Morgunblaðið - 05.05.1996, Page 52

Morgunblaðið - 05.05.1996, Page 52
Hagkvæmur valkostur í fjármagnsflutningum HEurogiro Póstqíró, sími: 550 7497 fax: 568 0121 Mikid úrval viðskiptahugbúnaðar (S> NÝHERJI SKAFTAHUD 24 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVlK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sumar o g hestar í garði ÁN ÞESS að hægt sé að úti- loka neitt þegar veðrið er annars vegar bindur þorri manna vonir við að sumarið sé gengið í garð með tilheyr- andi sól og hlýindum. Gróður er óvenju snemma á ferðinni, athugulir menn hafa séð til kríunnar og iðandi mannlíf verið um stræti og torg síð- ustu daga. Hestarnir, sem ljós- myndari Morgunblaðsins rakst á ásamt þessum glað- hlakkalegu mæðginum í Hús- dýragarðinum, virðast ekki hafa losað sig við lubbann eft- ir veturinn, en vænta má sum- arklippingar á næstunni þar eins og í mannheimum. Morgunblaðið/Ásdís Var fundur Ameríku evrópskum fræðimönnum kunnur fyrir daga Kólumbusar? Vínlandskortið nú sagt ófalsað NÝJAR rannsóknir bandarískra vísindamanna á Vínlandskortinu svokallaða, sem sagt hefur verið frá 15. öld en kom fram í dagsljós- ið árið 1965, benda til þess að kortið sé ófalsað. Sé raunin sú, hafa fræðimenn suður í Evrópu haft spurnir af ferðum Leifs heppna og fundi Vínlands löngu fyrir daga Kristófers Kólumbusar, sem kom til Ameríku árið 1592. Vínlandskortið fannst í Sviss árið 1957. Kortið sýnir norðaust- urströnd Ameríku, sem kölluð er Vínland og teiknuð eins og eyja. Þar stendur að Leifur Eiríksson og Bjarni Heijólfsson hafi fundið Vínland um árið 1000. Kortið sýn- ir einnig Island og Grænland. Kortið var gefið út í Bandaríkjun- um árið 1965 eftir að fræðimenn frá Yale-háskóla og British Mus- eum höfðu lýst það ófaisað. Arið 1973 vöknuðu efasemdir um að kortið væri jafngamalt og fræðimennirnir höfðu talið vegna niðurstaðna efnagreiningar, sem sýndi að blekið innihéldi antas-tít- an, litarefni sem fyrst var búið til á árunum eftir 1920. Jafnframt var bent á að útlínur Grænlands væru of nákvæmar og það væri teiknað sem eyja, en á miðöldum hefðu menn ekki vitað að svo væri. A ráðstefnu, sem Yale Univers- ity Press gekkst fyrir 10. febrúar síðastliðinn, komu hins vegar fram niðurstöður nýrra rann- sókna, sem benda til þess að kort- ið sé ófalsað. í fyrsta lagi hefur kortið verið efnagreint með nýrri aðferð og sýnir niðurstaðan að títan sé aðeins í litlu magni í blek- inu og ekki í meira mæli en í ýmsum öðrum bókfellum frá mið- öldum, sem talin eru ófölsuð. í öðru lagi kom fram á ráðstefn- unni að vísindamenn væru nú að aldursgreina kortið með geislakol- um og þótt því hefði ekki verið formlega lýst yfir, benti allttil að aldur bókfellsins kæmi heim og saman við þá niðurstöðu að kortið væri frá miðri 15. öld. í þriðja lagi hafa verið tíndar saman allmargar tilvitnanir í mið- aldaheimildir, sem sýna að menn töldu Grænland vera eyju, löngu áður en landkönnuðurinn Peary sýndi fram á það á nítjándu öld. ■ Rannsóknir styðja/10 Agæt karfaveiði við Reykjaneshrygg Fá 20-50 tonn í hali ÁGÆT karfaveiði hefur verið á og í grennd við Reykjaneshrygg að undanförnu. íslenskum skipum við veiðar þar hefur fjölgað talsvert og eru þau nú á þriðja tug talsins. Skip- in hafa verið að fá 20 og allt upp í 50 tonn í hali, að sögn Sigþórs Kjart- anssonar, stýrimanns á Mánabergi, dregið á 6-12 tímum. „Tæpast nokkur kærir sig þó um að fá allt að 50 tonnum, umfangið er of mikið. Það er betra að fá 20-25 tonn á 8 tíma fresti. Þó er einn og einn sem fær svona mikið og ræður við það miðað við vinnslu- og frysti- getu,“ segir Sigþór. Ágæt samskipti við Rússa Einnig eru á svæðinu rússnesk, færeysk, portúgölsk og spænsk skip svo eitthvað sé nefnt. Skipin eru flest að veiðum fjær íslenskum land- helgismörkunum en áður, eða um tólf mílur vestur af þeim. íslenskt skip hífði upp veiðarfæri sín í fyrri- nótt, að sögn Sigþórs, til að kanna þau, því ástæða var talin til að ætla að þau hefðu orðið fyrir skemmdum vegna siglingarlags togara frá fyrr- um Sovétríkjunum. Veiðarfærin reyndust hins vegar óskemmd. „Þarna er stór floti á litlum bletti - og fyrir vikið