Morgunblaðið - 05.05.1996, Page 10

Morgunblaðið - 05.05.1996, Page 10
10 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bannsóknir styðja aldur Vuilandskortsins Fundur Vínlandskortsins vakti feikna athygli víða um heim þegar frá honum var skýrt árið 1965. Kortið færir sönnur á að fræði- menn suður í Evrópu höfðu haft spumir af ferðum Leifs heppna og fundi Vínlands löngu 1 > fyrir daga Kólumbusar. A 8. áratugnum var áreiðanleiki kortsins dreginn í efa vegna efnasamsetningar bleksins og fleira. Nýjar rannsóknamiðurstöður styðja aldur kortsins. Bogi Þór Arason og Hallur Þorsteinsson rifjuðu upp frásagnir af „merkasta korta- fundi aldarinnara og kynntu sér nýlegar rannsóknir á Vínlandskortinu. 73». T% tkiiArt <H3 „Merkas sannar ' kortafundur aldarinnar11 Leifs heppna 6 KcmíS tt ( lcíUmAr )i>»JuLrcf eiit. ijrf jið )/wiU lillkl ú íoti'lfst o- ennúUS Ixikfcll, *cm fwrir . |a& TóiiiKU, v>i> VínlAo4ífui«lur l«íf« lic^pua '~<r »|.M «jk«ih|;m kufijiur htr norður i lijara vrraWur. )*i>Uit liitfðu írædinitni) suOnr i áifu «inmg liaft iU tKMiuix tputixit tyrlt Uaea Kúhmdiusar. t © MorsunlilaðíJ l>cfor fritt, ao í kuifta út WU. |int scm tiu er lantlslirv/ fietta or *aj;( fri jauowti*um írirMmsfiua í. Jivi. VrcUaniaiI-' i» Mbl. I I.«nden. Júl.ann 9ijfiirS*s£>r\, UamvaJi mál Jwlt* í a'xr, o? ftkk Jfivr \iy>yAf*jnptrt aö feékm lacroi m! i vcít«nt >'al^Dnivcf*fl) Pr«sc »k. n'jiu>.t»s'. *»>» • iMttiff t BrcttanUi o* i IkuutftilijuMM. K*#;i |<ac io.a. fram, ai itla úr cru liðtn uion lamlahivfiú tn cmiaaltptr n4ur»i>>ðt<r raitojýki»a»t»:i jljj íVJfi vftií Urlar tyit «ti nó. lum iiafa far«3 á hví u»». | H* Lo'nlúna.j Wf Wff MI. tU. — f»UM«»>' tí.*M-U< IUÍ fMílnwíJf th<ipmU<l>lM. Yale-kortið talið byggt á ísl. 14. aldar korti Aagljóst að Kólumbas hatði vélneskju um Vesturheim iilNS «c frú i«j;&i t MW ú Ixoi'afilnj. var norak- um vÍMtidamétiuum fti |>ví akjrt í Oslfi MÓtic-ft f, l«»4u<l«(:. .i4 ffiiwllzt Wfði l IlaiMtavikjufium kurt titt I*t#i. e» tiAðiménmum k»:n>t ásamt nin að tcija li J.v»nun Jxií*, aJ novrteMÍr nvcnn iictttu hannnð N-Ame- jiku I<h,{;m í/rir <t»$u kúÍHiutiuieir. Kmt }>cUa k*m I kil* fr«M :ifia 19S7, cn rfíM l»-iur veriJ tci \rsi akjrt M)4nWrricj;3 fytt «>, tiú, tr h,h tífíH Tií&urrlWar unnisöfcnA *KÍrra, framiiafa (*n4 i {.Wum- Htíit xlta ar. Tvlí* tr<»im*nn Y*lr-\£- AfeWi.M.Uia, t»>» *X *»m»» nf r*ko F0RSÍ1H1U Morgunblaðsins 9. og 12. októbcr 1965 gcfa glöggt til kynna að fundur Vínlandskortsins þótti mcrkisat- burður. ítarlcgur grcinaflokkur fylgdi í kjulfarið þar scm rakin voru viðbrögð við fundi kortsins og grcint írá cfni Vínlandsbókarinnar. Dregiö brúnu bleki á fornlegt og ormétið bókfeli BÓKIN The Vinland Map and the Tartar Relation, sem forlagið Yale University Press gaf út 1965 og hefur nú verið endurútgefin með nýjum aðfaraorðum eftir nokkra fræðimenn, náði þegar met- sölu. Það var ekki síst því að þakka að fjallað var um hana á forsíðu dagblaðsins The New York Times og í tímaritinu American Heritage. Bókin vakti mikla athygii víða um heim og var hún prentuð fjórum sinn- um áður en hún seldist upp hjá for- laginu árið 1981. í bókinni er auk Vínlandskortsins áður ókunn gerð frásagnar af för ítalans Pian del Carpini til norðausturhluta Asíu um miðja 