Morgunblaðið - 21.05.1996, Page 8

Morgunblaðið - 21.05.1996, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996_____________________________ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Fánar um- burðarlyndis PIERRE Cardin, friðarsendiherra menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna, afhenti á laugardag Halldóri Ásgrímssyni, utanríkis- ráðherra sex fána umburðarlynd- is, sem hannaðir voru í tilefni af ári umburðalyndis árið 1995. Pi- erre hefur verið útnefndur frið- arsendiherra af UNESCO og voru fánarnir fyrst dregnir að húni við aðalstöðvar UNESCO í París í nóvember 1995. Fánana hönnuðu sex þekktir listamenn, Friedens- reich Hundertwasser frá Austur- ríki, Souleymane Keit frá Seneg- al, Rachid Koraichi frá Alsír, Ro- berto Matta frá Chile, Robert Rauschenberg frá Bandaríkjunum og Dan You frá Víetnam. Morgunblaðið/Kristinn Karlmaður dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Ók ölvaður og slasaði tvo KARLMAÐUR á fimmtugsaldri hef- ur verið dæmdur í Héraðsdómi Vest- urlands í fjögurra mánaða fangelsi, þar af þijá mánuði skilorðsbundna, fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis og fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa 7. september 1995 ekið bifreið vestur Reykjanesbraut, yfír leyfðum hámarkshraða og óvarlega miðað við aðstæður, en sól var lágt á lofti og beint í vestur.- Við gatnamót Reykja- nesbrautar og Seylubrautar, rétt ut- an Njarðvíkur, hafí hann ekið á þrjú umferðarmerki og lokunarbúkka, en umferðarmerki þessi gáfu til kynna vegavinnu, lokun vegarins og að umferð á þessum kafla væri beint inn á Seylubraut. í beinu framhaldi af þessu hafi hann ekið á tvo menn sem þar voru við malbikunarframkvæmd- ir, með þeim afleiðingum að þeir hlutu beinbrot og fleiri meiðsl. Þess var krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og sviptingar ökuréttar. Maðurinn viðurkenndi að hafa neytt áfengis fyrir aksturinn, bjórs og einhverra snafsa, en kvaðst hafa hætt að drekka um einni og hálfri klukkustund áður en hann lagði af stað á bifreiðinni. Hann sagðist hafa blindast af sól og lent á búkka og einhveiju fleiru en hann taldi að búkkinn hefði lent á mönnunum, ekki bifreiðin. Hann kvaðst hafa set- ið inni í bifreiðinni þar til lögregla kom á vettvang og líklega drukkið tvær smáflöskur af Gammel dansk og kannski einn bjór á þeim tíma. Tekið var blóðsýni úr manninum og reyndist alkóhólmagn í blóði hans vera 2,11 prómill. Ekki var talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um of hraðan akst- ur. „Við ákvörðun refsingar er að líta til þess að ákærði sýndi af sér stófellt og vítavert gáleysi með akstri sínum umrætt sinn og olli með honum töluverðum líkamsmeið- ingum. Var tilviljun, að afleiðingar af háttsemi ákærða yrðu ekki enn al- varlegri. Við mat á gáleysi ákærða er óhjákvæmilegt að líta til þess, að hann hóf akstur bifreiðar sinnar eftir neyslu áfengis. Ber þessi hátt- semi ákærða vott um skeytingar- leysi,“ segir í dóminum. