Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 12. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Heilbrigðisnefnd Al- þingis hefur afgreitt frá sér frumvarp um tóbaksvarnir og leggur til að bannað verði að selja tóbak yngra fólki en 18 ára. Nú eru þessi mörk hins vegar 16 ár. Þingnefndin hefur einnig víkkað út ákvæði um reykingabann í ýmsum opinber- um húsakynnum þannig að nú á slíkt bann einnig að ná til húsnæðis, sem ætlað er til íþróttaiðkana bama og ungl- inga. Forstöðumenn annarra stofnana eiga að gera áætlun um útrýmingu á reykingum inn- an þeirra fyrir lok ársins 2000. Það ber að fagna þessum breytingum á frumvarpinu, sem herða ákvæði þess með ýmsum hætti. Raunar eru full rök til að ganga enn lengra og að haf- izt verði handa um stórfellt þjóðfélagslegt átak til að út- rýma reykingum. Margendurteknar vísindaleg- ar rannsóknir sýna, að reyking- ar eru lífshættulegar. Rann- sóknir sýna líka, að sá sem reykir stofnar öðru fólki í lífs- hættu með reykingum. í raun o g veru hefur reykingafólki ver- ið sýnt mikið umburðarlyndi til þessa. Það er hins vegar tími til kominn að herða þennan róð- ur. Fyrir utan það, að reykingar eru lífshættulegar menga þær umhverfíð. Einstaklingur sem reykir á vinnustað mengar um- hverfi sitt. Sá sem reykir í bíl veldur því að það er nánast úti- lokað að stíga inn í þá bifreið. Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Bíll, sem stöðugt hefur verið reykt í árum saman er tæpast lengur söluvara. Þeir sem verða fyrir því að koma inn á hótelherbergi, þar sem mikið hefur verið reykt fínna fljótt að það hótelherbergi er ekki boðleg söluvara. Þeir sem koma inn á skrif- stofur eða aðra vinnustaði þar sem reykt er verða þess fljótt varir, að mengunin er slík, að ekki er verandi á slíkum stöðum. Reykingar á vinnustöðum draga því úr viðskiptum í viðkomandi fyrirtæki. Reykingamennirnir sjálfir eru einhvers konar hreyfanlegt mengunartæki, eins og allir vita. Það er tímabært að banna reykingar með öllu á almennum vinnustöðum. Þá undantekn- ingu er hægt að rökstyðja, að reykingafólk hafi afdrep fyrir reykingar, þar sem öðrum er ekki ami að. Það er tímabært að banna með öllu reykingar í opinberum húsakynnum. Það er tímabært, að veitinga- staðir og hótel láti þess sérstak- lega getið, hvort reykingar séu leyfðar á viðkomandi stöðum, svo að hugsanlegir viðskipta- menn geti forðast þá staði. Það hefur mikið áunnizt á undanförnum árum í því að úti- loka reykingar á stöðum, þar sem hópar fólks koma saman. Það má hins vegar ekki slaka á heldur þvert á móti. Það er ástæða til þess að ræða, hvort veruleg verðhækk- un á tóbaki getur átt þátt í að koma vitinu fyrir þá, sem enn reykja. Tóbak er dýrt í dag og margir hætta að reykja m.a. af sparnaðarástæðum eða þegar þeir sjá hvað þeir geta veitt sér af öðrum gæðum, ef þeir hætta að reykja. Það er líka ástæða til þess að ræða, hvort hægt er að stór- auka aðstoð við fólk, sem vill hætta að reykja. í sumum tilvik- um geta verið rök fyrir því að fólk leggist inn á spítala til þess að hætta að