Morgunblaðið - 21.05.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.05.1996, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B 113. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Urslit kosninga í Pétursborg góðs viti fyrir Jeltsín á skilyrði fyrir olíusölu Reuter ETA sprengir í Cordoba SPÆNSKUR hermaður beið bana og þrír slösuðust í sprengjutilræði aðskilnaðarsam- taka Baska í Cordoba í gær. Sprengjan var falin í ruslatunnu á stoppistöð herflutningabíla. Talið er að henni hafi verið beint gegn sneisafullri rútu af her- mönnum en hún hafi sprungið aðeins fyrr en ætlunin var, því rútan átti 200 metra ófarna að stoppistöðinni er sprengjan sprakk. Var myndin tekin átil- ræðisstaðnum. írakar fallast Kommúnisti tapar í borgarstj órakj öri Moskvu. Reuter. BORGARSTJÓRINN í Pétursborg, Anatolí Sobtsjak, og annar umbóta- sinni, fengu mest fylgi í fyrri umferð borgarstjórakosninganna á sunnu- dag og komast í síðari umferðina. Frambjóðandi kommúnista, Júrí Se- venard, varð í fjórða sæti með aðeins 10% atkvæða. Þrír efstu frambjóðendurnir eru allir umbótasinnar og fengu samtals 67% atkvæðanna. Úrslitin eru góðs viti fyrir Borís Jeltsín, forseta Rúss- lands, þótt þau hafi ekki komið mjög á óvart þar sem Pétursborg hefur verið eitt af vígjum umbótasinna. Sobtsjak fékk 29% atkvæða, sam- kvæmt bráðabirgðatölum sem birtar voru í gær. Vladímír Jakovlev, að- stoðarborgarstjóri sem snerist gegn Sobtsjak, fékk 21,6% og þriðji um- bótasinninn, Júrí Boldyrev, 17,1%. Kosið verður á milli Sobtsjaks og Jakovlevs í síðari umferð kosning- anna. Þeir hafa báðir lýst yfír stuðn- ingi við Jeltsín. Sobtsjak hefur notið mikilla vin- sælda frá því hann lagðist gegn til- raunum kommúnista til að senda skriðdreka inn í Pétursborg í valda- ránstilrauninni í ágúst 1991. Fylgi hans hefur þó minnkað og Jakovlev, sem var áður bandamaður hans, sak- aði hann um að vera úr tengslum við borgarbúa og eyða of miklum tíma í fyrirlestraferðir í útlöndum. Borgar- stjórinn lýsti hins vegar gagnrýni Jakovlevs sem „rýtingsstungu í bakið“. Deilt um þjóðnýtingu banka Samkvæmt nýrri skoðanakönhun, sem birt var á sunnudag, hefur Jelts- ín sótt í sig veðrið að undanförnu og náð sjö prósentustiga forskoti á Gennadí Zjúganov, frambjóðanda kommúnista í forsetakosningunum 16. júní. Svo virðist sem málflutningur Jeltsíns í kosningabaráttunni hafi borið árangur og farið er að bera á óeiningu meðal kommúnista. Ágrein- ingur blossaði upp í gær milli Zjúg- anovs og Viktors Anpílovs, leiðtoga fylkingar stalínista, sem hvatti fram- bjóðandann til að vera „djarfari" og þjóðnýta alla rússneska banka. Zjúganov sagði hins vegar að eng- in fyrirtæki yrðu þjóðnýtt kæmist hann til valda og hvatti stuðnings- menn sína til að varast „að glopra út úr sér orðum sem fólki stendur stuggur af“. ■ Jeltsin íhugar uppstokkun/19 Eistlendingar og Lettar afþakka boð Borísar Jeltsíns Hafna aðild að SSR Tallin, Reuter. LETTAR og Eistlendingar höfnuðu í gær boði Borísar Jeltsíns Rúss- landsforseta um að ríkin fengju aðild að Samveldi sjálfstæðra rikja (SSR), að sögn yfirvalda. Jeltsín bauð Lettlandi og Eist- landi aðild að samveldinu eftir fund leiðtoga þess í Moskvu sl. föstudag. Þau tvö ásamt Litháen sögðu sig úr lögum við Sovétríkin árið 1991 Framtíð rikjanna í Evrópu og hafa fráboðið sér öllum tilraun- um til þess að tengjast samveldis- löndunum, samtökum tólf fyrrver- andi sovétlýðvelda, nánari böndum. Lennart Meri forseti Eistlands sagði þjóðina hafa hafnað aðild að SSR fyrir fullt og allt með sjálf- stæðisyfirlýsingunni 1991. „Okkar framtíð er