Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 15 Listaklúbbur Leikhúskjallarans SÓLEY Elíasdóttir í hlutverki sínu í „Bíbí og blakan“. „Bíbí og blakan“ DAGSKRÁ Listaklúbbsins á mánudagskvöldið kl. 20.30 verður helguð Höfundasmiðjunni sem starf- rækt hefur verið í Borgarleikhúsinu í vetur. Flutt- ur verður söngleikurinn „Bíbí og Blakan“ eftir þríeykið Ármann Guðmundsson, Sævar Sigur- geirsson og Þorgeir Tryggvason en þeir hafa vak- ið athygli fyrir þau gamanleikrit sem þeir hafa samið fyrir Hugleik, Leikfélag Akureyrar, Ríkisút- varpið, Kaffileikhúsið og fleiri. Óperan var flutt í Höfundasmiðjunni í apríl sl. við fádæma góðar undirtektir, segir í kynningu. Segir þar ennfremur: „Operan fjallar um dular- fulla unga stúlku sem sveiflast milli tveggja enn dularfyllri karlmanna, en öll standa þau frammi fyrir óvæntum og sérkennilegum samfélags- og tilvistarspurningum. Þótt verkið sé eins konar blanda af hrollvekjum Viktoríutímabilsins, sósial- realísku nútímadrama og harmrænni óperu með „webberísku" söngleikjaívafi er lítil hætta á öðru en að léttleikinn verði allsráðandi. Flytjendur eru Sóley Elíasdóttir, Kjartan Guðjónsson og Felix Bergsson, undirleik annast Valgeir Skagfjörð og aðstoð við uppsetningu Ásdís Skúladóttir." Að óperunni lokinni mun Hlín Agnarsdóttir fjalla um Höfundasmiðjuna og fimm höfundar; Benóný Ægisson, Björg Gísladóttir, Bragi Ólafs- son, Jónína Leósdóttir og Valgeir Skagfjörð segja frá reynslu sinni. Að lokum verða umræður um stöðu íslenskrar leikritunar í dag. Áður auglýstri dagskrá, „Að nóttu“ sviðsettir dúettar eftir Robert Schumann, verður frestað til mánudagsins 20. maí. Starfi Listaklúbbsins í vetur lýkur á annan dag hvítasunnu þann 27. maí með tónleikum hinnar vinsælu dönsku jazzsöngkonu Ann Farhold. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson KÓRARNIR fjórir og sönghópurinn sungu saman fjögur lög auk aukalaga en alls eru um 90 manns í þessum samsöng. Níutíu manna sam- söngur í Valaskjálf Verk Þorkels flutt í Gerðarsafni TÓNLEIKAR verða haldnir í Lista- safni Kópavogs - Gerðarsafni mánu- daginn 13. maí næstkomandi, þar sem flutt verða verk eftir Þorkel Sig- urbjömsson tónskáld. Flytjendur fyrir utan tónskáldið verða Þórunn Guð- mundsdóttir sópr- ansöngkona, Þóra Fríða Sæmunds- dóttir píanóleikari, allir einsöngvaram- ir sem sungu á tón- leikum Sigfúsar Halldórssonar síðastliðið haust, Skólakór Kársnes undir stjóm Þór- unnar Bjömsdóttur, Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau flautuleik- arar og Jónas Ingimundarson píanó- leikari. Vaðbrekka, Jökuldal. Morgunblaðið. TÓNLEIKAR fjögurra kóra og sönghóps voru haldnir í Valaskjálf nú nýverið. Kórarnir er fram komu voru Kór Egilsstaðakirkju, Norður- Héraðskórinn, Sameiginlegur kirkjukór Skriðdæla og Valla- manna, Lærisveinakór Egilsstaða- kirkju (barnakór) og sönghópurinn „Hjá Geira“. Fyrst sungu kórarnir og söng- hópurinn nokkur lög hver fyrir sig, en í lok söngskemmtunarinnar sungu allir kórarnir saman, alls um níutíu manns. Þessir kórar og söng- hópurinn eiga það sameiginlegt að sömu stjórnendur eru að þeim öll- um, Julian og Rosemary Hewlett. Þau Julian og Rosemary hafa æft kórana í vetur og undirbúning- ur fór þannig fram að þau æfðu kórana sinn í hverju lagi í vetur, og um samæfingu var ekki að ræða