reykja. Þótt það sé dýrt fyrir samfélagið getur hver reykingamaður orðið enn dýrari. TIL STYRKTAR SOPHIU HANSEN Ánægjulegt er að sjá hvað fólk hefur brugðizt vel við til þess að veita Sophiu Hansen stuðn- ing í baráttu hennar við að end- urheimta dætur sínar. í fyrra- dag efndu allar útvarpsstöðvar landsins til söfnunar, sem skil- aði rúmlega 11 milljónum í lof- orðum um fjárframlög. Barátta Sophiu Hansen hefur vakið þjóðarathygli. Margra ára átök við yfirvöld í Tyrklandi til þess að ná fram rétti hennar, hafa kostað mikla fjármuni en ennþá meira í því tilfinningalega og sálræna álagi, sem hún hlýt- ur að hafa verið undir. Almenningur á íslandi getur veitt Sophiu stuðning með fjár- framlögum en einnig með því að hún finni, að þjóðin stendur með henni í aðdáunarverðri bar- áttu hennar fyrir rétti sínum. Ólafur Egilsson, sendiherra íslands í Tyrklandi, er nú farinn þangað til þess að leggja áherzlu á sjónarmið íslendinga og íslenzkra stjórnvalda í mál- inu. Vonandi verður ferð sendi- herrans til þess að greiða fyrir lausn þess. GEGN REYKINGUM 1 OA BANDA- IoU.ríska sjónvarpsstjaman Jo- an Rivers sagði í sam- tali á Sky að hláturinn væri ein dýrmætasta eign mannsins, engin skepna önnur gæti hlegið. En í Nafni rósarinnar lætur Eco einn munkanna lýsa því yfír að Kristur hafí með alvarlegum dæmisögum kennt okkur að leita paradísar en ekki með gamansögum. Munkurinn er á móti hlátri en er þá minntur á að apar hlægi ekki. Ápar stöðva ekki heldur tímann eins og mikill listamaður getur gert með lista- verki sem lifír af alla tortímingu; alla gleymsku. Þannig listamaður var hollenzki málarinn Johannes Vermeer (1632-1675). Hann var ekki einn þessara stórmeistara sem deyja gleymdir eins og Melville. En hann dó snauður þótt hann lifði góðu lífí og í miklum metum í heimaborg sinni Delft þarsem hann málaði og verzlaði með listaverk. Hann var sérfræðingur í grein sinni og kallaður til Haag 1672 til að meta ítölsk listaverk sem þá voru til sölu. Hann var fæddur í Delft og bjó þar alla tíð; tumaðist til kaþólskrar trúar 1653 og giftist Catharina Bolnes og lét hana eftir sig og ellefu böm þeirra þegar hann dó aðeins rúmlega fertugur að aldri. Rúmum tuttugu ámm eftir andlát hans voru 21 verk eftir hann sýnd í Amsterdam en þau voru í einka- eign. Talið er að hann hafí ekki málað nema um 40 málverk og nú eru einungis 35 listaverk viður- kennd sem hans verk. Sum þessara verka em nú heimsþekkt eins og Útsýn yfír Delft sem hann málaði 1660- 1661, Kona í bláu les bréf, málað 1663-1664, Stúlka með eymalokka úr perlum, málað um 1665, Kona með vatns- könnu og Kona við hljóðfæri. Allar em þessar myndir málaðar innan- dyra, nema hin fyrst nefnda, og sumir telja að fyrirmyndin sé oftast Catharina, eiginkona listamannsins. Og nú 320 ámm eftir dauða Vermeers er hann að verða jafn- frægur og þær poppstjömur sem mest fer fyrir nú um stundir. Ástæðan er sú að um helmingur verka hans hefur nú í fyrsta skipti verið sýndur á sérstökum listsýn- ingum, eða 22 málverk, og munu þetta vera stærstuVermeer-sýning- ar sem um