Morgunblaðið - 21.05.1996, Page 16

Morgunblaðið - 21.05.1996, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Sala hluta- bréfa í Jarðborun- um hafin SALA á hlut Reykjavíkurborg- ar og ríkissjóðs í Jarðborunum hefst í dag. Hlutabréfm verða seld á genginu 2,25 og verða hlutabréf að nafnvirði tæpar 44 milljónir króna seldar í fyrsta áfanga. Söluverðmæti bréfanna er því tæpar 100 milljónir. Hámarksskammtur til hvers einstaklings er 250 þúsund kr. að söluvirði, eða 111 þúsund að nafnvirði. Sölugengið er nokkuð lægra en gengi síðustu viðskipta með bréfin á Verðbréfaþingi, en það var rúmlega 2,7. Ragnar Hann- es Guðmundsson, umsjónaraðili með sölu bréfanna hjá Kaup- þingi, segir þó að ekki sé verið að selja bréfín á of lágu gengi. Hann bendir á að innra virði fyrirtækisins sé nú 2,04 og því sé þetta nokkuð yfír því. V/H hlutfall fyrirtækisins miðað við þetta gengi sé 17, sem sé í meðallagi. Þá verði einnig að taka tillit til þess að markvisst sé verið að selja bréfín í smáum skömmtum en ætla megi að gengið hefði orðið annað ef ekki hefði verið miðað við mræddar hámarksfjárhæðir. Gert er ráð fyrir því að ríkis- sjóður muni selja 20% hlut til viðbótar í Jarðborunum ef sala bréfanna nú gengur vel. Er þar um að ræða röskar 47 milljónir króna að nafnvirði. Óróleiki á evrópskum mörkuðum London. Reuter. HÆKKUN dollars stöðvaðist í gær. Beðið er eftir hagtölum frá Þýzkalandi og nokkuð hefur dregið úr ánægju með fréttir um aukinn innflutning til Jap- ans og minni viðskiptahalla. Dollarinn komst ekki í yfír 1,54 mörk þrátt fyrir verkföll opinberra starfsmanna í Þýzka- landi og væntanlega tikynn- ingu um peningamagn í umferð í apríl. Dollarinn hækkaði í 107,35 jen fyrst eftir opnun í Evrópu samanborið við 106,67 jen á föstudag, þegar tilkynnt var í Tókýó að viðskiptahalli Japana hefði minnkað um 65,5% í apríl. Síðdegis fengust 107,5 jen fyrir dollar, en gengið var óstöðugt. „Erfíðlega gengur að koma dollarnum hærra,“ sagði sérfræðingur í London. í Þýskalandi bíða menn nán- ari upplýsinga um efnahags- stöðuna og talið er að þær geti Ieitt til þess að vextir þokist upp á við að nýju. Vísitölur standa í stað BYGGINGARVÍSITALA eftir verðlagi um miðjan maí reynd- ist vera 209,8 stig og er óbreytt frá því í apríl. Þessi vísitala gildir fyrir júní 1996. Siðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,9%. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 0,4% sem jafngild- ir 1,7% verðbólgu á ári. Þá hefur Hagstofan reiknað launavísitölu miðað við meðal- laun í apríl 1996. Er vísitalan 147,4 stig, óbreytt frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveð- lána, er 3221 stig í júní 1996. Samstarf um fjár- mögnun við Hollend- inga IÐNAÐAR- og viðskiptaráðu- neyti, Iðnþróunarsjóður og holl- enski fjárfestingarsjóðurinn FMO undirrituðu á þriðjudag viljayfirlýsingu um samstarf við fjármögnun íslenskra verkefna erlendis. FMO er sjóður sem er í eigu hollenska ríkisins (51%), stærstu viðskiptabanka Hollands (40%) og hollenskra einkafyrirtækja (9%). Sjóðurinn hefur fjármagnað verkefni í yfir 60 ríkjum og eru heildareignir um 2 milljarðar Bandaríkjadala, að því er segir í frétt. FMO hefur víðtæka sérþekk- ingu og reynslu af fjármögnun verkefna í flestum þeirra ríkja sem íslenskir aðilar hafa sýnt áhuga á að starfa í og