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af þijá mánuði skilorðsbundna í þijú ár. Hann var sviptur ökuréttindum í tvö ár og var dæmdur til að greiða sakarkostnað. Dóminn kvað upp Ingi Tiyggvason. Maðurinn gekkst árið 1978 undir sátt og hlaut dóm árið 1982 fyrir ölvunarakstur. Þá hlaut hann dóm árið 1985 fyrir brot gegn lögum og reglugerð um ávana- og fíkniefni og hann gekkst undir sátt á árinu 1988 fyrir umferðarlagabrot. Hafsteinn Már Einarsson, verkefnisstjóri hjá ÍM-Gallup HAFSTEINN Már Einarsson, verk- efnisstjóri hjá ÍM-Gallup, vísar því á bug að skoðanakönnun fyrirtækisins um breytingar á vinnulöggjöfínni, sem gerð var fyrir félagsmálaráðu- neytið, sé ekki marktæk. Hann segir könnunina gefa góða vísbendingu um afstöðu almennings til málsins. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði við Morgunblaðið fyrr í vikunni að skoðanakönnunin væri ekki margtæk og að önnur spuming- in í könnunni fæli í sér ranga fullyrð- ingu. Hann ásakaði félagsmálaráð- herra um blekkingar. „Þessi skoðanakönnun er á engan hátt leiðandi og þaðan af síður blekkj- andi,“ sagði Hafsteinn. Hann sagði að ÍM-Gallup sæi um að orða spumingamar sem lagðar Ekki leið- andi skoð- ankönnun væru fyrir fólk í skoðanakönnunum. Þess væri sérstaklega gætt að orða spumingamar þannig að þær væru í jafnvægi og væru hlutlausar. Báðir svarmöguleikar kæmu fram í spum- ingunni í umræddri könnun. Haf- steinn sagðist ekki vera sammála fullyrðingu Ara um að í seinni spum- ingunni felist röng fullyrðing. í spum- ingunni var fullyrt að í frumvarpi félagsmálaráðherra væri verið að auka völd hins almenna félaga á kostnað stjóma og trúnaðarmanna- ráða. Hafsteinn sagði að um það yrði tæplega deilt að með því að setja reglur um lágmarksfjölda þátttak- enda í atkvæðagreiðslum um verk- fallsboðun og samninga væri verið að auka völd hins almenna félags- manns. Hafsteinn sagði að það væri í sjálfu sér ekki nýtt að menn deildu um hvemig ætti að túlka niðurstöðu skoðanakannanna. Hann sagðist geta tekið undir að hægt væri að túlka svarið við fyrri spumingunni með ýmsum hætti, en í henni var spurt um aðstöðu fólks til núverandi fyrir- komulags kjarasamninga. Svör fólks við þeirri spurningu sem lögð var fyrir svarendur lægju hins vegar fyrir. Þjónustumiðstöð bókasafna Bók er betri enkók Regína Eiríksdóttir jónustumiðstöð bóka- safna heldur senn árlegan aðalfund sinn. Þar verður að sögn Regínu Eiríksdóttur bóka- safnsfræðings auk venju- legra starfa m.a. fjallað um nýja bókasafnsbúnaðarlínu og markaðssetningu á nýj- um bókasafnsbúnaði. Hveijar eru þessar breyt- ingar? - Hingað til höfum við flutt inn sérhannaðan bóka- safnsbúnað, Mediamix- stálhillubúnað, sem hefur verið notaður bæði í skóla- bókasöfnum og almenn- ingsbókasöfnum og eins í sérsöfnum alls konar stofn- ana, einnig höfum við flutt inn annars konar bóka- safnsbúnað, Softline, sem er að meiri hluta gerður úr viði. En til viðbótar við þennan venju- lega bókasafnsbúnað erum við að kynna nýjan búnað sem heitir Exposé. Hvers vegna eru þið að bæta við búnaði? - Það er fyrst og fremst vegna þess að æ fleiri fyrirtæki og stofnanir eru að setja upp bóka- og skjalasöfn og þó svo þessar stofnanir séu oftast með svipuð gögn og bókasöfnin þá hafa þau aðrar þarfír. Hverjar eru þær? - Oft eru lítil fyrirtæki að koma bókasafni sínu fyrir í litlu rými sem mörgum er aðgengilegt og óska þar af leiðandi eftir að búnaðurinn sé sérlega fallegur fyrir augað. Exposé er mjög fal- lega hannaður og kemur þar með til móts við þessar þarfír. Jafn- framt er þessi búnaður þannig hannaður að hægt er að nota hann með hinum tveimur. Síðan erum við að byija undirbúning að kynningu á fjórðu