getur. Á þessum sýning- um er semsagt einni mynd betur en á sýningunni í Amsterdam 1696, en þá tókst þeim víst að safna sam- an 21 mynd úr einkaeigu einsog fýrr getur. Þessar Vermeer-sýningar hafa staðið yfir í Washington þarsem 330 þúsund áhorfendur sáu sýninguna og í Haag var hún opnuð 1. marz og gert ráð fyrir því að 3-400 þús- und manns sjái hana þar. í Hol- landi hafa verið gefín út þijú Vermeer-frímerki í tilefni af sýning- unni, verk hans hafa verið sett á CD-ROM disk og Stúlka með eyrna- lokka úr perlum er seld á plastpok- um og bómullarbolum. Paris Match helgar honum 26 blaðsíður, en HELGI spjall STÚLKA MEÐ EYRNALOKKA ÚR PERLUM EFTIR VERMEER Stúlka með eymalokka er á forsíðu blaðsins. Þannig hefur Vermeer nú verið komið til skila við samtíð sem er alin upp við glymjanda og miskunn- arlausa gleymsku hins hraðvirka markaðar en enginn málari hefur skilið eftir sig jafnkyrrlátar myndir og Vermeer né stöðvað tímann jafn- rækilega og hann. Þessar sýningar hafa þannig komið þeim'skilaboð- um til okkar að mikil list á sér við- reisnar von, jafnvel á okkar tímum. Og nú er Vermeer loks kominn í tízku. M. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 11. maí FYRIR SKÖMMU VAR gerð opinber skýrsla starfs- hóps, sem Björn Bjarna- son, menntamálaráð- herra, setti á fót í lok júlí- mánaðar á síðasta ári til þess að gera tillögur um breytingar á útvarpslög- um, „meðal annars með tilliti til breyttra aðstæðna á íslenzka ljósvakanum, fjölgunar ljósvakamiðla, aukinnar samkeppni, tækni- breytinga og annarra atriða, sem komið hafa til sögunnar frá því, að útvarpslög tóku gildi árið 1985“, eins og segir í form- ála að skýrslu starfshópsins. Hér er um mjög mikilsvert mál að ræða, enda augljóst, að samkeppnisstaðan á ljós- vakamarkaðnum er mjög ójöfn og eðlilegt að menn leiti leiða til þess að jafna sam- keppnisskilyrði á þeim vettvangi atvinnulífs- ins eins og öðrum. Til marks um þá áherzlu, sem á það hefur verið lögð er sú staðreynd, að fyrrverandi menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, hafði einnig sett á stofn sér- staka nefnd, til að gera tillögur um breyting- ar á útvarpslögum. Skömmu áður en núverandi menntamála- ráðherra setti fyrrgreindan starfshóp á stofn hafði Samkeppnisráð sent frá sér álit vegna athugasemda Aðalstöðvarinnar um rekstur Ríkisútvarpsins. í frétt í Morgunblaðinu 5. júlí á síðasta ári segir svo um niðurstöður Samkeppnisráðs: „... segir æskilegt að við samningu nýrra útvarpslaga verði tekið tillit til fjögurra atriða. Hið fyrsta er að ákvæði 1. og 2. mgr. 11. gr. útvarpslaga um Menn- ingarsjóð útvarpsstöðva íþyngi einkareknum útvarpsstöðvum. Útvarpsstöðvamar hafí mestan hluta tekna sinna af auglýsingum umfram þær útvarpsstöðvar, sem jafnframt hafí tekjur af afnotagjöldum í einhveiju formi. Að sama skapi að tekið verði tillit til þess, að lögbundin afnotagjöld Ríkisútvarps- ins skapi stofnuninni tekjulegt forskot á aðr- ar útvarpsstöðvar og jöfn heimild Ríkisút- varpsins og einkarekinna útvarpsstöðva til fijálsrar tekjuöflunar (auglýsingar, fjár- mögnun o.fl.) á meðan Ríkisútvarpið hafi einnig lögbundin afnotagjöld, viðhaldi yfir- burðastöðu Ríkisútvarpsins á markaðnum. Að lokum er tekið fram, að aðgangur að sjónvarpsrásum sé takmarkaður. Þær út- varpsstöðvar, sem hafí yfír að ráða þeim takmörkuðu gæðum, sem sjónvarpsrásir séu og hafí fengið þeim úthlutað af hinu opin- bera, hafí við það öðlast forskot á markaðn- um.