Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 25
Nýjar bækur
• ÚT er kornin bókin íslenskar
heimildabókmenntir - Athugun á
rótum íslenskra heimildaskáld-
sagna eftir Magnús Hauksson, lektor
í íslensku við háskólann í Munchen.
íinngangi gerir höfundur grein
fyrir viðfangsefni sínu. í 2. kafla rits-
ins skilgreinir hann nokkur hugtök,
gerir grein fyrir mun og markalínum
skáldskapar og sagnfræði, skilgreinir
og rekur sögu „dókúmentarisma". Þá
skilgreinir hann hugtakið sagnaþáttur
og rekur mun akademískrar sagn-
fræði og alþýðlegrar sagnaritunar.
í 3. kafla fjallar hann um fimm
íslenska sagnaþætti: Söguna af Nat-
an Ketilssyni eftir Gísla Konráðs-
son, Sögu Natans Ketilssonar og
Skáld-Rósu og Söguna afÞuríði
formanni og Kambsránsmönnum
eftir Brynjúlf Jónsson frá Minni-
Núpi, Rjuiðamyrkur eftir Hannes
Pétursson og Tyrkjaránið eftir Jón
Helgason.
í 4. kafla greinir höfundur fímm
íslenskar heimildaskáldsögur: Dóms-
dag og Bókina um Daníel eftir
Guðmund Daníelsson, Haustskip
og Falsarann eftir Björn Th.
Björnsson og Yfirvaldið eftir Þor-
geir Þorgeirsson.
í 5. kafia eru svo niðurstöður
dregnar saman um sögulegt sam-
hengi, efnisval, vinnubrögð, úrvinnslu
og hugmyndafræði. Telur höfundur
að íslenskar heimildaskálsdögur eigi
sér tvær meginrætur: íslenska sagna-
þáttahefð og erlendar heimildabók-
menntir.
I bókarlok er heimildaskrá og efn-
isútdráttur á þýsku.
Ritið Islenskai• heimiidabókmenntir
er 52. hefti íritöðinni Studia Is-
landica. Það er 248 bls. að stærð.
Prentrún prentaði og útgefandi er
Bókmenntafræðistofnun Háskóla Is-
lands og Háskólaútgáfan, sem einnig
annast dreifingu. Bókin kostar kr.
2.450. Ritstjóri er Sveinn Skorri Hö-
skuldsson.
Svarkar og
fordæður
Málþing um umferðarmál
LEIKLIST
Fjölbrautaskóli S u A-
u r n c s j a
STÚTUNGASAGA
Leikfélagið Vox Arena: Stútunga-
saga eftir Hugleiksmenn Leikstjóri:
Guðmundur Brynjólfsson Leikendur:
Tryggi Reynisson, Brynhildur Þórð-
ardóttir, Garðar Magnússon, Ingvi
Geirsson, Þór Jóhannesson, Kamilla
Ingibergsdóttir, Berglind Guð-
mundsdóttir og margir fleiri... Frum-
sýning á sal F.S. í Reykjanesbæ 8.
mars.
EKKI er hún ýkja rómantísk
myndin sem þeir ágætu Hugleiks-
menn draga upp af forfeðrum okkar
á söguöld í þessari Stútungasögu.
Gunnari á Hlíðarenda hefði vart lík-
að hún. Konur eru kaldlyndar (það
þekkti þó Gunnar) og karlar, þeir
sem vettlingi geta valdið og hvort
sem þeir eru Broddveijar, Duttlung-
ar, Silungar eða Tittlingar og hvort
sem þeir búa á Útnára, Hrakhólum,
Kaldakolum eða Útistöðum, fara
óvarlega með eld, stunda búfjárlíf
eða eru a.m.k. gagnteknir af holds-
ins djöfullegu köllun. Þær fáu hræð-
ur sem fínna til ástarinnar einu og
sönnu lesa blóm og eru veifiskatar
og skötur. En fyndnir eru Hugleiks-
menn, meinfyndnir og hafa senni-
lega horft oftar en einu sinni á
þætti með Monty Python.
Vox Arena (rödd sviðsins) setur
nú upp tólfta leikrit sitt á fimmtán
árum. Metnaður í efnisvali hefur
einkennt starfsemi þessa nemenda-
leikfélags og svo er einnig nú. Leik-
stjórinn, Guðmundur Brynjólfsson
hefur auðheyrilega lagt megin-
áherslu á að. kenna leikurunum
góða og skýra framsögn, og oftar
en ekki hefur það tekist. Textinn
er mikilvægur í Stútungasögu því
þar rekur hver orðaleikurinn og
fimmaurabrandarinn annan. En
persónusköpun er vart nógu skýr í
þessari uppsetningu ef undan er
skilinn biskupinn og e.t.v. sú Har-
aldsdóttirin sem lifir í draumum.
