Morgunblaðið - 05.05.1996, Page 18

Morgunblaðið - 05.05.1996, Page 18
18 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 Árangnrsrík lyfjameðferð Ráðstefnuna sátu um 350 norrænir heimilislæknar en hún var haldin á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer, sem er alþjóðlegt fyrritæki.„Hluti af fram- halds- og viðhaldsmenntun lækna er í samvinnu við lyíjaiðnaðinn, einkum 'er varðar nýjungar í með- ferð sjúkdóma. Á þessari ráðstefnu var m.a. kynnt ný meðferð vegna þvagfæravandamála hjá körlum með of stóran_ blöðruhálskirtil," sagði Jóhann Ágúst Sigurðsson læknir. „Stór hluti karlmanna fær upp úr miðjum aldri einhver vanda- mál við að kasta af sér vatni sem stafar oftast af stækkun á blöðru- hálskirtlinum. Verið var á þessari ráðstefnu að kynna nýja meðferð við þessum vanda. Árangur af þeirri lyfjameðferð sem áður Um síðustu helgi var haldin í Borgarleikhús- inu í Reykjavík ráðstefna norrænna iækna. Jóhann Ágúst Sigurðsson læknir var fundarstjóri. í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur sagði hann frá því helsta sem drepið var á, svo sem nýrri lyfjameð- ferð við stækkun blöðruhálskirtils og að rannsóknir sýndu að fólk verður önugra með aldrinum en persónuleikagerð þess breytist hins vegar ekki eftir 25 ára aldur. þekktist kom oft ekki í ljós fyrr en eftir fjóra til sex mánuði. Hin nýja lyfjameð- ferð sem þarna var kynnt gefur hins vegar árangur innan tveggja vikna. Um er að ræða svokall- aða „alfablokkun" sem slakar á sléttum vöðvum í blöðruhál- skirtlinum og kemur þannig í veg fyrir að viðkomandi einstakl- ingur sé á sífelldu næturrölti til þess að kasta af sér vatni. Þetta hefur hins veg- ar engin áhrif á kyn- líf, hvorki bætir það né gerir það verra. Stækkun á blöðruhálskirtli er að jafnaði aldursbundið fyrir- bæri sem stafar m.a. af minnkaðri hormónaframleiðslu. Á þessari ráðstefnu kom fram að skapgerð fólks breytist með aldrinum, fólk verður önugra og vegna einangrunar er því jafn- framt hættara við þungiyndi en öðrum. Þetta hefur leitt til þess að menn eru meira vakandi fyrir að greina þunglyndi hjá eldra fólki og gefa því viðeigandi meðferð. Ný þunglyndislyf hafa komið á markaðinn sem hafa mjög litlar aukaverkanir og því hefur notkun þessara lyfja aukist mjög mikið á síðustu árum. Aukningin er þó ekki eingöngu meðal | aldraðra heldur líka í öðrum aldurshópum. Hér á landi hefur orðið | mikil aukning á lyíjag- jöf vegna þunglyndis á síðustu árum. Læknar telja mikinn ávinning af þessu í þá veru að bæta líðan aldraðs fólks og annarra í flóknu 1 samfélagi nútímans. Fram kom einnig á ) ráðstefnunni í Borgar- leikhúsinu að rann- . sóknir sýna að eftir 25 * ára aldur breytist per- sónugerð fólks ekki í grundvallaratriðum. Þannig að eiginleikar sem fólk hefur, svo sem glaðlyndi, hógværð, samviskusemi og fleira helst. Veikleikar, svo sem áfengis- sýki, átfíkn, trassaskapur og þess háttar er væntalega komið í ljós fyrir 25 ára aldurinn og viðhelst | gjarnan nema eitthvað sérstakt | komi til. Hins vegar minnkar for- vitni fólks snarlega upp úr miðjum aldri, sömuleiðis nýjungagirnin. Einnig var rætt á ráðstefnunni um meðferð við viðvarandi berkju- bólgu og andþyngsla. Lögð