því er mikill fengur að þessu samstarfi. Samkvæmt yfirlýsingunni munu FMO og Iðnþróunarsjóður taka upp formlegt samstarf um fjármögnun verkefna á vegum íslenskra fyrirtækja í þróunar- ríkjunum. Þá mun FMO einnig veita Iðnþróunarsjóði aðstoð varðandi mat á verkefnum og veita ráðgjöf varðandi samstarf við aðra alþjóðlega sjóði og fyrir- tæki, sem FMO er þegar í sam- starfi við. Gerður verður form- legur samstarfssamningur milli sjóðanna á grundvelli fyrr- greindrar viUayfirlýsingar. Hlutabréf Sláturfélagsins seldust upp á fyrsta degi HLUTABRÉF í B-deild stofnsjóðs Sláturfélags Suðurlands, sem boðin voru út í gærmorgun á almennum markaði, seldust upp síðdegis. Bréf- in voru samtals að nafnvirði 65 milljónir króna og voru seld á geng- inu 1,5 þannig að söluandvirði þeirra nam alls 97,5 milljónum. Þar af keyptu forkaupsréttarhafar um 5,5 milljónir að nafnvirði. Jóhann ívarsson, forstöðumaður hjá Kaupþingi, sagði í samtali við Morgunblaðið að hlutabréfín hefðu dreifst bæði á fjölda einstaklinga og stofnanafjárfesta. Hann sagði augljóst að kaupendur hefðu horft til góðs rekstrar og batnandi af- komu Sláturfélagsins á undanförn- um árum. „Ég held að fjárfestar hafi trú á framtíð félagsins í mat- vælavinnslu og dreifingu," sagði hann. „Þá er Sláturfélagið aðeins annað fyrirtækið á þessu ári sem leitar í fyrsta skipti á almennan markað eftir hlutafé, en Plastprent var fyrsta félagið. Áhuginn á bréf- um nýrra og góðra félaga hefur reynst mjög mikill. Það er mikil ánægja með að þetta hlutafjárútboð í B-deild stofnsjóðs samvinnufélags skuli hafa tekist svo vel. Þetta sýnir rækilega að B-deildar hlutabréf samvinnufélaga eiga sér góðan tilverugrundvöll meðal íslenskra fjárfesta, engu síð- ur en hlutabréf hlutafélaga. Þetta form er vel þekkt víða erlendis og mikil viðskipti eiga sér stað með slík bréf,“ sagði Jóhann. ÞEIR Þorkell Helgason, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu og hr. Mennes, forstjóri hollenska fjárfestingarsjóðsins FMO, undir- rituðu viljayfirlýsingu um samstarf nýverið. Blýlaust benzín á fimm árum? Washington. Reuter. ALÞJOÐABANKINN hefur hvatt til þess að hætt verði að nota benzín með blýi á fimm árum til að draga úr heilsutjóni sem blý getur haft í för með sér. „Kostirnir koma strax í ljós og verða mælanlegir," sagði Caio Koch- Weser aðalbankastjóri í yfírlýsingu. „Hægt verður að taka upp blý- laust benzín á fimm árum ef ríki skuldbinda sig til að framfylgja ýtar- legri áætlun þar að lútandi," sagði Koch-Wes. Benzín með gasi er bannað í Bandaríkjunum, Japan, Austurríki, Brasilíu, Kanada og Svíþjóð og fleiri löndum. Óttazt er að það geti átt þátt í taugasjúkdómum, of háum blóðþrýstingi og hjartasjúkdómum. Alþjóðabankinn heitir aðstoð þeim ríkjum sem taka upp blýlaust benzín. Þingvísitalan hækkar enn Þingvísitalan 1. des. 1995 til 2o. maí 1996 1808,30 1995 1996 DES. JAN. FEB. MARS APRÍL 1850 1800 1750 1700 1650 1600 1550 MAI 1500 1450 - 1400 1350 1300 Lífleg hlutabréfaviðskipti í gær Vísitalan rauk upp um 1,32% HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI tóku verulegan fjörkipp í gær og hækk- aði gengi hlutabréfa umtalsvert í fjölmörgum fyrirtækjum. Þingvísi- tala hlutabréfa á Verðbréfaþingi hækkaði um rúmlega 1,3%. