Morgunblaðið - 05.05.1996, Page 32

Morgunblaðið - 05.05.1996, Page 32
32 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Eiginmaður minn, THEO (Ted) STEPHANS, 89 Trellis Drive, San Rafael, Kaliforníu 94903, lést í sjúkrahúsi í San Francisco laugardaginn 27. apríl sl. Áróra Björnsdóttir Stephans. t Kveðjuathöfn um ástkæran eiginmann, föður okkar, tengdaföður, afa og tengdason, EIRÍK ÓLAFSSOIM, Safamýri 54, fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. maí kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Styrktarsjóð hjartasjúklinga. Sigurlaug Straumland, Andrés Eiríksson, Deborah Spence, Ólafur Friðrik Eiriksson, Valgerður Vilmundardóttir, afabörnin, Sigrún Straumland. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður og ömmu, SIGRÍÐAR EGGERTSDÓTTUR, Espigerði 4, fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 7. maí, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað- ir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Minningarkort fást hjá hjúkrunarfor- stjóra Landspítalans, sími 560 1300, og flestum apótekum. Þorsteinn Guðlaugsson, Gylfi Þór Þorsteinsson, Guðrún J.M. Þórisdóttir og sonardóttir. t Elskulegur föðurbróðir og frændi, KONRÁÐ GUÐJÓNSSON trésmíðameistari, Bragagötu 33, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. maí kl. 10.30. Guðbjörg M. Benediktsdóttir, Guðiaugur B. Arnaldsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL RAGNAR ÁSMUNDSSON fyrrverandi húsvörður, Ánahlíð 8, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 7. maí kl. 14.00. Halidóra Jónsdóttir, Ólafur Ragnarsson, Elín Ragnarsdóttir Hervik, Ivar Hervik, Helga Ragnarsdóttir, Þorsteinn Viggósson, Brynjar Ragnarsson, Elísabet Þórðardóttir, afabörn og langafabörn. t Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, afi og iangafi, DANÍEL JÓELSSON, Laugavegi 132, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 6. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélags- ins. Kristín Þorvarðardóttir, Sigrún Þóra Indriðadóttir, Kristin Þórsdóttir, Rannveig Þórsdóttir, Hjörtur Skúlason, Sigrún Halldórsdóttir, Þórður Guðmundsson, Thelma Dögg Haraidsdóttir, Daníel Þór Valdimarsson, Guðmundur Vignir Þórðarson. + María Jónsdótt- ir var fædd á Brekku í Hvalvatns- firði 7. október 1904 (samkvæmt kiriqubók, en 12. okt. 1905 að sögn móður hennar). Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Manasína Guð- rún Sigurðardóttir bústýra, sem fædd var á Skógum í Hörgárdal 22. nóv. 1877, d. 4. febr. 1944, og Jón Fanndal Jónsson bóndi, fæddur á Helgastöðum í Fljótum 22. ágúst 1872, d. 23. apríl 1969. Önnur börn þeirra voru Hlíf, f. 1897, húsfreyja á Auðnum í Öxnadal, Sigurvin Marinó, f. 1900, pípulagningameistarí í Vestmannaeyjum, og Eiður, f. 1902, sjómaður og skipstjóri í Vestmannaeyjum. Þau Manas- ína og Jón fluttust í Fjörður 1901 en skildu um 1908 og bjó hún þá um tíma með börnin, ásamt móður sinni, á Hóli í Þorgeirsfirði, en þau fluttust siðar I Höfðahverfi. Árið 1914 fluttist Manasína með síðari manni sínum, Sigurði Gunnars- syni, til Siglufjarðar. Einn bróður átti María samfeðra, Þorstein, f. 1914, bónda á Brak- anda í Hörgárdal. Systkini Mar- íu sammæðra voru Jóhann, f. 1912, sjómaður á Ólafsfirði og síðar á Akureyri, Marsibil, f. 1914, húsmóðir á Grund í Grýtubakkahreppi, og Helgi, f. 1917, verkamaður á Svalbarðs- eyri. ÖIl eru systkini Maríu Iát- in. María Jónsdóttir var á 92. aldurs- ári er hún lést, södd lífdaga. „Hún hafði lengi verið ferðbúin," sagði séra Pálmi í líkræðunni. María tengdist íjölskyldu okkar er hún fluttist til Vestmannaeyja, ung ekkja með lítið barn. Þar var hún í skjóli tveggja bræðra sinna, vann fyrir sér með