fyrr en sama dag og tónleikarnir voru haldnir. Virtist þessi tilhögun æfinga koma vel út og gerðu tón- leikagestir góðan róm að flutningi kóranna. Sérstaka lukku gerði frumflutn- ingur allra kóranna á lagi eftir Braga Gunnlaugsson á Setbergi við texta eftir hann og Sólrúnu Sigfús- dóttur. Lagið heitir Kaupakonu- samba og var Bragi sérstaklega hylltur að loknum flutningi lagsins. Robert Wells á Hótel íslandi DAGANA 15. og 16. júní næstkom- andi mun sænski píanóleikarinn, söngvarinn og lagahöfundurinn Rob- ert Wells halda tvenna tónleika á Hótel íslandi og er þegar farið að taka á móti pöntunum vegna þeirra. í kynningu segir: „Robert Wells er rúmlega þrítugur Svíi sem er auk þess að vera píanóleikari, söngvari og lagahöfundur. Hann var aðeins sjö ára gamall þegar hann hóf nám hjá tónlistarskóla Adolfs Fredriks í Svíþjóð og í framhaldi af því lauk hann fjögurra ára einleiksnámi á píanó frá sænsku Músík-akadem- íunni með hæstu einkunn. Sextán ára gamall vann hann alþjóðleg verð- laun í hæfíleikakeppni í sínum ald- urshópi. Auk þess að leika sinfóníska tón- list á yngri árum lék hann einnig jazz, rokk og ról með samspilurum sínum, oft að loknum klassískum tónleikum. En árið 1986 fórfrægðar- sól Roberts Wells á loft, eftir að hann kom fram í sænska sjónvarpinu og í kjölfar fór lag hans „Upp Pá Berget" í efstu sæti vinsældalistans „Svensktoppen". Með Robert Wells kemur hljóm- sveit hans, þeir Lars Risberg sem syngur og leikur á bassa og Peter Eyre sem leikur á trommur. A efnis- skrá tónleikanna eru lög eftir Chop- in, Beethoven, Bach og Mozart. Svo blandar Robert saman lögum þessara höfunda og annarra nútímalegri með útfærslum í jassi, rokki og blúsi.“ Þessi glæsilegu nærfót fást nú í Þorpinu Borgarkringlunni á mjög góðu verði Lingerie I N G i R I E ^Gott hjónabanct byggir á traustum grunni, en Iíka góðri hvíld fyrir eril dagsins. Vel valið rúm er því eitt það mikilvægasta sem þú býður líkama þínum. Amerísku rúmin frá Nýborg eiga sér yfir 100 ára þróunarsögu á kröfuharðasta neytendamarkaðinum. Fyrir nýgifta, ógifta og góða sambúð bjóðum við yfir 15 tegundir rúma með mismunandi eiginleika. Bæklingur um svefn og val á rúmum í versluninni. Edition útgáfan: 2 dýnur og hjólagrind 153x203 cm, með yfir 600 gormum í yfir- og undirdýnu. Damask-áklæði. Kr. 49.980 Nýborgc§D Ármúla 23, sími 568 6911. Vikulegt flug í allt sumar Sértilboð til Costa del Sol 25. júní frá kr. 29.960 Costa del Sol hefur sannarlega slegið í gegn í sumar og nú bjóðum við spennandi tilboð í júní fyrir þá, sem vilja tryggja sér sæti á meðan enn er laust á þennan vinsælasta áfangastað vi? hafið. Mjög fallegar stúdíósvítur á einum vinsælasta gististað á ströndinni, Benal Beach, sem býður alla þá þjónustu sem hugsast getur, veitingastaði, verslun, móttöku, stórglæsilegan garð og líkamsrækt í hótelinu. Allar íbúðir með baði, eldhúsi og svölum. Bókaðu meðan enn er laust Verð kr. M.v.flugsæti, 25. júni. Verð kr. M.v. hjón með 2 börn, 2 vikur, La Nogalera, 25. júní. Verð kr. 49.960 M.v. 2 i stúdíói, Benal Beach, 2 vikur, 25. júní. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. Bókunarstaða 28. maí - uppselt 4. júní - uppselt 11. júní- 11 sæti laus 18. júní 9 sæti laus 25. júní - örfá sæti laus HEIMSFERÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.