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um rúm 30% en til samanburðar má nefna að allt síðasta ár hækk- aði vísitalan um 36%. Þeir aðilar á verðbréfamarkaði sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögðust ekki sjá neina einhlíta skýr- ingu á þessum miklu hækkunum, aðra en þá hversu mikið umfang hefði verið á viðskiptum gærdags- ins. Heildarviðskipti námu röskum 70 milljónum króna að nafnvirði. Framboð á hlutabréfum væri enn takmarkað og því settu svo mikil viðskipti óhjákvæmilega mikinn þrýsting á gengi þeirra. Sj ávarútvegsfy rirtækln enn á uppleið I einstökum félögum urðu mest- ar hækkanir á hlutabréfum í Har- aldi Böðvarssyni, eða rúmlega 14%. Þá hækkuðu hlutabréf í Síldar- vinnslunni og Skagstrendingi um 8,5% og 9,2%, en umtalsverðar hækkanir urðu einnig á hlutabréf- um í Þormóði Ramma, Útgerðarfé- lagi Akureyringa og Granda hf. Þingvísitala sjávarútvegsfyrir- tækja hækkaði samanlagt um tæp 5% og hefur hún þá hækkað um 51% frá áramótum. Samningaviðræður um nýtt hótel á Egilsstöðum langt komnar * Aætlað að fram- kvæmdum ljúki næsta sumar SAMNINGAVIÐRÆÐUR standa nú yfír milli Ásgarðs ehf. og Mið- vangs hf. um byggingu nýs hót- els á Egilsstöðum og er gert ráð fýrir því að framkvæmdir geti hafíst fljótlega ef samningar nást, en gert er ráð fyrir því að hægt verði að taka hótelið í notkun síðla næsta sumars. Ásgarður hf. er eignarhaldsfélag Egilsstaðabæj- ar, Ferðamiðstöðvar Austurlands, Ferðaskrifstofu íslands, Kaupfé- lags Héraðsbúa, Byggðastofnun- ar, Sjóvár-Almennra og Hótels Valaskjálfar, sem stofnað var um byggingu hótelsins. Að sögn Einars Rafns Haralds- sonar, formanns bæjarráðs á Egilsstöðum, er áætlað að kostn- aður við byggingu hótelsins muni nema um 150-160 milljónum króna og verði a.m.k. helmingur þess fjármagnaður með hlutafjár- framlögum. Segir hann að Mið- vangur hf. hafi gert tilboð í hótel- bygginguna sem sé innan kostn- aðaráætlunarinnar, en endanleg upphæð tilboðsins liggi ekki ljós fyrir, enda samningaviðræður enn í gangi. Einar Rafn segist reikna með því að verkið verði boðið út, fari viðræðurnar við Miðvang út um þúfur, og muni verkið þá væntan- lega eitthvað dragast á langinn. Hins vegar ætti niðurstaða við- ræðnanna að liggja ljós fyrir upp úr mánaðamótum. Gert er ráð fyrir að hótelið verði með 36 herbergi auk allrar hefðbundinnar aðstöðu, en hægt verði að byggja við það 36 her- bergi til viðbótar. Tekist hefur að safna hlutafé að fjárhæð 75 milljónir króna og heimild er fyr- ir hlutafjáraukningu í allt að 100 milljónir króna, að sögn Einars Rafns. Stærstu hluthafarnir eru Ferðaskrifstofa íslands, með um 20 milljónir króna, Egilsstaðabær með tæpar 19 milljónir króna, Byggðastofnun með 15 milljónir króna og Ferðamiðstöð Austur- lands með 10 milljónir króna. Ártún opnað á ný SKEMMTISTAÐURINN Ártún, Vagnhöfða 11, hefur verið opnaður að nýju eftir nokkurt hlé. Ártún verður fyrst um sinn opið á föstudagskvöldum en hægt er að leigja það undir einkasamkvæmi önnur kvöld vikunnar. Að sögn Harðar Bjarnasonar, rekstraraðila, er staðurinn fyrst og fremst dans- staður og verður m.a. boðið upp á danskennslu þar. Um það bil ár er liðið frá því að Ártún var síðast í rekstri. Vagnhöfði 11 er í eigu Lífeyrissjóðs lækna og er Ártún á efri hæð hússins en Höfða- kaffi rekur matstofu á neðri hæð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.