Morgunblaðið - 21.05.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR
HJÁLMAR JÓNSSON
+ Sigurður
Hjálmar Jóns-
son fæddist á
Isafirði 27. mars
1959. Hann lést 7.
mai síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
þau Steingerður
Jónsdóttir og Jón
Karl Sigurðsson.
Systkin hans eru
Gunnar Þorsteinn,
Ragnhildur og Þór-
dís.
Sigurður hóf
ungur að keppa á
skíðum og __ varð
margfaldur íslandsmeistari á
svigskíðum. Fyrsta keppni hans
sem að kvað á erlendri grund
var ítalska meistaramótið 1975.
Hann tók þátt í Ólympíuleikun-
um í Innsbruck 1976, en sínum
besta árangri náði hann á
heimsmeistaramóti í Garmisch-
Partenkirchen í Austurríki
þegar hann varð í 13. sæti af
102 keppendum og aðeins einn
Norðurlandamaður á undan
honum. Eftir Ólympíuleikana í
Lake Placid í Bandaríkjunum
1980 hætti Sigurður keppni, en
sneri sér að kennslu
og þjálfun og var
það aðalstarf hans
á vetrum fram und-
ir seinustu ár. Á
sumrin var hann
veiðivörður og leið-
sögumaður við Haf-
fjarðará. Meðfram
öðrum störfum sín-
um fékkst Sigurður
nokkuð við inn-
flutning og verslun,
og í fyrra opnaði
hann verslunina
Nýhöfn og seldi þar
skíða- og útivistar-
vörur.
Sigurður gekk til sambúðar
við Unni Óttarsdóttur 1983 og
eignuðust þau soninn Jón Karl.
Þau slitu samvistir 1986.
Sigurður hóf sambúð með
Ólöfu Sigríði Davíðsdóttur
1988 og 23. júní 1991 gengu
þau í hjónaband. Börn hennar
af fyrra hjónabandi eru: ívar,
Ásmundur Órn, Hálfdán Helgi
og Lisbet.
Utför Sigurðar Hjálmars fór
fram í kyrrþey frá Akrakirkju
hinn 17. maí síðastliðinn.
Æskufélagi minn og vinur, Sig-
urður H. Jónsson, er látinn. Við
Siggi Bóa kynntumst þegar við
vorum sjö ára gamlir. Var ég þá
nýfluttur á Hlíðarveg 3 á ísafirði.
( Siggi átti heima á Hlíðarvegi 1.
| Kynni okkar Sigga bar þannig að,
a að ég, nýfluttur á Hlíðarveginn,
" sótti mikið til ömmu og afa í Hafn-
arstræti 4. Eitt sinn kom Jón Karl,
pabbi Sigga, en hann var umboðs-
maður Flugleiða á Ísafirði, með
hann með sér í vinnuna. Þeir feðg-
ar komu yfir í Hafnarstræti 4 og
spurði Jón Karl mig hvort ég vildi
leika við Sigga. Upp frá því hófst
> vinskapur okkar sem stóð óslitið.
Á þessum árum vorum við Hlíð-
í arvegspúkar. Siggi hafði stundað
( skíði í nokkur ár. Hann linnti ekki
látum fyrr en ég fór með honum
á skíði. Mín fyrsta ferð á skíðum
var neðst á Andrésartúni og var
Siggi skíðakennarinn. Ekki var
farið hátt upp í túnið í þetta sinn,
aðeins tekin ein beygja, til vinstri.
Þolinmæði Sigga var einstök. Sjö
ára stóð hann í langan tíma og
j reyndi að kenna mér. Dag einn
small allt saman og var ég þá að
* hans mati tilbúinn til stærri verk-
( efna, sem var Stórurðin. Þar hélt
kennslan áfram og stóð hún yfir
allan þann tíma sem við stunduðum
skíðaíþróttina. Þá strax varð skíða-
íþróttin okkar aðaláhugamál.
Skíðamótum sem við tókum þátt
í fór fjölgandi og fyrsta unglinga-
meistaramótið á Akureyri var
framundan. Þá strax kom í ljós
1 útsjónarsemi Sigga við að meta
( aðstæður í svigbrautum. Í öllum
^ keppnum fórum við saman að
skoða brautirnar. Á þessu móti var
ég kominn aðeins á undan Sigga
til að skoða þegar hann kallar á
mig niður í braut og segir: „Gunn-
ar, hérna tökum við eina beygju í
gegnum þessa nál meðan hinir
taka tvær beygjur.“ Þessi útsjónar-
semi Sigga skilaði okkur fyrsta og
| öðru sæti í mótinu. Þetta var upp-
hafið að mörgum ferðalögum okk-
" ar saman innanlands og utan.
( Mér eru sérstaklega minnis-
stæðar ferðir okkar til Ítalíu á
Andrésar-andarleikana og æfinga-
ferð sem við fórum til Austurríkis.
