Morgunblaðið - 05.05.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 11
í .liusinn'fl.iu h> (
\ Ht.U'v
VwiÁmWi }>Wl'
'-*$>»<{; átjniUiw
ÉMi<e
lUiif
\<*tó
■>'•«»«<■?»-• »4l<ll()Kiy»K«y~»»>»44>*n<-:» u
•&:*"** • V
HywuMn
l»w JreWíUtnW
;>K. .V. <4»VKÍINUMÚT‘^tít*
^Xfh'dic J>
jnjíít'ívrtl
^ ivvuwvru>:
r>u*Cn.uu
»u«i W-~« •»,'>... <J|ÍM »
í>«?.ui ‘ÆvAt&Mi Q Qefoauv
ZPrwtiU “*'’•*'
^iiífcc
Vrttíl
Omwfiíiw;
*)«vn*í:
HKiettS
inomt
.»¥<•> <><*>v<--4
.u-'yúui;
‘l-ttllOj
ttympcu&
ÁREIDANLEIKl Vínlandskortsins var nicðal annars drcginn í cfa vcgna þcss hvc útlínur Gratnlands cru nákvæmlega drcgnar. Margar
hcímildir frá miðöldum sýna að mcnn vissu sncmma að Grænland cr cyja. Víniand cr sýnt scm eyja vestan Grænlands.
Var röngum spummgum svarað?
George D. Painter segir í inngangi að nýrri
útgáfu Yale University Press á Vínlandskort-
inu að hann sé sannfærður um að kortið sé
ekki falsað, eins og niðurstöður efnafræði-
legrar rannsóknar frá 1973 þóttu benda til.
Painter segir nýjar rannsóknir benda til þess
að þær niðurstöður séu rangar og að Vín-
landskortið hafi verið gert á fimmtándu öld,
löngu áður en Kólumbus sigldi til Ameríku.
RÍR virtir fræðimenn lögðu
nafn sitt að veði þegar Vín-
landskotóð var gefið út árið
1965. Aðeins einn þeirra
er enn á lífi, George D.
Painter, sem ritar inngang
að nýrri útgáfu Yale University Press
á bókinni um Vínlandskortið, sem
kom út í fyrra.
Painter segir að rannsóknarstofa
Walters McCrone hafi komist að
þeirri niðurstöðu árið 1973 að í blek-
inu, sem notað var til að teikna kort-
ið, hefði fundist efnið anatas, kristöll-
uð mynd af títandíoxíð, sem er sjald-
gæft í náttúrunni og hefur einkum
verið notað í litar- eða þekjuefni á
tuttugustu öld. Painter segir að þessi
rannsókn hafi verið tæknilegur sig-
ur, þar sem mjög erfitt hafi verið
að rannsaka kortið án þess að valda
skemmdum á því. Hann álítur hins
vegar að vísindamennirnir hafi feng-
ið nokkuð rétt svör við röngum
spurningum.
Walter McCrone og samstarfs-
menn hans fundu alls fimmtán mis-
munandi efni í bleki kortsins og Pa-
inter segir að svo mikil efnablöndun
sé óhugsandi við nútímaframleiðslu
á litarefni úr títandíoxíði. Slík blönd-
un sé hins vegar dæmigerð fyrir blek
sem notað var á miðöldum.
Máli sínu til stuðnings sagði
McCrone meðal annars að títan hefði
ekki verið uppgötvað fyrr en árið
1791 en Painter bendir á að þótt
súrefni hafi ekki verið uppgötvað
fyrr en árið 1764 merki það ekki að
menn hafi ekki andað því að sér fyr-
ir þann tíma.
Að sögn Painters er títan níunda
algengasta efnið af þeim sem mynda
nær alla jarðskorpuna, eða rúm
98,5% hennar, og algengara en nokk-
urt þeirra efna sem fundust með því
í blekinu. Títan sé nær alls staðar,
í öllum lífverum, meðal annars í
líkömum manna.
Blekið í Vínlandskortinu skiptist í
tvö lög, gulbrúna línu úr efnum sem
bókfellið saug í sig, og leifar af yfir-
borðslagi úr svörtum ögnum, sem
bókfellið saug ekki í sig. Svipuð lög
eru algeng í handritum frá miðöldum
án þess að menn háfi fundið sig
knúna til að skýra þau sérstaklega.
McCrone hélt því þó fram að hugs-
anlegur falsari hefði bætt svarta lag-
inu við sérstaklega og síðan „flysjað
það upp með því að nudda það til
að láta svo líta út sem blekið hafi
horfið smám saman“. Painter telur
þetta fáránlega tilgátu og segir að
90% yfirborðslagsins hafi máðst af
á fimm öldum, meðal annars vegna
hreinsunar á því seint á nítjándu öld.
Óvænt niðurstada
nýrrar rannsóknar
Vísindamenn undir stjórn Thomas
A. Cahill við Croeker-kjarnarann-
sóknarstofnunina í Kaliforníuháskóla
rannsökuðu Vínlandskortið árið 1985
og beittu nýrri aðferð sem nefnist
PIXE. Hún felst í því að róteindar-
geisla úr hringhraðli er beint að sýn-
unum og við það myndast rafsegul-
geislun sem gerir vísindamönnum
kleift að greina öll efnin sem þar eru
og mæla þau mjög nákvæmlega á
skömmum tíma. Með þessari tækni
voru gerðar 159 rannsóknir á öllu
blekinu og bókfellinu. McCrone
studdist hins vegar við rannsókn á
29 öreindum sem aðeins voru skafn-
ar af yfirborði bleksins, sem að sögn
Painters jafngildir aðeins um 0,01%
af blekinu.
