Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞAÐ ætti að létta séra Bolla verkið að búið var að hjólvæða kirkjumublurnar...
48 ályktanir samþykktar á Búnaðarþingi
Gjaldtaka Stofnlánadeildar
minnki um helming
ÖÐRIJ reglulega búnaðarþingi eft-
ir að Búnaðarfélag íslands og
Stéttarsamband bænda sameinuð-
ust í Bændasamtök íslands lauk á
Hótel Sögu síðastliðinn sunnudag.
Alls voru 48 ályktanir samþykktar
á þinginu, en meðal þeirra er álykt-
un um að töku á háum kjarnfóður-
tolli og endurgreiðslu hans verði
hætt, en í staðinn verði haldið eft-
ir 4-5% tolli á korni og 12-15%
tolli á unnum fóðurvörum. Þá var
samþykkt að leggjá til að inn-
heimtu til Stofnlánadeildar land-
búnaðarins verði breytt þannig að
gjaldtaka af bændum verði minnk-
uð um helming.
Ari Teitsson, formaður Bænda-
samtaka íslands, segir að þetta
muni þýða minnkandi álögur á
landbúnaðinn, en Stofnlánadeildin
hafí bætt eiginfjárstöðu sína und-
anfarin ár og ætti því að þola
skerðinguna. Jafnframt þessu var
lagt til að vextir á lánum sem tek-
in verða hjá Stofnlánadeild héðan
í frá verði hækkaðir, en það þýðir
t.d. að lægstu vextir hækka úr 2%
í 3%.
Eitt fyrirtæki
um útflutning
Á búnaðarþingi var rætt um
stefnu í framleiðslu á lífrænum og
vistvænum afurðum og var stjórn
Bændasamtakanna falið að halda
áfram að vinna að þeim málum.
Þá komu á þinginu fram miklar
áhyggjur af stöðu afurðastöðva í
landbúnaði. Hvetur þingið til þess
að menn reyni að ná þar meiri
samvinnu bæði á innlendum og
erlendum markaði, og þá sérstak-
lega hvað varðar kjötframleiðsl-
una.
„Það er horft til þess að koma
upp einu fyrirtæki sem hafi umsjón
með og beri ábyrgð á útflutningn-
um til þess að hann fari ekki í
bein undirboð og samkeppni. Þetta
er kannski svolítið svipað og SH
og íslenskar sjávarafurðir eru með
hvort í sínu lagi, þannig að færri
séu í því að flytja út og séu þá
með ákveðna markaði sem hægt
sé að spilla með undirboðum.
Stjórn bændasamtakanna hefur
verið falið að vinna að þessu máli,
en að því koma jafnframt slátur-
leyfishafar sem eru eigendur kjöts-
ins. Þettá verður ekki gert nema
í samvinnu við þá,“ sagði Ari.
Jafnrétti til náms
Búnaðarþing samþykkti erindi
um jafnrétti til náms, en þingið
telur að eigi markmið til laga um
jöfnun á aðstöðu til náms að ná
fram að ganga verði að tryggja
aukna íjárveitingu til þess.
„Það kom fram að geta bænda-
fólks til þess að kosta börn sín til
náms hefur farið minnkandi vegna
minnkandi tekna og á sama tíma
hefur unglingum gengið verr og
verr að fá vinnu. Þetta er orðið
alvarlegt vandamál og hreinlega
ekki efnahagslegir möguleikar á
að kosta fólk til náms. Þetta gildir
upp að námslánum sem menn fá
ekki fyrr en á háskólastigi. í náms-
jöfnunarstyrki er veitt um 100
milljónum á þessu ári en talin er
þörf á 200 milljónum. Þarna er því
mikið bil og ljóst að þetta er orðið
félagslegt vandamál," sagði Ari.
Samstarf við aðila
vinnumarkaðarins
Ari sagði búnaðarþing hafa ver-
ið jákvætt og fullur hugur væri í
mönnum að horfa fram á veginn
og beina sjónum ekki alltof mikið
að fortíðinni. Þingið telur rétt að
farið verði í viðræður við aðila
vinnumarkaðarins og samstarfi
eins og komið var á fyrir nokkrum
árum haldið áfram. „Aðilar vinnu-
markaðarins hafa svolítið efast um
hug okkar en þarna á þinginu kom
þetta alveg skýrt fram,“ sagði Ari.
Fræðslunámskeið um ofbeldi gegn konum
Ofbeldi
minnkarekki
SAMTÖK um Kvenna-
athvarf hyggjast
standa fyrir nám-
skeiði um ofbeldi gegn
konum í Hinu húsinu þann
28.-30. mars' nk. Þetta
námskeið er'ætlað hinum
ýmsu starfsstéttum, að
sögn Ástu Júlíu Arnar-
dóttur, fræðslu- og kynn-
ingarfulltrúa Kvennaat-
hvarfsins. Það verður í
fyrirlestrarformi og ráð-
gerðar umræður eftir
hvern fyrirlestur. Er of-
beldi gegn konum í samfé-
laginu mikið?
