Morgunblaðið - 05.05.1996, Page 6
6 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
!
Stafrænt áskriftarsjónvarp
Slegist um
bandarískt
efni í Evrópu
Evrópsk sjónvarpsfyrirtæki gera nú hvað
þau geta til að komast yfír bandarískt efni
í þeirri von að stafrænt áskriftarsjónvarp
um gervihnetti höfði til áhorfenda.
Morgunblaðið/Kristinn
EVRÓPUBÚAR standa nú frammi fyrir stórauknu framboði á
sjónvarpsefni. Mikil ásókn í kvikmyndir og framhaldsþætti frá
Bandaríkjunum þykir þó gefa til kynna að það verði einsleitt.
HAFIN er hörð barátta
milli evrópskra dreif-
ingaraðila um kaup á
sem mestu af banda-
rísku sjónvarpsefni. Sem dæmi
um þessa ásókn má nefna að eitt
fyrirtæki, Kirch-samsteypan í
Þýskalandi, hefur fest kaup á
bandarísku efni fyrir upphæð sem
svarar til 235 milljarða króna á
þessu ári.
Það er byltingin sem er yfirvof-
andi í sjónvarpsmálum sem ræður
þessari gífurlegu ásókn í banda-
rískar kvikmyndir og skemmti-
efni. Með því að hafa nógu mikið
af slíku efni í boði vonast evr-
ópsku sjónvarpsfyrirtækin ti! þess
að vinna hylli almennings þegar
stafrænt áskriftarsjónvarp um
gervihnetti verður að veruleika.
Samstarf sjónvarpsrisa
í fyrra juku stóru bandarísku
fyrirtækin umsvif sín um heil 14%
á Evrópumarkaði. Alls var selt
efni fyrir 1,27 milljarða Banda-
ríkjadala, um 83 milljarða króna.
Þjóðveijar voru stórtækastir,
náðu í efni frá Bandaríkjunum
fyrir rúma 25 milljarða króna.
Arið áður höfðu þýsku fyrirtækin
keypt efni fyrir tæpa 20 milljarða.
„Kostnaðurinn við að hefja
stafrænar sendingar gerir að
verkum að mörg stærstu fyrir-
tækin hafa fyllst ótta og hafín
hefur verið samvinna fyrirtækja
sem áður hefði verið öldungis
óhugsandi," segir Paul Styles,
fjölmiðlafræðingur sem starfar
við KPMG-ráðgjafarfyrirtækið í
Lundúnum.
Þróunin er vissulega í þessa
áttina. Nú hefur Compagnie Lux-
embourgoise de Télédiffusion
(CLT) gengið til liðs við bresku
Sky-samsteypuna, hið þýska
Bertelsmann AG og frönsku stór-
fyrirtækin Canal Plus SA og Hav-
as SA. Fyrirtækin hyggjast í sam-
einingu kynna nýjan afruglunar-
búnað, sem komið verður fyrir á
heimilum og taka mun við staf-
rænum gervihnattasendingum.
Þessi búnaður mun ekki geta tek-
ið við útsendingum Kirch-sam-
steypunnar og öfugt.
Canal Plus
ríður á vaðið
Canal Plus hóf á dögunum staf-
rænar sendjngar fyrst fyrirtækja
í Evrópu. Áætlanir fyrirtækisins
gera ráð fyrir að ein og hálf millj-
ón heimila gerist áskrifendur fyrir
aldamót. Rúmlega 850.000
áskrifendur þarf til að útsending-
ar standi undir kostnaði og ekki
er gert ráð fyrir hagnaði af rekstr-
inum fyrstu fímm árin.
