Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 > MORGUNBLAÐIÐ ÍSLAIMDSMEISTARAKEPPIMI Morgunblaðið/J6n Svavarsson HÉR eru sigurvegararnir úr flokki 7 ára og yngri að dansa skósmíðadans. Þetta eru Þorleifur Ein- arsson og Hólmfríður Björnsdóttir. GYLFI Aron Gylfason og Helga Björnsdóttir sigr- uðu tvöfalt á sunnudaginn; þau eru íslandsmeistar- ar í gömlu dönsunum í flokki 8-9 ára og í flokki 9 ára og yngri í rokki. ÞETTA fjölhæfa par, Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir, vann til bronsverð- launa í gömlu dönsunum í flokki 12-13 ára og silf- urverðlauna í rokki í flokki 10-12 ára. íslandsmeistarakeppni í gömlum dönsum og rokki fór fram sunnu- daginn 10. marz og hófst hún klukkan 13. Aðgangseyrir var 1.000 kr. í sæti við borð, 600 kr. fyrir fullorðna (í stúkusætum) og 400 kr. fyrir börn (í stúkusætum). SÍÐASTLIÐINN sunnudag stóð Dansráð íslands fyrir íslandsmeist- arakeppni í gömlum dönsum og rokki í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði. Keppnin hófst klukkan 13 með ávarpi forseta Dansráðsins, Heiðars R. Ástvalds- sonar. Að ávarpinu loknu fóru allir keppendur, nærri 200 pör, út á gólfið og dönsuðu stiginn skottís og var þetta mjög skemmtileg sjón. Það voru yngstu keppendurnir sem hófu leikinn og dönsuðu skó- smíðadansinn, stiginn skottís og þeir sem komust í úrslit þurftu einnig að dansa fingrapolka. Venjulega er það þessi aldursflokk- ur sem stelur senunni og var þar engin breyting á nú á sunnudaginn. Flokkur' 8-9 ára dansaði stiginn skottís, vínarkruz og ræl í undanúr- slitum og stóð þessi flokkur sig ekki síður en sá sem dansaði á undan. Ræilinn var þó versti dans- inn þeirra, þar voru í raun ekki nema tvö efstu pörin með réttan fótaburð á „polkasporinu" í ræin- um, eins get ég ekki sætt mig við að fyrstu chasse sporin fram í ræln- um, séu dönsuð fram í hæl... mér finnst það svo ljótt! Allir flokkar sem á eftir fóru dönsuðu skottís og Gay Gordon, en í undanúrslitum var svo dansað- ur polki eða vínarkruz til skiptis. Stóðu allir þessir flokkar sig með ágætum og verð ég að segja eins og er að gömlu dansamir voru dansaðir miklu betur í þessari keppni en í fyrra. Betur má þó ef duga skal. Það helsta sem laga má að mínu mati er fótaburðurinn í polka; á innri hluta snúnings á að dansa: í tá, tá, tá, en var i langflestum til- fellum dansað: tá, tá, hæll (heel pull), sem er með afbrigðum ljótt, það kubbar dansinn svo niður og mýktin verður nær engin. Gömlu dansarnir urðu til upp úr ballet og eru því mjúkir í eðli sínu og fynd- ist mér að meiri áherzlu mætti leggja á uppruna dansanna, sem myndi óneitanlega lyfta þessari tegund af dansi uppá hærra plan. Um leið yrði dómurum auðvelduð þeirra störf. Annað er það sem mig langar að nefna, en það er fjölbreytnin í gömludansakeppn- inni. Hvers vegna ekki að láta eldri hópana dansa meira krefjandi dansa, eins og marzúrka eða svensk maskerade? Það væri óneit- anlega skemmtilegra fyrir þá sem á horfa að hafa fjölbreytnina svolít- ið meiri, að ég tali nú ekki