Morgunblaðið - 21.05.1996, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.05.1996, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Ákvörðunarvald og ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana ÁRLEGA gerir Ríkisendurskoð- un opinbera skýrslu um það, hvort ríkisstofnanir hafa farið út fyrir fjárlagaheimildir. Vitaskuld skiptir höfuðmáli, hvort þeir sem stjórna fjármálum á vegum ríkisins virða ákvarðanir Alþingis um fjárveiting- ar. Forsenda dóms um árangur for- stöðumanna ríkisstofnana er yfír- leitt sú, að þeir hafi ákvörðunarvald um notkun þess fjár, sem veitt er til stofnunar. Spurningin er því: Er svo -í reynd? Hvernig tókst sýslumannsemb- ættinu á Akranesi að halda sig inn- an fjárlagaheimilda árið 1995? Samkvæmt skýrslu Ríkisendur- skoðunar var fjárlagaheimild sýslu- mannsembættisins á Akranesi árið 1995 70.5 m.kr. en ráðstöfun emb- ættisins vegna útgjalda 69.1 m.kr. Embættið var m.ö.o. innan fjárlaga, svo að munaði á aðra millj. króna. í þessu efni er vert að minna á, að á Stöð II var því tvívegis haldið ' fram fyrir skömmu, að embættið hefði farið 30% út fyrir fjárlaga- heimildir á árinu 1995. Árin á undan nægðu ijárveiting- ar hins vegar ekki til að mæta út- gjöldum embættisins þrátt fyrir mikla viðleitni til að ná því mark- miði. Á þessum árum benti ég þrá- faldlega á, að embættið væri van- haldið, þegar fjárveitingar á fjárlög- um væru ákveðnar, enda væru ákvarðanir þær ekki reistar á mál- efnalegri könnun. Það eru ráðu- bakrennur Styrkur stáls - ending plasts Þakrennukerfiö frá okkur er auö- velt og fljótlegt I uppsetningu. Eng- in suða, ekkert lím. Gott litaúrval. Umboösmenn um land allt. ŒEcrrnsnnzn* TÆKNIDEILD OJ^k á UGGPI' k ÖRí Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 Þak- og veggklæðning í mðrgum útfærslum, t.d.: bárað kantað, þaksteinamynstur ofl. Plastisol yfirborðsvörn klæðn- ingarinnar gefur margfalda endingu. Fjölbreytt litaúrval. Umboðsmenn um land allt. qmii'UiivnnTO Lindab ÞAKSTÁL TÆKNIDEILD O.J&K EE33Í Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavik Sími 587 5699 • Fax 567 4699 neytin, sem gera tillög- ur til Alþingis um fjár- veitingarnar og yfir- leitt er eftir þeim farið. Sýslumannsembættið á Akranesi (íbúar 5.102) hafði á undan- fömum árum fengið hlutfallslega mun minna en t.d. ísa- fjarðarembættið, sem var af svipaðri __ stærð (íbúar 5.221). Á fjár- lögum fyrir árið 1995 fékk Akranesembættið um 64,2 millj. kr., en Isafjarðarembættið um 79,9 millj. kr. Miðað við íbúatölu og fjárveitingu til ísafjarðarem- bættisins fékk Akranesembættið um 14 millj. minna en ef hlutföll fjárveitinga hefðu verið rétt miðað við íbúatölu. Ekki var í mannlegu valdi að aðlaga sig slíkri mismun- un, og halli, sem þannig varð til, var ekki leiðréttur með fjáraukalög- um, heldur fluttur yfir áramót og dreginn frá fjárveitingu næsta árs á eftir. Þannig var embættinu ætlað sífellt minna fé til rekstrarins og sífellt hamrað á því, að embættið færi út fyrir fjárlög. Það var ekki fyrr en á árinu 1995, sem ráðuneytið sneri við blaðinu og tók að fjalla um mál- efni embættisins af skilningi og velvild. Ber að þakka það. Fjárveit- ing