Morgunblaðið - 21.05.1996, Side 35

Morgunblaðið - 21.05.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1996 35 Neyzluvenjur og krabbamein VÍSINDARANN- SÓKNIR, sem gerðar hafa verið víða um heim á undanfömum áratugum, benda til þess að mataræði eigi mikinn þátt í tilurð ýmissa krabbameina í mönnum. Flestir eru sammála um að rekja megi um þriðjung krabbameina til matar- æðis, annan þriðjung til tóbaksnotkunar en þriðjungur krabba- meina komi til af óskyldum eða óþekkt- um orsökum. Ljóst er að í fæðu manna eru fjöldamörg efni, sem geta orsakað krabbamein, eða á annan hátt stuðl- að að myndun þeirra. Jafnframt eru þekkt mörg fæðuefni, sem geta kom- ið í veg fyrir eða minnkað líkur á krabbameinsmyndun. Mataræði mannsins samanstend- ur af ótölulegum fjölda efna, sem eru nauðsynleg fyrir vöxt og við- hald mannslíkamans. í fæðunni eru kolvetni, eggjahvítuefni, fita, trefj- ar, vítamín, steinefni og fleiri snefil- efni, litarefni og ýmis efni, sem ætlað er að auka geymsluþol fæð- unnar, svo sem rotvarnarefni. Vitað er að ýmsar geymsluaðferðir auka magn krabbameinsvaldandi efna í fæðu, svo sem reyking, söltun, mygla og rotnun. Eftir því sem þekking manna hefur aukizt á þess- um málum hafa geymsluaðferðir batnað og nú er þess víðast vel gætt að ekki séu þekkt krabbameinsvaldandi efni í matvælum. Þá má benda á að land- fræðilegir þættir og árstíðabundnir hafa áhrif á efnainnihald fæðunnar svo og mat- argerð. Ráðleggingar um mataræði Ýmsar stofnanir og yfirvöld hafa sett fram ráðleggingar til al- mennings um æskilegt mataræði til að minnka líkur á krabbameini. Bandaríska krabba- meinsfélagið hefur sent frá sér eftir- farandi leiðbeiningar: 1. Viðhaldið æskilegri líkams- þyngd 2. Neytið fjöibreyttrar fæðu 3. Neytið ávaxta og græn- metis daglega 4. Neytið trefja- ríkrar fæðu svo sem grófs kom- matar, grænmetis og ávaxta. 5. Minnkið heildar fituneyzlu. 6. Makmarkið neyzlu áfengra drykkja 7. Takmarkið neyzlu fæðu, sem hefur verið söltuð, reykt eða geymd í saltpétri. Líkamsþyngd Sýnt hefur verið fram á að offitu fylgir aukin hætta á myndun krabbameins. Konur sem eru innan við 80% af kjörþyngd hafa 18% minni líkur á að deyja úr brjósta- krabbameini en þær sem eru í kjör- þyngd. Konum, sem eru 40% eða Þriðjung krabbameina má rekja til mataræðis, segir Signrður Björns- son, og annan þriðjung til reykinga. meira yfir kjörþyngd er yfir 50% hættara við eð deyja úr þessum sjúk- dómi en þeim sem eru í kjörþyngd. Grænmeti og ávextir Þeir sem neyta grænmetis og ávaxta í miklum mæli eiga síður á hættu að fá krabbamein í vélinda, maga, ristil og blöðruhálskirtil en aðrir. Úr grænmeti og ávöxtum fáum við karoten, vítamín, trefjar, snefil- málma og mörg fleiri efni, sem tal- in eru getað minnkað líkur á krabba- meinum. A- og C-vítamín eru talin draga úr líkum á krabbameinum í barka, Sigurður Björnsson lungum, vélinda og þvagblöðru. Rannsökuð hafa verið íjöldamörg efni, sem finnast í grænmeti og ávöxtum, og geta hindrað tilurð og vöxt krabbameina. Þeim má skipta annars vegar í efni, sem koma í veg fyrir að krabbameinsvaldar verði virkir (blocking agents) og hinsveg- ar í efni, sem koma í veg fyrir að krabbamein byrji að vaxa í frum- um, sem hafa orðið fyrir áhrifum krabbameinsvalda (suppressing agents). Áhrif þessara efna eru ekki ein- ungis háð magni þeirra í grænmeti og ávöxtum heldur einnig meðferð þeirra við geymslu og matargerð og samspili við aðra þætti fæðunnar. Trefjar Margar rannsóknir benda til þess að trefjarík fæða dragi úr líkum á ristilkrabbameini, þótt ekki séu allir sammála um það. Trefjar auka magn hægða og flýta fyrir tæmingu ristils og minnka þannig líkur á að krabbameinsvaldandi efni geti haft skaðleg áhrif á ristilslímhúð. Þeir sem neyta trefjaríkrar fæðu innbyrða að jafnaði færri hitaeining- ar og minni fitu og jafnvel minna áfengi (mormónar og 7. dags að- ventistar) en aðrir þannig að fleiri þættir kunna að valda lægri tíðni ristilkrabbameina meðal trefjaneyt- enda. Fita Margar rannsóknir hafa sýnt að fylgni er milli