Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR SMÁRIMAGNÚSSON + Guðmundur Smári Magnússon fædd- ist á Akranesi 28. ágúst 1968. Hann lést í Reykjavík 1. mars síðastliðinn. Móðir hans er Svava Guðmunds- dóttir og stjúpfað- ir Friðrik Bridde. Systkini hans eru Anna Margrét Bridde, maki EI- var Birgisson, og Katrín Dröfn Bridde. Hann ólst að mestu upp hjá ömmu sinni, Katrínu Ragnarsdóttur, og afa sínum, Guðmundi Nikulássyni. Börn Guðmundar Smára eru Smári, en svo var hann alltaf kallaður, var nokkuð bráðþroska sem barn og fljótur til allra hluta. Kátur var hann og brosmildur alla tíð. Það koma upp í hugann ógrynni at- vika þar sem galsinn í honum var svo mikill að sumum fannst nóg um. Smári var kröftug- ur og heilbrigður krakki sem þurfti þetta rými. Hann fann fljót- lega inn á það að best var hjá ömmu og afa, því þar mátti allt gera og þau voru svo góð. Amma Stella og afi Gummi hafa misst dreng áður og báðir hétu þeir Smári. Sorg þeirra á efri Brynjar Smári, f. 18. ágúst 1992, og Svava, f. 4. júní 1994. Barnsmóðir hans er Bryndís Kristinsdóttir. Útför Guðmundar Smára fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann Smári okkar er dáinn, sagði móðir hans við mig í síma. Ekki man ég þá leið sem ég ók heim það kvöld né hver hraðinn * var. Sorg og minningar um glæsi- legan ungan mann vel af guði gerð- an, ávallt tilbúinn að rétta hjálpar- hönd er til hans var leitað. Dagfars- prúður mjög og vinmargur. Hann átti auðvelt með að kynnast fólki og áhugamál hans urðu mörg á þessari stuttu ævi. Þessi síðari ár í ævi Smára var hugur hans að mestu bundinn akstri stórra mótor- hjóla og keppni á því sviði. Tók hann þátt í einni keppni síðastliðið sumar og var hann ákveðinn í að margbæta þann árangur á sumri komanda. Stór áform var hann með um að hjóla erlendis. Hann var stoltur af því að vera félagi í Snigl- unum. Sjáðu, sagði hann eitt sinn við mig og sýndi mér úrklippu úr blaði þar sem sagt var frá að félag- ar í Sniglunum hefðu afhent Barna- spítala Hringsins peninga sem þeir höfðu safnað. Þá var hann stoltur. árum er mikil og söknuður stór. Guðmundur Smári var fjölhæfur íþróttamaður og fótbolta stundaði hann til hins síðasta og var liðtæk- ur vel. Fljótur var hann að tileinka sér allar nýjungar. Og glöggur var hann að leysa hinar ýmsu þrautir og leiki. Unglingsárin voru Smára spennandi því margt var brallað. Þá vaknaði áhugi hans á skellinöðr- um með öllum þeim hávaða og basli sem því fylgir. Oft gekk mikið á í hjólageymslunni þegar verið var að gera við og vinimir í hópum að ræða málin. Hann naut sín vel þeg- ar rætt var um hjól og síðar bíla. Þegar Smári fór síðar að keyra á sínum fyrstu bílum, kom í ljós alveg ný hlið á drengnum. Hann þreif og bónaði bílana svo vel að eftir var tekið. Enda kom sú þekking sem hann fékk við að hirða vel um bíla sína honum vel þegar hann fór að vinna á bónstöð. Síðar átti hann sína eigin bónstöð og vann mikið. Allt frá því Smári fór að vinna, sem var lengst af hjá Vífilfelli, var hann ákveðinn í því að verða sjálfstæður atvinnurek- andi. Því varð Smári dapur þegar húsnæðið var selt og honum skylt að flytja út með sinn rekstur. Hann sagði mér oft þegar við ræddum þessi mál að það kæmi dagur eftir þennan dag og hann ætlaði að byija aftur þegar betri staðsetning fyrir bón- og þjónustustöð gæfist. Þenn- t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERTA BJÖRNSDÓTTIR, Karfavogi 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. mars kl. 15.00. Rakel Ólafsdóttir, Ásgeir Magnússon, Edda Ólafsdóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Olgeir Bárðarson, Sjöfn Ólafsdóttir, Jón Brynjólfsson, Ólöf Ólafsdóttir, Ólafur Benediktsson, Kjartan Örn Ólafsson, Anna Gísladóttir, Ólafur Þór