13. öld og uppskrift hluta af Söguskuggsjá Vincent de Beauvais, sem andaðist árið 1264. Höfundar bókarinnar telja að Vín- landskortið hafí verið gert um 1440 eða rúmri hálfri öld áður en Kristó- fer Kólumbus kom að ströndum Ameríku árið 1592 í leit að nýrri leið til Asíu. Á kortinu sést norðaust- urströnd Ameríku, sem er kölluð Vínland og teiknuð eins og eyja. Þar stendur að Leifur Eiríksson og Bjarni Heijólfsson hafi fundið Vínland um árið 1000. Morgunblaðið greindi á sínum tíma frá útgáfu bókarinnar og kort- inu í forsíðugreinum og greinaflokki þar sem ýtarlega var greint frá efni bókarinnar og niðurstöðum höfunda hennar. Laugardaginn 9. október 1965 var sagt frá því í forsíðufrétt að komið hefði í Ieitirnar „landabréf eitt, dregið brúnu bleki á fomlegt og ormétið bókfell, sem færir á það sönnur, að Vínlandsfundur Leifs heppna var ekki einungis kunnur hér á norður hjara veraldar, heldur höfðu fræðimenn suður í álfu einnig haft af honum spurnir fyrir daga Kólum- busar.“ Greint var frá því að mánudaginn 11. október, daginn fyrir Kólumbus- ardaginn í Bandaríkjunum, kæmi út samtímis í Bretlandi og Bandaríkjun- um bók á vegum Yale University Press þar sem landabréf þetta væri birt og sagt frá rannsóknum fræði- manna á því. Þar kæmi m.a. fram að átta ár væru liðin síðan landabréf- ið hefði fundist en endanlegar niður- stöður rannsókna fræðimanna á því hefðu ekki verið birtar fyrr. Sagt var frá því í fréttinni að forstöðumaður Lundúnaskrifstofu Yale University Press væri kominn til Noregs ásamt þeim fræðimönnum sem mest hefðu unnið að rannsóknum á kortinu og væru þeir að skýra Norðmönnum frá gangi málsins sem vakið hefði óskipta athygli, og sagt er að vísinda- menn staðhæfi að þetta sé merkasti Iandabréfafundur aldarinnar til þessa. Kcypt á cina milljón (lala Víniandskortið, sem er 27,8 x 41 sm að stærð, fannst ásamt frásögn af för á vegum páfa frá Frakklandi á vit Mongóla á 13. öld, svokallaðri Tartarafrásögn, í Genf í Sviss árið 1957. Það var bandarískur fornbóka- sali, Laurence C. Witten II. að nafni, sem keypti kortið og Tartarafrásögn- ina úr einkabókasafni. Hann falbauð þennan feng sinn bókasafni Yale- háskóla, en setti upp það hátt verð að ekki var hægt að greiða fyrir úr sjóðum safnsins. Yaie-háskóli leitaði þá á náðir eins af velunnurum skól- ans, Pauls Mellons, sem nú fyrst hefur verið nafngreindur, og kvaðst hann með ánægju myndu kaupa kortið og meðfylgjandi frásögn. Hann setti þó það skilyrði að hann myndi ekki gefa safninu þetta fyrr en sönnur hefðu verið færðar á að kortið væri upprunalegt, en fram að því gæti safnið haft það að láni og látið sérfræðinga rannsaka það. Keypti Mellon kortið fyrir tæpa eina milijón dollara. Til þess að rannsaka kortið voru fengnir þeir R.A. Skelton, yfirmaður kortadeildar British Museum, George D. Painter, starfsbróðir hans og umsjónarmaður prentaðra bóka í British Museum, og Thomas E. Mars- ton, umsjónarmaður miðalda- og endurreisnarbókmennta við háskóla- bókasafn Yale. Eftir sjö ára yfirlegu (árið 1964) lýstu þremenningarnir því svo yfir að kortið væri ófalsað. Var kortið þá gefið safninu ásamt Tartarafrásögninni og Yale Univers- ity Press tók að sér að gefa hvort tveggja út í bók ásamt Söguskugg- sjá de Beauvais, sem háskólinn