Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 FRÉTTIR r MORGUNBLAÐIÐ Línuskip ehf. og Frosti í Súðavík kljást um Kofra sem brann á hafi úti í febrúar Endurnýjunarrétturinn 60 til 70 milljóna króna virði LÍNUSKIP ehf., félag í eigu Kristjáns Guð- mundssonar á Rifi, hefur krafist innsetningar í Kofra ÍS-41 fyrir Héraðsdómi Vestfiarða og verður málinu framhaldið á mánudag. Línuskip höfðu samið við Frosta hf. um kaup á skipinu, sem skemmdist í bruna áður en komið var að afhendingu þess. Eigendur Frosta telja sig óbundna af samkomulaginu, en Línuskip krefj- ast þess að staðið verði við sölusamninginn. Frosti og Tryggingamiðstöðin hafa samið um bætur vegna brunans. Deilan snýst fyrst og fremst um úreldingar- og endumýjunarrétt. Sé endumýjunarrétturinn seldur, gæti það gefið um 60 til 70 milljónir króna. Úreldingarstyrkur yrði hins vegar aðeins um 36 milljónir króna. Verð á aflahlutdeild hefur hækkað Tveir kostir eru fyrir hendi. Að skipið verði tekið af skipaskrá, annaðhvort dæmt ónýtt eða lagfært og selt úr landi án þess að endurnýjunar- rétturinn yrði nýttur. Þá fengjust úreldingarbæt- ur sem næmu 20% af vátryggingaverði. Skipið er tryggt fyrir um 180 milljónir og því fengjust 36 milljónir í úreldingarstyrk. Með þessu móti tapaðist hins vegar rétturinn til að koma með nýtt skip inn í stað Kofra. Hinn kosturinn er að eigandi skipsins taki tryggingabæturnar, sem samkvæmt heimildum Morgunblaðsins em um 135 milljónir króna, taki skipið af skrá með sölu eða förgun, en þiggi ekki úreldingarstyrk, heldur nýti sér réttinn til að koma með nýtt skip inn eða selji endurnýjun- arréttinn. Sú sala gæti skilað eigandanum 60 til 70 milljónum króna auk tryggingabótanna. Þá mun það hafa eitthvað að segja að verð á varanlegum kvóta, aflahlutdeild, hefur hækkað síðan samið var um söluna á Kofra. í báðum tilfellum getur svo eigandinn nýtt sér aflaheim- ildir skipsins sjálfur, skráð á skip í eigin eigu og leigt eða selt þær. „Miklir peningar í húfi“ Að sögn Ingimars Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra Frosta, eru miklir peningar í húfi. „Það er ekkert annað sem verið er að takast á um, ef hægt er að úrelda skipið," segir hann. Hann segir að um það hafi verið samið að ef eitthvað kæmi fyrir skipið fengi Línuskip ehf. aflaheimildirnar, en ekki skipið. „Ef ekki er hægt að afhenda skip í því ástandi sem um hefur verið samið er ekki hægt að af- henda það,“ segir hann. „Eftir slíkt tjón sem orðið hefur er þetta ekki skip lengur." Hann segist vænta þess að dómurinn taki fljótt á málinu. Seljandi bundinn af samningi „Það mat liggur fyrir að hægt sé að gera við togarann, enda er vélin heil og skrokkurinn," segir Sigurbjörn Magnússon, lögmaður Línu- skipa ehf. „Þegar fest voru kaup á togaranum í desem- ber var gért ráð fyrir því að breyta honum tölu- vert. Menn telja sig því hafa hagnað af því að fá skipið og bætur vegna ástands þess, þannig að þeir geti ráðið breytingunum sjálfír.“ Sigurbjörn segir að það liggi fyrir að búið sé að kaupa skipið og menn séu tilbúnir að borga það kaupverð sem upp var sett. Hann telji því ekki að seljandinn geti hætt við. „Við teljum að seljandinn geti ekki krafist annars en að fá kaupverðið greitt,“ segir hann. „Við eigum þá að fá skipið afhent ásamt bótum til að koma því í umsamið ástand. í þessu til- felli hefur kaupandinn ákveðið val, hvort hann vill halda uppi kaupunum eða rifta, en seljandinn er bundinn af samningi." Hitaveita Suðurnesja } 12,5% lægri raforkutaxti STJÓRN Hltaveitu Suðurnesja hefur samþykkt að lækka almennan taxta raforku (A.l) um 12,5% frá 1. apríl b nk. Júlíus Jónasson, forstjóri, lagði tillöguna fram á stjórnarfundi 4. mars. Forsendur tillögunnar eru I m.a. góð afkoma og meiri hag- kvæmni í raforkuframleiðslu. í fréttatilkynningu frá Hitaveit- unni kemur fram að samkvæmt sam- anburði Samorku (Samtaka raf- orku-, hita- og vatnsveitna) á raf- orkusölu hafí HS um nokkurt skeið verið með lægsta afltaxta raforku (B.l) í landinu en samkvæmt nýj- | asta samanburði hafi HS verið með fjórða lægsta almenna taxtann. Með lækkuninni verður HS einnig með P lægsta taxtann í landinu. 