Kjartansson, Sigrún Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. i_____________________________________________________________ t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANS SIGURBERG DANELI'USSON frá Hellissandi, til heimilis á Sunnubraut 12, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavikurkirkju fimmtudaginn 14. mars kl. 14.00. Sólveig B. Guðmundsdóttir, Sveindís Hansdóttir, Ómar Sigtryggsson, Brynjar Hansson, Rut Lárusdóttir, Sumarrós Hansdóttir, Vigdís Kristjánsdóttir, Bára Hansdóttir, Guðmundur Þétursson, Danelíus Hansson, barnabörn og barnabarnabörn. MINNIIMGAR an draum ól Smári með sér allan þann tíma sem hann lifði. Smári giftist aldrei en var í sam- búð í nokkur ár. Sambýliskona Smára var Bryndís Kristinsdóttir og áttu þau tvö falleg börn, Brynjar Smára og Svövu. Erfitt verður það hlutskipti að útskýra fyrir litlum pabbastrák hvers vegna pabbi kem- ur ekki að sækja hann. Smári var glaður þegar hann kom heim til okkar og tjáði okkur að hann fengi að hafa strákinn um helgina. Hann sagðist hafa spjallað við drenginn í síma og sá stutti væri spenntur að koma. Við, amma og afí, vorum ánægð að fá að sjá þá feðga loks saman. Það kvöld var Guðmundur Smári allur. Systur Smára, þær Anna og Katrín, syrgja nú bróður sinn því hann var þeim svo góður. Við minn- umst þess ekki að Smári hafi neitað þeim systrum sínum um nokkurn hlut. Hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa þeim.og sendast með þær eða fyrir þær um allan bæ. Betri bróður var ekki hægt að hugsa sér sögðu þær. Okkur var hann góður sonur og minningar okkar um æsku hans og drauma munu lifa með okkur. Við biðjum góðan Guð að taka á móti sál hans og gefa henni frið. Haf þökk fyrir allt, hvíl þú í friði, drengur minn. Friðrik Bridde. og þakklæti fyrir þann stutta tíma sem við áttum saman. Ég vil votta fjölskyldu hans, ætt- ingjum, vinum og kunningjum mína dýpstu samúð og þakka þann ómet- anlega stuðning sem þið hafið veitt mér. Guð gefí okkur styrk og þrek á þessum erfiðu tímum. Guð geymi sálu hans. Laufey Dóra. Hart er mannsins hjarta að hugsa mest um sig. Kveldið er svo koldimmt, ég kenndi í bijósti um mig. Dýrlega þig dreymi og drottinn blessi þig. (Stefán frá Hvítadal.) Elsku Smári minn, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þú gerðir allt sem ég bað þig um, þú neitaðir mér aldrei um neitt. Þú varst hinn eini og sanni bróðir í raun. Ég gat aldrei séð þig í fýlu né í vondu skapi. Þú varst oftast brosandi og kátur. Ég mun ætíð sakna þín. Guð veri með þér þar sem þú ert núna. Ég vona og veit, Smári minn, að þú ert á góðum stað hjá Guði og þér líður vel. Nú kveð ég þig með miklum söknuði en veit að okkar leiðir munu aftur liggja saman. Þín litla systir Katrín Dröfn (Kata). Laugardaginn 2. mars hringdi Svava, móðir Smára, í mig og til- kynnti mér að unnusti minn væri dáinn. Ég hef aldrei upplifað jafn sársaukafullan tíma og síðan þá. Mín fyrstu kynni af Smára voru þannig að ég sat aftan á mótorhjól- inu hennar Indu vinkonu og vorum við að hjóla með stórum hópi fólks, þar á meðal Smára. Ég var að gera hana vinkonu mína vitlausa á tuð- inu í mér, hversu vel mér litist á hann og hve mikið mig langaði til að tala við hann og kynnast honum. Þegar við svo stoppuðum í miðbæn- um kom Inda mér fyrir aftan á hjól- inu hans á frekar vandræðalegan hátt fyrir okkur Smára. Ég hef ekki sest aftan á hjá Indu eftir það. Ég minnist helst góðmennsku hans, þolinmæði og umburðarlynd- is, sem drógu engin mörk. Það var aldrei neitt nógu gott fyrir þá sem hann unni. Það dýrmætasta sem ég á, fyrir utan minningar, er gull- hringur með steini í sem hann gaf mér í jólagjöf. Þegar ég þakkaði honum fyrir, baðst hann fyrirgefn- ingar á því að hafa ekki haft efni á ekta demanti, sem hann langaði svo til að gefa mér. Hans daglegu heimsókna