ríkulegrar fituneyzlu og krabbameina í bijósti, brisi og blöðruhálskirtli. Meðal þjóða, sem neyta mikillar fitu er dánartíðni af völdum bijósta- krabbameins hæst. Þannig er dán- artíðni af völdum þessa sjúkdóms fimm sinum hærri í Danmörku en í Japan. Sterk fylgni milli fituneyzlu og dánartíðni vegna btjóstakrabba- meins kemur í ljós þegar skoðaðar eru tölur frá 39 löndum. Aðrir hafa bent á að hin aukna krabbameinstíðni kunni að stafa af hitaeiningaríkri fæðu fremur en fituríkri. Sýnt hefur verið fram á að fylgni er á milli hitaeiningaríkrar fæðu og aukinnar tíðni á krabba- meinum í bijósti, leghálsi, ristli, legi, gallblöðru, nýrum, eggjastokkum, blöðruhálskirtli og skjaldkirtli. Mælt er með að innan við 30% af hitaeiningum I fæðu komi frá fitu, innan við 10% frá mettuðum fitusýrum. Alkóhól Sýnt hefur verið fram á að mikil áfengisneyzla tengist aukinni tíðni á ýmsum krabbameinum, svo sem í munni, koki, barka og vélinda. Þessi krabbamein tengjast einnig mjög reykingum. Þá hafa fjölda- margar rannsóknir sýnt fram á aukna tíðni bijóstakrabbameins meðal kvenna, sem neyta áfengis og eykst áhættan því meiri sem neyzlan er. Alþjóðlega krabbameinsstofnunin í Lyon hefur lagt til að alkóhól verði tekið í tölu krabbameinsvaldandi efna. Lokaorð Þrátt fyrir viðamiklar rannsóknir á tengslum mataræðis og krabba- meina hefur enginn einstakur or- sakavaldur eða varnarþáttur fund- izt. Mataræði manna er misjafnt og flókið og samspil hinna ýmsu þátta þess óljóst. Þó vitum við nóg til þess að geta mælt með minni fitu- neyzlu og aukinni neyzlu grænmetis og ávaxta ásamt trefjaríkri fæðu. Með hæfilegri hreyfíngu, fjölbreyttu fæðuvali og hófsemi í mat og drykk og reykleysi stuðlum við að betra heilsufari. Því er óhætt að taka undir með þeim sem segja: Borðum grænmeti og ávexti - 5 á dag. Höfundur er læknir. Gail flísar m ■m lStn 4 Stórhöfða 17, við Guilinbrú, sfmi 567 4844 Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Biddu um Banana Boat sólmargfaldarann el þú vilt vetða sólbrún/n á mettíma I skýjaveðri. O Yfir 60 gerðir Banana Boat sólkrema, -olia,-gela,-óða,-salva og -stifta m/sólvöm frá i til 150, eða um tvöfalt öllugri en aðrar algengar sólarvörur. Banana Boat sólarlinan er fram- leidd úr Aloa Vera, kollageni og elastíni, jojoba, minkoliu, banönum, möndlum, kókos, A, B, D og E vitaminum o Sérhönnuð sólkrem fyrir íþróttamenn. Banana Boat Sport m/sólv. #15 og #30. o 99,7% hreint Banana Boat Aloe Vera gel (100%). Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlitra al Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af Banana Boat Aloe Vera gel á 700 kr? Eða tvöfaft meira magn al Banana Boat Aloe Vera gel á 1000 kr? An spimlinu, tilbúinna lyktarefna eða annana ertandi ofnæmisvalda. Biddu um Banana Boat á sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavikur. Banana Boat E-gel fæsl lika lijá Samtökum psoriasis og exemsjúklin- ga. Heilsuval - Barónsstíg 20 tr 562 6275 Bændur og sumarhúsaeigendur GIRÐINGAREFNI I ÚRVALI MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 Scetirsófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGAGNALAGERÍNN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kúpavogi - slml 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14. Fagmennska borgar sig Islendingar eiga öfluga stétt faglærðra iðnaðarmanna sem leggja áherslu á gæði og vönduð vinnubrögð. Innlend framleiðsla þarf að standast harða samkeppni og það skiptir sköpum fyrir þjóðarhag að fjármunir, sem varið er til verklegra framkvæmda, nýtist sem best. Samiðn hvetur fólk til að skipta við menntaða iðnaðarmenn og kanna fagleg réttindi þeirra sem bjóða þjónustu sína. Fagmennska borgar sig. Samiðn er samband stéttarfélaga í byggingar- iðnaði, málmiðnaði, bíliðnaði, garðyrkju og netagerð. t Samiðn er 31 félag um lánd allt með um 5500félagsmenn. rir SAMBAND IÐNFELAGA Suöurlandsbraut 30.108 Reykjavík. Sími 568 6055. Fax 568 1026. Heimasíða: http-J/www. rl. is/samidn.html

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.