“ í forystugrein, sem birtist hér í blaðinu tveimur dögum síðar, 7. júlí á síðasta ári, sagði m.a. um þetta álit Samkeppnisráðs: „Fyllsta ástæða er til að taka athugasemdir og ábendingar Samkeppnisráðs um sam- keppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla gagnvart Ríkisútvarpinu alvarlega. Við end- urskoðun útvarpslaga er nauðsynlegt að taka m.a. tillit til þessara athugasemda ... Við þá endurskoðun þarf hins vegar að gæta þess vandlega að búa ekki til nýja einokunarað- stöðu hjá einhveijum hinna einkareknu ljós- vakamiðla.“ í skýrslu starfshóps menntamálaráðherra er fjallað um fjölmarga þætti í rekstri ljósvak- amiðla, sem vert væri að taka til umræðu. Að þessu sinni verður hins vegar fyrst og fremst fíallað um þá meginþætti í skýrslu starfshópsins, sem snúa að afnotagjöldum og auglýsingum í RÚV. Eins og kunnugt er leggur starfshópurinn til, að RÚV hverfí af auglýsingamarkaði, afnotagjöld verði felld niður en tekinn upp nefskattur í þess stað eða Ríkisútvarpið verði einfaldlega tekið á fíárlög. ■■■■■■■■■ EFTIR AÐ STÖÐ 2 Afnotagjald « starfa hefur , • , hið sérstaka afnota- pyrmr l aug” gjald, sem eigendum UUI útvarpstækja er skylt að greiða til Ríkisútvarpsins, verið mörgum þyrnir í aug- um. Menn segja sem svo: Hvers vegna er fólki ekki fijálst að segja upp afnotum af Ríkisútvarpi, hljóðvarpi og sjónvarpi, með sama hætti og áskrifendur geta hvenær sem þeim hentar sagt upp áskrift að Stöð 2? Eftir að krafan um jöfn samkeppnisskil- yrði í atvinnulífi varð yfírgnæfandi geta eigendur einkarekinna útvarpsstöðva, þ.e. hljóðvarpsstöðva, einnig sagt með fullum rökum: Það er ójöfn samkeppnisstaða, að keppinautur okkar, Ríkisútvarpið, fái af- notagjöld í sinn hlut og noti þau til þess að keppa við okkur, sem höfum engar aðrar tekjur en auglýsingar. Þessi álitamál hafa verið til umræðu hér og í öðrum löndum eins og vonlegt er, þótt engin lausn hafi fundizt, sem sæmileg sam- staða geti tekizt um. Starfshópur mennta- málaráðherra vill leysa þetta með því að afnema afnotagjöldin og banna auglýsingar í ríkisfjölmiðlinum. Ef fyrst er vikið að þeirri tillögu starfs- hópsins, að fella niður afnotagjöld og taka upp nefskatt eða setja RÚV á fjárlög er auðvitað ljóst, að hvorug tillagan mætir þeim röksemdum, sem að framan voru nefndar og hafðar eru uppi gagnvart afnota- gjöldum. Sá notandi sem í dag spyr hvers vegna hann sé skyldaður til að borga afnota- gjald til RÚV, þótt hann hafí engan áhuga á að notfæra sér þjónustu þess fjölmiðils, vilji ekki hlusta á hljóðvarpið eða horfa á sjónvarpið, getur með sömu rökum sagt: Áf hveiju á ég að borga nefskatt til fyrirtæk- is, sem ég vil ekki njóta neinnar