Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI VISA ísland með 70 millj. hagnað Verðbólga í nokkrum ríkjum Hækkun neysluverðsvísítölu frá janúar 1995 til janúar 1996 Bandaríkin Kanada ísland Sviss Noregur 2,6% Japan □ -0,3% Gríkkland ítalia* Spánn Bretland Portúgal írland Sviþjóð Frakkland Belgía Holland Austurríki Danmörk Þýskaland Lúxemborg Finn[and Meðaltal ESB * | 5,4% 8,4% 3,9% *Bráðabírgðatölur Heimlld: Eurostai Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2% í febrúar Minni hækkun en gert var ráð fyrir HAGNAÐUR VISA íslands nam alls um 70,3 milljónum eftir skatta á síðasta ári sem er svipuð afkoma og árið 1994. Útgefin VISA kort í umferð voru 201.580 talsins í árslok. VISA kreditkort voru 100.464 talsins og fjölgaði um 5 þúsund og VISA Electron debet- kort voru í árslok 101.116 og hafði fjölgað um 31 þúsund á árinu, seg- ir í frétt. Fram kom á aðalfundi VISA íslands að íslendingar eru nú fremstir allra þjóða í greiðslukorta- notkun miðað við íbúafjölda. Bera þeir höfuð og herðar yfir aðra hvað rafræn viðskipti og sjálfvirkar boð- og raðgreiðslur snertir sem eru reyndar íslensk uppfinning. Á liðnu ári tóku kvikmyndahúsin upp al- hliða greiðslukortaþjónustu með hraðposum og opinberir aðilar eiga nú debetkortaviðskipti í auknum mæli. Unnið var að margvíslegum tæknilegum umbótum og fjölgaði rafrænum færslum um 78%, námu 23 milljónum. Útgefnum tékkum hefur fækkað um 2A hluta eða nærri 20 milljónir á tveimur árum. • aSCOm Hasler • Frímerkjavél framtíðarinnar • Stílhrein, falieg hönnun • Svissnesk tækni og nákvæmni Samanlögð heildarvelta í VISA- viðskiptum nam 73 milljörðum króna á árinu 1995 og hefur aldr- ei verið meiri. Þar af 48,6 milljörð- um kr. í hinum hefðbundnu kredit- kortaviðskiptum og jókst um slétt 10%, álíka mikið bæði heima og erlendis. Innlend viðskipti námu alls 41,9 milljörðum og jukust um tæpa 4 milljarða. Þar af námu boðgreiðslur 5,6 milljörðum og rað- greiðslur 3,4 milljörðum ogjukust um 13% að meðaltali. Úttektir reiðufjár úr hraðbönkum innan- lands, sem er ný þjónusta, námu tæpum milljarði króna. Erlend við- skipti námu 6,8 milljörðum. Notk- un útlendinga á kortum sínum hérlendis jókst um 21% og nam 1,7 milljörðum kr. Debetkortavið- skipti fjórfölduðust í krónum en sexfölduðust að magni, námu 24,4 milljörðum króna samanborið við 5,6 milljarða árið 1994 sem var reyndar fyrsta árið í þeim viðskipt- um. Aukin markaðshlutdeild í debetkortum VISA ísland er með 76% af kred- itkortaviðskiptum hérlendis og hélt markaðshlutdeild sinni að fullu á árinu, þrátt fyrir harðnandi sam- keppni, og jók markaðshlutdeild sína af debetkortaviðskiptum um 3% eða í 71%. Samþykkt var að greiða 10% arð af hlutafé og gefa út jöfnunar- hlutabréf að fjárhæð 6,9 m. kr. (1,6%) eða til jafns við það sem lög heimila. Stjórn VISA íslands var endur- kjörin en hana skipa: Jóhann Ág- ústsson, Landsbanka, Sólon R. Sigurðsson, Búnaðarbanka, Sig- urður Hafstein, Sparisjóðunum, og Björn Björnsson, Islandsbanka. VERÐHÆKKANIR í febrúar mæld- ust 0,2% miðað við vísitölu neyslu- verðs. Þetta samsvarar um 2,1% verðbólgu á ársgrundvelli og er nokkuð minni hækkun en verðbólg- uspá Seðlabankans hafði gert ráð fyrir en þó innan skekkjumarka. Ástæðan er fyrst og fremst verð- lækkun á grænmeti og ávöxtum, en þessar vörur hækkuðu um 5,9% í janúar og voru drifkrafturinn í hækkun vísitölunnar þá. Mjólk og mjólkurvörur hækkuðu um 3,9% í febrúar og olli það 0,11% hækkun vísitölunnar. Dilkakjöt hækkaði um tæp 6% og olli sú hækk- un u.