Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 37 MINNINGAR JOHANNA ÞÓRÐARDÓTTIR + Jóhanna Þórðar- dóttir fæddist á Eyrarbakka 13. október 1920. Hún lést á Landspítalan- um 4. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Þórður Jóns- son, f. í Vetleifs- holtsparti í Ása- hreppi 5. ágúst 1880, d. 24. nóvember 1945, Bjarnasonar bónda þar Jónssonar bónda á Efri-Rauða- læk, og Valgerður Jónsdóttir, f. 9. mars 1879 á Skarði i Gnúpverja- hreppi, d. 22. okt. 1929, Jónsson- ar bónda, Skarði, Gíslasonar bónda þar, Gamalíelssonar bónda í Langholti Gestssonar bónda á Hæli. Jóhanna áttisex systkini. Þau eru: Sigurður Ósk- ar, f. 27. júní 1907, d. 11. sept. sama ár; Jón, f. 16. júní 1908, látinn; Sigríður, f. 5. júlí 1909, d. 17. sama mánaðar; Steingrím- ur, f. 10. maí 1912, látinn; Guð- rún, f. 10. desember 1914, látin; og Svava f. 18. ágúst 1917. Eftir lát móður sinnar 1929 flytur Jóhanna að Skarði til móðurbróður síns, Matthíasar Jónssonar, og er þar til 1933. Á þessum tíma dvaldi hún einnig mikið hjá föður sínum á Eyrar- bakka. Hún fer til Reykjavíkur 1933 og er þá hjá móðurbróður sínum, Vilhjálmi Jónssyni húsa- smið í Sunnudal í Skerjafirði, en hann var alinn upp hjá foreldrum Jóhönnu. Hinn 1. septem- ber 1951 giftist Jó- hanna Hirti Óskars- syni málarameist- ara, f. 9.6. 1921, d. 5.1. 1989. Hjörtur var sonur Oskars Bjarnasonar, f. 26. ágúst 1892, látinn, og Aðalbjargar Tryggvadóttur, f. 4. des. 1891, og er hún enn á lífi á hundraðasta og fimmta aldursárí. Dóttir Jó- hönnu og Hjartar er Aðalbjbrg Ragna, f. 27. júní 1951. Börn hennar eru: Jóhanna Kristín Ólafsdóttir, f. 14.6. 1976, Óli Hjörtur Ólafsson, f. 1.10. 1978 og Atli Freyr Arason, f. 7.5. 1992. Jóhanna stundaði nám á Laugarvatni 1935-37 en flutt- ist þá til Reylqavíkur og hóf nám í Verslunarskóla íslands 1938 og lauk verslunarprófi þaðan 1941. Jóhanna starfaði í Bókabúð Finns Einarssonar í Austurstræti og mörg ár hjá Málningarverksmiðjunni Ilörpu en 1959 hóf hún störf hjá Sindra hf. og starfaði þar þangað til hún lét af störfum vegna aldurs 1989. Utför Jóhönnu fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og hreina loftinu. Elsku Alla mín og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. . (V. Briem.) Guðlaug S. Ásgeirsdóttir. Látin er æskuvinkona mín, Jó- hanna Þórðardóttir. Vinátta okkar stóð í 58 ár. Þegar ég lít til baka og hugsa um Hönnu og okkar fyrstu kynni, kemur upp í hugann hvað Hanna var skemmtileg, alltaf í góðu skapi og dugnaðurinn í fyrirrúmi. Hvað við gátum hlegið mikið út af engu og sungið falleg lög sem við báðar höfðum gaman af. Hanna var með fallega söngrödd og kunni mik- ið af ljóðum. Svo kom alvaran til sögunnar. Hanna giftist góðum manni, Hirti Begmann Óskarssyni málarameist- ara. Þau stofnuðu heimili hér í borg og undu hag sínum vel. Hanna var mest af sinni ævi útivinnandi og vandaði til alls þess sem hún tók sér fyrir hendur. Hanna og Hjörtur eignuðust eina dóttur, Aðalbjörgu Rögnu, sem var augasteinn þeirra beggja, sem reyndist foreldrum sínum mjög vel og