þjónustu hjá? Eigendur einkarekinna útvarpsstöðva geta með sömu rökum sagj;: Það breytir engu, hvort almenningur greiðir gjöld til RUV í formi afnotagjalds eða nefskatts, í báðum tilvikum er verið að mismuna ríkis- fjölmiðlinum og einkareknu stöðvunum. Hugmyndin um nefskattinn breytir því engu um þær tvær meginröksemdir, sem hafðar eru uppi gagnvart afnotagjöldunum til RÚV. Nefskatturinn er bara afnotagjald, sem heitir annað, er innheimt af fleirum en afnotagjöldin og innheimtuaðferðimar yrðu sjálfsagt aðrar og kannski ódýrari eins og haldið er fram í skýrslu starfshópsins. Hið sama má sejgja um framlög á fjárlög- um til reksturs RUV. Notandinn, sem í dag segir: Ég vil geta ráðið því, hvort ég kaupi þjónustu RÚV eða ekki, getur með fullum rökum sagt, að ef innheimta afnotagjaldsins sé hluti af skattgreiðslum hans í ríkissjóð sé það einungis formbreyting en engin efnis- breyting, eftir sem áður sé til þess ætlast að hann greiði til fjölmiðils, sem hann hafí engan áhuga á að nota og eigendur hinna einkareknu útvarpsstöðva mundu áreiðan- lega spyija, hvers vegna þeir fái ekki fram- lög á fjárlögum alveg eins og keppinautur þeirra, Ríkisútvarpið. Starfshópi menntamálaráðherra hefur því gersamlega mistekizt að fínna þá lausn á afnotagjöldunum, sem mæta þeirri hug- myndafræðilegu gagnrýni, sem höfð hefur verið uppi gagnvart þeim. Það er hins vegar engin ástæða til að gagnrýna starfshópinn fyrir það, vegna þess að hingað til hefur sennilega öllum, sem um áþekk mál hafa fjallað, mistekizt að fínna viðunandi lausn á þessu álitamáli, sem mæti á fullnægjandi hátt framangreindum röksemdum. í þessu sambandi getur verið fróðlegt að vitna til Reykjavíkurbréfs frá 18. ágúst 1991, þar sem fjallað var um þessi sömu mál og vitnað til gagnmerkra umræðna á vettvangi brezka Ihaldsflokksins. Þar var vitnað til tveggja ritlinga, sem þá höfðu nýlega komið út og var annar þeirra eftir blaðamann og stjómmálamann að nafni Stephen Milligan. Höfundur var þá einn af ritstjórum brezka tímaritsins Economist en hafði jafnframt verið valinn, sem frambjóð- andi Ihaldsflokksins í þingkosningum, sem fram fóru árið eftir að umrætt Reykjavíkur- bréf birtist. Hann kom hingað til lands á vegum starfsmanna RÚV í janúar 1992, var kjörinn á þing um vorið en lézt fyrir nokkrum misserum. Rétt er að taka fram, að sá munur var á rekstri íslenzka ríkissjón- varpsins og BBC í upphafi, að fyrrnefnda sjónvarpið hóf strax útsendingar á auglýs- ingum en BBC ekki. I Reykjavíkurbréfi 18. ágúst 1991 sagði m.a.: „I sérstökum kafla í ritinu fjallar höf- undur (þ.e. Stephen Milligan) um fjármögn- un á rekstri BBC en hér á landi hafa ein- mitt orðið töluverðar umræður um réttmæti þess, að RÚV innheimti afnotagjöld af öllum eftir að fijálsu útvarpsstöðvarnar og Stöð 2 komu til sögunnar. Stephen Milligan seg- ir, að þijár leiðir hafí verið nefndar; að fjár- magna BBC með auglýsingum, að gera fyr- irtækið að áskriftarsjónvarpi eða að fjár- magna það með almennri skattlagningu. Síðan segir höfundur, að auglýsingar í BBC mundu óhjákvæmilega