Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Lióska Ferdinand Smáfólk TAAHAVIN6 TROUBLE \ 6ETTIN6 STARTED WITH ] v MV HOMEUJORK.. J Ég á í basli með að byrja á heima- verkefninu mínu... U/ELL, S0METIME5 VOU JU5T HAV6 TO OPEN THE BOOK, ANP 60 RI6HT AT IT.. Nú, stundum verður maður bara Ég hef óbeit á því að opna bók- að opna bókina og hefjast, ina! handa... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Ungt fólk þarf ekki vímuefni til að skemmta sér FRÁ Vestmannaeyjaför ungmennastúkunnar Eddu. Frá Jónu Karlsdóttur: ELSTA Ungmennastúka landsins, Edda, var endurvakin fyrir 2 árum. Hún hefur aðsetur að Skipholti 33, Vinabæ, áður Tónabíó. Meðlima- fjöldi er nú yfir 50 á aldrinum 15 til 18 ára. Umsjónarmaður stúk- unnar er Jóna Karlsdóttir, sem nýtur stuðnings eiginmanns síns Þórhalls Stígssonar. Þau líta á þetta sem foreldrastarf og hvetja foreldra til þess að nýta þau félags- samtök er þau aðhyllast, til þess að halda utan um hóp unglinga. Ungt fólk þarf ekki vímuefni til þess að skemmta sér en vímuefna- neytendur hafa nær undantekning- arlaust byrjað á áfengisneyslu, að sögn fíkniefnalögreglu. Fyrirhuguð er för til Færeyja í júlí á,alþjóða- mót ungs fólks. Myndin er úr Vestmannaeyjaför er farin var nýlega, Ingibjörg John- sen, sem er í framkvæmdanefnd Stórstúku Islands, var heimsótt, stúkufólk og félagar í KFUM. Enn- fremur stóð þingstúka Reykjavíkur fyrir námskeiðinu Komið að dansa. Ungt fólk og foreldrar geta haft samband við Jónu Karlsdóttur og Guðlaug Sigmundsson, sem er yfir- maður ungmennastarfs Stórstúk- unnar eða skrifstofu Stórstúku ís- lands varðandi aðstoð við að mynda slíka hópa eða koma og starfa með okkur. JÓNA KARLSDÓTTIR, umsjónarmaður Eddu. Sparnaður aldarinnar á hlaupársdeginum Frá Jóni Ármanni Héðinssyni: HEILBRIGÐISRÁÐHERRA og fjár- málaráðherra hljóta að vera mjög svo hamingjusamir þessa dagana, þeir fengu nefnilega aukadag, hlaupársdag, nú í ár og notuðu hann til þess að tilkynna um sparnað. Telja má nokkuð augljóst að hér sé hvorki meira né minna á ferðinni en sparnaður aldarinnar. Öll þjóðin hlýtur að hafa tekið eftir því, að ákveðnum hópi ellilíf- eyrisþega var gert að sæta skerð- ingu fyrri réttinda. Sá sparnaður, sem fjármálaráðherra vann hér fram og heilbrigðisráðherra til- kynnti um, nemur 2 milljónum á mánuði. Húrra. Sama dag voru fréttir af Suður- nesjum og þar var á að hlýða að forstöðumenn sjúkrahússins og heil- brigðismála þar skyldu ná fram 3 milljónum. Einhvern veginn hefur það virkað illa á heilbrigðis- og fjár- málaráðherrana, að mikil og góð heilbrigðisþjónusta hefur verið á Suðurnesjum. Sjálfsagt þekkja þau ekki mikið til um þróun mála þar, t.d. frá stríðslokum. Sandgerðingar og Grindvíkingar muna þ_ó vel fyrri tíma og vandamálin þá. Ég ætia að þetta fólk skili sínu mjög vel í heild- ina og verðskuldi þjónustu sam- kvæmt því. Ekki er ámælisvert að fara vel með fjármuni ríkisins. En þegar ráð- herrar vilja í raun sýna sparnað og virkt aðhald verða þeir að byija á réttum vettvangi. Þjóðin getur ekki sætt sig við svona sparðatíning, þeg- ar gífurleg eyðsla, að langmestu að óþörfu, á sér stað víða. Má í því sambandi nefna allan ferða- og risnukostnað ríkisins. Svona tilburð- um um aðhald hafnar þjóðin hrein- lega, meðan mörg eyðsluhítin er galopin. Manni verður á að orða sparnað- artilburðina þannig: Næturgustur hampar í húmi hnífi hér og þar. Fólkið er ekki í fyrirrúmi. Framsóknar lygin víðast hvar. JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON, fyrrv. alþm. og ellilífeyrisþegi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast sam]iykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.