Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 56
Hátækni til framfara iM Tæknival Skeifunnl 17 • Slmi 568-1665 MORGUNBLAÐIÐ, KIUNGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181. PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Borgarstjóri um brottrekstur Viðars Eggertssonar Mikil mistök i Áfram úlpuveður EKKI er ráðlegt að pakka vetrar- fatnaðinum niður að sinni þótt vetur konungur hafi verið fremur mildur það sem af er. A næstu dögum verður hitinn aðeins um eða rétt ofan við frostmark, hlýj- ast austast. Fram á sunnudag verð- ur suðlæg og síðar suðaustiæg átt ríkjandi og allhvasst um tíma. Fremur vætusamt verður um landið suðaustan- og austanvert, en suðvestan til má búast við slydduéijum. Norðanlands og á Vestfjörðum verður úrkomulítið. „MÉR FINNST mjög mikil mistök felast í því hjá Leikfélagi Reykjavík- ur að segja Viðari upp. Eiginlega er hér um að ræða alveg ótrúlega að- gerð hjá meirihluta leikhúsráðsins. Satt að segja hafði ekki hvarflað að mér að svona myndi fara vegna þess að leikhúsráðið ákvað, ekki fyrir svo mörgum mánuðum, einróma að ráða Viðar til starfa eftir að hafa tekið sér góðan umhugsunartíma. Nú er sama leikhúsráðið að leysa hann frá störfum án þess að í raun sé farið að reyna á hann. Án þess að hann hafi brotið af sér eða fengið nokkur haldbær rök fyrir uppsögninni," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um brottrekstur Viðars Eggertssonar frá LR. í máli hennar kom fram að starf- andi hefði verið nefnd með tveimur fulltrúum borgarinnar og tveimur fulltrúum leikfélagsins á síðasta ári. „í niðurstöðum nefndarinnar var gengið út frá því að auka þyrfti list- ræna starfsemi í húsinu og leikhús- stjóri þyrfti að fá meira svigrúm til að stjóma starfseminni,1.1 sagði hún og sagðist líta svo á að fulltrúar leik- félagsins hefðu verið í fullu umboði þess í nefndinni. „Viðar hafí því ver- ið í góðri trú þegar hann var ráðinn til starfa um að hann eigi að fá svig- rúm til að stjórna þarna og breyta. Sú reynist hins vegar ekki raunin. Mér sýnist einfaldlega að við þessar aðstæður, sama hvort um er að ræða Viðar eða einhvern annan, sé mjög erfitt að ætla sér að vera stjómandi í þessu húsi.“ Ingibjörg Sólrún sagði að væring- arnar í Borgarleikhúsinu gætu haft áhrif á hvaða stefnu endurskoðun á samstarfssamningi borgar og leikfé- lags tæki. I máli hennar kom fram að fjárframlag borgarinnar hefði sér- staklega verið hækkað til að gefa leikfélaginu loft undir vængina á þessu ári. Fjárframlag nemi 140 milljónum á þessu ári. Hún sagði að tíminn yrði að leiða í Ijós hvort fjárframlagið yrði lækkað eftir árið í ár. „Mér fínnst þetta ansi mikil mistök í þessari 100 ára sögu leikfélagsins." ■ Leikhúsráð/28 Morgunblaðið/Sig. Jóns. SANDRA Silfá Ragnarsdóttir með reykskynjarann í glugga slökkvibílsins að afhendingu lokinni. 30 þúsund tóku þátt í eldvarnagetraun Nefnd um endurskoðun á lögum um atvinnuleysistryggingar Starf komi í stað atvinnuleysisbóta Krafist gjaldþrota- skipta AB ALMENNA bókafélagið hf. hætti endanlega rekstri í síðustu viku og verður væntanlega úrskurðað gjald- þrota á næstu dögum að kröfu þriggja lánardrottna, þ.e. Heimilis- tækja hf., Sýslumannsins í Reykjavík og Hugvers hf. Útgáfa félagsins hefur verið sára- lítil að undanfömu og starfsemin nánast eingöngu miðað að því að selja lager til að lækka skuldir. Heild- arskuldir félagsins eru áætlaðar kringum 100 milljónir króna. ■ Gjaldþrotaskipta/19 ----» » «---- Söluaukning hjá Iceland Seafood Söluverð- mæti 35% meira HEILDARSALA Iceland Seafood Ltd., dótturfyrirtækis ÍS í Bretlandi, í Evrópu jókst um 35% í verðmætum og 40% í magni fyrstu tvo mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Árið í fyrra var í heild hið besta frá •upphafi. Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood, segir að ástæða aukinna verðmæta sölu fyrirtækisins sé meðal annars sala verðmeiri afurða. Hlutfall sérpakkn- inga hafi aukist svo og vinnsluvirði ýmissa afurða, s.s frá Seaflower Whitefish í Namibíu. í fyrra var mikill hluti afurðanna þaðan heil- frystur en nú er framleiðsla flaka vaxandi enda fullkominn frystitogari kominn í flota fyrirtækisins og nýtt frystihús hefur verið tekið í notkun. Selt fyrir 1,3 milljarða Sala fyrirtækisins fyrstu tvo mán- uði ársins á markaðssvæði Iceland Seafood í Hull og söluskrifstofu þess í Þýskalandi og Frakklandi nam alls um 1,3 milljörðum króna. Á sama tíma í fyrra seldi fyrirtækið fisk og fiskafurðir fyrir tæplega einn millj- arð. ■ Iceland Seafood eykur sölu/Cl Selfossi. Morgunblaðið. ÞRJÁTÍU þúsund svör bárust í eldvarnagetraun brunavarna- átaks Landssambands slökkvi- liðsmanna sem efnt var til jafn- hliða heimsóknum í skóla á höf- uðborgarsvæðinu og víða um land. Nöfn 21 barns voru dregin út og hljóta þau fjölskylduspilið Trivial Pursuit, RBK reykskynj- ara og bol merktan landssam- bandinu auk viðurkenningar- skjals. Ráðgert er að halda ár- lega einn eldvarnadag fyrsta mánudag í desember. Sandra Silfá Ragnarsdóttir, 4 ára, Laufhaga 1 á Selfossi tók við verðlaunum á slökkvistöð- inni á Selfossi fyrir hönd fjöl- skyldu sinnar. Hún fékk að setj- ast inn í einn slökkvibílinn á stöðinni og var ekki annað að sjá en henni líkaði það vel. í TILLÖGUM nefndar um endur- skoðun á lögum um atvinnuleysis- tryggingar, sem Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra skipaði sl. haust, er gert ráð fyrir að atvinnuleysis- bótaþegar skili starfi fyrir þær bæt- ur sem þeir þiggja. Meirihluti nefnd- arinnar leggur til að að hámarki verði hægt að þiggja atvinnuleysis- bætur í þijú ár samfellt. Hjálmar Árnason alþingismaður er formaður nefndarinnar. „Við leggjum til að komið verði upp nettengdum svæðisvinnumiðl- unum á vegum ríkisins en undir stjórn aðila vinnumarkaðarins og haldið verði uppi öflugu starfi í nán- um tengslum við fyrirtækin á svæð- unum. Með þessu yrði veruleg breyt- ing frá því sem nú er því vinnumiðl- unarþátturinn er, almennt séð, af- skaplega veikur og meira fólginn í skráningu en miðlun starfa," sagði Hjálmar. Dregið úr möguleikum á misnotkun Aðrar tillögur nefndarinnar snúa að atvinnuleysistryggingunum. Lagt er til að áður en einstaklingur fái greiddar atvinnuleysisbætur geri hann starfsleitaráætlanir í samstarfi við svæðisvinnumiðlanirnar. Skili LÖGREGLAN vinnur nú að því að setja skýrar vinnureglur um hvern- ig bregðast eigi við, þegar börn og unglingar undir sakhæfisaldri eru staðin að búðarhnupli. í fyrradag voru tvær stúlkur, 15 og 16 ára, staðnar að því að hnupla vörum í verslun Hagkaups í Kringl- unni. Samtals stálu þær vörum að andvirði 110 krónur. Lögreglan flutti stúlkurnar á lögreglustöð til yfirheyrslu og var þeim sleppt eftir þær honum ekki starfí innan tiltek- ins tíma verði hann að velja sér annað starf sem skilgreint hefur verið af svæðisvinnumiðluninni í samstarfi við atvinnulífið á svæðinu. „Þetta yrðu fyrst og fremst störf sem tengjast nýsköpun og ýmiss konar þjónustu. Átvinnuleysistrygg- ingasjóður legði því bæturnar til með einstaklingnum, jafnvel til fyr- irtækja, góðgerðastofnana o.s.frv. í tiltekinn tíma,“ segir Hjálmar. „Hugsunin er fyrst og fremst sú að reyna að koma í veg fyrir það að atvinnuleysingjar brotni niður andlega af völdum atvinnu- og iðju- leysis. Um Ieið er verið að draga úr möguleikum á óréttlátri misnotk- un á sjóðnum," sagði Hjálmar. Lagt er til að lágmarksaldur at- vinnuleysisbótaþega verði hækkað- ur úr 16 árum í 18 ár. Ágreiningur er innan nefndarinnar um styttingu -á atvinnuleysisbótatíma. Meirihlut- inn gerir tillögu um að aðeins verði hægt að vera samfellt í þrjú ár á atvinnuleysisbótum. Samkvæmt nú- gildandi lögum getur einstaklingur verið á atvinnuleysisbótum í allt að 54 ár, eða frá 16 ára aldri til sjö- tugs. Nefndin mun skila tillögunum til félagsmálaráðherra nk. mánu- dag. að haft hafði verið samband við foreldra þeirra. Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn segir að þriðjungur þeirra, sem gripnir séu við búðahnupl, séu 14 ára og yngri, eða undir sakhæfisaldri. „Lögreglan er að kanna þessa dagana, hvernig hægt sé að taka á málum þessa hóps af meiri festu og í samráði við barnaverndaryfir- völd og foreldra," segir hann. Lögreglan tekur á hnupli barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.