hafði í miliitíðinni keypt í London, og und- irbjuggu þeir Skelton, Painter og Marston útgáfuna. Eftir útgáfu bókarinnar flugu mörg stóryrði um það hver hefði fundið Ameríku og rifjaðar voru upp alls konar kenningar þar að lútandi. Yale-háskóli efndi til mikillar hátíðar vegna afhjúpunar Vínlandskortsins daginn sem bókin kom út, 11. októ- ber, og voru íslensku sendiherrahjón- in í Washington viðstödd. Athöfnin var haldin daginn fyrir Kólumbusar- daginn í Bandaríkjunum og í forsíðu- frétt Morgunblaðsins miðvikudaginn 13. október segir að það hafi vakið mikla gremju ítalska og spánska þjóðarbrotsins. Birtu flest blöð í Bandaríkjunum mótmæli á Kólum- busardaginn frá þeim aðilum sem töldu birtinguna um kortafundinn fjandskap við minninguna um landa- fund Kólumbusar og ekkert mark á honum takandi. Niöurstööur ckki traustar í riti sínu, Kortasaga íslands, ger- ir Haraldur Sigurðsson bókavörður grein fyrir Vínlandskortinu og sögu þess. Þar kemur fram að kaflann úr Söguskuggsjá hefðu enskir forn- bókasalar keypt en hafnað korti og Tartarafrásögn eftir að starfsmenn British Museum hefðu látið í ljós efa á því að kortið væri ófalsað. Ormétin göt voru á bók (Tartarafrásögninni) og korti, en þau stóðust ekki á. Marston rakst á uppskrift Sögu- skuggsjár í verðlista ensku fornbóka- salanna og keypti. Bókin var einnig ormétin og þegar Vínlandskortið var borið að fremstu síðum bókarinnar stóðust ormagötin á, og hið sama varð uppi á teningnum þegar Tart- arafrásögnin var lögð að öftustu síð- um bókarinnar. Allt hafði þetta því verið ein bók í öndvérðu að dómi útgefenda The Vinland Map and the Tartar Relation. Sameiginleg niðurstaða höfunda bókarinnar var sú að sama hönd sé á korti og bókum. Kortið er dregið á bókfell, en frásagnirnar báðar rit- aðar að mestu leyti á pappír, en að nokkru á bókfell. Sama vatnsmerki fannst á pappír beggja bókanna. Þótti höfundunum rithöndin benda til Efri-Rínarlanda og áranna í kring- um 1440, og geta þeir upp á Basel sem líklegum ritunarstað, en þar var haldið kirkjuþing mikið á árunum 1431-1449. Þá bendi vatnsmerkið einnig til svipaðs tíma. Haraldur segir í riti sínu að niður- stöður bókarhöfunda séu ekki svo traustar sem skyldi og „hefðu þeir trúlega mátt sigfa fyrir sum þeirra skerja, er þeir steyta á, ef til sér- fróðra manna hefði verið leitað um nokkur þau atriði, sem höfundana hlaut að bresta örugga þekkingu á.“ Hann segir að sé Vínlandskortið ekki nútímafölsun megi hugsa sér að það hafi orðið til á þann hátt að höfundur- inn hafi haft fyrir sér 15. aldar kort, áþekkt heimskorti Andrea Biancos, sem gert var 1436, og aukið að aust- an og vestan eftir öðrum heimildum. Þannig hafi hann haft fyrir sér kort frá fyrstu árum 16. aldar eða eftir- myndir þeirra, þegar hann dró upp löndin í norðvesturhorni kortsins: Vínland, Grænland og ísland. Árið 1973 leiddu niðurstöður efna- fræðilegrar rannsóknar á blekinu sem notað var við gerð kortsins til efasemda um trúverðugleika þess. Rannsóknina annaðist Walter McCrone, hjá McCrone Associates rannsóknastofunni, en hann efna- greindi hluta bleksins að beiðni Yale- háskóla og komst að þeirri niður- stöðu að það innihéldi anatas-títan, litarefni sem fyrst hefði verið búið til á árunum eftir 1920. Sunnudaginn 