Ein persóna gæti nokkuð hæglega
brugðið sér í annarrar gervi án
þess að mikið raskaðist. Þá byggist
kómík eins og hér er á ferðinni
mjög á hraða og ýktum leikrænum
töktum. Þar vántaði nokkuð á á
frumsýningu.
Stundum gætti ráðleysis en það
batnar eflaust með meiri æfingu og
þegar sumir aðalleikarar fá betra
rúm til að lifa sig inn í hlutverk sín
en standa ekki utan þeirra. En eigi
að síður brá þarna fyrir áægtum
leikrænum tilþrifum, einkum hjá
þeim Berglind Ósk sem hefur heitar
tilfinningar og sannar sem Jófríður,
Huldu Sævarsdóttur sem fór vel
með lítið hlutverk Gosa og Halldóru
Jónsdóttur sem lék drottningu þá
sem unni íslenskum skáldum.
Róbert Ragnarsson var í góðu
gervi biskups. Búningar voru annars
frekar einfaldir, énda sennilega ekki
úr miklu að moða. Sviðsmynd leik-
stjóra var einföld og táknræn frem-
ur en til augnayndis. En áltént er
gott til þess að vita að þeir FS-ing-
ar láta ekki deigan síga.
Guðbrandur Gíslason
Hvað er umferðarofbeldi?
Hvemig er umférðarmenningu íslendinga háttað? Getum við verið sátt
við núverandi ástand eða er hugsanlegt að ofbeldi sé beitt í umferðinni? Ökukennarafélag Islands og Sjóvá-Almennar bjóða til málþings á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 14. mars kl. 13 -17. Þar ve.rða þessi mál rædd og hvetjum við þig til að koma.
Dagskrá
Kl. 13.00 Skráning og afhending gagna.
kl. 13.15 Setning.
kl. 13.30 Tryggingasiðfcrði: Sigmar Ármannsson, framkv.stj. Sambands ísl. tryggingafélaga.
kl.13.50 Agi - agaleysi í umferðinni: Gunnar Ingi Gunnarsson læknir.
kl.14.20 Hvað er ofbeldi í umferðinni? Hvcmig er liægt að draga úr því? Dr. Gabrfela Z. Sigurðardóttir
kl. 14.45 Hlé.
kl. 15.00 Hvað cr siðferði og hvemig birtist það í umferðinni? Hvemig byggjum við upp umferðarsiðferði?Jón Kalmansson, Siðfræðistofnun Háskóla íslands.
kl. 16.00 Umræður.
kl. 16.30 Lok málþings.
Ráðstefnustjóri: Sigurður Helgason upplýsingafulltnii Umferðarráðs.
□□□
Skráning á staðnum.
W Ökukennarafélag íslands SJÓVÁlSPALMENNAR
Tóma-
rúmið fyllt
LEIKLIST
Kvcnnaskólinn í
Rcykjavík
VÍTI
Höfundar: Nemendur sjálfir Leik-
stjóri: Bjarni Ingvarsson Aðalleik-
endur: Amar, Andri, Kristín og svo
vart einn öðrum framar. Frumsýning
í Loftkastalanum 7. febrúar.
JÓNAS nokkur lendir í slysi og
eftir það í tómarúmi þar sem allt
getur gerst. Og eins og við er að
búast fer allt á verri veginn. Um
Jónas vesalinginn bítast englar og
djöflar og djöflarnar hafa betur.
Þó læðist að manni sá grunur að
þeir himnaríkismenn verði að hafa
sig alla við til að bjóða upp á
skemmtilegri dagskrá en púkarnir
í neðra. Þar er svo sannarlega gam-
an að lifa.
Söguþráðurinn í þessari sýningu
er ekki sá merkilegasti sem ég hef
séð spunninn. Þó gægjast fram í
honum fornar goðsagnir um gott
og illt, ljós og myrkur, tortíming
og endurlausn og þær eru alltaf
verðugt viðfangsefni og alls ekki
síst fyrir ungt fólk. Hér er maður
minnugur dauðans (memento mori)
og í æskufjörinu er það snöggtum
fýsilegri kostur að slá öllu upp í
skefjsdaust grín og láta hið dyggð-
uga líferni róa.