gerðinni af bókasafnsbúnaði, sá er einnig ætlaður sérstaklega fyrir fyrir- tæki og stofnanir. Allur okkar búnaður fyrir bókasöfn er vel hannaður, ódýr, þægilegur og auðveldur í uppsetningu og alltaf hægt að breyta. Gert er ráð fyr- ir öllum gögnum, svo sem bók- um, geisladiskum, snældum og myndböndum og hann er mjög fjölbreyttur í útliti. Hægt er að bæta við innréttingum í þennan búnaði eins og menn vilja og ef koma ný gögn á markaðinn er strax hannaður sérbúnaður fyrir þau. Er ekki til sérhannaður íslenskur bókasafnsbúnaður? - Mér vitanlega er enginn sem sérhæfir sig í búnaði fyrir bókasöfn hér á landi. Að sjálf- sögðu hafa verið smíðaðar hillur í bókasöfn hérlendis, en þá er ekki auðvelt að bæta inn i eftir þörf- um. Eruð þið með fleiri nýjungar? - Við höfum að undanförnu verið í samstarfi við forstöðu- menn almenningsbókasafna og verið að aðstoða þá við að fá til- boð í alls konar vörur sem eiga að vekja athygli á bókasafni sem stofnun. Þeir eru búnir að láta hanna sérstakt merki fyrir bóka- söfn sem á bæði að vera á vegvís- un fyrir utan bókasöfn og einnig á bréfsefni og fleiru. Þeir ætla einnig að útbúa með þessu merki boli, penna, merki o.s.frv. í kynn- ingartilgangi. Þegar hefur verið ► Regína Eiríksdóttir er fædd í Reykjavík árið 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skólanum á Akranesi og BA- prófi í bókasafns- og upplýs- ingafræði frá Félagsvísinda- deild Háskóla íslands. Hún starfaði á Landsbókasafni ís- lands frá árinu 1987 og þar til á síðasta ár er hún gerðist starfsmaður hjá Þjónustumið- stöð bókasafna. Hún er fráskil- in og á tvær dætur, Maríönnu og Asdísi Berglindi. gert svolítið í þessa veru og fram- leiddir bolir með áletrunum eins og Bókasöfn ... góður kostur og þeir djarfari segja: Bók er betri en kók. Hvaða hlutverki gegnir Þjón- ustumiðstöð bókasafna? - Þjónustumiðstöð bókasafna er sjálfseignarstofnun sem sett var á stofn fyrir tæpum tuttugu árum, þá í sambandi við skrán- ingu á bókum safna. Skráningar- hlutverkið er alltaf að minnka, þótt enn kaupi lítil bókasöfn um land allt annaðhvort skráningu í spjaldskrá eða skráningu í tölvu- tæku formi. Hlutverk stofnunar- inar er einnig að flytja inn eða kaupa hérlendis og hanna búnað og vörur fyrir bókasöfn, t.d. til viðgerða á bókum. í fyrirtækinu vinna núna þrír starfsmenn í fullu starfí. í stjórninni sitja fimm aðilar sem kosnir eru af Bóka- varðafélagi íslands og Félagi bókasafnsfræðinga. Stjórnin hef- ur það hlutverk að vera stefnu- mótandi um starfsemi stofnunar- innar hvað varðar bókasafnsmál- in og öll þessi störf eru unnin í sjálfboðavinnu, nema störf föstu starfsmannanna. Hvers vegna var þörf á að koma á fót svona stofnun? - Það var vegna þess að erfið- lega gekk að fá ýmsa sérvöru og mikill kostnaður fylgdi því að hvert safn þyrfti að útvega sér allan.búnað sjálft í stað þess að geta leitað til sérhæfðrar stofn- unar sem gerir í raun ekki annað en fylgjast með búnaði og hönn- un á bókasöfnun erlendis og Iíka hér á landi. Er gróðavænlegt að reka svona stofnun? - Því fer fjarri. Það er fyrst og fremst verið að hugsa um að gera bókasöfnin sem best úr garði til þess að auka áhuga al- mennings á þeim og fá fólk til þess að lesa sem mest og líða sem best á bókasöfnunum. Ný bóka- safnsbún- aðarlína

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.