móður sinni eftir lát Hjartar. Eg er þakklát fyrir að hafa verið í 75 ára afmæli vinkonu minnar 13. október 1995, sem var haldið á heimili dóttur hennar og tengdason- ar. Það var okkar síðasta samveru- stund. Hvíl í Guðs friði, kæra vinkona. Ragna Benediktsdóttir. H Mig langar í fáum orðum að minn- ast elskulegrar ömmu minnar, J6- hönnu Þórðardóttur, sem er látin eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Fyrir mér var ekki hægt að eiga betri ömmu en ömmu Jóhönnu. Svo mikla ástúð og umhyggju veitti hún mér og yngri bræðrum mínum og alltaf var hún boðin og búin að gera allt það sem við báðum hana um. Hún hafði mikla ánægju af að dekra við okkur og eyða með okkur tíma enda áttum við ófáar stundirnar með henni og afa Hirti í Stóragerðinu þegar mamma okkar var að fljúga. Alltaf var gott að koma í hlýjuna til þeirra og borða góða matinn hennar ömmu. En þó að þau séu bæði horfin á braut deyja minningarnar aldrei og þær góðu minningar eru óteljandi margar. Sérstaklega man ég eftir því þegar ég og amma fórum tvær til New York fyrir nokkrum árum og höfðum góðan tíma saman. Og nú horfi ég fram á við og verð hrygg í huga þegar ég veit að amma verður ekki viðstödd þegar ég fæ stúdents- húfuna mína eða þegar ég gifti mig og eignast langömmubörnin hennar. En þó að ég sjái hana ekki lengur veit ég að hún er alltaf við hlið mér og styður mig áfram í hverju sem ég tek mér fyrir hendur. Nú er amma Jóhanna komin í hlýj- an faðm afa Hjartar og líður vel, búin að fá lausn frá sársauka sínum og þjáningum og þó að söknuðurinn sé alltaf óendanlega sár er ég glöð yfir því að hennar stríð er á enda. Mín heita ósk er sú að afkomendur mínir geti lært jafnmikið af mér, og þegið jafnmikla ást af mér eins og ég gerði af ömmu minni. Eftir að hafa notið samvista við ömmu Jó- hönnu er ég betri manneskja. Hvíl þú í friði, elsku amma mín. Ég gleymi þér aldrei. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jóhanna Kristin. Þegar hún amma mín dó var eins og hluta af hjarta mínu hefði verið stolið frá mér. Hún var svo mikil og merkileg manneskja í mínum augum. Fyrir mér var hún svo gef- andi og hafði alltaf tíma til að gera eitthvað fyrir aðra og fyrir henni var ekkert verk það lítið að það ætti ekki að vinna vel og enginn hlutur svo ómerkilegur að ekki ætti að fara vel með hann. Amma mín var söngelsk kona og kunni ógrynni af fallegum söngvum og ljóðum og man ég svo vel eftir henni syngjandi við störf sín á heim- ili sínu. Amma hafði líka sérlega fallega rithönd og hafði gaman af að skrifa alls konar endurminningar og ferða- lýsingar. Hún var lítið gefin fyrir prjál og pjatt, en hafði ákveðnar skoðanir á hlutunurn. Hjá henni átti ég mitt annað heim- ili og óteljandi minningar streyma fram í hugann, en velgengni okkar og mömmu minnar var henni ávallt efst í huga og ég veit að hún hefði viljað fylgjast með Atla litla bróður mínum lengra á leið. Takk fyrir, amma mín, að hafa verið í mínu lífi og stutt mig og elsk- að mig. Þér mun ég aldrei gleyma. Óli Hjörtur. Eins og sól gengur til