Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 13 AKUREYRI — Piltur á 18. ári lést í umferðarslysi PILTUR á 18. ári lést í umferðarslysi á Eyja- fjarðarbraut eystri síð- astliðinn laugardags- morgun. Hann hét Fann- ar Orn Arnljótsson til heimilis að Þórustöðum 4 í Eyjafjarðarsveit. Fannar Örn var fæddur 20. júní árið 1978. Hann var einn á ferð í bifreið sinni þegar slys- ið átti sér stað. Bifreiðin valt út af veginum, skammt sunnan gatna- móta við þjóðveg 1, Leiruveginn svonefnda, og hafnaði út í Eyjafjarð- ará. Talið er að pilturinn hafi látist samstundis. Mikíð tjón unnið í innbroti UMTALSVERT tjón varð í verslunarmiðstöðinni Krónunni í Hafnarstræti um helgina, en brotist var þar inn aðfaranótt laugardags. Alls var brotist inn í sex versl- anir og stofnanir í húsinu, versl- animar eru á neðstu hæð en nokkrar stofnanir á efri hæðum, m.a. embætti veiðimálastjóra. Rúður vom brotnar til að kom- ast inn í verslanirnar og af- greiðslukassar brotnir upp. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglu var um- talsvert tjón unnið í innbrotinu, en þeir sem þarna voru á ferð- inni höfðu lítið upp úr krafsinu. Unnið er að rannsókn málsins. Kviknaði í dráttarvél SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað að bænum Ytra-Dals- gerði í Djúpadal í Eyjafjarðar- sveit á ellefta tímanum í gær- morgun. Kviknað hafði i drátt- arvél sem stóð við vélaskemmu við bæinn. Siökkviliðsmenn kölluðu eftir aðstoð frá nær- liggjandi bæjum þar sem nokk- uð langt er að aka fram eftir og var búið að slökkva í tækinu þegar slökkvibíll kom á vett- vang. Eldurinn kom upp í mælaborði vélarinnar að sögn slökkviliðsstjóra og er það stór- skemmt og einnig plast í hús- inu, en að öðru leyti var vélin lítið skemmd. Hljóðskyggn- ur í Deiglunni SÖGUEYJAN, náttúruöflin, náttúran, hálendið, ferðaiög og útilíf, eldíjöll, hraun og jöklar em meðal atriða úr hljóð- skyggnum Jörgens Max sem hann sýnir í Deiglunni í kvöld, þriðjudagskvöldið 21. maí, kl. 20,30. í sýningunni er fléttað sam- an ljósmyndum og hljóði í sam- fellda heild. Grundvallarmunur er á hljóðskyggnum og mynd- bandatækni, ljósmyndirnar tryggja myndgæði sem mynd- bönd geta ekki keppt við og að viðbættum úrvals hljóm- gæðum fæst sýning sem að mörgu leyti tekur myndband- inu og kvikmyndinni fram. Jörgen Max er fæddur í Árósum 1945. Hann hefur ferðast víða og vinnur gjarnan hljóðskyggnusýningar úr ferðamyndum sínum. Sýningin tekur um klukkustund og er aðgangseyrir 200 krónur. Morgunblaðið/Kristján Ljúft líf í sveitinni LAUFEY litla brá sér í svolítið ferðalag og heimsótti afa og ömmu í Aðaldalinn. Bæði hún og kvígurnar í fjósinu léku við hvurn sinn fingur, enda vor í lofti og stutt í að skepnunum verði hleypt út. Eyjarskeg-gjar tengdir heimabanka Grímsey. Morgunblaðið. SPARISJÓÐUR Svarfdæla á Dalvík hefur gefið Grímseyingum PC-tölvu með heimabanka, en hún er stað- sett í Grunnskólanum í Grímsey. Síðastliðið sunnudagskvöld stofnaði Sparisjóðurinn fyrsta heimabank- ann í eynni og segir Friðrik Frið- riksson sparisjóðsstjóri að þjónusta við Grímseyinga stórbatni, því nú geti þeir sinnt sínum bankaviðskipt- um á nóttu sem degi. Þetta hefði ótvíræðan sparnað í för með sér, nú sé hægt að staðgreiða vöru hvar sem er og hvenær sem er. Nokkrir heimabanka voru tengd- ir strax á sunnudagskvöld og von á fleiri tengingum á næstunni, en þessi nýja þjónusta hefur fengið mjög góðar undirtektir. Enginn banki er í Grímsey en margir eyjarskeggjar eru í viðskipt- um við Sparisjóð Svarfdæla á Dalvík. * „ nr-iTig s>9"b8,,° ,oföty99«‘,»l,a*o9«Ilí I? m ii 1 gsu X U.enault Mégane er einn öruggasti bíll sem þú getur keypt. Öruggt farþegarými með tvöföldum styrktarbitum í hurðum og sérstaklega styrktum toppi og botni er bara grunnurinn sem öryggi bílsins byggist ó. ÍÍelt in í framsætum eru með strekkjara og sérstökum höggdeyfi sem er eini sinnar tegundar í heimi og í aftursæti eru þrjú þriggja punkta belti. Einnig er loftpúði í stýri* og höfuðpúðar í fram- og aftursætum* og barnalæsingar á afturhurðum sem auka öryggi þeirra sem ferðast í bílnum. Þokuljós að framan* og aftan, upphituð afturrúða með stórri rúðuþurrku og bremsuljósi gera Mégane enn öruggari. O flugt hemlakerfi með gaumljósi fyrir bremsuklossa í mælaborði og rómuð fjöðrun Renault tryggir bílnum öryggi, veggrip og rásfestu þegar mest á reynir. Einstök þægindi fjöðrunar, sæta, innréttingar og stjórntækja Mégane tryggja ökumanni og farþegum vellíðan og stuðla þannig að ánægjulegri og öruggari ökuferð. I ■ ■ RENAULT fER Á KOSTUM 'BúnaSur er mismunandi eftir gerSum. MEISTARAVERK ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 553 1236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.