þ.b. 0,06% hækkun vístölunn- ar. Grænmeti og ávextir lækkuðu hins vegar um 4,4% frá því í janúar og svarar það til um 0,11% lækkun vísitölunnar. Síðastliðna 3 mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 0,7% sem samsvarar 3,0% verðbólgu á ári. Verðbólgan undanfarna 12 mán- uði hefur hins vegar mælst 2,0%, en hækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis er 2,8% í meðfylgjandi töflu má sjá verðbólgu í nokkrum nágrannaríkjum frá janúar 1995 til janúar 1996 í samanburði við verð- bólgu hér á landi á sama tímabili. Styrkir vaxtalækkanir Birgir ísleifur Gunnarsson, Seðla- bankastjóri, segir að þetta ætti að styrkja frekar þá þróun sem verið hefur að undanförnu. Hann bendir á að frá 21. febrúar síðastliðnum hafi vextir 3ja og 5 ára ríkisbréfa lækkað um á bilinu 0,2-0,4% og rík- isvíxlar hafi lækkað um 0,05-0,1% á sama tíma. Þá segir Birgir að allt virðist stefna í að verðbólga á þessu ári verði í kringum 2% sem sé held- ur lægra en menn hafi reiknað með í upphafí árs. Skeljung- ur kaupir Sápu- gerðina Frigg SKELJUNGUR hf. hefur keypt öll hlutabréf í Frigg hf. af Nathan & Olsen hf. Gengið var frá kaupunum í gær og var starfsfólki Friggjar skýrt frá því á fundi í hádeginu í gær. Að því er fram kemur í frétt frá Skeljungi er’ stefnt að því að rekstur fyrirtækisins verði með óbreyttu sniði að minnsta kosti fyrst um sinn. Kaupverð Friggjar er hins vegar ekki gefið upp. Skeljungur hefur um árabil rekið skylda starfsemi þar sem fyrirtækið hefur flutt inn mikið magn hreinsi- efna auk þess að reka umfangs- mikla átöppun á ýmsum efnavörum. Með kaupunum er stefnt að því að sameina skyldan rekstur fyrirtækj- anna tveggja og byggja upp öflugt fyrirtæki sem annist átöppun á hreinsiefnum til fiskvinnslu, iðnaðar og fyrir neytendamarkað, að því er segir í fréttatilkynningunni. Nathan & Olsen keyptu rekstur Gömlu sápugerðarinnar hf., áður Sápugerðarinnar Frigg, fyrir tæp: um tveimur árum síðan skömmu áður en Gamla sápugerðin var tek- in til gjaldþrotaskipta. Kaupverð fyrirtækisins þá var 47 milljónir króna og veltan um 180-190 millj- ónir. Nýtt hlutafélag var stofnað um reksturinn og hlaut það nafnið Sápugerðin Frigg. Nathan & Ólsen tók í kjölfarið yfir alla dreifingu fyrir Sápugerðina og mun fyrirtæk- ið halda áfram að dreifa öllum fram- leiðsluvörum fyrir neytendamarkað eftir eigendaskiptin. Frigg framleiðir fjölda hrein- lætisvara til heimilisnota auk ýmissa hreinsiefna til nota í iðnaði. Meðal nýjustu afurða fyrirtækisins er Maraþon Extra þvottaefnið sem var sett á markað á síðasta ári til höfuðs vinsælla innfluttra þvotta- efna á borð við Ariel Ultra. Stökktu tíl Kanarí um páskana fyrirkr. 