Morgunblaðið - 13.03.1996, Síða 44

Morgunblaðið - 13.03.1996, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Lióska Ferdinand Smáfólk TAAHAVIN6 TROUBLE \ 6ETTIN6 STARTED WITH ] v MV HOMEUJORK.. J Ég á í basli með að byrja á heima- verkefninu mínu... U/ELL, S0METIME5 VOU JU5T HAV6 TO OPEN THE BOOK, ANP 60 RI6HT AT IT.. Nú, stundum verður maður bara Ég hef óbeit á því að opna bók- að opna bókina og hefjast, ina! handa... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Ungt fólk þarf ekki vímuefni til að skemmta sér FRÁ Vestmannaeyjaför ungmennastúkunnar Eddu. Frá Jónu Karlsdóttur: ELSTA Ungmennastúka landsins, Edda, var endurvakin fyrir 2 árum. Hún hefur aðsetur að Skipholti 33, Vinabæ, áður Tónabíó. Meðlima- fjöldi er nú yfir 50 á aldrinum 15 til 18 ára. Umsjónarmaður stúk- unnar er Jóna Karlsdóttir, sem nýtur stuðnings eiginmanns síns Þórhalls Stígssonar. Þau líta á þetta sem foreldrastarf og hvetja foreldra til þess að nýta þau félags- samtök er þau aðhyllast, til þess að halda utan um hóp unglinga. Ungt fólk þarf ekki vímuefni til þess að skemmta sér en vímuefna- neytendur hafa nær undantekning- arlaust byrjað á áfengisneyslu, að sögn fíkniefnalögreglu. Fyrirhuguð er för til Færeyja í júlí á,alþjóða- mót ungs fólks. Myndin er úr Vestmannaeyjaför er farin var nýlega, Ingibjörg John- sen, sem er í framkvæmdanefnd Stórstúku Islands, var heimsótt, stúkufólk og félagar í KFUM. Enn- fremur stóð þingstúka Reykjavíkur fyrir námskeiðinu Komið að dansa. Ungt fólk og foreldrar geta haft samband við Jónu Karlsdóttur og Guðlaug Sigmundsson, sem er yfir- maður ungmennastarfs Stórstúk- unnar eða skrifstofu Stórstúku ís- lands varðandi aðstoð við að mynda slíka hópa eða koma og starfa með okkur. JÓNA KARLSDÓTTIR, umsjónarmaður Eddu. Sparnaður aldarinnar á hlaupársdeginum Frá Jóni Ármanni Héðinssyni: HEILBRIGÐISRÁÐHERRA og fjár- málaráðherra hljóta að vera mjög svo hamingjusamir þessa dagana, þeir fengu nefnilega aukadag, hlaupársdag, nú í ár og notuðu hann til þess að tilkynna um sparnað. Telja má nokkuð augljóst að hér sé hvorki meira né minna á ferðinni en sparnaður aldarinnar. Öll þjóðin hlýtur að hafa tekið eftir því, að ákveðnum hópi ellilíf- eyrisþega var gert að sæta skerð- ingu fyrri réttinda. Sá sparnaður, sem fjármálaráðherra vann hér fram og heilbrigðisráðherra til- kynnti um, nemur 2 milljónum á mánuði. Húrra. Sama dag voru fréttir af Suður- nesjum og þar var á að hlýða að forstöðumenn sjúkrahússins og heil- brigðismála þar skyldu ná fram 3 milljónum. Einhvern veginn hefur það virkað illa á heilbrigðis- og fjár- málaráðherrana, að mikil og góð heilbrigðisþjónusta hefur verið á Suðurnesjum. Sjálfsagt þekkja þau ekki mikið til um þróun mála þar, t.d. frá stríðslokum. Sandgerðingar og Grindvíkingar muna þ_ó vel fyrri tíma og vandamálin þá. Ég ætia að þetta fólk skili sínu mjög vel í heild- ina og verðskuldi þjónustu sam- kvæmt því. Ekki er ámælisvert að fara vel með fjármuni ríkisins. En þegar ráð- herrar vilja í raun sýna sparnað og virkt aðhald verða þeir að byija á réttum vettvangi. Þjóðin getur ekki sætt sig við svona sparðatíning, þeg- ar gífurleg eyðsla, að langmestu að óþörfu, á sér stað víða. Má í því sambandi nefna allan ferða- og risnukostnað ríkisins. Svona tilburð- um um aðhald hafnar þjóðin hrein- lega, meðan mörg eyðsluhítin er galopin. Manni verður á að orða sparnað- artilburðina þannig: Næturgustur hampar í húmi hnífi hér og þar. Fólkið er ekki í fyrirrúmi. Framsóknar lygin víðast hvar. JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON, fyrrv. alþm. og ellilífeyrisþegi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast sam]iykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.