var áherslu á það að sýklalyf kæmi sjaldnast að gagni við þessum sjúk- dómum og sömuleiðis hafa innönd- k unarsterar sennilega lítil áhrif í bataátt í langvarandi berkju- bólgu,“ sagði Jóhann að lokum. p Jóhann Ágúst Sigurðsson ÞORSTEINN Gíslason þvag- færaskurðlæknir er einn úr hópi nokkurra lækna sem tek- ur þátt í rannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer, sem fyrir skömmu stóð fyrir ráð- stefnu í Borgarleikhúsinu meðal norrænna lækna. I sam- tali við Morgunblaðið sagði Þorsteinn að í rannsókn þess- ari væri verið að athuga verk- un svonefndra alfablokkera á einkenni útfrá stækkun á blöðruhálskirtil, en yfir sextíu prósent karlmanna yfir fimm- tugt hafa slík einkenni á ein- hverju stigi. „Það þarf ekki að með- höndla alla þessa menn, en sumir þurfa á meðferð að halda,“ sagði Þorsteinn. „Fram til þessa hefur verið algengast að beita skurðað- gerð. Þá er farið með verk- færi í gegnum þvagrásina og heflað innan úr kirtlinum. Vöxturinn sem í honum hefur myndast er þá fjarlægður og skelin af kirtlinum skilin eftir. Afleiðingarnar geta orðið þær í sumum tilvikum að breyting verður á sáðláti og um fimm prósent karlanna verða getu- lausir við slíka aðgerð. Auk þess eru menn frá vinnu fjórar til sex vikur að henni lokinni. Sú hugmynd vaknaði fyrir allnokkrum árum hvort ekki væri hægt að beita lyfjum, annaðhvort til þess að koma í veg fyrir aðgerðina eða seinka henni. Tvenns konar lyfjahópar komu á markaðinn í framhaldi af þessu. Annars vegar lyf, Proscar, sem minnkar kirtilinn, ég hef tekið þátt í rannsókn á því lyfi líka. Hins vegar eru svo lyf sem heita alfablokkerer og virka þannig að þau slaka á sléttum vöðvum við blöðruhálsinn og í blöðruhálskirtlinum, þannig að þvagið fær greiðari útrás. í síðari tilvikinu er kirtillinn óbreyttur að stærð, en það slaknar á honum. Með því að minnka þannig þrýsting á þva- grásina fæst betra flæði og einkennin minnka. Nú eru menn farnir að hugsa til þess að nota þessi lyf saman. Alfablokkerar eru annars notaðir til þess að lækka blóð- þrýsting, áhrif þeirra á sléttu Nú er hægt að hj álpa mörgum vöðvana eru eins konar aukageta. Alfalbokkerer hafa ekki áhrif á kyngetu manna, og stækkun á blöðruhálskirtlin- um ein og sér hef- ur heldur ekki áhrif á hana, eins og algengt er þó að fólk álíti. Það eru miklu frekar aðrir þættir sem hafa áhrif á breyt- ingu á kynlíf karla til hins verra. Svo sem æðasjúkdóm- ar, minnkað blóðflæði og því um líkt. Við erum núna, nokkrir ís- lenskir læknar, að vinna að því að bera saman tvær teg- undir af alfablokkerum til þess að sjá hvor er hentugri. Of snemmt er að tjá sig um það mál, hitt sér maður að þessi lyf hafa sannarlega áhrif í þá átt að þvagflæði verður betra og aukaverk- anir virðast tiltölu- lega fáar, þær helst- ar að blóðþrýsting- ur lækkar um of, en slíkt er þó sjald- gæft,“ Gagnar þetta þeim mönnum sem hafa fengið sýkingu í blöðruhálskirtilinn og hann stækkað af þeim sökum? „ Já, þessi lyf virðast geta dregið úr einkennunum. Þetta læknar hins vegar ekki blöðruhálskirtilsbólgu. Rétt er að fram komi að einkenni sem koma fram við stækkun á blöðruhálskirtli eru nánast þau sömu og koma fram við illkynja vöxt í blöðruhálskirtl- inum. Menn sem hafa einkenni eiga að láta lækni skoða sig, láti þreifa á kirtlinum og mæla að auki ákveðið efni í blóðinu sem nefnt er PSA, til þess að útiloka að um illkynja vöxt geti verið að ræða. Ein- kennin kalla hins vegar oft ekki á lyfjameðferð strax og því síður á aðgerð. Þau kalla á skoðun.