ársins 1995 varð því ekki 64 millj. kr. heldur 70 millj. kr., og auk þess var gerð leiðrétting á fjáraukalögum, er nam 17,5 millj. kr. Ekki hefði tekizt að halda Akra- nesembættinu innan íjárveitingar ársins, nema af því að ráðuneytið lagfærði stöðuna. En slík lagfær- ing gerist nánast með einu penna- striki. Hvað gerði Akranesembættið dýrara 1990-1995 en við venjulegar aðstæður? Eðlilegt er að líta til fólksfjölda, Sigurður Gizurarson þegar fjárveitingar til embættanna eru ákveðnar, því gera má ráð fyrir að fjöldi af- greiðslna og þar með þjónustu séu í réttu hlutfalli við ijölda þeirra íbúa, sem þjónað er. Frávik þar frá geta þó m.a. sprottið af því, að atvinnulíf er öflugra á einum stað en öðrum, meira er um lögbrot á einum stað en öðrum eða embætti eru fengin verkefni sem önnur embætti hafa ekki. Slík aukaverkefni hafa í för með sér meiri vinnu og kostnað. Ýmis aukaverkefni Akra- nessembættisins hefðu að öllu eðli- legu og öðru jöfnu átt að hafa í för með sér, að það hefði fengið hærri fjárveitingu en ísafjarðarembættið. Þannig þjónar t.d. Ákranesembætt- ið með rekstri sjúkrasamlagsins sjúkrahúsinu á Akranesi, sem í raun er sjúkrahús alls Vesturlands, auk þess sem það tekur jafnvel við sjúkl- ingum og verkefnum frá Reykjavík. Ekki hefur vitanlega verið tekið til- lit til þessa í fjárveitingum. Aukin verkefni sýslumannsemb- ættisins á Akranesi hafa ekki að- eins snert sjúkrasamlagið, heldur var embættinu og af dómsmála- og heilbrigðisráðuneytum falið að hafa með höndum sjúkraflutninga, sem lögreglumenn sáu um. Þegar þeir voru kallaðir út t.d. til að aka sjúklingi til Reykjavíkur fyrir Hval- fjörð, þurfti að kalla út aðra lög- reglumenn á aukavakt í þeirra stað. Ekki var tekið tillit til þessa í fjárveitingum til embættisins. Þegar embættið losnaði við þessa vinnukvöð ekki alls fyrir löngu, lækkaði tala yfirvinnutíma lögregl- unnar á Akranesi úr 11.000 klst. í 8.000. Á Akranesi hefur lögreglan séð um svokallaða millivakt frá kl. 1 Ákvörðunarvald um fjárveitingar til sýslu- mannsembætta er hjá dómsmálaráðuneyti, segir Sigurður Gizurarson, í þessari síðari grein sinni, og sama gildir um fjár- notkun þeirra. til 5 á nóttunni - m.a. fyrir slökkvi- liðið á Akranesi. Kaupstaðurinn stóð lengi vel straum af kostnaði við vaktina, svo sem eðlilegt má teljast, og var það á fjárlögum reiknað sem sértekjur til embættis- ins. En þegar ríkisstjórnin lagði svokallaðan „lögguskatt" á sveitar- félög, kippti bæjarstjórn Akraness að sér hendinni og hætti að greiða embættinu fyrir vaktina - líklega nálægt tveimUr millj. kr. á ári. Samt var haldið áfram næstu ár að reikna embættinu nefnda fjárhæð sem sér- tekjur á fjárlögum, eins og ekkert hefði í skorizt. Það þýddi halla upp á um 6-7 millj. kr., sem var síðan fluttur á milli ára, en ekki leiðrétt- ur, og hvíldi árum saman á embætt- inu. Lítil saga úr fortíðinni, sem varp- ar ljósi á það, hver hefur ákvörðun- vald um fjármál sýslumannsemb- ætta í fyrri grein, sem ég reit um efni þetta í Morgunblaðið, var bent á, að nánast allt ákvörðunarvald um fjárútlát sýslumannsembætta er í höndum dómsmálaráðuneytis- ins. Þrátt fyrir góðan vilja