Morgunblaðið - 21.05.1996, Page 11

Morgunblaðið - 21.05.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 11 FRÉTTIR HALIFAX er helsta hafnar- borgin á austurströnd Kanada, en höfnin er frá nátt- úrunnar hendi talin sú næst- besta í heimi. í borginni eru krár og veitingastaðir nánast á hveiju götuhorni. Á vegum Verslunarráðs íslands fóru fulltrúar rúmlega 20 fyrir- tækja með opnunarflugi Flugleiða til Halifax í síðustu viku. Þar var aðallega um að ræða fulltrúa fyrir- tækja sem þegar hafa verið í við- skiptum við fyrirtæki á Nova Scot- ia eða annarsstaðar á austurströnd Kanada og Bandaríkjanna, en einn- ig voru í hópnum fulltrúar annarra fyrirtækja sem voru að þreifa fyrir sér með viðskiptasambönd. Að sögn Herberts Guðmundssonar hjá Verslunarráði hafa íslensk fyrir- tæki t.d. verið að kanna möguleika á sölu áfengis til Nova Scotia, og þannig hefur Viking brugg verið að kanna með sölu á bjór og áfengi og kaup á glerumbúðum frá gler- verksmiðju í Halifax. Herbert segir að í Nova Scotia sé eftirspurn eftir meiri fiski frá íslandi og segir hann ýmsa frekari möguleika vera á því sviði og þá einna helst á aukinni sölu á unnum fiski. „Við höfum einnig verið að kaupa þarna heilmikið af rækju, en sum íslensku fyrirtækjanna hafa ekki eingöngu verið að selja þangað fisk frá íslandi heldur einnig verið að selja fisk milli svæða í heiminum án þess að hann komi nokkru sinni hingað til lands. Þannig fer rækjan sem menn hafa verið að kaupa þarna gjarnan beint á markað í Evrópu. Þarna eru ýmsir hlutir í gangi sem möguleiki er á að verði að einhveiju meiru, en þetta bygg- ist mikið á góðum skipasam- göngum og af hálfu Flugleiða hefur verið ýtt undir aukin viðskipti svo þeir geti haft þarna fragtflutn- inga,“ sagði Herbert. Góður stökkpallur íslensk fyrirtæki eru þegar byij- uð að hasla sér völl í Nova Scotia, en fyrir tíu árum opnaði Marel hf. þar söluskrifstofu í Dartmouth fyr- ir tölvuvogir og annan tækjabúnað til fiskiðn- aðar. Þá er Mótun hf., sem er í eigu Regins Grímssonar, með fram- leiðslu á fiskibátum í bænum Chester. Bátarn- ir eru bæði framleiddir fyrir mark- að í Kanada og til útflutnings, og eru horfur á að hjá Mótun verði framleiddir tugir báta á þessu ári. Að sögn Geirs A. Gunnlaugsson- ar, framkvæmdastjóra Marels, var velta fyrirtækisins í Növa Scotia um 150 milljónir króna í fyrra af 1,1 milljarðs heildarveltu, eða um 15%. „Við höfum fyrst og fremst ver- ið að þjóna fiskiðnaðinum í Nova Scotia, en einnig höfum við verið að selja fyrir önnur íslensk fyrir- tæki eins og t.d. Hugrúnu og DNG. Það er mikill samdráttur í fiskiðnaðinum i Nova Scotia, en ég held að menn horfi nú fram á að þetta fari að batna. Hér er því að mörgu leyti mjög svipað um- hverfi og á íslandi. Hérna eru miklar fiskveiðar og vinnsla og það eiga að vera ágætir möguleikar fyrir önnur fyrirtæki en okkur að ná hér árangri. Þetta hefur nýst okkur sem ákveðinn stökkpallur annað, en héðan fórum við að selja skipavogir í Seattle þar sem við stofnuðum síðan fyrirtæki, og héð- an náðum við líka sölunni inn á austurströnd Sovétríkjanna. Þessi starfsemi hérna hefur því lagt ákveðinn grunn að velgengni Mar- els,“ sagði Geir. Hagstætt verðlag Á kynningunni, sem hefst í Há- skólabíói á morgun, verður lögð áhersla á að kynna Nova Scotia sem áhugaverðan stað fyrir íslend- inga að sækja heim í sumarleyfum sínum. Um 1,1 milljón ferðamanna kemur til Nova Scotia á ári hveiju og er stærstur hluti þeirra Banda- ríkjamenn, en tekjur af ferðaþjón- ustu í fylkinu nema sem svarar 50 milljörðum J<róna á ári. Ferðaþjón- ustan er vel skipulögð og þótt flest- ir ferðamannanna sæki fylkið heim á sumrin og haustin er líka anna- tími á öðrum