matsölu í Hvammi, en giftist síðar föðurbróður okkar, Georg Þorkelssyni frá Sand- prýði. Þau settu saman bú á Skjald- breið, í stóru húsi Sigurðar Ingi- mundarsonar, eftir að þau giftu sig. En þá dundi ógæfan yfir þau er sonur Maríu af fyrra hjónabandi, Sverrir Ólafsson, augasteinn hennar og yndi, lést úr heilahimnubólgu á sjöunda ári. Það sár greri aldrei. Skömmu síðar fluttust þau María og Georg til Ólafsfjarðar og bjuggu þar í tæpa tvo áratugi. Skömmu eftir komuna til Ólafsfjarðar eignuð- ust þau dreng (kjörson) sem hlaut nafnið Sverrir Ólafur. Hann varð þeim mikil harmabót, einstakur geð- prýðismaður allt frá barnsaldri, góð- ur félagi þeirra og traustur vinur. Nokkru áður en Sverrir varð stúdent frá MA 1954 og ljóst að hann færi til náms við Háskóla íslands fluttust þau Georg og María til Reykjavíkur. Þau vildu fylgja einkasyni sínum og veita honum þá aðstoð sem þau gátu. Sverrir lauk kandídatsprófi í læknisfræði 1962, en fór til fram- haldsnáms í Bandaríkjunum tveimur árum síðar, 1964, og hefur átt heim- ili þar æ síðan, sérfræðingur í þvag- Hinn 3. okt. 1925 gekk María að eiga fyrri _ mann sinn, Olaf Árnason, f. 10. okt. 1896, verka- mann á Siglufirði. Hann lést eftir stutta sambúð þeirra 14. okt. 1927. Barn þeirra var Sverrir, f. 28. júní 1925, en hann lést á sjöunda ári 17. jan. 1932. María fluttist til Vestmannaeyja um 1929. Hinn 22. maí 1931 í giftist hún síðari manni sínum, Georg Þorkelssyni verkamanni þar, f. 4. ágúst 1906, d. 28. des. 1983. Eftir lát Sverris, sonar hennar, fluttust þau Georg og María til Ólafs- fjarðar, en þar eignuðust þau kjörson, Sverri Ólaf, sem nú er sérfræðingur í þvagfærasjúk- dómum í New York, Bandaríkj- unum, f. 19. jan. 1934. Sverrir er þrígiftur. Fyrsta kona hans var Sigurlín Helgadóttir, barn þeirra er Georg Már, f. 9. nóv. 1956, húsasmiður í Reykjavík. Önnur kona hans var Anna Guðmundsdóttir, böm þeirra eru María Anna, f. 20. sept. 1960, læknir í Bandaríkjunum, Eva Þóra, f. 28. júní 1962, aug- lýsingateiknari í New York, og Sverrir Ólafur, f. 27. júlí 1970, nemi í New York. Þriðja kona Sverris er Unnur Erla Atladótt- ir (áður Kendall). Georg og María bjuggu á Ólafsfirði fram um 1950 er þau fluttust til Reykavíkur þar sem þau bjuggu lengst af síðar. Utför Maríu fór fram í kyrr- þey 15. mars. færasjúkdómum, með stofu á Man- hattan. María Jónsdóttir var í alla staði mjög sérstök kona. Hún kynntist þegar í æsku miklu mótlæti er faðir hennar fiuttist burt frá fjölskyld- unni. Fráfall Ólafs fyrri manns henn- ar og einkabams þeirra skömmu síð- ar setti mark sitt á hana. Þrátt fyr- ir það bjó með henni gott þel til annarra, ræktarsemi við vini og ættingja og rík kímnigáfa. Hún var rausnarleg og gaf stórar gjafir. Hún var afskaplega góð við þá sem sýndu henni traust og einlægni, en var ill- skeytt ef henni fannst ómaklega að sér vegið, skaphörð þá og skóf ekki utan af hlutunum. Hún gerði stund- um harðar kröfur. En ávallt kom hún til dyranna eins og hún var klædd og sagði það sem henni fannst rétt og satt, hvort sem mönnum lík- aði betur eða verr, heiðarleg, hrein og bein. Við bræður vorum ekki háir í loft- inu þegar við kynntumst þeim ágætu hjónum, Georg og Maríu. Þau voru að mörgu leyti mjög ólík, hún alvöru- kona, ákveðin og föst fyrir, óhlut- deilin, en hann léttlyndur, uppá- tækjasamur og skrafhreifinn; nef- tóbaksmaður svo að eftir var tekið; og eins og mörgum hjartahlýjum mönnum ekki mjög gefið um fjár- málalega fyrirhyggju. Til þeirra var styrks að leita og þeim mátti treysta, leystu allan vanda eftir bestu getu. Það er okkur minnisstætt hve raun- góð þau voru er faðir okkar, bróðir Georgs, lést um aldur fram og rausn- arleg við