39.932* 3. til 21. april Við seljum nú síðustu sætin til Kanarí um páskana og bjóðum þér nú einstakt ferðatilboð þar sem þú getur notið þess besta á Kanarí í átján daga í frábæru veðri á einstöku verði. Þannig gengur það fyrir sig Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu á frábærum kjörum. Þú bókar í dag eða á morgun og tryggir þér sæti og gistingu í páskaferðina og 5 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir í fríinu. B6kasustrax s'ðu«u ssetíf, umPískana! Gi/clir. >;t! 'Keðan s*tierum 39.932 HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. Kr. M.v hjón mcft 2 böm. 2-11 ára. .49.960 M.v. 2 fullorönu í íbúÖ. 3. apríl. skaltar innifaldir. Endalok AEG var- in á hluthafafundi Berlín. Reuter. STJÓRN hins dauðvona, þýzka járn- brauta- og verkfræðifyrirtækis AEG AG hefur varið fyrirætlanir um upp- lausn fyrirtækisins og svarað harðri gagnrýni minnihluta hluthafa. Ernst Georg Stöckl stjórnarfor- maður sagði á sérstökum hluthafa- fundi í Berlín að rekstrartap AEG 1995 hefði numið 500 milljónum marka og því hefði ekki komið til greina að móðurfyrirtækið Daimler- Benz AG kæmi til bjargar. Stöckl, sem hættir hjá Daimler um leið og AEG líður undir lok, sagði að það eitt að koma aftur fótunum undir orkudeild og tækjabúnaðar- og sjálfstýringardeild fyrirtækisins hefði kostað einn milljarð marka. Umræddar deildir standa fyrir þriðj- ungi umsvifa AEG. Fundinn sóttu um 300 hluthafar, sem nú eiga aðeins 7% í AEG. Fund- urinn var fyrsta tækifæri þeirra til að láta í ljós óánægju síðan Daimler- Benz skýrði frá því í janúar að til stæði að innbyrða AEG þegar helztu deildir fyrirtækisins hefðu verið seld- ar erlendum kaupendum. Ræðumenn sökuðu stjórn AEG um að hafa ekki tekið mark á sér og létu reiði sína aðallega bitna á Stöckl, sem sagði fyrir níu mánuðum að fyrirtækið mundi halda velli. Stöckl fullvissaði hluthafa um að tilboð um að þeir fengju eitt hluta- bréf í Daimler í skiptum fyrir fimm í AEG yrði í fullu gildi þangað til fyrirtækin yrðu sameinuð, sennilega síðar á þessu ári. Hluthafar kváðust óttast að Da- imler kynni að breyta tilboðinu þeim í óhags. Stöckl sagði að nánari upplýsingar um skiptin mundu liggja fyrir 13. marz. Hann sagði að núverandi tilboð yrði í gildi nema því aðeins að til málaferla kæmi vegna fyrirætlana Daimlers um að innlima ÁEG. Tilgangur fundarins var að bera undir atkvæði fyrirætlanir um að- skilnáð þeirra deildar, sem verða seldar, en það var aðeins formsatr- iði, þar sem Daimler á 93% hluta- bréfa í AEG. Daimler hyggst selja tækjabúnað- ar- og sjálfstýringardeild AEG Ceg- elec-deild franska iðnfyrirtækisins Alcatel Alsthom og orku- og afl- færsludeild fyrirtækisins sameignar- fyrirtæki Alcatels og brezkra aðila, GEC-Alsthom. Aðalfjármálastjóri AEG, Giinter Schad, sagði að verulegt tap yrði á sölunni. Stöckl sagði að ekki hefði verið endanlega gengið frá samningunum. Atkvæðagreiðsla um áætlunina um algera sameiningu AEG og Da- imler fer fram á reglulegum hlut- hafafundi 5. júní. I > I I > I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.