í Evrópu," sagði Meri. Valdis Birkavs utanríkisráð- herra Lettlands sagði að sambandi við samveldið hefði verið hafnað í þjóðaratkvæði, einnig með lögum frá 1991 og í þriðja lagi er þingið lagði grundvöll utanríkisstefnu landsins. Reuter aði í gærmorgun er afstaða íraka spurðist út en hækkaði aftur. Fór fatið af Brent-olíu til afhendingar í júlí niður í 16,75 dollara en hækkaði er á daginn leið og kostaði 18,61 dollara í lok viðskipta. Sérfræðingar sögðu útlit fyrir að olíuverð færi hægt og sígandi lækkandi vegna offramleiðslu ríkja í samtökum olíu- söluríkja (OPEC). Spáði stofnun í London, sem Yamani fyrrverandi olíuráðherra Saudi-Arabíu veitir for- stöðu, því að olíufatið yrði komið niður fyrir 15 dollara í haust. Tekið var fyrir olíusölu frá írak er írakar réðust inn í Kúveit í ágúst 1990. Endurkoma þeirra á markaði reynir á OPEC og talið er að samtök- unum muni reynast erfitt á fundi 5. júní nk. að takmarka fram- leiðslukvóta frá því sem nú er eða draga úr offramleiðslu. Ræður þar miklu að framleiðsluríkin hafa mörg hver ráðist í dýrar fjárfestingar við endurnýjun vinnslubúnaðar. Valdaráni afstýrt SPENNA var í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, í gær eftir að Abdur Rahman Biswas forseti hafði sett yfirmann hersins, Abu Saleh Mo- hammad Nasim, af vegna meintra áforma hans um að steypa forsetanum af stóli. Her- sveitir hliðhollar Biswas tóku sér stöðu umhverfis forsetahöllina og þangað var stefnt mörgum þungavopnum, en hér er einn margra skriðdreka sem þar tók sér stöðu. Óttast var að sveitir hliðhollar Nasim hershöfðingja myndu rísa upp vegna brottvikn- ingar hans. Svo virtist í gær- kvöldi sem forsetinn hefði stjórn á gangi mála. Þögnin ennþá gulls ígildi Cambridge. Reuter. NOTKUN farsíma hefur verið bönnuð á bókasafni Cam- bridge-háskólans, einnar virt- ustu menntastofnunar Bret- lands, vegna kvartana frá stúdentum sem enn finnst þögnin vera gulls ígildi. „Annar hver maður er með síma upp á vasann og það hringdi orðið stöðugt. Gangarnir voru eins og á símstöð," sagði aðstoð- arbókavörður háskólans en nú hefur stúdent- um verið skipað að slökkva á símunum áður en þeir koma inn í safnbygginguna. Washington, London. Reuter. ÍRAKAR féllust loks í gær á skil- yrði, sem Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) höfðu sett fyrir því að þeir fengju að selja oliu til þess að fjármagna kaup á matvælum, iyfjum og öðrum lífsnauðsynjum. Talsmaður banda- rískra stjórnvaida sagði að ákvörð- unin hefði verið orðin löngu tímabær og hún væri sigur fyrir SÞ og til- raunir stofnunarinnar til að knýja stjórn Saddams Husseins einræðis- herra tii að draga úr neyð írasks almennings. Samkvæmt samkomulaginu fá írakar að selja 700.000 föt á dag í hálft ár, fyrir jafnvirði tveggja millj- arða dollara, en það samsvarar 130 miiljörðum króna. írökum hefur staðið þessi olíusala til boða í rúmt ár en hafa til þessa sett sig upp á móti skilyrðum SÞ um eftirlit með því að tekjur af olíusölunni rynnu til mannúðarmála en ekki hernaðar- uppbyggingar. Olía lækkaði í verði á heimsmark- * AI lækkar London. Rcuter. ÓÐAGOTSSALA á kopar á markaði í London í gær varð til þess að framboð jókst á öðr- um málmum með þeim afleið- ingum að umtalsverð verðlækk- un varð á áli, tini og blýi. Áltonnið seldist á 1.535 doll- ara í gærmorgun og hafði lækk- að um 86 dollara frá því á föstu- dag. Hefur verðið ekki verið lægra í tæp tvö ár, eða frá í ágúst 1994. Síðdegis þokaðist verðið hins vegar aftur upp á við er kaupendur freistuðu kostakaupa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.