Morgunblaðið - 05.05.1996, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heyrnartæki af nýrri stafrænni gerð komin á markað í Danmörku
Greina tíðnisvið tals
frá bakgrunnshljóðum
STAFRÆN heyrnartæki með örsmáum tölvukubbi
verða til sölu á Islandi innan tíðar.
DANSKA fyrirtækið Widex kynnti
nýja gerð af heyrnartækjum 24.
apríl síðastliðinn sem hafa þann
eiginleika að hægt er að draga úr
bakgrunnshljóðum og auka tíðni-
svið tals, tónlistar o.fl. Heyrnartæk-
in eru af stafrænni gerð og í þeim
örsmár forritaður tölvukubbur sem
getur greint á milli tíðnisviðs tals
og annarra hljóða.
Birgir Ás Guðmundsson, heym-
arfræðingur hjá Heyrnar- og tal-
meinastöð íslands, sagðist í samtali
við Morgunblaðið ekki vita hvenær
tæki af þessari gerð kæmu hingað
til lands, en ljóst væri að þau yrðu
talsvert dýrari en þær gerðir heyrn-
artækja sem hér eru á markaðnum.
Birgir sagði tæknina sem heym-
artækin byggja á hafa verið þekkta
í 20 ár, en til þessa hafi ekki verið
hægt að iáta kerfið vinna á 1 volti.
Tækin virka á þremur tíðnisviðum
og þannig er hægt að auka tíðni-
svið tals en dempa hávaðasviðið.
Sagði hann að hér væru nú þegar
á markaði tæki sem ynnu á ná-
kvæmlega sama hátt þótt ekki
væru þau stafræn.
Henta best fólki með
litla heyrnarskerðingu
Birgir sagði að Heyrnar- og tal-
meinastöð Islands myndi afla sér
stafrænna heymartækja og kanna
þau þegar dönsku fyrirtækin yrðu
tilbúin til að selja þau hingað, en
fyrst yrði aflað upplýsinga um
hvernig tækin reynast í Danmörku.
Hann sagðist ekki vita hvað þau
kæmu til með að kosta ef þau yrðu
seld hér, en taldi víst að þau yrðu
talsvert dýrari en þau tæki sem nú
eru markaði hérna. Þar er um að
ræða hefðbundin raðsmíðuð heyrn-
artæki sem höfð eru á bakvið eyra
og kosta notendurna á bilinu 8-10
þúsund krónur og sérsmíðuð tæki
í eyra, m.a. þau sem skilja talið frá
hávaða, sem kosta á bilinu 15-18
þúsund krónur. Hér á landi eru að
sögn Birgis hátt í 10 þúsund manns
sem nota heymartæki.
„Það er svolítill galli við þessu
nýju stafrænu tæki að það þarf að
forrita þau, en slík tæki hafa reynd-
ar verið þekkt í mörg ár. Við höfum
ekki verið mikið með forrituð tæki
hérna og er það vegna fjarlægð-
anna. Það er ekki hægt að stilla
þessi tæki nema í gegnum tölvu á
ákveðinn hátt og ef tæki er selt
eitthvað út á land og viðkomandi
vill einhverja breytingu á hljóð-
styrknum þá er ekki nokkur leið til
að gera neitt nema senda tækið til
okkar þar sem aðstaða er til að
forrita það.
Hins vegar sé ég það fyrir mér
að þessi stafrænu tæki era afar
heppileg fyrir þá sem hafa mjög litla
heymarskerðingu,“ sagði Birgir.
Dagbók frá Kairó
RISVAR í viku hringir
sorphirðirinn stuttri
hringingu á bjöllunni, þá
á ég að láta ruslið fram á stiga-
pallinn. Hann hringir öllum bjöll-
um, þegar hann hleypur upp
hæðimar og byijar efst. Hann
rogast með stærðarinnar bastk-
örfu á bakinu og ef raslið er ekki
í lokuðum poka er nokkuð senni-
legt að eitthvað verði eftir þegar
hann er horfinn í næsta hús.