Það sem gerði það að verkum að
þessi sýning tókst ljómandi vel var
sú einskæra leikgleði sem stafaði
af öllum þeim fjölmörgu sem fram
komu á sviðinu, sama hvort voru
leikarar, söngvarar eða dansarar.
Ég verð að játa það að ég var bæði
fúll og þreyttur þegar ég settist á
þessari sýningu en var orðinn hinn
kátasti er henni lauk. Slík var út-
geislun og þokki kvenskælinga.
Enda er húmorinn í góðu lagi í þessu
Víti og það er greinilegt að enginn
tekur sjálfan sig of alvarlega. Þess
vegna ríkti þarna fjör og léttúðug
kankvísi sem var einkar heillandi.
Upplýsingar um þá sem komu
fram eru því miður af skornum
skammti í leikskrá, en þarna döns-
uðu a.m.k. tvær stúlkur afbragðsvel
og nokkrir söngvarar (voru það
Hákon, Kristín og Áslaug?) sungu
af krafti og eftirminnilega. Flott.
Gaman. Takk.
Guðbrandur Gíslason
Innikga þakka ég fjölskyldu minni og öörum
œttingjum, fjœr og nœr, svo og fjölmörgum vin-
um mínum, sem heiðrúÖu og glöddu mig með
heimsóknum, gjöfum, hlómum og heillaóskum
ú 75 úra afmœli minu, 4. mars sl.
Hlýhug ykkar og vinsemd geymi ég í hjarta
mínu,
GuÖ blessi ykkur öll.
Krístján Páll Sigfásson.
if
Samiðn
SAMBAND IÐNFÉLAGA
Ein heild - Aukið afl
Samiðn, samband iðnfélaga, var stofnað 8.
maí 1993 sem landssamband iðnfélaga til þess
að sameina kraftana og mynda stærri og
öflugri heild launafólks.
Samiðn vinnur að bættum hag félagsmanna
í kjaramálum, atvinnumálum, félagsmálum
og menntamálum.
Innan Samiðnar eru byggingarmenn,
málmiðnaðarmenn, bíliðnamenn,
netagerðarmenn og garðyrkjumenn.
Félagsmenn í aðildarfélögum Samiðnar eru
5500. Þegar fjölskyldur þeirra eru meðtaldar
hafa hátt í 20 þúsund manns beinan hag af
starfi sambandsins. Yfir 1000 fyrirtæki víðs
vegar um land njóta starfskrafta félagsmanna
Samiðnar.
í Samiðn er nú 31 aðildarfélag. Rétt til
inngöngu hafa félög og deildir launafólks í
iðnaði um land allt.
Þessi félög og-deildir mynda Samiðn:
Félag garðyrkjumanna
Málarafélag Reykjavíkur
Bíliðnafélagið
Félag blikksmiða
Félag járniðnaðarmanna
Trésm iðafélag Reykja víkur
Félag byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði
Iðnsveinafélag Suðurnesja, Keflavík
Sveinafélag málmiðnaðarmanna, Akranesi
Verkalýðsfélag Akraness, iðnaðarmannadeild
Verkalýðsfélagið í Borgarnesi, iðnaðarmannadeild
Iðnsveinafélag Stykkishólms
Sveinafélag byggingarmanna, ísafirði
Félag járniðnaðarmanna, ísafirði
Iðnsveinafélag Hún vetninga
Iðnsveinafélag Skagafjarðar
Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði, iðnaðarmannadeild
Félag málmiðnaðarmanna, Akureyri
Félag byggingamanna Eyjafirði
Sveinafélag járniðnaðarmanna, Húsavík
Byggingarmannafélagið Árvakur, Húsavík
Verkalýðsfélag Vopnafjarðar, iðnaðarmannadeUd
Iðnsveinafélag Fljótdalshéraðs
Verkamannafélagið Fram, Seyðisfirði, iðnaðarmannadeild
Verkamannafélagið Arvakur, Eskifirði, iðnaðarmannadeild
Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar, iðnaðarmannadeild
Má/m- og skipasmiðafélag Neskaupstaðar
Verkalýðsfélag Fáskrúðsfjarðar, iðnaðarmannadeild
Verkalýðsfélagið Jökull, Höfn, iðnaðarmannadeild
Sunniðn, sunnlenska iðnfélagið
Sveinafélag járniðnaðarmanna, Vestmannaeyjum
Saimðn
SAMBANDIÐNFÉLAGA
Suðurlandsbraut 30. 108 Reykjavík.
Sími 568 6055. Fax 568 1026.
Heimasíða: http://www.rl.is/samidn.html