vilja koma upp erfið- leikar, en þeir eru smávægilegir, ekki síst eftir að línudansinum lauk. Það gengur ágætlega að ná sam- bandi við þá flesta og þegar það gengur upp er mjög gott að eiga við þá. Þeir eru líka farnir að sjá að betur gengur þegar samvinnan er höfð í fyrirrúmi," segir Sigurbjörn Kristjánsson, stýrimaður á Vigra, og Sigþór tekur í sama streng. Vigri hefur verið á karfamiðum á Reykjaneshrygg á fimmtu viku og er reiknað með að vera viku í við- bót, að sögn Sigurbjörns. Mánaberg hefur verið að í tæpan mánuð, þar af viku á karfa, en áður veiddi skip- ið grálúðu og er með um 190 tonn af blönduðum afla. Þeir segja óljóst með aflaverðmæti, en að karfinn sé stór og fallegur, veiddur á allt að 450 faðma dýpi með höfuðlínu og svo heill að hægt sé að nýta aflann að mestu. Alþingismenn skipta niðurskurði til vegamála Framlög til framkvæmda- átaks þriðjungi mirnii Kveikt í á 2 stöðum ELDUR kviknaði í gámi við Kirkjustræti 10 um sexleytið í gærmorgun. Unnið er að end- urbótum á einu af húsum Al- ' þingis og var eldur borinn að timburafgöngum í gámi við bygginguna. Slökkviliðið var kallað á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn að sögn aðal- varðstjóra. Timbrið var í stál- gámi og stafaði nærliggjandi húsum því engin hætta af eldin- um að hans sögn. Þá var allt tiltækt lið slökkviliðsins kallað út um hálf- , tólfleytið að kvöldi föstudags vegna tilkynningar um eld í leikskólanum við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Þegar til kom reyndist eldurinn hafa verið í pappakassa í sandkassa á lóð leikskólans og að mestu slokkn- aður þegar að var komið. Sýnd- ist nágrönnum hins vegar að byggingin logaði. ALMENNAR fjárveitingar til vega- gerðar lækka í ár um 18,2% frá núgildandi vegaáætlun og fjárveit- ingar til svokallaðs framkvæmda- átaks minnka um 36%. Meirihluti samgöngunefndar Alþingis leggur til að samþykktar verði breytingar á vegaáætlun til að ná fram þeim tæplega 800 milljóna króna niður- skurði til vegamála sem gert var ráð fyrir við samþykkt fjárlaga ársins. í áliti meirihluta samgöngu- nefndar sem lagt var fram í gær kemur fram að tvær tillögur eru gerðar á tekjuáætlun breytingartil- lögu ríkisstjórnarinnar og hækka áætlaðar tekjur samtals um 84 milljónir vegna þess. Áætlað er að hert innheimta þungaskatts skili 50 milljóna kr. viðbótartekjum. Ef þessar tekjur innheimtast verður þeim varið gegn vatnsskemmdum. Hækkun þungaskatts skilar einnig viðbótartekjum. Á móti minnka tekjur af bensíngjaldi vegna þess að 98 oktana blýbensín verður ekki áfram á markaði. Nettóhækkun þungaskatts er áætluð 34 milljónir kr. og verður peningunum varið í öryggisaðgerð- ir. I áliti meirihluta nefndarinnar segir að mikil þörf sé á aðgerðum til að draga úr umferðarslysum og með þessum viðbótarpeningum megi stórauka framkvæmdir á því sviði. Einar K. Guðfinnsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, segir að allar meiriháttar ákvarðanir um fjár- hagslegan ramma vegamála í ár hafi verið teknar við afgreiðslu fjár- laga. Þar var gert ráð fyrir hátt í 800 milljóna kr. lækkun fjárveitinga frá núgildandi vegaáætlun. Mesta skerðingin verður á vega- gerð sem efnt var til með svokölluðu framkvæmdaátaki. Lækka framlög- in til hennar um 36%. Þeim var skipt eftir höfðatölureglunni og lækka því framlög til vegagerðar á höfuðborg- arsvæðinu verulega. Mesta skerðing í krónutölu til einstakra verkefna annarra er til svokallaðra stórverk- efna, svo sem við tengingu Norður- og Austurlands, Gilsfjarðarbrúar og Djúpvegar. Einar Kristinn bendir á að efnt hafi verið til sérstaks átaks í vega- málum á undanförnum árum. Legg- ur hann áherslu á að þrátt fyrir að nú sé minna fjármagn til ráðstöfun- ar til vegamála en síðustu ár verði framkvæmdirnar álíka miklar og 1991 og mun meiri en öll árin þar á undan. „Það er mat mitt að þessi breyting raski ekki heildarniðurstöðunni en það hægir vissulega á ýmsu,“ segir Einar. Hann bætir því við að framlög til vegamála á höfuðborgarsvæðinu verði hærri árin 1995 og 1996 en áður, samtals tveir milljarðar króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.