1995 var að fullu lokið afskrift „eigna“ sem keyptar voru og yfir- teknar 1985 með sameiningu raf- veitnanna og hitaveitunnar. Vegna þessa verða afskriftir raforkukerfa um 50 m.kr. lægri 1996 en 1995. Skuldir fyrirtækisins hafa verið lækkaðar mikið, t.d. voru erlend | skammtímalán um 700 m.kr. í árslok 1995 en voru mest 3.000 m.kr. árið 1983. Nánast er lokið uppbyggingu f raforkukerfanna á svæðinu. Að öðru leyti er gjaldskrá óbreytt. Þétt skipað í Sand- gerðishöfn ÞEGAR brælu gerir er þröng áþingi í Sandgerðishöfn og oft snúið mál að koma skipa- og bátaflotanum þar fyrir við viðlegu. Oftast tekst það þó með þolinmæði og góðri sam- vinnu en fyrir vikið verður lítið um löndunarpláss. ►skað er frekara mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda á Hveravöllum SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur ^ herra íslands þess efnis að hreppur- úrskurðað að ráðist skuli í frekara mat á umhverfisáhrifum fyrirhug- aðra framkvæmda á vegum Svína- vatns- og Torfalækjarhreppa á Hveravöllum. Meðal annars er um að ræða byggingu þjónustumið- stöðvar fyrir gesti og gangandi. Einnig segir í umsögn embættisins að eignarhald á svæðinu þurfi að liggja ljóst fyrir áður en unnt er að veita leyfí fyrir framkvæmdum. Kærufrestur til umhverfísráðuneyt- isins er fjórar vikur frá birtingar- degi úrskurðar. I úrskurði um tillögu að deili- skipulagi og framkvæmdir á Hvera- vallasvæðinu leggur skipulagsstjóri til rannsóknir á jarðhita- og hvera- svæði og að umhverfisáhrif vatn- stöku eða varmanáms þar verði metin á grundvelli þeirra; að kalda- vatnsbúskapur svæðisins verði rannsakaður með tilliti til öflunar neysluvatns og hættu á vatnsmeng- un, svo hægt sé að meta umhverfis- áhrif vatnsöflunar. Óskað er eftir rannsóknum á Hveravöllum, sem taki til gróðurs, smádýra _______________ og örvera og áætlun um „Kveður við umhverfísvöktun svo annan tón í unnt sé að fylgjast með umhverfis- breytmgum á hfnki og hverum. _____ Farið er fram á rann- sóknir á gróðurskilyrðum og þörf Oljós eignarréttur hamlar byggingu starfræktar eða fyrirhugaðar við Kjalveg eða í grennd. Beðið er um samanburð á um- hverfísáhrifum óbreyttrar þjónustu við ferðamenn frá því sem nú er á Hveravöllum, uppbyggingarviðjað- ar friðlýsts svæðis og uppbyggingar við Kjalveg, og að nákvæm grein sé gerð fyrir fyrirhuguðum fram- kvæmdum, umfangi þeirra og fyrir- hugaðrar starfsemi. Loks er mælst til greinargerðar um umhverfisáhrif allra framkvæmdaþátta og fyrir- hugaðrar starfsemi vegna efnis- töku, rafstöðvar, birgðageymslu ________ fyrir bensín og olíur, göngustíga, girðingar, veitna og sorpförgunar. 