“ Hver eru einkennin sem kalla á skoðun? „Tíð þvaglát að deginum, ef menn vakna til þess að kasta af sér þvagi einu sinni eða oftar á nóttu. Ef það er bið eftir því að þvagbunan fari af stað, ef það er leki eftir þvaglát og ef menn eiga erfitt með að halda í sér.“ Menn geta ekki fundið þessa stækkun sjálfir? „Menn verða varir við ein- kennin en það er ekki hægt að gera neina sjálfskoðun eins og t.d. konur geta skoðað brjóst sín. Það er ljóst að eftir því sem fleiri karlmenn ná háum aldri, því algengari verða sjúkdómar í blöðruhál- skirtlinum, bæði góðkynja og illkynja. Hingað til hefur verið algengt að menn láti sig hafa það að vera með þessi ein- kenni, kannski af ótta við að þurfa að fara í aðgerð. Þó finnst mér umræðan um þessi mál hafa opnast mikið á síð- ustu misserum. Sumir hafa reyndar mjög stórar blöðru- hálskirtil án þess að hann gefi einkenni. Það er þó sjaldnar. Til eru líka aðrir sjúkdómar sem valda þessum einkennum, Þorsteinn Gíslason svo sem þrengingar í þvagrás, illkynja vöxtur og fleira. Ein- kennin geta átt við aðra sjúk- dóma og þess vegna er nauð- synlegt að láta lækni skera þar úr um.“ Er blöðruhálskrabbamein algengt? „Það er orðið algengasta krabbamein meðal karla. Það er vel á annað hundrað manna á hverju ári sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Við læknar erum áfram um að reyna að greina það snemma, við álítum að yngri einstaklinga, þá sem eru undir sjötugu, sé hugsanlegt að lækna með því að fjarlægja blöðruhálskirtilinn. Miklar framfarir hafa einnig orðið í meðferð á blöðruhálskrabba- meini, þótt það uppgötvist ekki fyrr en á því stigi að það sé kómið út fyrir kirtilinn. Það er ástæða til að ætla að fjölg- un krabbameinstilfella sé ekki aðeins bundin því að fleiri karlmenn nái háum aldri held- ur sé um raunverulega aukn- ingu að ræða, það þarf þó að skoðast betur. Orsakir þessa meins þekkja menn ekki en það virðist þó hafa eitthvað með hormónajafnvægið að gera. Sumir vilja tengja þetta fæðuvali, en það hefur ekki tekist vel. Líklegt virðist þó vera að það sé eitthvað í okk- ar vestræna umhverfi sem veldur þessu í auknum mæli, þetta er algengast í Norður- Evrópu og Bandaríkjunum, það er athyglisvert að í Japan er þetta fátítt, ef Japanir flytj- ast hins vegar til Bandaríkj- anna þá er næsta kynslóð á eftir komin með aukna tíðni. Það hefur aldrei tekist að sýna fram á að bólgur í blöðruhál- skirtli vegna sýkinga hafi neitt með krabbamein í kirtl- inum að gera, né heldur góð- kynja stækkun á honum. Það , er hins vegar mikilvægt að menn sem hafa einkenni sem gætu bent til hugsanlegs krabbameins láti skoða sig strax, það má gera heilmikið í málunum, hvort heldur er um að ræða góðkynja eða ill- kynja stækkun á blöðruhál- skirtli, nú er hægt að hjálpa mörgum." r i i í » í I » p í i i i » 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.