Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 9 Menntamálaráðuneytið Ekki rætt um flutning Stýri- mannaskólans úr borginni AÐALAFUNDUR Stýrimannafé- lags íslands, sem haldinn var fyrir skömmu, hefur varað við umræðu um flutning Stýrimannaskólans frá Reykjavík og óttast að menntunar- möguleikar íslenskra sjómanna myndu skerðast við það. Hörður Lárusson deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu segist ekki vita ástæðu þessarar viðvörunar Stýri- mannafélagsins og honum vitanlega hafi ekki verið til umræðu að flytja skólann úr borginni. Unnið úr tillögum Hann segir hins vegar að verið sé að vinna úr rammatillögum nefndar sem skilaði af sér í ágúst í fyrra. „Verið er að útfæra þessar tillögur í smáatriðum, en sú vinna er ekki komin það langt að neitt sé hægt að segja um þær ennþá,“ sagði hann. Unnið hefur verið úr tillögun- um í áföngum. í fyrra var þannig endurskipulagt nám sem var við Fiskvinnsluskólann, nú er verið að taka fyrir skipstjóra- og stýri- mannanámið, en ekkert er farið að vinna sérstaklega úr tillögum er varða vélstjórnarnámið. Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur fengið heimild til að hefja kennslu til 4. stigs vélstjórnarrétt- inda og hefst hún næsta haust. Hörður segir þá leyfisveitingu ekki vera í sambandi við rammatillögurn- ar. „Kennsla í vélstjóra- og stý- rimannagreinum hefur farið fram úti á landsbyggðinni þegar komið hafa fram nægilega fjölmennir hóp- ar til að réttlætanlegt væri að halda uppi kennslu," sagði hann. Morgunblaðið/J6n Stefánsson Gosbrunnur- inn kominn í Tjörnina GOSBRUNNURINN í Tjörninni er kominn niður. Hann verður væntanlega settur í gang fyrir helgi þegar gert hefur verið við bilun í rafkapli sem liggur að brunninum. Það eru starfsmenn Hörku hf. sem hafa umsjón með gosbrunninum en hann þolir illa frost og er tekinn upp á haustin og komið fyrir í geymslu þar til fer að hlýna. - kjarni málsins! Morgunblaðið/RAX ATR vélin hljóðlát og með gott flugþol ÍSLANDSFLUG hefur tekið í notkun nýja flugvél af gerðinni ATR og af því tilefni hélt félagið teiti nýlega. I ræðu við þetta tækifæri sagði Gunnar Þorvalds- son, framkvæmdastjóri Islands- flugs, að félagið hefði gert sam- starfssamning við flugfélag í Kanada, Inter-Canadian Airlines, en það félag hefur margra ára reynslu í útgerð ATR flugvéla. í samstarfssamningnum felst að Inter-Canadian Airlines verð- ur Islandsflugi innan handar fyrstu vikurnar og aðstoðar fé- lagið við þjálfun flugvirkja og flugmanna. ATR vélum verið flogið í 4 miHj- ónir flugstunda Gunnar sagði að undirbúning- ur að kaupum á nýju vélinni hafi byijað fyrir ári þegar félagið sá að sú þróun sem átti sér stað í vöruflugi þess til Bretlands í samstarfi við DHL væri félaginu hagstæð. „Eftir talsverða leit, ákváðum við að flugvél af gerðinni ATR myndi henta okkur best og upp- fylla allar okkar kröfur. ATR flugvélin kom fyrst á markað 1982 og hafa síðan verið smíðað- ar tæplega 500 vélar og fyrir liggja pantanir fyrir aðrar 70. Samtals hafa þessar flugvélar flogið yfir fjórar milljónir flug- stunda sem samsvarar því að ein vél hafi verið fljúgandi stanslaust í 457 ár. Það er því komin góð reynsla á öryggi, áreiðanleik og hagkvæmni vélarinnar. Hún get- ur borið tæplega fjögur tonn á fjögurra tíma flugleið til Eng- lands og hefur þá vandfundnu eiginleika að vera bæði hentug til farþega- og vöruflutninga, eða hvorutveggja eins og hún er sýnd hér í dag. ATR flugvélin getur flogið án lendingar í allt að níu klst. eðat.d. alla leið til Miðjarð- arhafsins, sem hentar íslands- flugi vel í öllum þeim fjölbreyttu leiguflugsverkefnum sem félagið stundar. ATR flugvélin er hljóðl- át og því bæði umhverfis- og farþegavæn og getur lent á flest- um þeim flugbrautum sem ís- landsflug notar í áætlunar- og leiguflugsverkefnum sínum,“ sagði Gunnar. Maraþon- umræða á Alþingi UMRÆÐU á Alþingi um frumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna var frestað um kvöld- matarleytið á föstudag og hafði þá staðið í þijá daga. Þetta er önnur umræða um frum- varpið og hafa nær allir þingmenn sjórnarandstöðunnar ýmist tekið til máls eða eru á mælendaskrá. Allar ræður stjórnarandstæðinga um málið hafa verið mjög langar, yfirleitt 2-3 klukkutímar, en ræðutími er ótak- markaður við aðra umræðu um frum- vörp. -----» ♦ «--- Ok í amfeta- mínvímu LÖGREGLAN í Kópavogi stöðvaði ökuför manns um bæinn á fimmtu- dag, en hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. Lögreglumenn voru í reglulegu eftirliti þegar þeir stöðvuðu för mannsins. Maðurinn var undir ann- arlegum áhrifum og við leit fannst efni í bílnum, sem talið er vera am- fetamín. -----» ♦ ♦--- Eldur í Rauðanúpi ELDUR kom upp í togaranum Rauð- anúpi í gærmorgun, en hann er i slipp hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík. Eldurinn kviknaði í einangrun í skip- inu og náðu starfsmenn Stálsmiðj- unnar að slökkva hann áður en um- talsvert tjón varð og áður en slökkvil- ið kom á staðinn. Talið er víst að eldur hafi komist í einangrun vegna vinnu með logsuðutæki. Rockwood® FELLIHÝSI FRÁ USA Evró kynnir í dag og næstu daga Rockwood fellihýsi meö 90.000. kr. kynningarafslætti tryggiö ykkur hús í tíma. Fyrsta sending uppseld. Örfá hús til ráöstöfunar úr næstu sendingu. Sannkölluð svíta á hjólum. k k kkk Fólk á öllum aldri nýtur lífsins í Rockwood Fellihýsum frá Evró. Dæmi um staöatbúnað. TvÖ rúmgóð sveínrými, færantegt boró, borðkrókur $em breyta mó í rúm tvö til fjögur Ijós f lolti, skúffur skápar, gluggatjöid, nfósterkur dúkur á gólfi, sveif, ófastir undirstöðu- tjakkar, tjakkur, beizlishjól, löglegur Ijósabúnaöur, varadekk, eldhúsborö, vaskur, 2 hellna eldavól innbyggður 38 I. vatnstankur, kælibox, rafmagnstenglar uti og inni, 6 A spennubroytlr og kapall gaskútur, gasjafnarí og margt fleira. léttur i drætti og hentar vel fyrir íslenskar aðstseður. EVRO HF SUÐURLA NDSBRA UT 20. Sími: 588 7171 opið í dag sunnudag frá kl. 13-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.