Miðað við aðsókn að
Kvennaathvarfinu er ekk-
ert sem bendir til þess að
ofbeldi gegn konum fari
minnkandi. Markmið
Samtaka um kvennaat-
hvarf er að reka athvarf annars
vegar fyrir konur og börn þeirra
þegar dvöl í heimahúsi er þeim
óbærileg vegna andlegs eða lík-
amlegs ofbeldis eiginmanns,
sambýlismanns eða annarra
heimilismanna, og hins vegar
fyrir konur sem verða fyrir
nauðgun. Markmiðið er enn-
fremur að veita ráðgjöf og upp-
lýsingar, efla fræðslu og um-
ræðu um ofbeldi innan fjöl-
skyldu, meðal annars til þess að
auka skilning í þjóðfélaginu á
eðli ofbeldis og afleiðingu þess
dg stuðla að því að þjóðfélagið,
lög þess og stofnanir verndi og
aðstoði þá sem slíku þurfa sæta.
Hvað margar konur komu í
Kvennaathvarfið í fyrra?
Árið 1995 leituðu 282 konur
til Kvennaathvarsins og 131
barn kom þangað til dvalar það
ár. Símtöl- frá konum víðs vegar
af landinu voru 2.095. Allar
þessar konur komu eða hringdu
vegna heimilisofbeldis, nánast
alltaf vegna ofbeldis eiginmanns
eða sambýlismanns. Um þrjátíu
prósent kvenna sem leitað hafa
til athvarfsins frá upphafi hafa
borið líkamlega áverka, hinar
hafa sætt andlegu ofbeldi.
Hvað er talið andlegt ofbeldi?
Margar konur búa við ofbeldi
á heimilum sínum, það getur
birst í ýmsum myndum og verið
bæði Iikamlegt og andlegt. Fjöldi
kvenna býr við ofbeldi án þess
að bera þess sýnileg merki. Of-
beldi læðist oft hægt inn í sam-
bandið en getur einnig þróast á
skömmum tíma og þrífst í skjóli
friðhelgi heirhilisins. í sambúð
þarf fólk að laga sig hvort að
öðru, koma til móts við hinn
aðilann og breyta ýmsu í fari
sínu ef vel á að takast --------
til. í ofbeldissambönd-
um er það oftast þann-
ig að karlmanninum
finnst að konan þurfi
bara að breytast en
ekki hann. Þetta ferli ______
getur verið mjög
lúmskt og margar konur komast
ilía út úr því án aðstoðar.
Hvenær er hægt að tala um of-
beldissamband?
Það er konan sjálf sem skil-
greinir og metur hvort samband-
ið er orðið ofbeldissamband.
Komist hún að þeirri niðurstöðu
leitar hún sjálf aðstoðar á eigin
forsendum. Við hér hjá Kvenna-
athvarfínu komum ekkert ná-
lægt því mati. Starfskonur at-
hvarfsins eru fyrst og fremst til
þess að veita stuðning og ráð-
gjöf. Konurnar sem í athvarfið
koma taka sjálfar allar ákvarð-
Ásta Júlía Arnardóttir
►Ásta Júlía Arnardóttir er
fædd árið 1961 í Reykjavík.
Hún er stúdent frá Mennta-
skólanum við Sund og stund-
aði nám í Frakklandi í frönsku
og frönskum nútímabók-
menntum i tvö ár. Eftir það
lagði hún stund á fjölmiðla-
fræði í London og lauk BA-
gráðu í þeirri grein eftir
þriggja ára nám. Að loknu
námi vann Ásta tvö ár í
Kvennaathvarfinu en vann svo
fimm ár hjá fjölmiðlunarfyrir-
tækinu Myndbæ. Nú er Ásta
fræðslu- og kynningarfulltrúi
hjá Samtökum um kvennaat-
hvarf. Ásta er gift Grétari
Skúlasyni menntaskólakenn-
ara og eiga þau tvö börn.
Fjöldi kvenna
býr við ofbeldi
án þess að
bera þess
sýnileg merki
anir, enginn segir þeim að gera
þetta eða hitt. Kvennaathvarfið
er húsaskjól og stuðningur til
sjálfshjálpar og þar ríkir nafn-
leynd og trúnaður. Konurnar
sem koma þar hitta aðrar konur
með svipaða reynslu. Þær eru í
viðtölum í athvarfinu en konur
geta líka nýtt sér slík viðtöl þótt
þær dvelji ekki þar. í athvarfinu
er barnastarf fyrir þau börn sem
ekki geta sótt eigin leikskóla eða
skóla. í Kvennaathvarfinu er
ætíð húsrúm fyrir konur, við
segjum aldrei: „Það er fullt“.
Við björgum málunum einhvern
veginn. Við reynum að útvega
hverri konu eigið herbergi. Kon-
urnar skipta með sér almennum
heimilisstörfum og bera sjálfar
ábyrgð á börnum sínum.
Á hveiju er helst tekið á hinu
fyrirhugaða námskeiði?
------- Við munum byrja á
að skýra frá hvernig
Kvennaathvarfið_ hóf
starfsemi sína á íslandi
fyrir forgöngu Sam-
taka um kvennaat-
hvarf. Síðan munum
við leitast við að skýra
hvað er heimilisofbeldi og ofbeldi
gegn konum. Þá verður innra
starf athvarfsins skýrt og skil-
greint. Spurningunni: „Hvers
vegna ofbeldissamband?" verður
velt upp. Fjallað verður um kyn-
ferðislegt ofbeldi. Kynning verð-
ur á starfsemi Stígamóta og
Neyðarmóttöku Borgarspítal-
ans. Ennfremur verður fjallað
um samskipti fólks og áhrif
heimilisofbeldis á börn. Síðasti
fyrirlesturinn fjallar svo um
karla gegn ofbeldi. í lokin munu
allir fyrirlesararnir sex svara
spurningum.