Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Svæðisskrifstofa Rauða krossins á Vestfjörðum Sigríður Hrönn ráðin til starfa ísafirði. Morgunblaðið. SIGRÍÐUR Hrönn Elíasdóttir, oddviti Súðavíkurhrepps og fyrrverandi sveitarstjóri í Súða- vík, hefur verið ráðin starfs- maður svæðisskrifstofu Rauða kross íslands á Vestfjörðum. Ráðgert er að skrifstofan verði opnuð um næstu mánaðamót en fram að þeim tíma mun Sig- ríður Hrönn verða i starfsþjálf- un hjá Rauða krossinum. Sigríður Hrönn sagði í sam- tali við blaðið að enn ætti eftir að frnna framtíðarhúsnæðffyrir starfsemina, en ákveðið hefði verið að skrifstofan yrði stað- sett á Isafirði. Sigríður Hrönn mun vinna með Rauða kross- deildunum á Vestíjörðum að ýmsum verkefnum og vera væntanlegum flóttamönnum til aðstoðar, ef af komu þeirra til ísafjarðar verður. „Starfíð leggst. mjög vel í mig og ég held að reynsla mín af sveitarstjórnarstörfum muni nýtast í þessu starfí. Einnig þau námskeið sem ég hef sótt sem formaður almannavamarnefnd- ar sem og félagsstörf mín hjá Ungmennafélaginu Geisla. Það leggur allt sitt lóð á vogarskál- ina,“ sagði Sigríður Hrönn. Tíu umsóknir bárust um stöðu starfsmanns svæðisskrif- stofunnar. ÁTVR Selja ekki fjögurra flaskna bjórkippur ÁTVR hefur hafnað beiðni um- boðsaðila franska bjórframleið- andans Brasserie Duyck hér- lendis um að taka til sölu bjór- kippur með fjórum 250 ml flösk- um. Svava Bemhöft innkaupa- stjóri segir neifunjna byggjast á innkaupareglum ÁTVR, en þær kveða á um að ekki megi selja minna en 1,5 lítra af bjór í einu. „Þetta er lágmark sem við mið- um við til að hafa einhveija viðmiðun, svo að magnið fari ekki niður í eina dós eða flösku. Þessar reglur eru samþykktar bæði af stjóm ÁTVR og fjár- málaráðuneytinu," segir hún. ÁTVR selur íjögurra dósa bjórkippur og er hálfur lítri af bjór í hverri dós, eða samtals 2 Iítrar. „Við höfum ekki fengið mörg tilboð sem fela í sér 250 ml dósir eða flöskur og verðum að halda okkur við reglur í þessu sambandi. Fyrst og fremst em reglumar tilkomnar af þörf fyrir mörk um þessi kaup, en ég reikna heldur ekki með að bindindismenn væru ánægðir yfír því að við fæmm að selja eina og eina dós, því að mjög líklega myndi aðgengi barna og unglinga aukast í bjór- inn,“ segir Svava. Hún segir ákvörðun fyrir- tækisins óháða gæðum bjórsins eða eftirspurn og byggjast ein- göngu á fyrrgreindum reglum um lágmark. 108 hafa greinst með salmonellusýkingu á sýkladeild Landspítalans FRETTIR Ríkisspítalar kanna bótarétt ENGIN saursýni sem tekin voru til ræktunar á sýkladeild Landspítala í gær vegna salmonellamengunar, reyndust jákvæð, og er það í fyrsta skipti síðan sýkingin kom upp, eða í þijár vikur, sem þetta gerist. Ing- ólfur Þórisson aðstoðarforstjóri Ríkisspítala segir kostnað vegna sýkingarinnar nema milljónum króna, en ekki séu öll kurl komin til grafar í málinu. Ríkisspítalar hyggjast kanna réttarstöðu sína með skaðabótakröfu á hendur Sam- sölubakaríi í huga. Hundrað og átta manns hafa greinst með sýkingu af völdum salmonella enteritidis og þrátt fyrir að engin sýni hafi verið jákvæð í gær, má búast við að fleiri eigi enn eftir að greinast að sögn Hjördísar Harðardóttur læknis á sýkladeild Landspítala. Sextán þeirra sem hafa greinst með sýkilinn tengjast ekki Ríkis- spítölum en aðrir sýktust innan veggja þeirra. Þar af eru 28 börn af leikskólum spítalanna og þijú af barnadeild. Ljóst er orðið að sýk- ingin tengist ijómabolluáti, en ekki er búið að uppgötva hvemig sýkill- inn barst í bollurnar. Mesta holskeflan afstaðin „Ég geri ráð fyrir að fleiri bætist við, þetta er ekki lokatalan," segir Hjördís. „Hins vegar berast nú færri sýni til rannsóknar en áður sem bendir til að mesta holskeflan sé afstaðin og flestir sem fengu einkenni séu búnir að senda inn sýni.