er sárt saknað af fjölskyldunni í Efstasundi 61, hann var alltaf tilbúinn að hlaupa til ef eitthvað vantaði eða eitthvað bjátaði á. Ég minnist hans Smára míns með söknuði, hlýhug Víst er þetta lðng og erfið leið og lífið stutt og margt sem út af ber, en tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt hve undarlega er gott að sitja kyrr. Samt kemstu á fætur, réttir höfuð hátt, og hraðar þér af stað sem áður fyrr. Svo styttist þessi ganga smátt og smátt og seinast stendurðu einn við luktar dyr. (Steinn Steinarr.) Kæri Smári. Við viljum trúa því að þegar þessi orð eru skrifuð sértu kominn í gegnum dyrnar lokaðu, yfir í nýjan og bjartari heim, og hafir fundið innri ró. En hjá okkur á minning þín eftir að lifa um ókom- in ár. Við sendum öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Megi Guð gefa ykkur öllum styrk á þess- um erfiðu tímum. Elsa Dögg, Björk, Guðfinna, Inga Þóra, Sunna og Ágústa. Laugardaginn 2. mars sat ég á stjórnarfundi hjá Bifhjólasamtökum lýðveldisins þegar Laufey vinkona mín kom til mín grátandi og til- kynnti mér að Smári vinur minn væri dáinn. Ég brotnaði niður og grét eins og barn. ICGSTCINAR F. 14.11. 1807 D.21.3. 1865 Grcinít s/f HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 Ég minnist þess, að þegar ég kynntist Smára þá vorum við Lauf- ey að hjóla niðri í bæ, við urðum báðar ástfangnar, hún af Smára og ég af hjólinu hans. Þau voru ófá skiptin sem hann kom heim til mín og spurði hvort ég væri ekki til í að koma út að hjóla, þá dreif maður sig í leðrið, rauk út á plan, ræsti hjólin og æddi niðrí bæ að hitta félagana, þannig að hans verður sárt saknað í mínum huga þegar við félagarnir hjólum í sumar. Vinirnir voru alltaf í fyrirrúmi hjá Smára. Hann gat alltaf gefið sér tíma ef ég þurfti á honum að halda. Ég man þegar Smári slasaðist í fyrra, hann lánaði mér hjólið sitt, við fórum og sóttum hjólið og ég varð að taka hann aftan á og skutla honum heim. Þetta er svo minnis- stætt því hann hafði unun af því að stríða mér þegar ég sat við stjórn á þessum stutta vegarkafla. Minningarnar eru svo margar að ég þyrfti heila bók til að koma þeim niður á blað. Ég vona að ég hafi reynst þessum yndislega dreng jafn góður vinur og hann reyndist mér. Minning hans er ljós í lífi mínu. Ég votta fjölskyldu, börnum, Laufeyju, vinum og vandamönnum mína dýpstu samúð og ég bið til guðs um að okkur hlotnist styrkur á þessum erfiða tíma. Guðdómlegasta reynsla sem nokkrum getur hlotnast er að heyra rödd vináttunnar þegar neyðin steðjar að. (Charlotte V. Sciller.) IndaBjörk 1015. Laugardaginn 2. mars sl. bárust mér þær sorgarfréttir að Smári vin- ur minn væri dáinn, þessi góði drengur og besti vinur sem hægt var að eignast. Ekki hafði ég þekkt hann lengi en nánir vinir urðum við strax þegar við hjóluðum saman síðasta sumar. Alltaf voru vinirnir númer eitt. Smári var alltaf til stað- ar og mun ég sakna hans sárt því slíkur vinur er vandfundinn. Maður heyrði aldrei: „Ég nenni ekki“ eða: „Ég get ekki.“ Allt sem hann gat gert fyrir mann gerði hann. Ég gleymi því aldrei þegar við poppuðum og hann kryddaði poppið með kartöflukryddi. í mínum huga eru minningarnar um þennan yndis- lega dreng góðar og ég þakka af öllu mínu hjarta fyrir að hafa þekkt hann. Ég sendi öllum sem misstu mínar innilegustu samúðarkveðjur og ég bið guð að vera með ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Einn er maður veikur, en með öðrum sterkur. Einmana huga þrúgar þarflaus kvíði. Ef vinur í hjarta þitt horfir og heilræði gefur verður hugurinn heiður, sem himininn bjartur og sorgarský sópast burt. (J.G. Herder.) Karl 696. Vönduö þjónusta Góðar veitingar Rúmgóð salarkynni Næg bílastæöi FÉLAGSHEIMILIÐ SELTJARNARNESI Sími 561-6030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.