fær sýslumaður engu áorkað til sparn- aðar, ef ráðuneytið stendur ekki honum að baki. Sú staðreynd verð- ur bezt skýrð með dæmum, en til Á hvalurinn að éta okkur út á gaddinn? HVALVEIÐAR hafa illu heilli verið bannaðar við íslands- strendur síðastliðin tíu ár, þrátt fyrir að öll rök mæli með því að þær verði hafnar án tafar. Við sem störfum við sjávarútveg og höfum lífsviðurværi okkar af því sem úr sjónum kemur erum margir með miklar áhyggjur af því sem augljóslega er að gerast í hafinu í kring um ísland. Hval er að fjölga mjög frá því sem áður var. Þetta hefur í för með sér margs konar erfiðleika fyrir sjó- menn, útvegsmenn og aðra þá sem hafa viðurværi sitt af útgerð og sjósókn. Erfiðleikarnir eru einkum tvenns konar, annars vegar er hval- urinn nú í vaxandi samkeppni við sjómenn um fisk, hins vegar er hvalur til trafala við loðnu- og síld- veiðar og veldur stundum verulegu tjóni á veiðarfærum. Fram hafa komið upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun um það hvernig fer ef hvalveiðar verða ekki leyfðar og hval fjölgar ótæpi- lega hér við land með sama hætti og undanfarið. Þar kemur fram að brátt mun verða hægt að taka frá tíunda hluta þorskkvótans fyrir hvalinn, því bæði mun hann éta þorsk og einnig hefur hvalurmn viðurværi af því að éta sömu fæðu og þorsk- urinn að nokkru leyti og verður þar af leið- andi í samkeppni við þorskinn á því sviði. Svipað á trúlega við um aðrar tegundir bol- fisks. Sjómenn sem stunda loðnuveiðar og síldveiðar verða áþreifanlega fyrir barðinu á hvalnum við veiðar sín- ar. Bæði er það að mikið af hval er gjarnan í kringum torfurnar sem verið er að kasta á og verða sjó- menn oft að sýna mikla aðgát til þess að stofna veiðarfærunum sín- um ekki í stórhættu. Oft kemur það fyrir að veiðarfæri skemmast af völdum hvala og alltaf er hvalur- inn til trafala á miðunum. Ekki má heldur gleyma því að hann étur gríðarlegt magn af þessum fiskteg- undum og verður þar með til þess að draga úr veiði sjómanna. Það er löngu tímabært, segir Birgir Þór Sverrisson, að hefja hvalveiðar. Það er ljóst að með því að banna hvalveiðar eru menn að bíta í rass- inn á sjálfum sér, því að um leið og hvalnum er gefið gríðarlegt magn af fiski, láta menn hjá líða að stunda veiðar á sjávarspendýri sem er verðmæt og eftirsótt vara á erlendum mörkuðum. Eg er þeirrar skoðunar að rétt sé að hefja hvalveiðar þegar í stað og með því munu skapast miklar tekjur í þjóðarbúið, tekjur sem við annars yrðum af. Um leið myndum við vinna að frekari verndun nytja- fiska, því að með fækkun hvala minnkar sókn þeirra í fisk sem við getum veitt að öðrum kosti. Á þessum síðustu og verstu tím- um er mikið rætt um uppbyggingu atvinnulífsins og sköpun nýrra at- vinnutækifæra til þess að vinna gegn atvinnuleysi. Sífellt er verið að kanna möguleika á stóriðju hér á landi og virkjun fallvatna með tilheyrandi kostnaði. Með því að Birgir Þór Sverrisson að vera ekki persónulegur gagn- vart þeim sem nú ráða ríkjum í ráðuneytinu tek ég gamalt dæmi. Líklega var það á árinu 1977, sem ég lenti í deilu við lögreglumenn á Húsavík út af yfirvinnureikning- um. Skoðun mín er sú, að grunn- laun