Niðurstaða PIXE-rannsóknarinn-
ar kom mjög á óvart. Títanið reynd-
ist ekki eitt af helstu efnunum í blek-
inu eins og McCrone hafði talið. Tít-
an fannst ekki í helmingi sýnanna
og þar sem efnið fannst var það i
agnarlitlum mæli.
McCrone kvaðst hafa fundið allt
að 50% anatas í blekinu, sem jafn-
gildir um 30% af þyngd hreins tít-
ans, eða um 12% að meðaltali. í
PIXE-rannsókninni reyndist hins
vegar anatasið mest 0,0062% og
0,00125% að meðaltali, eða lítið
brot af því magni sem McCrone
áætlaði.
Títan fannst ennfremur í svörtu
yfirborðsögnunum þótt McCrone
hefði haldið því fram að efnið væri
ekki þar, enda studdi það kenningu
hans um að hugsanlegur falsari hefði
teiknað kortið tvisvar sinnum með
bleki.
Rannsókn Cahills ieiddi í ljós að
innri og ytri lög bleksins eru því sem
næst algjörlega samsíða, svo aðeins
munar innan við 0,1 millimetra. Að
sögn Painters er samræmið í lögun-
um svo mikið að mannsaugað grein-
ir ekki muninn og óhugsandi að fals-
ari nái slíkri nákvæmni.
Títan í flciri bókfcllum
frá niiðöklum
Í PIXE-rannsókninni fannst 21
efni í blekinu, sem finnast öll í nátt-
úrunni og eru algeng i unnum jarð-
efnum frá miðöldum en óhugsandi í
nútímaafurðum úr hreinsuðu títani.
PIXE-rannsóknin leiddi í ljós að títan
er einnig í bókfelli kortsins, þótt
McCrone hafi ekki fundið það þar.
Með þessari tækni hefur títan enn-
fremur fundist í ýmsum öðrum bók-
fellum frá miðöldum. Til að mynda
fannst efnið í prentletri Guten-
bergsbiblíunnar frá 1455 og í mun
meira mæli en í kortinu.
McCrone taldi að 800-1.000 gráðu
hita þyrfti til að breyta anatasi í
duft með glóhitun og „óhugsandi“
væri að slíkt hefði verið hægt með
þeirri tækni sem beitt var á fimmt-
ándu öld. Painter segir hins vegar
að ný rannsókn sýni að þetta sé
rangt.
Vísindamennirnir, sem fram-
kvæmdu PIXE-rannsóknina, komust
að þeirri niðurstöðu að hún benti til
þess að kenning McCrone um að
Vinlandskortið væri fölsun ætti ekki
við rök að styðjast. „Endurskoða
verður þá túlkun að kortið hafi reynst
fölsun frá 20. öld,“ segir í skýrslu
vísindamannanna.
Painter segir að ekki sé lengur
hægt að nota efnasamsetningu
bleksins sem rök fyrir því að kortið
hafi verið falsað. Þvert á móti reyn-
ist hún sönnun þess að kortið sé frá
miðöldum.
Páfabréf sýna ad Grænland
var þekkt scm eyja
Eva G.R. Taylor var á meðal nokk-
urra sérfræðinga í kortagerð sem
héldu því fram að Vínlandskortið
væri fölsun. Helsta röksemd hennar
var sú að útlínur Grænlands á kort-
inu væru svo nákvæmar að það
gæti ekki verið frá 15. öld.
Því var haldið fram að enginn hefði
vitað fyrr en á nítjándu öld að Græn-
land væri eyja, eins og sést á kort-
inu. Taylor kvaðst því ekki „hika við
að segja að kortið hefði einfaldlega
verið dregið upp eftir landakortábók
sem notuð er í skólum nútímans."
í frægri lýsingu ágústínusar-
munksins Adams frá Brimum (á lífi
1075) af Vínlandi minnist hann þó
á „eyjarnar í hafinu mikla, þar sem
Grænland er ekki síst“. Athyglisvert
er að Adam lýsir einnig Vinlandi sem
eyju.
Grænland var biskupsdæmi í kaþ-
ólsku kirkjunni í fjórar aldir og fyrst-
ur biskupanna var Eiríkur Gnúpsson.
I opinberum páfabréfum á þessum
tíma var Grænland margsinnis nefnt
eyja, að sögn Painters; t.a.m. í bréf-
um Anastasíusar IV frá 1154, Alex-
anders III frá 1180 og Nikulásar III
frá 1279. Á sama áratug og Vín-
landskortið er taiið hafa v'erið gert
var Gregoríus nokkur gerður að bisk-
upi yfir „eyjunni Grænlandi“ árið
1440 og Nikulás V nefnir Grænland
sem eyju fjórum sinnum í bréfi frá
1448.
Höfundur Vínlandskortsins þurfti
því ekki að bíða í fjórar aldir eftir
því að landkönnuðurinn Robert Edw-
in Peary uppgötvaði að Grænland
væri eyja.
R.A. Skelton, yfirmaður korta-
deildar British Museum, varpaði
fram þeirri tilgátu að Vínlandskortið
væri eina eftirmyndin sem varðveist
hefði af eldra korti frá Islandi. Paint-
er segir nú tímabært að taka slíkar
tilgátur til íhugunar að nýju.