breyta dag- skrárefni þess. Það yrði líkara dagskrá einkastöðvanna í Bretlandi. Þess vegna yrði þessi leið ekki til þess að auka fjölbreytni og val heldur auka einhæfni sjónvarpsefnis eins og menn þekki í Bandaríkjunum. Hann spyr ennfremur hvers vegna eigi að breyta því kerfi, sem framleiði sjónvarpsefni, sem sé nánast einstætt að gæðum. Þá er vikið að hugmyndinni um að gera BBC að áskriftarsjónvarpi. Höfundur segir, að yrði þessi leið farin, mundu hundruð þúsunda áhorfenda, fyrst og fremst fátækt fólk og gamalt, verða af dagskrá BBC en aðrir yrðu að borga meira en þeir gera nú. Loks telur hann fjármögnun BBC með al- mennri skattlagningu leiða til þess, að ríkis- stjómir hveiju sinni hafí meiri áhrif á fyrir- tækið. Óbein áhrif pólitískra aðila yrðu mik- il og niðurstaðan yrði sú, að fyrirtækið hefði minni fjármuni handa á milli en nú. Niður- staða Stephen Milligan er sú, að þótt gagn- rýna megi afnotagjaldið séu rökin gegn öðrum fjármögnunarleiðum enn sterkari." Hinn ritlingurinn, sem vísað var til, var skrifaður af manni að nafni Damian Green. Hann á að baki starf hjá BBC og öðrum sjónvarpsstöðvum í Bretlandi svo og hjá brezka dagblaðinu The Times. í frásögn af hans hugmyndum segir svo á þessum vett- vangi 18. ágúst 1991: „Kjaminn í tillögum hins höfundarins ... er sá að greiða eigi afnotagjöldin í sérstakan sjóð, ekki beint til BBC. Sérstakur aðili sjái síðan um úthlutun þeirra og markmiðið sé að halda uppi fram- leiðslu og útsendingu á hágæða sjónvarps- efni. Megnið af því Qármagni mundi ganga til BBC enda væri tilgangurinn meðal ann- ars sá að varðveita kjamann úr starfsemi þess, en þessi aðili hefði einnig heimild til að úthluta hluta afnotagjalda til annarra fyrirtækja í ljósvakamiðlun." Þegar horft er til umfjöllunar starfshóps menntamálaráðherra, þeirra röksemda, sem fjallað var um hér að framan varðandi nef- skatt og ríkisframlög og þeirra sjónarmiða, sem fram hafa komið á vettvangi brezka íhaldsflokksins, má færa rök aðþví að núver- andi kerfí afnotagjalda hjá RÚV sé skárri kostur en aðrar leiðir, sem bent hefur verið á. Hins vegar er ástæða til að fjalla sérstak- lega um þær hugmyndir, sem uppi vom í Bretlandi um að gera BBC að áskriftarsjón- varpi. Það er hugsanlegt að hægt sé í okk- ar fámenna samfélagi að leysa þau vanda- mál, sem Stephen Milligan benti á sem rök gegn því að breyta BBC í áskriftarsjónvarp. Augljóst er, að yrði ríkissjónvarpið gert að áskriftarsjónvarpi væri jafnræði á milli þess og einkarekinna sjónvarpsstöðva. Það er líka ástæða til að ræða sérstak- lega þær hugmyndir, sem Damian Green setti fram um að viðhalda afnotagjöldum en leggja þau í sérstakan sjóð, þannig að einkareknar útvarpsstöðvar fengju eitthvað af þeim í sinn hlut. Um þessar tvær hug- myndir er ekki fjallað sérstaklega í skýrslu starfshóps menntamálaráðherra. Æskilegt er, að það hefði verið gert og ástæða til að þær komi til umræðu við framhaldsmeð- ferð málsins. STARFSHÓPUR Á að banna menntamálaráð- . herra vill jafna sam- auglýsingar? keppnisstöðuna á ljósvakamarkaðnum