27. janúar 1974 greindi Morgunblað- ið frá því í forsíðufrétt að fram- kvæmdastjóri bókasafns Yale- háskóla, Rutherford Rogers, hefði sagt að Vínlandskortið kynni að vera falsað. Hann sagði að efnarannsókn- ir bentu til þess að gulbrúna blekið, sem kortið er teiknað með, hafi ver- ið framleitt á tuttugustu öld, eða um fimm öldum síðar en kortið átti að hafa verið teiknað. Walter McCrone sagði að einnig hefði farið fram rann- sókn á bleki handrita Tartarafrá- sagnarinnar og Söguskuggsjárinnar. Blekið sem notað hafi verið við gerð þeirra hafi reynst sams konar og samanburður við önnur handrit frá fimmtándu öld hafi sýnt, að það sé nær alveg öruggt að þau séu ófölsuð. Nýjar vísbendingar urn að kortið sé ófalsað 10. febrúar síðastliðinn gekkst Yaie University Press fyrir alþjóð- legri ráðstefnu í tilefni af nýrri út- gáfu bókarinnar The Vinland Map and the Tartar Relation, sem hefur að geyma nýjar vísbendingar um að Vínlandskortið sé ófalsað. Þátttak- endur á ráðstfefnunni voru margir vísinda- og fræðimenn, sem hafa helgað sig leitinni að sannleikanum um Vínlandskortið og ræddu þeir nýjar kenningar og upplýsingar sem fram hafa komið og styðja trúverð- ugieika kortsins. Á ráðstefnunni kom fram að bókasafn Yale-háskóla hefði á laun lánað Thomas Cahill hjá Kali- forníuháskóla í Davis kortið í fjóra daga árið 1985, og hann hefði ásamt samstarfsmönnum sínum gert á því rannsóknir til að grafast fyrir um efnsamsetningu bleksins. Með rót- eindarmælingum á blekinu í heild hefði hann komist að því að smá- vægilegt magn af anatasi væri í blek- inu, og vísindamenn hefðu síðar kom- ist að því að efni þetta væri að finna í náttúrunni. Þetta þýddi að hugsan- lega gæti blek fræðimanns á miðöld- um hafa innihaldið þetta efni. Sagði Cahill í viðtali við The Yale Daily News að Vínlandskortið skæri sig ekki á neinn hátt úr þeim 150 hand- ritum sem hefðu verið efnagreind hjá háskólanum í Davis. Jacqueline Olin frá Smithsonian- stofnuninni í Washington sýndi einn- ig fram á það á ráðstefnunni að eðli- legt gæti talist að finna anatas í blek- inu sem notað var við gerð Vínlands- kortsins. Hún greindi frá því að með þeirri aðferð sem lærðir menn hefðu notað til að búa til blek á miðöldum hefði anatas orðið til sem aukaefni, og anatas hefði því auðveldlega get- að komist í blekblönduna. Fram kom á ráðstefnunni að vís- indamenn eru nú að aldursákvarða Vínlandskortið með geislakolum og þótt, því hefði ekki verið formlega lýst yfir kom fram að allt benti til þess að aldur bókfellsins kæmi heim og saman við niðurstöður þeirra fræðimanna sem teldu að kortið væri frá miðri 15. öld. En Walter McCrone (honum var ekki boðið á ráðstefnuna) er enn sama feinnis og hann var árið 1973. Hann telur Vínlandskortið vera 20. aldar fölsun. The Yale Daily News segir að í bréfi sem hann sendi John Ryden, framkvæmdastjóra Yale Uni- versity Press, segist hann standa við upprunalegar niðurstöður rannsókn- ar sinnar á blekinu og hann sé enn sannfærður um að Vínlandskortið sé falsað. Sagði McCrone að ef hann hefði verið beðinn að skrifa kafla í nýju útgáfu The Vinland Map and the Tartar Relation, hefði heiti hans verið: „Vínlandskortið, ennþá 20. aldar fölsun.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.