Canal Plus stendur frammi fyr-
ir samkeppni því fyrirtækin TFl,
M6. France Television og
Compagnie Luxembourgeoise de
Télédiffusion hyggjast í samein-
ingu hefja stafrænar útsendingar
í Kaupæðið á bandarísku efni
sem er hafið er ekki aðeins merki-
legt fyrir þær sakir hversu miklar
upphæðir um er að ræða. Margir
sérfræðingar hafa miklar efa-
semdir um að almenningur hafi
áhuga á þessari nýju tækni. Full-
yrt er að alþýða manna í Evrópu
muni upp til hópa ekki reynast
tilbúin til að auka útgjöld sín á
þessu sviði.
Kannanir gefa til kynna að
þetta geti verið rétt. Nú í apríl-
mánuði gerði frönsk stofnun og
tímaritið L’Express könnun á við-
horfi almennings. Um 40% þeirra
Frakka sem þátt tóku kváðust
taka nýjum sjónvarpsrásum fagn-
andi. Þrír af hveijum fjórum sögð-
ust hins vegar ekki vera tilbúnir
til að greiða sérstaklega fyrir
mynd eða íþróttaviðburð í sjón-
vargi.
„í Þýskalandi geta menn þegar
valið úr 30 stöðvum og þar er
framboðið á efni einfaldlega of
mikið,“ segir Helmut Thoma,
framkvæmdastjóri RTL-sam-
steypunnar. Áhorfendur eru að-
eins tilbúnir til að borga aukalega
fyrir kvikmyndir og íþróttavið-
burði. En hvers vegna skyldu þeir
gera það þegar þeir hafa aðgang
að 1.600 bíómyndum á ári
hveiju?“
Barátta Kirch og RTL
Kirch-samsteypan hefur látið
mest til sín taka við kaup á efni
frá Bandaríkjunum og er nú hafið
mikið „tilboðastríð" á milli Kirch
og RTL. Slegist er um réttinn til
að sýna kvikmyndir og framhalds-
þætti frá MCA. Kirch hefur hins
vegar gert samning við Discovery
Communications Inc. og mun sýna
fræðsluefni og annað sem unnið
hefur verið á vegum fyrirtækisins
auk þess sem Kirch ráðgerir að
hefja rekstur sambærilegrar rásar
í Þýsklandi.
I nýliðnum mánuði gekk Kirch
síðan frá samstarfssamningi við
Viacom Inc. sem tekur til sýning-
arréttar á kvikmyndum og fram-
haldsþáttum frá Paramount-kvik-
myndafélaginu. Að auki verður
dreift efni frá MTV Europe og
VH-1 tónlistarrásinni auk annars
efnis frá Viacom. Samningurinn
er til tíu ára og er talinn hljóða
upp á um 117 milljarða. króna á
þessu tímabili.
Spenna eykst í samskiptum Albana og Serba
Carí Bildt áhyggju-
fullur vegna Kosovo
Bosníumenn handtaka tvo meinta stríðsglæpamenn
Aþenu. Reuter.
CARL Bildt, fulltrúi Evrópusam-
bandsins í málefnum Bosníu, lýsti
á fimmtudag yfir þungum áhyggj-
um af þróun mála í Kosovo-héraði
en þar hefur spenna í samskiptum
Albana og Serba farið ört vaxandi
að undanfömu.Bildt, sem staddur
var í Aþenu.lýsti þeirriskoðun sinni
að ofbeldisverk og spenna í Kosovo
gæti ógnað fyrirliggjandi sam-
komulagi um frið í Bosníu. Hvatti
hann stjórnvöld í höfuðborgum Al-
baníu og Serbíu til að sýna stillingu.
„Ég hef þungar áhyggjur af þeim
erfiðleikum sem einkennt hafa
ástandið í Kosovo nú nýverið," sagði
Bildt. „StjórnVöldum í Belgrad,
Kosovo og Tirana ber að leita pólití-
skrar lausnar og koma í veg fyrir
að meiriháttar spennuástand skap-
ist,“ bætti hann við.