um keppendur sjálfa. Eitt er það enn sem angraði mig í keppninni en það eru þau áhrif sem standard- dansarnir og suður-amerísku dansarnir virtust hafa á marga keppendur. Til dæmis mjaðma- hreyfingar í Gay Gordon, það var eins og þeir sem það gerðu væru að taka þátt í tískusýningu en ekki keppni i gömlum dansi, stand- arddansstaða, sem passar engan veginn á þessa tegund dansa og „rise and fall“ og mikil „sway“ í polka. Það er langt í frá að allir hafi verið með þessa galla, en þó fannst mér þeir alltof algengir. Um miðjan daginn fór svo fram keppni í rokki. Rokkið á rætur sín- ar að rekja í ameríska sveiflutón- list og er ákaflega skemmtilegur en hraður dans, sem gerir miklar kröfur til dansaranna um gott út- hald. 27 pör voru skráð til leiks og var dansað í fimm flokkum; 9 ára og yngri, 10-12 ára, 13-15 ára, 16 ára og eldri og í flokki atvinnumanna. Var ágætlega dans- að í öllum flokkum, þó verð ég að segja að parið í flokki 16 ára og eldri hefði mátt vinna heimavinn- una sína betur; stökkin voru ekki nógu vel æfð og mistókust flest og svo var lítill sem enginn dans í röðinni, rokk er nefnilega meira en bara acrobatikin! Eins get ég ekki séð eftir hverju dómarar voru að slægjast í flokki 10-12 ára, því ekki var verið að dæma eftir tækni- lega rétt dönsuðu rokki, með réttri fótavinnu, svo mikið er víst! Þrátt fyrir nokkrar athugasemd- ir, gekk dagurinn ágætlega fyrir sig og held ég að flestir hafi átt góða stund í Hafnarfirði. Dómar- arnir voru fimm, allt íslenskir dans- kennarar, stóðu sig ágætlega að mínu mati, í gömlu dönsunum og voru úrslitin mjög sanngjöm, í langflestum tilfellum. Aðrir starfs- menn og skipuleggjendur stóðu sig einnig með miklu ágætum. Það er virðingarvert að íslenskir danskennarar standi fyrir veglegri keppni í gömlum dönsum og við- haldi á þann hátt parti af þeirri menningararfleifð sem okkur hefur verið falin til varðveizlu. JóhannGunnar Arnarsson Úrslit 7 ára og yngri 1. Þorleifur Einarss./Hólmfríður Bjömsd. DHR 2. Stefán Claéssen/Ema Halldórsdóttir DJK 3. Guðmundur Gunnarss./Jónína Sigurðard.DHR 4. Baldur Kári Eyjólfsson/Sóley Emilsd. DHR 5. Ásgeir Bjömsson/Ásdís Geirsdóttir DHR 6. Elias Sigfússon/Ásrún Ágústsdóttir DHR 8-9 ára 1. Gylfi Aron Gylfason/Helga Bjömsdóttir DHR 2. Jónatan Örlygsson/Bryndís M. Bjömsd. DJK 3. Hrafn Hjartarson/Sunna Magnúsdóttir DJK 4. BenediktÞ. Ásgeirss./Tinna R. Pétursd. DSH 5. Aðalsteinn Bragason/Unnur Másdóttir DJK 6. FriðrikÁmason/IngaMariaBackman DHR 8-9 ára, D-riðill 1. Jóhanna Gilsd./Sigrún L. Traustadóttir DJK 2. Ólöf K. Þórarinsd./Sigrún Anna Knútsd. DJK 3. Bára Bi agadóttir/Thelma Dögg Ægisd. DHÁ ÁHUGINN og vandvirknin leynir sér ekki hjá yngstu kynslóðinni, Elías Sigfússon og Ásrún Ágústsdóttir (fyrir aftan) og Guðmundur Gunnars- son og Jónína M. Sigurðardóttir (fyrir framan). VIÐ endurskoðun útreiknings úr 8 og 10 dansa keppninni kom í ljós, að örlítil skekkja var í útreikningi, þetta unga og efnilega danspar var reiknað í 4. sæti, en átti að fá 3. sætið. Þetta eru