Þessa körfu losar hann svo í gáma
við enda götunnar.
En það koma ekki bílar og hirða
þessa gáma strax, fyrst rannsaka
sorphirðar og aðrir gullgrafarar
hverfisins raslið og til þeirra kem-
ur alls konar fólk að hjálpa þeim
að skoða raslið, krakkarollingar
og fátæklingar. Þau sortéra allt
sem nýtilegt er að þeirra dómi og
hafa það á brott með sér. Plast-
fiöskur selja þau í endurvinnslu-
fyrirtæki, blöð og pappír og fleira.
Matarleifar, sem ég hef séð krakk-
ana vera að narta í, eru ekki allar
lystilegar.
í mánaðarlokin hringir sorpar-
inn svo langri hringingu á allar
bjöllur. Þá er komið að skulda-
dögum því hann er ekki á launum
hjá öðrum en þeim sem hann tek-
ur rasl hjá. Ég hef reynt að rabba
við þennan mann eftir að ég er
orðin djarfari í egypsku arabísk-
unni.
En ég skil ekki hvað hann seg-
ir eða hann skilur ekki hvers
vegna ég er að hnýsast í hans
mál, eins og það hvað hann beri
mikið úr býtum á mánuði. Hann
hefur fimm hús og ég veit að
hvert þeirra er með 10 íbúðum.
Því get ég svo sem án hans hjálp-
ar reiknað út að hann hefur 50
íbúðir sinnum 2 pund=100 pund
á mánuði. Plús eitt aukapund sem
hann hefur gert mér að greiða
af því ég er útlendingur en þeir
fuglar era sjaldséðir í hverfinu
mínu. Mánaðarlaun hans eru því
2.020 kr. Fyrir utan það sem
hann getur nýtt og selt: þá er
hann líklega kominn í 121 pund.
Um sorp-
hirðingu og
aðdáenda-
bréf í há-
loftunum
Sorphirðirinn í hverfínu
þar sem Jóhanna
Kristjónsdóttir býr
hefur vakið forvitni
hennar og hún reynt
að rabba við hann eftir
að vera orðin djarfari
í egypsku arabísk-
unni. En hún skilur
ekki hvað hann segir
eða hann skilur ekki
hvers vegna hún er að"
hnýsast í hans mál
Kannski er það ekki svo slæmt
þegar kennari í barnaskóla ríkis-
ins fær 140 pund eða um 2.800
kr. á mánuði.
Nú eru laun og laun varhuga-
vert samanburðarefni en þótt það
sé langtum ódýrara að lifa hér
en heima er munurinn ekki í sam-
ræmi við þetta. Einatt er mér
gáta hvernig fólk getur dregið
fram lífið af launum sínum og
milljónir geta það alls ekki. Það
fólk kaupir engar nýjar flíkur
handa krökkunum sínum á fyrri
eða seinni Eidhátíðum né fyrri
og seinni páskum og það fer held-
ur ekki í ferðalög. Jafnvel þótt
þau séu þrisvar sinnum ódýrari
en fyrir útlendinga.
Það er margt umhugsunarefn-
ið fyrir aðkomumanneskju hér,
fleira en sorphirðar og launakjör.
Til dæmis pósturinn. Stundum
berst póstur svo skjótt að blekið
er varla þomað. En oftast tekur
það þó óratíma. Og sum bréf
skila sér aldrei. Nú er kannski
komin skýring á því af hverju
óvenju fá bréf bárust um skeið
hingað á heimilið.
Á neðstu hæðinni búa yfirhjón
hússins. Þau taka til dæmis á
móti rafmagns-, vatns- og gas-
mönnunum og rukka svo íbúana.
Og þau taka á móti póstinum.