63% fleiri um Kjalveg mati“ Leitað var umsagnar ýmissa aðila og kemur fyrir uppgræðslu og að tillögur um hið síðarnefnda verði unnar í sam- vinnu við Náttúruverndarráð. Þá er mælst til þess að spáð verði fyr- ir um fjölda ferðamanna á Hvera- völlum og um Kjalveg og að þörf á þjónustu verði metin með tilliti til hvar þjónustumiðstöðvar eru fram í bréfí frá Hollustuvernd ríkis- að uppbygging Kjalvegar frá ms Blönduvirkjun að Hveravöllum hafi leitt til 63% aukningar á umferð frá 1990-1995 svo dæmi séu tekin. Ferðafélag íslands krafðist þess í stjórnsýslukæru til umhverfísráðu- neytis í janúar að felldur yrði úr gildi sá hluti aðalskipulags Svína- vatnshrepps sem fjallar um Hvera- vallasvæðið vegna rangra for- sendna um yfírráðasvæði hreppsins. Skipulagsstjóri ríkisins segir hins vegar í bréfi til ráðuneytisins í febr- úar að hjá embættinu sé talið að hreppurinn hafí stjórnsýsluheimildir á svæðinu sem aðalskipulagið nái til. Vísað var í úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. nóvember 1995 í máli Svínavatns- og Torfalækjar- hreppa gegn Landsvirkjun, að ekki hefði verið sýnt fram á eignarhald hreppanna á Auðkúluheiði en skipu- lagsstjóri telur að ekki sé tekið á stjómsýslulegum heimildum sveit- arstjóma innan svæðisins, heldur grunneignarrétti. Ekki sé heldur tekið á staðarmörkum hreppanna og því bendi ekkert til annars en að Hveravellir séu innan staðar- marka Svínavatnshrepps. Skipulagsstjóri segir ennfremur að á meðan niðurstaða Héraðsdóms í framangreindu máli um eignar- hald á Hveravöllum stendur og lög- gjafinn hefur ekki mælt fyrir um hvernig því skuli háttað, sé ekki hægt að heimila framkvæmdir á svæðinu. Úrskurðurinn nýlunda Páll Sigurðsson forseti Ferðafé- lags íslands segir hið síðastnefnda mjög athýglisvert. „Það má segja að þetta sé nýlunda, að minnsta kosti hvað varðar óbyggðimar. Hins vegar geri ég mér ekki grein fyrir því hvaða áhrif úrskurðurinn kann að hafa. Mér sýnist verið að gefa í skyn að Svínvetningár, sem höfðu uppi áform um að byggja þjónustu- miðstöð, geti ekki að svo komnu máli byggt hana, eða að skipulags- stjórn leggist gegn því. Það er mjög athyglisvert. ------------------- Niðurstaðan er lika „Hugmyndir óvenjuleg að því leyti norðanmanna hvað hún er viðamikil. _tlrS Mér fínnst vera gerðar ekkl mjog Vel mjög miklar athugasemd- igfunflaðar deiliskipulag sem ír við Svínavatnshreppur hafði lagt fram. Frá sjónarhóli okkar Ferðafélags- manna táknar það að hugmyndir norðanmanna hafí ekki verið mjög vél ígrundaðar. Þetta eru mín fyrstu viðbrögð," segir Páll. Jóhann Guðmundsson oddviti sveitarstjórnar Svínavatnshrepps segir hreppinn hafa afsal frá ráð- inn hafi ásamt fleirum keypt Auð- kúluheiði af íslenska ríkinu árið 1918. „Héraðsdómur tók tillit til þessa á sínum tíma að því leyti að við höldum öllum nytjurn," segir hann. Jóhann segir jafnframt að Auðkúluheiði liggi innan stjóm- sýslumarka hreppsins, sem sé skylt lögum samkvæmt að skipuleggja á svæðinu. „Aðalskipulag hefur verið staðfest og þetta deiliskipulag er í framhaldi af því.“ Hann segir ennfremur að í sum- um athugasemda skipulagsstjóra séu gerðar strangari kröfur en ef um álver væri að ræða, sem verði að teljast undarlegt. „Við vissum að vissar vatnsrannsóknir væru eft- ir en við höfum unnið eftir leiðsögn réttra aðila og ábendingum frá Náttúruverndarráði. Til dæmis um- skrifuðum við skýrsluna þrisvar, að stórum hluta eftir ábendingum skipulagsins. Síðan koma fram önnur atriði sem eru okkur óviðkomandi, eins og til dæmis örverurannsókn í hver- ________ um sem við ætlum ekki að hreyfa við. Hugmynd- in er sú að nýta affalls- vatn úr ákveðnum hver. Einnig er farið fram á umhverfisvernd til fram- tíðar, sem aldrei hefur verið nefnt við okkur fyrr og við vitum ekki á hvers vegum á að vera. Þetta kemur á óvart og mér er sagt af mönnum sem þekkja til umhverfismats að þarna kveði við annan tón,“ segir Jóhann loks. Ákvörðun hefur ekki verið tekin um hvort úrskurðurinn verður kærður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.