“ Ingólfur segir að ekki sé allur kostnaður kominn fram vegna sýk- ingarinnar, og þannig sé fólk t.d. enn frá vinnu. Eftir um mánaðar- tíma verði þó væntanlega hægt að reikna út endanlegan kostnað vegna sýkingarinnar. „Verið er að kanna réttarstöðu Ríkisspítala vegna þessa máls og mér fínnst mjög líklegt að Ríkisspítalar fari fram á að Samsölubakarí bæti það tjón sem þeir hafa orðið fyrir,“ seg- ir Ingólfur. Fjárhagslegt tjón er m.a. vegna vinnutaps sýktra, aukinnar yfír- vinnu, rannsókna, lyfja, sýnatöku og leitar að uppruna sýkingarinnar. Innan kostnaðarþátta Ríkisspítala eru ekki kostnaðarliðir á borð við slátrun á þriðja hundrað hæna sem rannsakaðar voru í leitinni og vinnutap eða annar kostnaður ein- staklinga utan spítala. Uppfylla ekki skilyrði en selja áfram á smásölumarkaði Ingólfur segir stíft eftirlit með þeim fyrirtækjum sem selja Ríkis- spítölum matvæli og njóti þeir full- tingis Rannsóknastofnunar land- búnaðar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar í því sambandi, en þær taka reglulega sýni hjá birgjum spítalanna. Ríkisspítalar hafi meðal annars hætt viðskiptum við fyrir- tæki vegna þess að söluvara þeirra hafí ekki uppfyllt skilyrði þeirra eftir sýnatöku og rannsóknir, en sömu aðilar selji áfram á smásölu- markaði. „Ef við ætluðum hins vegar að taka sýni af vöru á borð við bollur sem keyptar eru einu sinni á ári, þyrfti að fá þær til rannsóknar þremur til fjórum dögum áður en þær eru borðaðar, sem vart er ger- legt. Við töldum okkur vera að skipta við mjög ábyggilegan aðila, eins og ég held að flestir hljóti að skilja, þannig að útilokað var að sjá sýkinguna fyrir. Við höfum fylgt útboðsstefnu en við þetta mál setur hik að mönnum, og vissulega gæt- um við tekið fullvinnslu hráefnis alla inn aftur. Það mál er hins veg- ar aðeins á hugmyndastigi," segir hann. 80 ára afmæli Alþýðusambandsins # Morgunblaðið/Kristinn FRU Vigdís Finnbogadóttif með gjafaskjalið. Við hlið hennar stendur Benedikt Davíðsson. Ræða sam- einingu við Egilsstaði BÆJARSTJÓRNIN á Egilsstöðum og hreppsnefndimar í Eiðaþinghá og Hjaltastaðaþinghá hafa sam- þykkt að hefja viðræður um sam- einingu sveitarfélaganna. Yfir 1.800 íbúar yrðu í þessu sameinaða sveitarfélagi á Úthéraði, þar af 1.600 í þéttbýlinu á Egilsstöðum. Þuríður Backman, forseti bæj- arstjórnar á Egilsstöðum, segir að sveitarstjórnirnar hafi þegar ákveðið að taka upp viðræður. Ekki sé hægt að fullyrða um niður- stöðuna. Hún segir að fyrsti fund- urinn verði á fimmtudag. Unnið að takmarkaðri sameiningu Þuríður hefur talað fyrir sam- einingu allra sveitarfélaganna á Fljótsdalshéraði ásamt Borgarfirði og Seyðisfirði. Það segir hún að sé það eina rétta. Hins vegar hafi það ekki gengið og því sé verið að vinna að takmarkaðri samein- ingu. Trúnaðarbrestur biskups kærður til siðanefndar prestafélagsins Biskup biður presta um fyrirgefningu 80 trjáplönt- ur til forseta * Islands og þjóðarinnar ALÞÝÐU S AMB AND íslands gaf forseta Islands og íslensku þjóðinni 80 tijáplöntur á 80 ára afmæli sambandsins í gær. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, tilkynnti um gjöfina í boði frú Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta Islands, fyrir miðsijórn Alþýðusambands ís- lands á afmælisdeginum í gær. Hann afhenti frú Vigdísi fyrstu birkiplöntuna og skrautritað gjafaskjal. I skjal- inu segir að í tilefni af 80 ára afmæli Alþýðusambands ís- lands hafi 68 þúsund félags- menn sambandsins ákveðið að færa forseta íslands og þjóð- inni allri 80 tré. Eitt ár fyrir hvert ár í sögu ASÍ. „Megi trén vaxa og dafna um ókomna tíð rétt eins og ís- Ienska þjóðin,“ segir í niður- lagi. Trén verða gróðursett í Vinaskógi í maí. BISKUP íslands, herra Ólafur Skúla- son, hefur ritað öllum prestum lands- ins bréf og beðið stéttina fyrirgefn- ingar á því að hafa brotið trúnað og sagt frá því að fundur hefði átt sér stað milli þeirra séra Flóka Kristins- sonar, sóknarprests í Langholts- kirkju, og Sigrúnar Pálínu Ingvars- dóttur, sem sakað hefur biskup um kynferðislega áreitni. Sömuleiðis bað biskup presta um að efni bréfsins yrði ekki gert að fjölmiðlamáli. Engu að síður var efni þess gert opinbert í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær, svo og í sjónvarpsfréttum beggja stöðva. Þá lagði Sigrún Pálína fram kæru í siðanefnd prestafélagsins í gær á hendur biskupi þar sem hún sakar hann um trúnaðarbrot með því að greina í fjölmiðlum frá fundi henn- ar og séra Flóka. Siðanefndin mun ekki hafa fjallað um þá kæru á fundi sínum í gær. Ólafur segir að auðvitað eigi bisk- up ekki að stuðla að því að opinbera samband prests og sóknarbarns al- menningi. „Aftur á móti var ég að bregðast við frétt, sem ég heyrði í útvarpinu með tilvitnun í Alþýðu- blaðið, sem er nú ekki traustasti heimildaaðilinn í þessu máli, um að Flóki Kristinsson hefði borið á móti því að hafa átt fund með umræddri konu. I einhverri fljótfærni sendi ég yfirlýsinguna, sem fjórmenningarnir í Langholti höfðu látið mér í té, um að fundur þessi hefði átt sér stað, til fjölmiðla. Ég sé nú mjög eftir því að þessi yfirlýsing skyldi, fyrir minn tilverknað, lenda hjá fjölmiðlum. Það er auðvitað mjög alvarlegur hlutur að bera það út hveijir leita til presta," segir Ólafur. í bréfinu til prestastéttarinnar segist biskup einnig hafa gert grein fyrir sannleikanum vegna ásakana um kynferðislega áreitni og tók Guð til vitnis um að hann væri að segja satt um að vera saklaus af ákærum kvennanna. „Ég hafði lengi hugsað mér að skrifa prestum bréf til að lýsa sannleikanum undandráttar- laust og ég bað sömuleiðis fyrir- gefningar á því að hafa sagt frá fundi prests og sóknarbarns. Það var gert undir mikilli pressu, sem ég held að allir hljóti að sjá að ég hef verið undir sl. mánuð. Þetta hefur ekki verið neitt venjulegt ástand, ekki óvenjulegt, heldur furðulegt. Siðanefnd prestafélagsins hefur tekið marga fundi í að fjalla um kæru þessarar sömu konu um að prestur í Grafarvogssókn hafí ekki borið það á torg sem hún sagði hon- um og ekki heldur sagt frá þv: að hún hefði komið til fundar við hann. Þessi kona leggur síðan fram aðra kæi'u í gær þess efnis að trúnaður hafi verið brotinn við hana með því að segja frá fundi hennar og sóknar- prests Langholtskirkju. Þetta er orð- ið nokkuð flókið mál,“ segir Ólafur að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.