Morgunblaðið - 05.05.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 05.05.1996, Síða 1
80 SÍÐUR B/C/D 101. TBL. 84.ÁRG. SUNNUDAGUR 5. MAÍ1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Framkvæmdir í Ártúnsbrekku VEÐRIÐ hefur leikið við vegagerðarmenn Vesturlandsvegar og gengur verkið sam- uppslætti fyrir nýja brú yfir Elliðaár, þar í Ártúnsbrekku, sem vinna nú að breikkun kvæmt áætlun. Meðal annars er unnið að sem myndin er tekin í vikunni. Hóta allsheijarverkfalli vegna niðurskurðar Helsinki. Morgunblaðið. Di Pietro fær ráðherrastól Róm. Reuter. ANTONIO Di Pietro, fyrrverandi rannsóknardómari á Italíu, lýsti því yfir í gær að hann hygðist ekki stofna eigin stjórnmálaflokk og að hann hefði þegið boð um ráðherrastól í næstu ríkisstjórn landsins. Kvaðst Di Pietro hafa sent Romano Prodi, leiðtoga mið- og hægrimanna, símbréf þar sem hann sagðist reiðubúinn að taka við ráðu- neyti opinberra framkvæmda, þegar Prodi yrði fengið umboð til stjórnar- myndunar. ítalska fréttastofan ANSA hafði eftir Prodi að hann hefði spurt Di Pietro hvort hann væri reiðubúinn að taka þetta embætti að sér. í sím- bréfinu til Prodis biður Di Pietro hann að líta á sig sem „utanaðkomandi tæknikrata“ í verðandi ríkisstjórn, þar sem hann líti ekki á sig sem stjórn- málamann að atvinnu. Þingið veitir Aznar umboð JOSE Maria Aznar, leiðtogi hægri- manna á Spáni, fékk í gær umboð þingsins til stjórnarmyndunar. Hlaut Aznar 181 atkvæði af 350 á þinginu. Flokkur hans hlaut 156 þingsæti í síð- ustu kosningum og vantaði 20 sæti upp á hreinan meirihluta. Mun stjórn hans njóta stuðnings flokks Katalóna og fulltrúa Kanaríeyja. 50 fórust í Súdan SÚDÖNSK flugvél í innanlandsflugi fórst í fyrrinótt og allir sem um borð voru, fimmtíu manns. Lenti vélin í sandbyl og fórst er flugsljóri reyndi nauðlendingu. Hún var á leið frá Wau i suðurhluta landsins til Khartoum. Flestir um borð voru háskólanemar og hermenn. Skarpskyggn flugfreyja SKARPSKYGGNI flugfreyju British Airways varð þremur bandarískum sjómönnum til lífs en hún rak augun í alelda skip þeirra úr 34.000 feta hæð. Flugfreyjan, Jane Savage, kvaðst hafa litið út um glugga vélarinnar, sem var á leið frá Heathrow til New York, í þann mund sem létti til yfir ströndinni við Massachusetts. Sá hún reyk liðast upp frá sjónum og lét flug- stjórann vita, sem hafði samband við bandarísku strandgæsluna. Fundust mennirnir fljótt en þeir höfðu komist um borð í björgunarbát. HELSTU verkalýðsfélög Finnlands hafa boð- að til allsherjarverkfalls í mótmælaskyni við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skerða framlög til hinna atvinnulausu. Eins sólar- hrings verkfall verður á föstudag í næstu viku, 10. maí, hafi ríkisstjórnin ekki látið af stefnu sinni í þessu efni fyrir þann tíma. Komi til þessa verkfalls verður það hið viðamesta í Finnlandi frá árinu 1956. Það eru aðildarfélög SAK, sem svipar til Alþýðu- sambandsins á íslandi, og STTK-samtak- anna, sem gefið hafa út tilkynningu um verk- fall. Bandalag háskólamanna ákveður á mánudaginn hvort það tekur þátt í verkfall- inu. Verði allsheijarverkfall að veruleika mun Finnland einangrast. Hvorki skip né flugvél- ar verða í ferðum á milli landa. Innanlands munu lestir ekki ganga og ferðir áætlanabif- reiða leggjast af. Bankar og flestar verslan- ir verða lokaðar og öll iðnframleiðsla mun einnig stöðvast. Verkfallsboðunin kom í kjölfar þess að fimm fiokka ríkisstjórn Paavos Lipponens forsætisráðherra ákvað að skerða rétt manna til fullra atvinnuleysisbóta. Stéttarfélög hafa sakað ríkisstjórnina um samningsbrot þar sem þjóðarsátt náðist í fyrra með þeim fyrir- vara að réttur atvinnulausra yrði ekki skert- ur úr hófi fram. Ráðamenn telja hins vegar að þessi niðurskurður hafi verið með eðlileg- um hætti. Slæm staða ríkissljórnarinnar í stjómmálalegu tilliti þykir staða ríkisstjórn- ar Lipponens orðin heldur slæm vegna þessara átaka við verkalýðshreyfmguna. Innan stjóm- arinnar eru tveir vinstri flokkar; jafnaðarmenn og Vinstra bandalagið. Verkalýðsarmur Jafn- aðarmannaflokksins og mikill hluti félaga í Vinstra bandalaginu eru algjörlega andvígir stefnu ríkisstjómarinnar. Lipponen forsætisráðherra neyddist til að hóta afsögn og stjórnarslitum til þess að fá þingflokk jafnaðarmanna til að sam- þykkja niðurskurðartillöguna. Vinstra bandalagið varð hins vegar að fresta af- greiðslu málsins um nokkra daga til að af- stýra klofningi. Lauri Ihalainen, formaður verkalýðssam- bandsins SAK, segist tilbúinn að ræða málið á nýjan leik. Það er hins vegar ólíklegt að ríkisstjórnin taki að semja við launþegasam- tökin um slík mál. Stjórnarandstaðan hefur þegar gagnrýnt ríkisstjórnina harkalega fyr- ir að hafa gengið allt of mikið til móts við aðila vinnumarkaðarins. Meirihluti ríkis- stjórnarinnar er traustur en stjórnmálaský- rendur benda á að Lipponen þurfi að sýna að hann sé óháður verkalýðsfélögunum. RANNSOKNIR STYÐJA ALDUR VÍNLANDSKORTSINS Á sinni syllu í fuglabjargi heimsviöskipta VIÐSKIPnfflVINNULÍF Á SUNNUDEGI Seiðkonan í Pottagöldrum 22 iunijíi*! s mi fijj stíifl m mt sem nn fBftií m\ fi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.