Ferðin til Austurríkis kom þannig
til að Siggi sá í blaði, sem pabbi
hans átti, auglýsingu um skíða-
námskeið í Innsbruck. Við linntum
ekki látum fyrr en foreldrar okkar
( gáfu leyfi til fararinnar, þó við
( værum aðeins 14 ára. Við vorum
i í Austurríki í þijár vikur við æfing-
' ar og keppni. Upp frá þessu var
Siggi orðinn einn besti skíðamaður
á landinu, þótt ungur væri.
Fyrsta unglingalandsliðið var
valið og vorum við Siggi ásamt
fleirum valdir í það. Framundan
voru áframhaldandi æfingar.
Þegar Siggi var á elsta ári í
unglingaflokki var hann fyrsti ís-
lendingurinn til að taka þátt í
Skíðalandsmóti íslands þó hann
hefði ekki aldur til. Var þetta
fyrsta mótið sem við tókum ekki
þátt í saman. Ég keppti á unglinga-
meistaramótinu á Akureyri sem
fram fór á sama tíma. Á því móti
sárvantaði mig þann stuðning sem
ég hafði haft af Sigga.
Nú tóku við stífar æfingar, því
árangur Sigga á skíðum var það
góður að keppni erlendis var kom-
in á dagskrá. Yfír vetrartímann
var Siggi mest erlendis við æfíngar
og keppni og æfði hann með
sænska skíðalandsliðinu um tíma.
Alltaf höfðum við samband reglu-
lega á þessum árum.
Fyrir eitt keppnistímabilið
hringdi Siggi í mig og spurði mig
hvort ég væri tilbúinn að koma í
hjólaferðalag um Evrópu. Ég tók
því vel og bjóst við léttu sum-
arfríi. En raunin varð önnur. Við
hjóluðum 150 km á dag. Eftir 18
daga ferðalag vorum við báðir
komnir í gott form. Þennan vetur
náði Siggi sínum besta árangri.
Eftir að Siggi hætti að keppa
gerðist hann skíðaþjálfari og var
hann þjálfari landsliðsins um tíma.
Hann skipulagði æfingabúðir
landsliðsins á Snæfellsjökli. Hann
hafði þá samband við mig og bað
mig um að aðstoða sig við æfíng-
arnar. Með í ferðinni var Ólöf,
kona hans. Við áttum þar mjög
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIBIR
IIÓTEL LOPTLElÍ)1 R
MINNINGAR
góða stund. Var þetta í síðasta
skiptið sem við Siggi skíðuðum
saman. Þó árunum hafði fjölgað
var sami andinn enn til staðar og
þegar við vorum púkar á ísafirði.
Æskuárin á ísafírði eru ógleym-
anleg. Foreldrar okkar Sigga byij-
uðu sama ár að koma sér upp þaki
yfír höfðuðið inni í Miðtúni og
Sætúni.
Sumarið 1968 bjuggum við inni
í Skógi fram á haust því nýju hús-
in voru ekki tilbúin. Fyrstu snjó-
komin voru farin að falla og allar
fjölskyldur fluttar úr Skóginum.
í sömu vikunni fluttu fjölskyldur
okkar inn og nýr heimur blasti við
okkur.
Margt var brallað og flest sem
okkur datt í hug var framkvæmt.
Við smíðuðum okkur til dæmis
tveggja manna reiðhjól sem vakti
mikla athygli. Hjólið var meðal
annars flutt fyrir okkur til Reykja-
víkur þegar við voram þar í heim-
sókn hjá ættingjum okkar og var
það notað þar óspart.
Einu sinni ákváðum við að
stijúka að heiman. Við lögðum af
stað en þegar við voram komnir
upp að Harðarskála mundi Siggi
eftir því að hann átti að ná í Þór-
dísi systur sína á leikskólann. Ekki
vildi hann gleyma systur sinni. Við
hlupum eins og fætur toguðu á
leikskólann og voram mættir í
tæka tíð til að ná í Þórdísi.
Keppnisskapið var alltaf til stað-
ar. í kjallaranum heima hjá Sigga
settum við upp borðtennisborð.
Eitt kvöldið þegar spila átti borð-
tennis vora þeir bræður, Gunnar
og Siggi, byrjaðir að spila. Ekki
fékk ég að spila mikið það kvöldið,
því ef Siggi vann eina lotu heimt-
aði Gunnar að önnur lota væri
spiluð og ef Gunnar vann heimtaði
Siggi það sama. Þeir bræður voru
miklir keppnismenn. Alltaf litum
við upp til Gunnars bróður Sigga
og var hann okkar fyrirmynd í
mörgu.
Agga systir Sigga hafði eitt sinn
ásamt vinkonum sínum byggt sér
lítinn kofa á leiðinni upp á Selja-
landsdal. Þennan kofa höfðum við
Siggi hugsað okkur sem bústað
yfir veturinn til gistingar þannig
að styttra væri fyrir okkar að fara
á skíði.
Heimilið í Sætúni 1 var mitt
annað heimili á þessum árum. Var
gott að koma til Steingerðar og
fá ískalda mjólk og kex til að seðja
sárasta hungrið um miðjan daginn.
Með þessum orðum vil ég kveðja
góðan vin og félaga í gegnum árin.