viðar að loknum degi, eins er víst að lífi lýk- ur með dauða. Það er eitt af því fáa sem við vitum. Þegar ég kveð Jó- hönnu mína með þakklæti og sökn- uði, þá hlaðast upp minningarbrot. Jóhanna, Hjörtur og Alla bjuggu í kjallaranum í Bólstaðarhlíð 10, æskuheimili mínu, og var mikill samgangur þar á milli. Faðir minn rak sitt eigið fyrirtæki og tók Jó- hanna að sér að skrifa fyrir hann reikninga, og þó þetta þyki kannski ekki merkilegt þá lifa þessi fimmtu- dagskvöld í minningu okkar allra sem skemmtileg kvöld því þegar því lauk þá var alltaf spilað og stundum farið á Bæjarins bestu og keyptar pylsur. Á sumrin fóru þessar tvær fjölskyldur mikið saman í ferðalög og þá oft allir í sama bílnum og er mér nú ómögulegt að skilja hvernig allt komst í bílinn, farangur og fólk, en Jóhanna var alltaf með mikið af lögum, skrítlum og gátum sem við spreyttum okkur á og skemmt- um okkur við á leiðinni. Síðustu árin fór hún oft með móðurminni upp í Sel, sumarbústaðinn í Uthlíð. Þar naut hún sín vel í gróðrinum GUÐJON SIGURJÓNSSON Þú hefur horft á hafrótið, hlustað á brim og vinda. Samt hefur blessað sólskinið svip þinn náð að mynda. (Bergljót Benediktsdóttir.) Gleði og sorg eru systur'. í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar Jóhönnu Þórðardóttur með söknuð í hjarta, en gleðjumst yfir því að hafa fengið að ganga með .henni götuna um áratuga skeið. Okkar kynni hófust í Mæðrafélagi Reykjavíkur fyrir rúmum 30 árum og síðan höfum við átt samleið bæði í félagsstarfi og utan þess. í Mæðrafélaginu voru henni falin margvísleg trúnaðarstörf. Var hún lengi í stjórn félagsins, um tíma rit- ari þess og síðar gjaldkeri. Fundargerðir sem hún skrifaði gætu verið fyrirmynd fyrir önnur félög því þær voru hnitmiðaðar, vel uppsettar og næstum skrautskrif- aðar. Of langt mál yrði aðtelja upp öll þau störf sem hún vann fyrir Mæðra- félagið. Þegar félagið hætti störfum 1982 var hún ein af þeim sem kosn- ar voru til þess að ganga frá pappír- um og málum félagsins, þar var ekki kastað höndum til verka, eiris og þeir geta séð sem heimsækja Kvennasögusafn íslands. í orlofi húsmæðra var hún góður liðsmaður og einnig í Kvenfélagi BSR, og nú síðustu árin í Kvenfé- lagi Grensáskirkju en hún var í stjórn þess. Hún vann af alúð fyrir félagið og kirkjuna og þar verður hennar sárt saknað og þaðan fylgja henni blessunaróskir. Allt sem hún tók að sér var í góðum höndum. Hún hafði mörgu að miðla og var fund- vís á smáatriði, sem verða stór ef þau gleymast. Að bæta heiminn er erfitt verk, en hver sá er leggur lóð sitt á vogar- skálar er mikils virði. Jóhanna var ein af þeim. Aldrei mátti hún heyra hnjóðsyrði um nokkurn mann án þess að bera blak af honum. Það er fágætur kostur. Með henni var gott að vera og ennþá betra að eiga hana að vini. Með glaðlyndi sínu og látlausum húmor var hún alls staðar velkom- in. Kæra vinkona, söngur þinn og brosið hlýja mun ylja okkur alla tíð. Við vottum aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð. Brynhildur og Inga. + Guðjón Sigur- jónsson fæddist í