móður okkar eftir það áfall. Eftir að þau fluttust til Reykjavík- ur var heimili þeirra hjóna ævinlega opið vinum þeirra og venslafólki úr Vestmannaeyjum, hvergi sparaðar veitingar og önnur umhyggja, allir velkomnir. Andrúmsloftið á heimil- inu var alveg sérstakt, hjónin ávallt ósammála um flesta hluti, hörð skot frá henni, en glettnislegar athuga- semdir frá honum. En allt risti það grunnt því að samheldni var mikil með þeim. í Reykjavík unnu þau Georg og María saman og ráku efnalaug. Þau bjuggu síðar um tíma í Grindavík og í Keflavík og voru við ýmis störf. Þegar Georg var orðinn sjötugur fóru þau til Vestmannaeyja og voru á elliheimilinu þar nokkur ár en flutt- ust svo á Hrafnistu þar sem þau dvöldust þar til yfir lauk. Þau fóru nokkrar ferðir vestur um haf að heimsækja Sverri og barnabörnin, björguðu sér ótrúlega vel þótt ekki væru þau til að sjá mestu heimsborg- arar á Kennedy-velli. Á menntaskólaárum Jóns var heimili þeirra öruggt athvarf fyrir hann og hvíld frá námsbókunum. Þau sýndu honum mikla tryggð og voru honum eins og barni sínu. Ef hánn skrópaði í heimsóknartíma fékk hann bágt fyrir. Margar sögur eru af tilsvörum þeirra hjóna og glettni. Eitt sinn kom Jón, sem dvaldist lengi í Þýska- landi, með ijómasprautu (með gas- hylki) og gaf bróður sínum svo að hann slyppi við að þeyta ijóma á vöfflur í sunnudagskaffínu. Svo var Maríu boðið í kaffi í litla eldhúsið í Hraunbænum hjá Helga, ásamt fleirum af yngri kynslóðinni. „Hók- us, pókus,“ sagði Helgi og hristi og skók ijómasprautuna. „Nýjasta tækni frá Þýskalandi." En þegar hleypt var af varð sprenging. Allir viðstaddir fengu stóran skammt af þeyttum ijóma, en María þó mest. Hún var í dökkum jakka með fína slæðu um hálsinn og orðin eins og tré í garðinum á hvítum jólum. En María haggaðist ekki og mælti eftir nokkra stund af stillingu: „Þær eru svona magnaðar þessar þýsku ijómasprautur." Georg lést í desember 1983, 77 ára að aldri. Þau höfðu þá komið sér fyrir í íbúðum aldraðra hjá Hrafnistu. Eftir lát Georgs fluttist María inn á Hrafnistu og dvaldist þar til dauðadags. Þar fannst henni daufleg vist, þótt vel væri að henni búið, vildi flytjast norður til ættingja og vina, sem hún hafði sterkar taug- ar til, eða til Vestmannaeyja, en það gat auðvitað ekki orðið. Andláti Georgs tók María af stillingu. Henni var hugfró að tala um hann. Eitt sinn þegar vitjað var leiðis hans og hún ætlaði að signa yfir það að skiln- aði féll hún kylliflöt ofan á það. Við reistum hana upp. „Ó, hann langar svo mikið að fá mig til sin,“ sagði hún við okkur. María gekkst undir mikinn maga- uppskurð skömmu fyrir 1970 og var þá vart hugað líf, m.a. vegna óvenju- legra mistaka í aðgerð. Hún var eftir það veikburða og líkaminn hrörnaði eftir því sem á leið, en sans- ana hafði hún í lagi allt til hinstu stundar, sjón, heyrn, minni og hugs- un alla. Hún spilaði við vinkonur sínar og fylgdist með, en það var orðið fátt sem henni geðjaðist að í þjóðlífinu eins og verða vill, enda margt breytt frá því í Hvalvatnsfirði um aldamótin. Vinkonum sínum á Hrafnistu var hún þakklát fyrir að stytta sér stundir með spilamennsku og rabbi. Ævivinkonur Maríu, þær Ólöf MARÍA JÓNSDÓTTIR + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, EGGERT GUÐJÓNSSON, Bugðulæk 17, lést á heimili sínu 27. apríl. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju á morgun, mánudaginn 6. maí, kl. 15.00. Geirlaug Þórarinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. - htl ^ Krossar á leidi I viSorlit og máloðir Mismunandi mynslur, vönduo vinna. Siml S8S 8889 og 888 8738 Crfisdrykkjur ið GAPi-mn Sími 555-4477

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.