Þau eru kristin eins og aðrir
íbúar þessa húss teljast vera og
höfðu haft á orði að þau ætluðu
að skreppa til dóttur sinnar. Þau
nefndu ekki hveijum hefði verið
falið þáð ábyrgðarstarf að annast
póstinn.
Viku seinna eða svo, þegar ég
var að koma heim sá ég að það
hefði láðst að gera viðhlítandi ráð-
stafanir. Á gangstéttinni var á
flögri bréf sem reyndist vera til
mín og þegar ég aðgætti á verönd-
ina þeirra var á víð og dreif póst-
ur til mín og annarra íbúa.
Séu yfirhjónin ekki nógu fljót
að grípa póstinn sem er hent inn
á veröndina - ég tala nú ekki
um þegar þau fara frá í tíu daga
- þá svífur pósturinn bara af
stað. Því eru þau þar kannski
núna - bréfin sem ég var að
vonast eftir og fékk ekki - á
sveimi í háloftunum yfir Kairó.
Sum gætu endað hjá gullgröfur-
um sem selja þau í endurvinnslu.
Rafmagnseftirlitið
Rafmagn á
að um gangast
með varúð
BergurJónsson
Rafmagnseftirlit rík-
isins hefur eindreg-
ið varað við fyrir-
mælaverki erlends lista-
manns, sem meðal annars
var kynnt hér í Morgunblað-
inu 1. maí síðastliðinn. Sam-
dægurs varaði Bergur Jóns-
son rafmagnseftirlitsstjóri
við því að almenningur færi
að fyrirmælunum.
- Þetta er ekkert lista-
verk í mínum huga heldur
dauðagildra og ekkert ann-
að. Mér finnst ekkert snið-
ugt við þetta, nema síður
sé. Það gremjulegasta er að
höfundurinn gerir sér ljósa
grein fyrir hættunni sem af
þessu stafar. Samt viðhefur
hann aulafyndni í sambandi
við hættuna. Þetta tæki er
mjög hættulegt vegna þess
að hlutirnir sem nota á í fyrir-
mælaverkið eru til á hveiju heim-
ili og það er ekki flókið að setja
þetta saman. Hættan er sú að fólk
fari sér hreinlega að voða.
Stálsigtið er hluti af rafleiðsl-
unni og sé tækið í sambandi getur
fólk fengið lífshættulegan straum
af því að snerta það. Ef einhveijum
dytti í hug að búa þetta til og
skildi við það í sambandi væri þar
um beina lífshættu að ræða.
Það varð alvarlegt slys fyrir
nokkru þegar unglingar voru að
fikta við rafmagnsþræði og ætluðu
að hrekkja félaga sinn. Það er
ekki sama hvar fólk fær straum í
sig. Ef straumur fer um hjarta-
svæðið, frá hönd til handar, eða
hönd til fótar þá þarf ekki sterkan
straum til að valda hjartastoppi
og bana manni.
Hvert er hlutverk Rafmagnseft-
irlits ríkisins?
- Það er að sjá til þess að raf-
magn sé notað á réttan og örugg-
an hátt. Að raflagnir og rafföng
séu lögleg og þannig útbúin að
þau valdi ekki slysum og tjóni.
Þetta er gert með beinu og óbeinu
eftirliti. Við löggildum fagmenn
til rafvirkjunarstarfa og fylgjumst
með áð þeir séu ábyrgir fyrir þeim
verkum sem þeir inna af hendi.
Þá er stunduð fræðsla fyrir al-
menning og fagmenn. Við fylgj-
umst með því að samræmdar al-
þjóðlegar reglur séu í heiðri hafð-
ar. Það eru til evrópskir staðlar
um rafföng og við fylgjumst með
því að þau sem era hér á markaði
fullnægi settum reglum. Þjóðirnar
hafa ekki sett samræmdar reglur
um raflagnir en við aðhæfum er-
lendar reglur þörfum okkar hér á
landi.
Koma rafmagnsslys til ykkar
kasta?