Reykjavík 25. september 1915. Hann lést á St. Jós- efsspítala í Hafnar- firði 4. febrúar síð- astliðinn og fór út- för hans fram í kyrrþey. Kveðja frá Fim- leikafélagi Hafn- arfjarðar Að vori til árið 1923 var ungur drengur að leik við Suðurgötuna í Hafnarfirði, á Hamarskotsmölinni milli Böðv- arsbakarís og verslunarhúsa Böðv- arssona, þar sem nú stendur íþróttahúsið við Strandgötu. Hann var að stökkva yfir tunnur og gerði strákur það af miklu tápi og leikni. Ekki langt frá stóð spengilegur maður í dyrum leikfimihúss barna- skólans og horfði á drenginn í leik sínum. Maðurinn kallaði skipandi til drengsins og segir: „Farðu heim til hennar móður þinnar og segðu að þig vanti leikfimibuxur - og komdu svo í kvöld á leikfimiæf- ingu!" Sá sem þetta mælti var Bjarni Bjarnason, skólastjóri og leikfimikennari í Hafnarfirði til margra ára, síðar kenndur við Laugarvatn. Drengurinn sem fyrr var nefnd- ur hét Guðjón Sigurjónsson, síðar íþróttakennari. Það voru hans fyrstu spor við íþróttaiðkun, þegar hann hlýddi Bjarna og mætti til æfinga í fimleikum. Flokkurinn sem Guðjón gekk til liðs við var nýstofnað íþróttafélag Hafnar- fjarðar, sem Bjami Bjarnason átti hvað mestah þátt í að stofna og sameinaði þar með öll gömlu íþróttafélögin í Hafnarfirði. Bjarni myndaði þarna tvo fím- leikaflokka, flokk karla og kvenna. Karlaflokkurinn þótti'mjög góður og til marks um það má nefna, að hann sýndi víða á skemmtunum og úr þessum flokki komu afburða- flinkir fimleikamenn. Gott dæmi um það er Sigurður Nordal, kennd- ur við Geitháls í Hafnarfirði, en hann varð síðar Íslandsmeistari í fimleikum, þá^ reyndar með öðru íþróttafélagi, Ármanni í Reykjavík. Einnig styrkti Jóhannes Eiðsson sýningarflokk Ármanns um tíma. Þessi fimleikaflokkur ÍH starf- aði í um það bil átta ár, alltaf undir stjórn Bjarna skólastjóra, eða allt þar til hann fór til starfa á Laugarvatni. Kjarninn úr flokkn- um stofnaði síðan Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, árið 1929 og var Guðjón Sigurjónsson einn þeirra ellefu ungu manna sem það gerðu - og æfðu síðan undir stjórn Hallsteins Hinrikssonar í mörg ár. Guðjón var vel að manni gerð- ur, greindur, hár og samsvaraði sér vel. Það var sama hvaða íþróttagrein hann stundaði - alltaf var hann í fremstu röð, hvort held- ur var í fimleikum, frjálsum íþrótt- um, knattspyrnu eða handknatt- leik. Iðulega var hann foringinn eða fyrirliðinn. Alltaf var yfir hon- um sami glæsilegi stíllinn og fág- aða framkoman, enda heillaði hann unga fólkið í bænum með fram- komu sinni og afrekum. Reyndar náði Guðjón þeim árangri að verða íslandsmeistari bæði í frjálsum íþróttum og knattspyrnu, en það þóttu tíðindi í Hafnarfirði í þá daga. Systkini hans voru líka öll af- bragðs íþróttafólk. Systirin Svan- hildur var í fyrsta fimleikaflokki FH og í handknattleik með Hauk- um. Allir bræðurnir voru fjölhæfir íþróttamenn í FH. Til marks um þetta má nefna, að í fyrsta meist- araflokki FH í knattspyrnu 1939-40 voru allir bræðurnir, fímm talsins, og mág- ur þeirra að auki; þeir