Snorri Engilbertsson og Dóris Ósk Guðjónsdótt- ir. Þau sigruðu í flokki 12 til 13 ára í gömlu dönsunum á sunnudaginn. Nær 200 pör dönsuðu stiginn skottís DANS íþróttahúsið við Strandgötu í Ilafnarfirði ÍSLANDS- MEISTARAKEPPNI 4. HallaJónsdóttir/Heiðrún Baldursdóttir DAH 5. Lilja Magnúsd./Jóhanna Sigmundsdóttir DHR 10-11 ára 1. Árni Traustason/Helga Þ. Björgvinsd. DHR 2. Guðni R. Kristinsson/Helga D. Helgad. DSH 3. Sturlaugur Garðarss./Aðalheiður Sigfúsd. ND 4. Davíð G. Jónsson/Halldóra S. Halldórsd. DJK 5. Páll Kristjánsson/Steinunn Þ. Sigurðard. DHR 6. Sigurður Á. Gunnars./Stefanía T. Miljevic DAH 10-11 ára, dömu-riðill 1. Freyja Rós Óskarsd./Ósk Stefánsdóttir DHR 2. Kristín B. Eiriksdóttir/Sísí S. Sigurgeirsd. DJK 3. Ástrós Jónsdóttir/EIva Ámadóttir ND 4. Bergrún Stefánsd./Ingunn Ó. Benediktsd. DJK 5. Sigurlaug Þ. Kristjánsd./Dóra Sigfúsd. DHÁ 6. Eva D. Sigtryggsd./Laufey SigurðardóttirDJK 7. MargrétAmardóttir/ValgerðurB. ND 12-13 ára 1. Snorri Engilbertsson/Dóris Ósk Guðjónsd. ND 2. Haraldur A. Skúlas./Sigrún Ýr Magnúsd. DAH 3. Gunnar H. Gunnarss./Ragnheiður Eiriksd. DSH 4. Hannes Þór Egilsson/Linda Heiðarsd. DHR 5. Skapti Þóroddsson/IngveldurLárusdóttir ND 6. Magnús S. Einarsson/Hrund Ólafsdóttir DHR 12- 13 ára, D-riðill 1. Sigrún Ösp Sigurjónsd./Tinna Ingibergsd. DAH 2. Hafrún Ægisdóttir/Kolbrún Þorsteinsd. ND 3. Ósk Kjartansdóttir/Berglind A. Stefánsd.DHÁ 4. Aldís Gísladóttir/Bima Dögg Bjömsdóttir DJK 5. Elín Bj arnadóttir/írene Ósk Bermudez DJK 14-15 ára 1. Victor K. Victorsson/Ásta Björnsdóttir DHÁ 2. Bjarki Steingrimsson/Klara Steingrímsd. DHÁ 3. Amar S. Jónsson/Þóra S. Torfadóttir DJK 14-15 ára, D-riðill 1. Guðrún H. Hafsteinsd./Þórey Gunnarsd. DHÁ 2. Hrönn M. Magnúsdóttir/Laufey Árnad. DJK 3. Hjördís M. Ólafsdóttir/Ólöf B. Bjömsd. DJK 4. Magga Ásgeirsd./Ragnheiður Sveinþórsd. DJK 16-24 ára 1. Jón Ágústsson/Henrietta Þóra Magnúsd. ND 2. Þorvaldur S. Gunnars./Jóhanna E. Jónsd. DAH 3. Hinrik Bjamason/Þórunn Óskarsdóttir ND 4. VictorVictorsson/Anna BjörkJónsdóttir ND 5. Hálfdán Guðmundsson/Bryndís Sverrisd. DAH 35-49 ára 1. Bjöm Sveinsson/Bergþóra Bergþórsd. DJK 2. Ólafur Ólafsson/Hlíf Þórarinsdóttir DJK 3. Eyjólfur Baldursson/Þórdís Sigurgeirsd. DJK 4. Þór Steinarsson/Aníta Knútsdóttir DJK 5. Eggert Claessen/Sigrún Kjartansdóttir DJK Úrslit í íslandsmeist- arakeppninni í rokki 9 ára og yngri 1. Gylfi A. Gylfason/Helga Bjömsd. DHR 2. lirus Guðjónss./Halldóra Kristjánsd. DHR 10-12 ára 1. Haraldur A. Skúlas./Sigrún Ýr Magnúsd. DAH 2. Gunnar H. Gunnarss./Ragnheiður Eiriksd. DHR 3. Guðni R. Kristinss./Helga Dögg Helgad. DSH 4. Gunnar Þór Pálsson/Bryndís Símonard. DHR 5. Sigurður Á. Gunnars./Stefanía T. Miljevic DAH 6. Conrad McGreal/Lilja Rut Þórarinsdóttir DSH 13- 15 ára 1. BaldurGunnbjömss./Sigrún Björgvinsd. DHR 2. Magnús S. Einarsson/Hrund Olafsdóttir DHR 16 ára og eldri 1. Haraldur J. Þórðarson/Anna B.Jónsd. DAH Atvinnumenn 1. Jóhann Gunnar Amarss./Sólborg S. Sigurðard.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.