Vin sem kenndi mér margt. Ég
veit að ég á eftir að hitta Sigga
aftur þó síðar verði.
Ég sendi Ólöfu, konu hans, Jóni
Karli, syni hans, foreldram og
systkinum og öðrum aðstandend-
um mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Gunnar Bjarni.
Á vetrum var lífíð skíðin. Fyrst
á Andréstúninu, ýmsar brautir
gerðar, tímataka úr húsinu hans
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 41
...........— ...... <
Högna. Gátum í byijun flest aðeins
tekið vinstri beygju, æfðum þá
hægri þar til hún náðist. Þetta var
góður kjami af innri Hlíðarvegs-
endanum og Urðarvegsbrekkunni.
Þú varst í yngri hluta hópsins en
fylgdir hinum eldri fast eftir.
Og svo var farið upp í Urð.
Dvöldum þar öllum stundum. Við
horfðum á og dáðumst að „köllun-
um“, þeir vora bestir á landinu og
þeir vora fyrirmyndin. Þú varst
sem fæddur með skíðin á fótunum
og strax með brennandi áhuga.
Margir skemmtilegir atburðir
renna í gegnum hugann, til dæmis
á okkar fyrstu áram í Urðinni,
þegar nokkur okkar höfðu fengið
ný skíði með stálköntum og sólum
en þú varst enn á þeim gömlu. Þá
stakkst þú öðra skíðinu í snjóinn
og þrýstir á þar til það brotnaði
til að fá ný líka. Eða þegar við
spurðum Áma Búbba hvað við
þyrftum að gera til að verða ís-
landsmeistarar. Og svarið kom að
bragði, ef við færam hundrað ferð-
ir á dag uppundir kletta í efri Urð-
inni og skíðuðum niður þá yrðum
við örugglega meistarar. Og ferð-
irnar urðu ansi margar upp í kletta.
Með skíðin á bakinu, gengum allir
í röð, skiptumst á í fyrstu ferðinni
að ganga fyrstur til að gera þrep
í snjóinn, hvfldum okkur á Hvíldar-
steininum, sem við nefndum sjálf-
ir. Horfðum niður á eyrina, inn í
Qörð og út á Djúpið, logn og sól
í minningunni. Ög þegar upp var
komið, smá fiðringur í maganum,
hver hugsaði um sinn stíl á leið-
inni niður, vissum af þeim í neðri
Urðinni sem horfðu á okkur, okkur
fannst það ekki verra, vorum auð-
vitað dálítið upp með okkur, þetta
var bratt og ekki á allra færi að
fara þarna upp.
Síðan tók Seljalandsdalurinn
við, paradísin. Þríkeppni Harðar,
sú fyrsta sem við tókum þátt í, eða
firmakeppnin, þar sem settar vora
aukasekúndur á þá bestu til að
allir hefðu jafna möguleika og við_
fylgdumst spenntir með hverslj
mikið var bætt við okkur til að
vita hversu góðir við væram orðn-
ir. Þannig vora fyrstu sporin þín
að glæstum ferli. Þú hafðir ein-
staka hæfíleika og vannst að því
að ná árangri á þinn rólega en
ákveðna hátt. Þegar efri lyftan var
komin, skíðaðir þú mest og lengst.
Kannski hefur þú þá náð ferðunum
hundrað á dag. Lagðir granninn
að afburða getu. Með metnaði og
mikilli ástundun. Yfírleitt sigrar í
öllum mótum í unglingaflokkun-
um, fímmtán ára sigurvegari T
bikarmóti fullorðinna, íslands-
meistari mörgum sinnum. Fórst í
keppnisferðalög til útlanda mjög
ungur og náðir m.a. besta árangri
íslendings á heimsmeistaramóti.
Ég þarf ekki að telja meira upp.
Þú braust ísinn og gerðir íslenskum
skíðamönnum ljóst að þeir geta
orðið meðal þeirra fremstu í heim-
inum.
Þú hélst tryggð við ísafjörð,
þrátt fyrir langar fjarverur. Keppt-
ir alltaf undir merkjum hans og
komst oft vestur, þjálfaðir okkar
lið. Böndin vestur brastu ekki og
það kunnu ísfirskir skíðamenn að
meta.
Það er komið að kveðjustund,
hún kemur alltof snemma, en
hafðu þökk fyrir samverustundirn-
ar. Minningarnar geymi ég vel og
gleymi ekki.
Geir Sigurðsson.
• Fleiri minningargreinar
um Sigurð Hjálmar Jónsson
bíða birtingar ogmunu birtast
í blaðinu næstu daga.
Opið k1. 13-18 alla virka daga og laugardaga kl. 13-17.
Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin, Kópavogi, sími 564 3555.
A GOÐU VERÐI
10% staðgreiðslu
afsláttur
Stuttur afgreiðslufrestur
Frágangur á legsteinum
í kirkjugarð á góðu verði
Graníl
l^MrirÉÉI
T1L ALLT AO M MANAOA
iiLIJ.lv,vHi-Jil'JJ
i TIL 24 MAIUACM |
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707