lögreglumanna séu afar lág, því starf þeirra er afar erfitt og áhættusamt. Allt að einu áleit ég, að þak bæri að setja á yfirvinnu yfirlögreglumanns, svo hann gæti ekki nánast skammtað sér fé úr ríkissjóði með því að ákveða út- köll. Fulltrúar dómsmálaráðuneyt- is samþykktu, að slíkt þak væri sett á. Yfirvinnustundir skyldu, að mig minnir, ekki fara yfir 80 klst. á mánuði. Síðan kom reikningur frá yfirlögreglumanninum fyrir talsvert á annað hundrað klst. Þeg- ar ég neitaði að greiða reikning- inn, sneri hann sér til Landssam- bands lögreglumanna, sem tók málið upp við dómsmálaráðuneyt- ið. Málalyktir urðu þær, að ráðu- neytið lét undan í deilunni og greiddi reikninginn. Þar með ógilti það ákvörðun mína, sem þó hafði verið tekin með fullu samþykki þess. Tækin og verklokin Ákvörðunarvald um fjárveiting- ar til sýslumannsembætta og svo fjárnotkun þeirra er í höndum dómsmálaráðuneytis. Raunveru- legt ákvörðunarvald og ábyrgð er aðeins í orði kveðnu hjá sýslumönn- um. Sýslumaður getur því ekki með góðri samvizku hrósað sér fyrir að vera innan fjárlaga meðan starfsbræður hans eru það ekki. Og ekki heldur verður því sýslu- maður gerður ábyrgur fyrir því, að embætti hans er ekki innan fjár- laga. Á þessari staðreynd hefur engin breyting orðið þau 22 ár sem ég hef verið sýslumaður. Öll opin- ber dómfelling Ríkisendurskoðunar eða fjölmiðla, sem lætur ógetið þessarar staðreyndar, er því ekki annað en blórabögglagerð. Við þessar aðstæður tek ég því heils hugar undir orð Winstons Churc- hills, sem hann viðhafði í útvarps- ávarpi 9. apríl 1941, þegar hann bað Bandaríkjamenn um hjálp í styijöldinni við Þjóðveija: „Give us the tools and we will finish the job.“ Höfundur cr sýslumaður. veiða hval nást hins vegar mark- mið af þessu tagi. Ekki þarf að leggja í neina fjárfestingu ef hval- veiðar verða hafnar á ný. Hvalbát- arnir eru til og öll aðstaða við verk- un og vinnslu er á sínum stað. Hins vegar myndu hvalveiðarnar skapa mörg hundruð manns vinnu bæði við veiðar, vinnslu og söíu og tel ég ólíklegt að verkalýðsfor- kólfar við Faxaflóa myndu leggjast gegn því að sjá þeim liðsmönnum sínum fækka sem eru á atvinnu- leysisbótum. Framganga stjórnvalda í þessu máli má hins vegar furðu gegna. Þar virðast menn ekki átta sig á mikilvægi hvalveiða fyrir þjóðar- búið og bera gjarnan fyrir sig orð fisksölumanna erlendis um að markaðir munu spillast ef hvalveið- ar hefjist á ný. Sú fullyrðing er hins vegar út í hött. Ef svo heldur fram sem horfir um át hvala á fiski hér við land verður þess trúlega ekki langt að bíða að þessir menn hafi fátt eitt að selja. Eg tel að mikill stuðningur sé við hvalveiðar um allt land og það á ekki síst við hér í Vestmannaeyj- um. Því vil ég skora á þingmenn okkar og þá ekki síst sjávarútvegs- ráðherra, sem á að heita 1. þing- maður Suðurlandskjördæmis, að reka nú af sér slyðruorðið og sam- þykkja það á Alþingi að hvalveiðar skuli heíjast, og þá helst strax í vor. Það er ekki eftir neinu að bíða og er löngu tímabært að þingmenn okkar reki af sér slyðruorðið í þessu máli. Höfundur er skipstjóri á Vestmannaey VE-54.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.