i
KÍNVERSKUR gervihnöttur
hrapaði til jarðar skömmu eftir
klukkán fjögur í gærmorgun
og sagði bandaríska geimferða-
eftirlitið að hann hefði fallið í
S-Atlantshaf, eða brunnið upp
til agna við að fara inn í gufu-
hvolfið. Rússneska lofvarnaeft-
irlitið hélt því hins vegar fram
að njósnahnötturinn hefði fallið
í Norðaustur-Kyrrahaf.
Ekki Goya
LISTFRÆÐINGAR segja nú
að málverk, 'sem nýverið fannst
í opinberri byggingu í Madrid
og afhjúpað var á föstudag með
viðhöfn vegna þess að talið var
að Francisco de Goya hefði
málað það, sé ekki eftir hann
heldur Mariano Salvador Ma-
ella, lítt þekktan samtímamann
hans.
Samúðar-
kveðjur ekki
opinberar
EISTNESK stjórnvöld telja að
samúðarkveðjur sem sendar
voru Tsjetsjenaleiðtoganum
Dzhokar Dúdajev vegna dauða
skæruliðaforingjans Salmans
Radújevs fyrir skömmu hafi
ekki verið opinbert plagg, að
sögn eistneska dagblaðsins
Postimees. 64 af 101 þing-
manni í Eistlandi undirritaði
plaggið sem olli mikilli reiði hjá
ráðamönnum í Moskvu.
Reuter
Mannréttinda
krafist
UM fjörutíu konur, allar með
háskólamenntun að baki, efndu
til mótmæla fyrir utan þinghús-
ið í Kúveit í gær og kröfðust
kosningaréttar og kjörgengis.
Minntu þær á, að ríkisstjórnin
hefði gefið loforð um þessi
mannréttindi í Persaflóastríð-
inu en virtist nú ekki ætla að
standa við þau. Mótmæli sem
þessi eru mjög fátíð í Kúveit
en þar er karlaveldi sterkt.
Lík refsilög-
gjöfinni á tímum
kommúnista
Bratislava. Reuter.
BLAÐAMENN í Slóvakíu, sem and-
vígir eru núverandi stjórnvöldum,
hafa gagnrýnt harðlega drög að
lögum um undirróður gegn ríkinu.
Segja þeir, að í skjóli þeirra verði
unnt að kveða niður alla gagnrýni
á ríkisstjórnina.
Blaðamenn og ritstjórar ýmissa
dagblaða og tímarita segja, að með
„lögunum til varnar lýðveldinu"
verði hægt að múlbinda fjölmiðla í
landinu jafnvel þótt þeim verði aldr-
ei beitt í raun.
„Með lögunum verður lagt að
blaðamönnum að ritskoða sjálfa sig
og þeim mun fylgja andrúmsloft
ótta og óöryggis," sagði Karol .Jez-
ik, ritstjóri dagsblaðsins Sme, sem
hefur verið einna gagnrýnast á
Vladimir Meciar, forsætisráðherra
Slóvakíu.
Refsivert að mótmæla
Ríkisstjórn Meciars samþykkti
frumvarpsdrögin í síðustu viku en í
þeim er heimild til að refsa fólki,
sem efnir til mótmælafunda gegn
stjómvöldum. Þá varðar það einnig
fangelsisvist eða sektum að dreifa
erlendis „röngum upplýsingum, sem
skaðað geta hagsmuni lýðveldisins".
Joszef Szilovassy, ritstjóri Uj
Szo, helsta dagblaðs ungversku-
mælandi fólks í Slóvakíu, segir, að
lögin, verði þau samþykkt, muni
verða mikið sálrænt ok á blaða-
mönnum en blaðið muni halda sínu
striki eftir sem áður.
Ríkisstjórn Meciars samþykkti
frumvarpsdrögin daginn eftir að
bandaríska utanríkisráðuneytið
gagnrýndi hana í árlegri skýrslu
sinni um ástand mannréttindamála
en drögin minna um margt á refsi-
löggjöfina í Tékkóslóvakíu. í tíð
kommúnista. Munurinn er oft að-
eins sá, að þar sem nú er talað um
„undirróður gegn lýðveldinu“ var
áður talað um „undirróður gegn
hinu sósíalska lýðveldi".
Tilræði eða marklaus
uppákoma
Vestrænir stjórnarerindrekar
vildu fara varlega í að tjá sig um
frumvarpsdrögin og hvaða áhrif
þau hefðu á óskir ríkisstjórnarinnar
um aðild að Evrópusambandinu og
Atlantshafsbandalaginu. „Við verð-
um að'bíða og sjá til. Annaðhvort
eru þau beint tilræði við lýðræðið
í Slóvakíu eða bara uppákoma, sem
engu skiptir," var haft eftir einum
þeirra.
Marie servíettur
50 stk. í pk,*tjá
í bastkörfu
Páskakerti
6 stk. ( pk.
Páskasé
50 stk
Páskaliljur
| | í potti
I I^ silki
Hetta á teketil
Nú líður að páskum og verslun
okkar skartar miklu úrvali ,
af fallegum páskavörum. f
Eggjahettur / 4 stk
Páskakanínur
Ester hani
mog hæna
K 4 stk^aa-.
fyrir fólkið i landinu
Holtagöröum viö Holtaveg / Grænt númer 800 6850
*) Pappapáskaegg
Ester
sprittkertastjaki
!