- Já, við eigum góða samvinnu
við Rannsóknarlögreglu ríkisins og
önnur lögregluyfirvöld um rann-
sókn á slysum og tjónum
sem verða af völdum
rafmagns. Sérfræðingar
okkar era kallaðir til í
slíkum tilvikum. Á árun-
um 1984-94 urðu 54
slys af völdum rafmagns, 49 þess-
ara slysa urðu af lágspennu, yfir-
leitt 230 volta spennu sem er al-
gengust á heimilum. Tvö slysanna
voru dauðaslys og annað þeirra
orsakaðist af lágspennu.
Þá má nefna að af þessum 54
slysum urðu rafiðnaðarmenn fyrir
34 slysum. Þeir eru enda oft að
vinna við hættuleg skilyrði þar sem
sérstakrar aðgátar er þörf.
Treystir fólk um of & öryggis-
búnað á borð við vartappa og leka-
liða í sambandi við rafmagn?
►Bergur Jónsson, rafmagns-
eftirlitsstjóri rikisins, er fæddur
í Reykjavík 16. apríl 1934. Berg-
ur varð stúdent frá MR 1954
og lauk prófi í rafmagnsverk-
fræði frá Technische Hoch-
schule í Miinchen í Þýskalandi
1961. Hann starfaði hjá Siem-
ens-Schuckertwerke AG í
Þýskalandi og Landsvirkjun þar
til hann tók við starfi rafmagns-
eftirlitsstjóra ríkisins 1979.
Bergur hefur einnig verið
stundakennari við Tækniskóla
Islands og Háskóla Islands.
Hann hefur gegnt fjölda trún-
aðarstarfa fyrir Verkfræðinga-
félag Islands og skátahreyfing-
una. Bergur hefur unnið mikið
að smíði nýyrða í raftækni.
Hann hlaut heiðursmerki Verk-
fræðingafélagsins 1990. Eigin-
kona Bergs er Ingunn Guð-
mundsdóttir bókasafnsfræðing-
ur.
- Fólk verður að gæta ítrustu
varkárni í allri umgengni við raf-
magn, hvort sem það vinnur bein-
línis við raflagnir eða notar raf-
tæki í daglegu lífi. Þessi öryggis-
tæki eru bakhjarl, en það á aldrei
að treysta á að öryggisbúnaður
hljóti að vemda og þess vegna
geti menn verið kærulausir.
Ég vil fyrst og fremst benda
fólki á að það hugleiði þær hættur
sem leynast á heimilinu af völdum
rafmagns - ef ekki er rétt að hlut-
unum staðið. Ef raflögn er ekki í
lagi eða ef fólk misnotar rafmagn
á einhvem hátt.
Rafmagn er í sjálfu sér ekki
hættulegt ef menn kunna að um-
gangast það. Tilgangurinn með
fræðslu um örugga umgengni við
rafmagn er ekki að hræða fólk,
en okkur verður að vera ljóst að
af rafmagni getur stafað mjög
raunveruleg hætta ef það er mis-
notað á einhvern hátt. Eins ef
umbúnaður rafmagns-
ins, jafnt raflagnimar
eða raftækin, er ekki í
lagi.
Ef fólk hefur ein-
hvem grun um að raf-
magnstöflur eða rafmagnstæki á
heimilinu séu ekki í lagi á það að
fá löggilta fagmenn til að skoða
rafbúnaðinn og meta hvort að-
gerða sé þörf. Það getur verið
dýrt að hafa rafmagnið í ólagi.
IIús brenna af völdum lélegra raf-
lagna og rafmagnstaflna. Við höf-
um séð það oft á undanförnum
árum að það hefur kviknað í hús-
um vegna þess að rafmagnstöflur
hafa verið ofhlaðnar eða eitthvað
farið úrskeiðis sem veldur svo
miklum hita að það kviknar í.
Af rafmagni
getur stafað
mikil hætta