Púðurtunna
Sérfræðingar hafa löngum haft
áhyggjur af þvi að upp úr kunni
að sjóða í Kosovo. Þetta er sérlega
eldfimt svæði, héraðið tilheyrir
Serbíu en Serbar telja það heilagt
landsvæði þar sem upphaf þjóðríkis
þeirra má rekja þangað. Af þeim
tveimur milljónum manna sem þar
búa eru hins vegar 90% Albanar.
í fyrri viku sprungu tvær
sprengjur í Kosovo og lét 12 ára
albanskur drengur lífið í annarri
þeirra. Áður höfðu fimm Serbar
verið drepnir að því er talið er i
hefndarskyni fyrir morð á albönsk-
um námsmanni. Bildt kvaðst vera
þeirrar skoðunar að Serbar gætu
ekki gert sér neinar vonir um hag-
sæld og stöðugleika án tilslakana í
Kosovo. „Serbía getur ekki talist
Evrópuríki á meðan stöðug kúgun
fer fram í Kosovo. Slíkt er einfald-
lega óhugsandi."
Bildt vék einnig að Radovan
Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba,
sem sakaður hefur verið um stríðs-
glæpi. Hann sagði það ekki þjóna
hagsmunum Serba að Karadzic
hefði enn afskipti af málefnum
Bosníu. Hann væri einangraður og
fyrir það mætti þjóð hans líða.
Meintir stríðsglæpamenn
handteknir
Á fímmtudag skýrði talsmaður
stríðsglæpadómstóls Sameinuðu
þjóðanna í Haag frá því að tveir
múhameðstrúarmenn sem sakaðir
hafa verið um illvirki í stríðinu í fyrr-
um Júgóslavíu hefðu verið handtekn-
ir í Bosníu. Mennimir eru ásamt
tveimur öðrum taldir ábyrgir fyrir
stn'ðsglæpum sem framdir voru í
Celebici-fangabúðunum í Bosníu árið
1992 þegar níu Serbar voru myrtir.
Reuter
Kreflast
hertra
byssulaga
UM 2.500 manns kröfðust þess í
gær að lög um byssueign yrðu
hertar í kjölfar fjöldamorðanna
á eynni Tasmaníu um síðustu
helgi er geðsjúkur og vopnaður
maður myrti 35 manns. Safnaðist
fólkið saman í Hyde Park í Sydn-
ey og bar skilti á borð við það
sem hér sést en á því voru mynd-
ir af flestum fórnarlömbunum
undir spurningunni „Hversu
margir verða að deyja til viðbót-
ar?“.
Fundi Eystra-
saltsráðs lokið
Ný orku-
áætlun
rædd
„ÞAÐ bar ekki á öðru en að sæmi-
leg sátt væri á milli Rússa og leið-
toga Eystrasaltsríkjanna eftir
óformlegar viðræður á föstudags-
kvöld og ræðu Tsjernomyrdíns for-
sætisráðherra Rússlands í morgun,"
sagði Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra en hann sat leiðtogafund
Eystrasaltsráðsins sem lauk í Visby
á sænsku eyjunni Gotlandi í gær.
í gærmorgun var kynntar loka-
ályktanir fundarins auk þess sem
Tsjernomyrdín ávarpaði fundinn.
Að sögn Davíðs lýsti hann þvi' m.a.
yfir að Rússar settu sig ekki upp á
móti hugsanlegri aðild Eystrasalts-
ríkjanna þriggja að Evrópusam-
bandinu.
Á meðal þess sem rætt var á
fundinum voru aðgerðir í umhverf-
is- og orkumálum og sagði Davíð
að ekki hefðu verið teknar ákvarð-
anir um nákvæmar aðgerðir og
framlög til umhverfísmála en sam-
þykkt hefði verið að hafa samráð
um hreinsun sjávar á Eystrasalts-
svæðinu. Þá hefði verið samþykkt
að vinna að nýrri orkuáætlun fyrir
það. Ljóst væri að kjarnorka yrði
eftir sem áður aðalorkugjafinn en
að gera ætti nýja áætlun um hvern-
ig nýta mætti orkuna betur.