Morgunblaðið - 21.05.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.05.1996, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bolli Gústavsson fellst á niðurstöðu siðanefndar í máli biskups Ekki ástæða til frekari afskipta af málinu BOLLI Gústavsson, vígslubiskup á Hólum, fellst á niðurstöðu siða- nefndar Prestafélags íslands um að biskup íslands hafi brotið alvar- lega af sér gagnvart hinu kirkju- lega embætti með því að bera út opinberlega upplýsingar um fund sóknarprests í Langholtskirkju og skjólstæðings vegna persónulegra hagsmuna sinna. Hann hins vegar sér ekki ástæðu til að hafa frek- ari afskipti af málinu enda sé ekki í siðareglum presta ætlast til að alvarlegu broti sé skotið til emb- ættis biskups íslands. Stjóm Prestafélags íslands gerði bókun á fundi sínum í gær þar sem því er fagnað að niður- staða er fengin í málinu og tekið undir álit Bolla og niðurstöðu hans. Geir Waage, formaður stjómar P.Í., segir að stjómin hafi samþykkt bókunina einróma og hún telji málinu nú lokið af sinni hálfu. Það hafi fengið formlegar lyktir sem skipti veralega miklu máli. Ekki tilefni tU að aðhafast neitt Þorsteinn Pálsson dóms- og kirkjumálaráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann myndi ekki grípa til neinna ráð- stafana í kjölfar niðurstöðu Bolla þar sem ástæður til þess væra ekki fyrir hendi. „Það er megin- niðurstaða hans [Bolla] í samráði við stjórn Prestafélagsins að ekki sé tilefni til að aðhafast neitt, og enn síður væri þá tilefni fyrir mig að gera það,“ sagði Þorsteinn. Ekki tókst að ná tali af Ólafí Skúlasyni biskupi íslands um nið- urstöðu Bolla. Bolli sendi stjórn Prestafélags íslands og dóms- og kirkjumála- ráðherra niðurstöðu sína 15. maí sl. í henni er tekið fram að í bréfí stjómar P.í. til biskups íslands, dags. 3. apríl 1996, hafí verið ósk- að eftir því að embætti biskups íslands kæmi að umfjöllun þessa máls, er siðanefnd presta taldi biskup íslands hafa brotið alvar- lega af sér gagnvart hinu kirkju- lega embætti með því að bera opinberlega út upplýsingar um fund sóknarprests í Langholts- kirkju og skjólstæðings vegna per- sónulega hagsmuna sinna; sbr. álitsgerð siðanefndar P.í. frá 27. mars 1996. Mistökin viðurkennd „Mér dylst ekki, að biskupi ís- lands var ekki fært að koma að þessu máli sem úrskurðaraðili, en jafnframt er ljóst að ekki verður á nokkurs færi að taka á því á annan hátt en þann, sem þegar hefur verið gjört með þeirri yfírlýsingu siðanefndar P.í. og stjómar P.í. að biskup íslands hafí brotið alvar- lega af sér gagnvart hinu kirkju- lega embætti með því að bera út opinberlega upplýsingar um fund sóknarprests og skjólstæðings vegna persónulegra hagsmuna sinna,“ segir í niðurstöðu Bolla. Hann tekur fram að fram hjá þessu verði ekki litið og jafnframt beri að hafa í huga að biskup íslands hafí viðurkennt mistök sín og sent prestum landsins bréf þar sem hann harmi þau. Orðalag siða- nefndar á áliti hennar leiði hins vegar í ljós að ekki verði lengra gengið en þegar hafí verið gjört og ekki beitt þyngri viðurlögum. ■ Bréf BoUa/47 Furðuleg farar- tæki REIÐHJÓL eru til í ýmsum útgáfum, en gripirnir sem fyrirfinnast á Hjólbarðaverk- stæði Hjalta í Hafnarfirði eru með þeim kostulegustu sem fyrirfinnast