Eiríkur, Sigurður, Haraldur og Ingi- mundur, auk Guðjóns, og síðan Gísli Hill. Trúlega er það eins- dæmi á íslandi, að ein fjölskylda myndi jafn stóran hlut í einum keppnisflokki. Bræð- urnir mynduðu einnig stóran hlut í fyrsta, handknattleiksflokki FH og ekki síður áttu þeir þátt í að vekja athygli á styrk FH í frjálsíþróttum á árunum 1935-50, sem var fyrsta gullöld FH-inga í þeirri grein. Guðjón kom víða við í FH og félagslífinu í Hafnarfirði, t.d. var hann mikill skáti. Það er í fersku minni þegar hann, vinirnir og bræðurnir á Hól, eins og þeir voru lengst af kallaðir, fóru á vorin í útilegu, t.d. upp í Kaldársel. Þá fór Guðjón ætíð fyrir hópnum, hár, ljóshrokkinhærður og myndarleg- ur, í stuttbuxum og með skátahatt . og tilheyrandi útbúnað á bakinu. Þannig stormuðu þeir út úr bæn- um, gangandi, geislandi af æsku- þrótti og lífsgleði. Lýsandi dæmi um tíðaranda þessara ára í Hafnar- firði. Guðjón heitinn tók kennarapróf og varð síðan fþróttakennari frá Laugarvatni, auk þess sem hann var menntaður í tónlist. Hann var fjölhæfur kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar í mörg ár. Síðar tók hann sig upp með fjölskyldu sinni og fór til Noregs, þar sem hann lærði sjúkraþjálfun, sem var starf hans síðustu árin. • Guðjón var ekki einungis einn af fremstu keppnismönnum FH til margra ára, heldur var hann líka í stjórn félagsins í mörg ár, þar af eitt ár sem formaður. Hann sat líka í stjórn ÍBH í mörg ár. Eftir að Guðjón kom heim frá íþróttanáminu á Laugarvatni veturinn 1943-44 tók hann að sér þjálfun hjá FH, bæði í frjálsíþrótt- um og leikfimi. Á umbrotatímun- um eftir 1950 stofnaði hann svo sinn eigin fimleikaflokk, Ernina, þegar ljóst var að erfitt yrði að halda úti fimleikaflokki í FH~ vegna skorts á æfingatímum. Bar- áttan um inniæfingatíma í gamla leikfimihúsinu var oft hatrömm innan íþróttahreyfingarinnar í bænum. Þá voru handknattleiks- flokkar FH líka að ryðja sér braut í fremstu röð íslensks handknatt- leiks, fyrirferðarmiklir og metnað- argjarnir. Eitthvað varð undan að láta og fimleikar lögðust af í FH. Afsprengið varð hins vegar tvö ný félög, Ernirnir og Bjarkirnar," sem gengu í ÍBH og fengu úthlut- að æfingatímum. Þetta var eina leiðin til þess að halda úti þessari íþróttagrein. Neyðin kennir naktri konu að spinna segir máltækið -^--- og það átti kannski við í þessum átökum. En Guðjóni þótti sárt að sji af fimleikaþjálfuninni hjá FH og horfa upp á sitt gamla félag leggja þessa elstu grein félagsins af. Árið 1979 á 50 ára afmæli FH var Guðjón gerður að heiðursfé- laga. Hann sat í fulltrúaráði FH frá stofnun þess árið 1975 til dauðadags. Hann sótti ávallt allar helstu athafnir félagsins, allt fram á síðustu daga lífshlaups síns. FH-ingar kveðja góðan vin og öflugan keppnismann, sem setti glæsilegt svipmót á félagið. Guðjón var ein af stóru stjörnunum í FH. Með þakklæti í huga vottum við frú Steinunni, syni þeirra, Sverri Berg, og fjölskyldu þeirra dýpstu samúð. Blessuð sé minning Guðjóns Sig- urjónssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.