Morgunblaðið - 21.05.1996, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 21.05.1996, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 13 AKUREYRI — Piltur á 18. ári lést í umferðarslysi PILTUR á 18. ári lést í umferðarslysi á Eyja- fjarðarbraut eystri síð- astliðinn laugardags- morgun. Hann hét Fann- ar Orn Arnljótsson til heimilis að Þórustöðum 4 í Eyjafjarðarsveit. Fannar Örn var fæddur 20. júní árið 1978. Hann var einn á ferð í bifreið sinni þegar slys- ið átti sér stað. Bifreiðin valt út af veginum, skammt sunnan gatna- móta við þjóðveg 1, Leiruveginn svonefnda, og hafnaði út í Eyjafjarð- ará. Talið er að pilturinn hafi látist samstundis. Mikíð tjón unnið í innbroti UMTALSVERT tjón varð í verslunarmiðstöðinni Krónunni í Hafnarstræti um helgina, en brotist var þar inn aðfaranótt laugardags. Alls var brotist inn í sex versl- anir og stofnanir í húsinu, versl- animar eru á neðstu hæð en nokkrar stofnanir á efri hæðum, m.a. embætti veiðimálastjóra. Rúður vom brotnar til að kom- ast inn í verslanirnar og af- greiðslukassar brotnir upp. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglu var um- talsvert tjón unnið í innbrotinu, en þeir sem þarna voru á ferð- inni höfðu lítið upp úr krafsinu. Unnið er að rannsókn málsins. Kviknaði í dráttarvél SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað að bænum Ytra-Dals- gerði í Djúpadal í Eyjafjarðar- sveit á ellefta tímanum í gær- morgun. Kviknað hafði i drátt- arvél sem stóð við vélaskemmu við bæinn. Siökkviliðsmenn kölluðu eftir aðstoð frá nær- liggjandi bæjum þar sem nokk- uð langt er að aka fram eftir og var búið að slökkva í tækinu þegar slökkvibíll kom á vett- vang. Eldurinn kom upp í mælaborði vélarinnar að sögn slökkviliðsstjóra og er það stór- skemmt og einnig plast í hús- inu, en að öðru leyti var vélin lítið skemmd. Hljóðskyggn- ur í Deiglunni SÖGUEYJAN, náttúruöflin, náttúran, hálendið, ferðaiög og útilíf, eldíjöll, hraun og jöklar em meðal atriða úr hljóð- skyggnum Jörgens Max sem hann sýnir í Deiglunni í kvöld, þriðjudagskvöldið 21. maí, kl. 20,30. í sýningunni er fléttað sam- an ljósmyndum og hljóði í sam- fellda heild. Grundvallarmunur er á hljóðskyggnum og mynd- bandatækni, ljósmyndirnar tryggja myndgæði sem mynd- bönd geta ekki keppt við og að viðbættum úrvals hljóm- gæðum fæst sýning sem að mörgu leyti tekur myndband- inu og kvikmyndinni fram. Jörgen Max er fæddur í Árósum 1945. Hann hefur ferðast víða og vinnur gjarnan hljóðskyggnusýningar úr ferðamyndum sínum. Sýningin tekur um klukkustund og er aðgangseyrir 200 krónur. Morgunblaðið/Kristján Ljúft líf í sveitinni LAUFEY litla brá sér í svolítið ferðalag og heimsótti afa og ömmu í Aðaldalinn. Bæði hún og kvígurnar í fjósinu léku við hvurn sinn fingur, enda vor í lofti og stutt í að skepnunum verði hleypt út. Eyjarskeg-gjar tengdir heimabanka Grímsey. Morgunblaðið. SPARISJÓÐUR Svarfdæla á Dalvík hefur gefið Grímseyingum PC-tölvu með heimabanka, en hún er stað- sett í Grunnskólanum í Grímsey. Síðastliðið sunnudagskvöld stofnaði Sparisjóðurinn fyrsta heimabank- ann í eynni og segir Friðrik Frið- riksson sparisjóðsstjóri að þjónusta við Grímseyinga stórbatni, því nú geti þeir sinnt sínum bankaviðskipt- um á nóttu sem degi. Þetta hefði ótvíræðan sparnað í för með sér, nú sé hægt að staðgreiða vöru hvar sem er og hvenær sem er. Nokkrir heimabanka voru tengd- ir strax á sunnudagskvöld og von á fleiri tengingum á næstunni, en þessi nýja þjónusta hefur fengið mjög góðar undirtektir. Enginn banki er í Grímsey en margir eyjarskeggjar eru í viðskipt- um við Sparisjóð Svarfdæla á Dalvík. * „ nr-iTig s>9"b8,,° ,oföty99«‘,»l,a*o9«Ilí I? m ii 1 gsu X U.enault Mégane er einn öruggasti bíll sem þú getur keypt. Öruggt farþegarými með tvöföldum styrktarbitum í hurðum og sérstaklega styrktum toppi og botni er bara grunnurinn sem öryggi bílsins byggist ó. ÍÍelt in í framsætum eru með strekkjara og sérstökum höggdeyfi sem er eini sinnar tegundar í heimi og í aftursæti eru þrjú þriggja punkta belti. Einnig er loftpúði í stýri* og höfuðpúðar í fram- og aftursætum* og barnalæsingar á afturhurðum sem auka öryggi þeirra sem ferðast í bílnum. Þokuljós að framan* og aftan, upphituð afturrúða með stórri rúðuþurrku og bremsuljósi gera Mégane enn öruggari. O flugt hemlakerfi með gaumljósi fyrir bremsuklossa í mælaborði og rómuð fjöðrun Renault tryggir bílnum öryggi, veggrip og rásfestu þegar mest á reynir. Einstök þægindi fjöðrunar, sæta, innréttingar og stjórntækja Mégane tryggja ökumanni og farþegum vellíðan og stuðla þannig að ánægjulegri og öruggari ökuferð. I ■ ■ RENAULT fER Á KOSTUM 'BúnaSur er mismunandi eftir gerSum. MEISTARAVERK ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.