árstímum. Meðalhiti á sumrin er á bilinu 16-24 gráður en á veturna er meðalhitinn h-3 gráður. Nova Scotia er láglauna- svæði og verð á gistingu og þjón- ustu þar hagstætt. Algengt verð á næturgistingu er um 2.000 krónur fyrir tveggja manna herbergi, og á íjögurra stjörnu hóteli í miðborginni kostar gist- ingin um 6.500 krónur í tveggja manna her- bergi. Kvöldmatur á fýrsta flokks veitinga- stöðum kostar í kringum eitt þúsund krónur fyrir manninn, en alls kyns sjávarréttir eru áber- andi á matseðlunum. Hægt er að fá góðan málsverð á hinum fjöl- mörgu veitingastöðum í Halifax fyrir um 500 krónur og algengt verð á bjórglasi er 125 krónur. Geraldine Beaton hjá ferðamála- ráði Halifax segir að fjölmargar verslanamiðstöðvar í Halifax og nágrenni ættu að höfða sérstaklega til íslendinga vegna lágs verðlags, en sem dæmi um verð á fatnaði má nefna að Levi’s gallabuxur kosta um 2.500 krónur parið og Nike íþróttaskór fást á um 3.000 krónur. „Fyrir fólk í fríi er fjölmargt að gera hér, fyrir utan að gera góð innkaup í verslunum borgarinnar. Halifax er hafnarborg og allt sem viðkemur siglingum er mjög áber- andi og býður upp á ýmsa mögu- leika.- Fólk hérna er vingjarnlegt og næturlífið hefur upp á margt að bjóða, en hér er fyrsta flokks spilavíti og fleiri krár miðað við íbúafjölda en í nokkurri annarri borg. Þá erum við í nálægð við óspillta náttúruna og á fáeinum mínútum er meðal annars hægt að komast til fyrirtaks baðstranda og njóta gestrisni þeirra fjölmörgu sem stunda þjónustu við ferðamenn á landsbyggðinni." Frekari mögu- leikar á auk- inni sölu á unnum fiski Forseti Is- lands heið- ursdoktor í Halifax FRÚ Vigdísi Finnbogadóttur, for- seta íslands, var veitt heiðursdokl orsnafnbót við Saint Mary’s há- skólann í Halifax í Nova Scotia í síðustu viku þegar hún var þar i heimsókn í tilefni af opnunarflugi Flugleiða til Halifax. Athöfnin fór fram á útskriftarhátíð skólans í stærstu íþróttahöll Halifaxborgar að viðstöddu miklu fjölmenni. Eft- ir að frú Vigdís hafði ásamt þrem- ur öðrum verið formlega gerð að heiðursdoktor flutti hún ræðu þar sem hún gerði að umtalsefni sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, fyrsti evrópsku móðurinnar í Nýja heiminum. Sagði hún Guðríði dæmi um það sem konur gætu fengið áorkað og hvatti þá 800 nemendur, sem voru að útskrifast frá háskólanum, til að taka hana sér til fyrirmyndar. Við komuna til Nova Scotia opnaði frú Vigdís ásamt John Savage, forsætisráðherra Nova Scotia, formlega flugleiðina milli Islands og Nova Scotia við athöfn á flugvellinum í Halifax. Meðan á heimsókn hennar til Nova Scotia stóð heimsótti frú Vigdís m.a. fylkisstjóra Nova Scotia í embætt isbústað hans í Halifax. Honda Civic 1.4 Si er búinn 90 hestafla 16 ventla vól með tölvustýrðri fjölinnsprautun. Upptak er 10.8 sek. í 100 km/klst meöan eyðslan viö stööugan 90 hraöa er aðeins 5,4 lítrar á 100 km. Honda Civic fylgja rafdrifnar rúður og speglar, þjófavörn, samlæsingar, vökva- og veltistýri, útvarp/segulband, sportinnrétting, samlitir stuðarar og spoiler, sem er með innbyggðu bremsuljósi, o.tl. Styrktarbitar eru í hurðum. Lengd: 419**cm. Breidd: 169,5 cm. Hjólhaf: 262***cm. Tveggja ára alhliða ábyrgð fylgir öllum nýjum Honda bifreiðum og þriggja ára ábyrgð er á lakki. Tökum aðra bíla uppí sem greiðslu og lánum restina til allt að fimm ára. *álfelgur eru aukabúnaöur á mynd. **stærstur í sýnum flokki. ***mesta hjólhaf f millistærðarflokki. VATNAGARÐAR 24 S: 568 9900 liestöfl sameinar glœsilegt útlit. óviðjafnanlega aksfurseiginleika, ríkulegan sfaðalbúnað, I og eínstaka hagkvcBmni í rekstri. mikil Verðið stenst allan samanburð 1.384.000,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.