með því að banna auglýsingar í RÚV. Aug- lýsingar hafa verið í Ríkisútvarpinu frá upphafi og ríkissjónvarpinu einnig. Þessi spurning kom áreiðanlega til umræðu, þeg- ar sjónvarpið hóf göngu sína fyrir 30 árum. Sú ákvörðun að taka upp auglýsingar í ríkis- sjónvarpinu byggðist væntanlega á því, að ella væri óframkvæmanlegt að hefja ís- lenzka sjónvarpsstarfsemi en þá höfðu íbúar höfuðborgarsvæðis og Suðurnesja um skeið náð útsendingum sjónvarps varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. En jafnframt er aug- ljóst, að sú ákvörðun veikti mjög stöðu þeirra fjölmiðla, sem fyrir voru og þá fyrst og fremst dagblaðanna. Raunar má fullyrða, að sú ákvörðun, sem tekin var á þeim tíma um auglýsingar í ríkissjónvarpinu hafí átt ríkan þátt í því að smám saman hallaði undan fæti í útgáfu dagblaða hér, sem á Morgunblaðið/RAX VIÐ REYKJAVÍKUEHÖFN þeim tíma voru fímm. Þau eru nú fjögur a.m.k. á suðvesturhorninu, en tvö þeirra hafa svo takmarkaða útbreiðslu að segja má, að hér séu nú gefin út tvö dagblöð, sem hafa einhveija burði og má ekki minna vera. Með tilkomu ríkissjónvarpsins hurfu ákveðn- ar tegundir auglýsinga úr dagblöðum og þau urðu fyrir umtalsverðu tekjutapi. Það má færa margvísleg rök gegn hug- myndum starfshópsins um að banna auglýs- ingar í RÚV. Hér skal þó fyrst og fremst vakin athygli á því, að við óbreyttar aðstæð- ur á ljósvakamarkaðnum mundi auglýsinga- bann hjá RÚV þýða nánast einokun Stöðvar 2 á sjónvarpsauglýsingum. Þessi tillögugerð kemur nokkrum vikum eftir að útvarpsrétt- arnefnd tekur ákvörðun, sem enn hafa ekki verið gefnar neinar rökréttar, skiljanlegar og efnislegar skýringar á, um að svipta helzta hugsanlega framtíðarkeppinaut Stöðvar 2 þeim tækjum, sem sú sjónvarps- stöð þarf að hafa til þess að veita RÚV og Stöð 2 samkeppni. Þegar til viðbótar kem- ur, að einn af ijórum fulltrúum í starfshópn- um, er einn af æðstu yfirmönnum Stöðvar 2-Sýnar samsteypunnar er ljóst, að þessi tillögugerð er ekki trúverðug, svo að ekki sé meira sagt. Þar að auki hefur einn af þessum fjórum fulltrúum, Tómas Ingi Olrich, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, lýst andstöðu við hugmyndina. Ef horft er á þessa hugmynd frá sjónar- hóli auglýsenda og enn miðað við óbreyttar aðstæður á ljósvakamarkaði, er augljóst, að þeir væru settir í óþolandi aðstöðu. Þeir ættu allt undir nánast einokun eins fyrirtæk- is. Væntanlega mundi auglýsendum ekki þykja það góður kostur. Þess vegna þarf engan að undra, þótt menntamálaráðherra hafí nú á Alþingi lýst því yfír, að þessi hugmynd gæti ekki komið til framkvæmda nema tryggð hefði verið virk samkeppni á ljósvakamarkaðnum. En jafnvel þótt slík samkeppni væri virk er erfítt að sjá hvemig tryggja ætti Ríkis- útvarpinu, hljóðvarpi og sjónvarpi, viðun- andi tekjur til þess að halda uppi frambæri- legri starfsemi. Þeir sem kunna að spyija, hvort einhver þörf sé á því og hvort ekki megi draga úr umsvifum RÚV ættu að bera saman dagskrá ríkissjónvarpsins annars vegar og dagskrár Stöðvar 2, Stöðvar 3 og Sýnar hins vegar. Þessi