hérlendis. Starfs- menn þar hafa dundað sér við að sérsmíða hinar furðulegustu útgáfur reiðþjóla, sem þeir nota til að komast út í sjoppu. Þeir Hjalti Þórisson, Egill Jónsson, Ingvar Ólafsson og Óskar Ævarsson hafa smíðað þijú reiðþjól síðustu vikurnar úr ýmsum hlutum sem þeir hafa fundið í Sorpu. Með einu hjólanna, sem rúmar þrjá hjól- reiðamenn sögðust þeir í gríni ætla með í samkeppni við Limmósínuleigu í Hafnarfirði. „Við reynum að smíða nýtt hjól fyrir hveija sjoppuferð til að bregða stelpunum. Reynum að hafa þau eins furðuleg og hægt er. Aðalskoðun er með skoðun- arþjónustu við hliðina á okkur og á einu hjólanna er aksturs- bann. Þeim leist svo illa á grip- inn,“ sagði Hjalti í gamansöm- um tón í samtali við Morgun- blaðið. Hann kvað þá ekki vera á leiðinni að framleiða reiðhjól af þessu tagi. Á þriggja manna reiðhjólinu stýrir sá fremsti, miðjumaðurinn lijólar bara með og ræður engu, en sá sem situr aftast ræður gírskipting- unni. Allir geta bremsað. Á öðru hjóli situr hjólreiðamað- urinn á annan metra frá jörðu og stýrið liggur enn hærra. Þriðja hjólið er einskonar út- gáfa af mótorhjóli, sem hippar völdu á sínum tíma. Sýni tekin í Digranes- og Hjallaskólum vegna hundasýningar í íþróttahúsi Tífalt fleiri ofnæmisvak- ar mældust í skólastofu SÝNATAKA í Digranes- og Hjallaskólum hefur leitt í ljós tífalt meira af hundaofnæmisvaka í kennslustofu en í íþróttahúsi daginn eftir hunda- sýningu. Mælt var í stofunni fyrir sýningu og áður en bömin komu í skólann. Hundasýningin var haldin í íþróttahúsi Digranesskóla, sem nem- endur Hjallaskóla nýta einnig, fyrstu helgina í mars, og fór Hundaræktarfélag íslands fram á að mælingin yrði gerð. Mótmæli komu fram vegna sýningarinnar, meðal annars fyrir hönd foreldra sem eiga böm með ofnæmi. Unnur Steina Bjömsdóttir, sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum, sem tók sýnin, segir að leitað hafí verið að fems konar ofnæmisvaka í einni af skólastofum Hjallaskóla fyrir sýningu og íþrótta- húsi Digranesskóla 24 og 48 tímum eftir að henni lauk. Um er að ræða rykmaurana dermatophagoides ptemissinus og dermatophagoides farinae, og eggjahvítusamband í hársekk hunda og katta, sem nefnt er Can d I í hundi, og Fel d I í ketti. „Það mælist ekkert í útblásturslofti loftræsti- kerfís, á veggjum eða gólfí, fyrir sýningu en tölu- vert magn ofnæmisvaka á gólfi og veggjum íþróttahússins meðan á henni stendur. Síðan mæiist ekkert á gólfinu en örlítið í útblæstrinum 24 og 48 tímum eftir sýningu," segir hún. Ofnæmisvakinn er mældur í nanógrömmum í hverju rykgrammi og segir Unnur Steina að á meðan sýningin stóð yfír hafi fundist 2.600 na- nógrcmm af Can d I í hveiju grammi og 16 nanó- grömm af Fel d I á gólfí hússins. Daginn eftir hafí mælst 105 nanógrömm af Can d I í loftræsti- kerfínu, en ekkert af Fel d I. Segir hún ennfrem- ur að kattaofnæmi sé mun alvarlegra en hundaof- næmi, sem sé algengara. Aðstæður ákjósanlegar í íþróttahúsinu „Mælingin í skólastofunni leiddi hins vegar í ljós töluvert magn af hunda- og kattaofnæmisvaka á stólum og gólfí. Þar fundust 1.050 nanógrömm af Can d I í hveiju grammi af ryki á stól, eða helming- ur þess sem mælist meðan á sýningunni stendur, og 875 nanógrömm af Fel d I í rykgrammi á stólun- um. Engir rykmauraofnæmisvakar mældust hins vegar, sem er merkilegt miðað við það sem þekk- ist erlendis frá, þar sem rykmauraofnæmi er mun algengara," segir Unnur Steina. Segir hún jafnframt að magnið sem mældist í loftræstikerfí íþróttahússins sé ekki mikið. „En sá sem er með slæmt ofnæmi og astma, þarf óskaplega lítið magn til þess að kalla fram ein- kennin. Þeir einstaklingar eru hins vegar fáir.