röksemd snýr fyrst og fremst að sjónvarpsstöðvunum. En hvað með útvarps- stöðvarnar? Það vekur furðu, að starfshópur menntamálaráðherra skuli ekki leggja fram augljósa tillögu til þess að jafna metin á milli útvarpsstöðvanna og RÚV að þessu leyti. Morgunblaðið hefur aldrei skilið rökin fyrir því, að ríkið reki útvarpsstöð með létt- meti á borð við rás 2. Enda eru engin rök fyrir því. Það eru ákveðin rök fyrir því að reka hið hefðbundna ríkisútvarp og verður ekki farið nánar út í þau hér, en það eru engin rök fyrir því að reka útvarpsrás með léttmeti í samkeppni við aðrar slíkar einka- reknar stöðvar. En jafnframt sölu á rás 2 ætti auðvitað að leggja stóraukna áherzlu á að byggja RÚV upp sem hágæða út- varps- og sjónvarpsstöð. Ef rás 2 yrði seld einkaaðilum mundi samkeppnisstaða einkareknu útvarpsstöðv- anna gagnvart RÚV gjörbreytast á auglýs- ingamarkaðnum. Auglýsendur vita, að fólk hlustar mikið á létt útvarpsefni eins og sent er út á einkastöðvunum og rás 2. Þessi aðgerð ein út af fyrir sig mundi því valda byltingu á auglýsingamarkaðnum einkare- knu útvarpsstöðvunum til hagsbóta. í SKÝRSLU starfshópsins er lagt til, að útvarpsréttar- nefnd verði lögð nið- ur, sett verði í lög skýr fyrirmæli um veitingu útvarps- og endurvarpsleyfa og að úthlutun þeirra verði að fullu færð undir menntamálaráðu- neytið. Hins vegar er merkilegt og raunar óskilj- anlegt, að ekkert skuli fjallað í skýrslu starfshópsins um það álit Samkeppnisráðs frá 5. júlí á síðasta ári, að þau fyrirtæki, sem hafi yfír að ráða þeim takmörkuðu gæðum, sem sjónvarpsrásir eru og hafi fengið þeim úthlutað af opinberum aðilum hafí við það öðlast forskot á markaðnum. Hvernig ætlar starfshópurinn að jafna þann aðstöðumun? Af hveiju er ekki fjallað um þennan þátt í ójafnri samkeppnisstöðu á ljós- vakamarkaðnum? Þetta er þeim mun óskilj- anlegra þar sem starfshópurinn er fyrst og fremst skipaður markaðssinnuðum sjálf- stæðismönnum. í umræðum á Alþingi um þetta mál fyrir skömmu útilokaði menntamálaráðherra ekki viðameiri gjaldtöku en nú er í gildi fyrir sjón- varpsrásir, sem er smámunir, en benti á að það væri Alþingis að taka ákvörðun um það. Það er tímabært að Alþingi taki þetta mál til meðferðar vegna þess, að núverandi fyrir- komulag þessara mála er ekki boðlegt í nútí- malegu viðskiptasamfélagi og minnir ekki á neitt annað en hafta- og skömmtunarkerfi fímmta og sjötta áratugarins, sem Jakob F. Ásgeirsson, sagnfræðingur, hefur fjallað um í merkilegri bók, Þjóð í hafti. Ekkert fjall- að um ábendingu Samkeppn- isráðs „Starfshópi menntamálaráð- herra hefur því gersamlega mis- tekizt að finna þá lausn á afnota- gjöldunum, sem mæta þeirri hug- myndafræðilegu gagnrýni, sem höfð hefur verið uppi gagnvart þeim. Það er hins vegar engin ástæða til að gagn- rýna starfshópinn fyrir það, vegna þess að hingað til hefur sennilega öllum, sem um áþekk mál hafa fjallað, mistekizt að finna viðunandi lausn á þessu álita- máli, sem mæti á fullnægjandi hátt framangreindum röksemdum.“ I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.