“ Hvað skólastofurnar varðar segir hún þekkt að astmi versni til dæmis mjög mikið hjá bömum með kattarofnæmi þegar skóli hefjist aftur að hausti. Enda sé vitað að gæludýrahald hafí aukist mjög mikið á undanfömum árum. Unnur Steina segir loks að varasamt sé að yfír- færa niðurstöðumar úr mælingu í íþróttahúsi Digranesskóla því aðstæður þar séu ákjósanlegar. Mjög auðvelt sé að þrífa húsið og engin sam- skeyti á gólfdúk. STUTT Munn- tóbak sett í bann TILLAGA um að áfram verði heimilt að flytja inn og selja munntóbak hér á landi féll naumlega þegar greidd voru atkvæði á Alþingi í gær um efnisgreinar nýs tóbaksvarna- frumvarps. Framvarpið gerir ráð fyrir því að bannað verði að flytja inn, framleiða og selja munn- tóbak og fínkornótt neftóbak. Össur Skarphéðinsson Al- þýðuflokki og Ógmundur Jón- asson Alþýðubandalagi lögðu til að undanskilja munntóbak innflutnings- og sölubanninu en tillaga þeirra var felld með 28 atkvæðum gegn 24 og tveir sátu hjá. Atkvæði féllu ekki eftir flokkslínum, til dæmis greiddi Davíð Oddsson forsæt- isráðherra atkvæði með tillögu Össurar og Ögmundar. Þriðja og síðasta umræða um frumvarpið er eftir á Alþingi. Tilboð í skólaakstur STJÓRN Innkaupastofnunar hefur samþykkt að leggja til við borgarráð að tekið verði rúmlega 20,3 milljóna króna tilboði Hópferðamiðstöðvarinn- ar ehf., í skólaakstur í Reykja- vík. Lagt er til að samið verði til tveggja ára fyrir rúmar 40,6 milljónir. Tíu tilboð bárust í aksturinn og átti Léttfeti ehf. lægsta boð, rúmar 14,4 millj. Næstlægsta boð var frá Hópferðamiðstöð- inni og þriðja lægsta boð átti Allrahanda ísferðir ehf., sem bauð rúmar 20,5 millj. Þá bauð Ingi Erlendsson rúmar 22,3 millj. og Guðmundur Jónasson ehf. bauð rúmar 23,6 millj. Þjóðminja- safn fékk hornið ÍSLENSKUR velunnari Þjóð- minjasafnsins bauð í gær 25.000 krónur danskar, eða um 275.000 krónur íslenskar auk uppboðsgjalda, fyrir drykkjar- hom frá 16. öld sem boðið var upp á Sjálandi í gær. Ekki tókst að bjóða í hitt íslenska hornið, sem er frá 1687, og var einnig falt, að sögn Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Drykkjarhornið er skorið út með helgimyndum og höfða- letri og segir Þór það kær- komna viðbót við önnur drykkj- arhom safnsins. Skoðar börn sem þurfa lif- ur og nýra BANDARÍSKUR skurðlæknir og prófessor við Temple há- skóla í Fíladelfíu í Bandaríkj- unum kemur hingað til lands í júní til þess að skoða tvö ís- lensk börn, sem þurfa á líf- færaígræðslu að halda. Börnin eru 1 og 12 ára og þurfa ígræðslu á lifur og nýra. Viðar Eðvarðsson bamalæknir og nýmasérfræðingur við Landakotsspítala segir að koma læknisins, Stevens Dunn sem vinnur við spítala heilags Kristófers, spari Trygginga- stofnun ríkisins tvær milljónir. Ekki stendur til að gera að- gerðirnar hér að Viðars sögn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.