Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF • FORSETAKJOR Rökrétt framhald Frá Hrafni Sæmundssyni: TÍMINN er skrýtin skepna. Alltaf þrammar hann sína leið og aldrei er hann eins. Og alltaf gerist eitt- hvað í þróuninni. þannig hafa húsráðendur á Bessastöðum breyst í gegnum árin og eftir að þjóðin fór sjálf að kjósa forseta án leiðsagnar stjórnmálamanna hefur það gerst að hver tekur við af öðrum og tekur jafnframt við arfleifðinni og bætir við eftir kröf- um tímans og þeirrar þróunar sem orðið hefur. Þannig mótaði Kristján Eldjárn á sínum tíma hefð í forsetaemb- ættinu sem byggðist á menning- ararfleifð þjóðarinnar og alþýð- legum virðuleik sem féll vel inn í þann tíma í þróun þjóðfélagsins. Þegar Vigdís Finnbogadóttir tók við forsetaembættinu byggði hún á þessari sömu hefð en bætti við nýjum þáttum í samræmi við breyttan tíma. Ný heimsmynd blasti þá við af tröppum Bessa- staða. Vigdís gekk inn í þennan nýja tíma af slíkri reisn að hvar- vetna, hvort sem var á innlendri eða útlendri grund, bar hún hróð- ur landsins af virðuleik og festu. Hvarvetna utanlands kynnti hún menningu og sérstöðu landsins en gleymdi heldur ekki að sjálf- stæði þjóðar byggist einnig á efnahagslegu sjálfstæði og við- skiptum við aðrar þjóðior. Og enn blasa nýir tíma við. Enn verður þjóðin að glíma við ný verkefni í heimi sem er að galopn- ast. Þessi heimur er harður og fulltrúar lítilla þjóða þurfa að bera höfuðið hátt og hafa reisn og hugrekki til að tala máli þjóð- arinnar á erlendum vettvangi. Á þessum tímamótum stöndum við í dag og enn þarf að kjósa nýja fulltrúa til að búa á Bessa- stöðum. Fólk sem tekur við hefð- inni en er í stakk búið að ganga til móts við nýja tíma. Allir hlutir orka tvímælis. Mat fólks er misjafnt og persónubund- ið þegar um val á einstaklingum er að ræða. Vandséð er þó hvern- ig hægt er að líta framhjá Ólafi Ragnari Grímssyni sem jákvæð- um kosti ef sú þróun þarf að verða á forsetaembættinu sem hér hefur verið reynt að rökstyðja. Og kannski er það líka nokkurs virði í þessu vali að til Bessastaða flytj- ist fjölskylda sem metur heilbrigt líf mikils og keyrir á eigin elds- neyti í umgengni við sjálfan sig og náttúruna. Hljóta þessir þættir ekki líka að vega eitthvað í valinu? HRAFN SÆMUNDSSON, Bræðratungu 10, Kópavogi. Veljum ópólitískan mann Frá Herði Bjarnasyni: FORSETAKOSNINGAR eru framundan og ýmislegt bendir til að þjóðin hyggist velja stjórn- málamann sem næsta forseta ís- lands. Það tel ég misráðið. Við eigum_ ekki að gera embætti for- seta íslands að vettvangi fyrir pólitík. Þvert á móti. Við eigum að velja ópólitískan mann; mann sem er hafinn yfir flokkadrætti og dægurþras. Við eigum að kjósa Pétur Haf- stein. í mínum huga hefur Pétur sett fram stefnu, _sem er virðingu embættis forseta íslands samboð- in. Hann hefur lagt áherslu á að forseti íslands sé hafinn yfir flokkadrætti og sé óbundinn af pólitískri fortíð. Það hefur komið fram að hann hafi rætt við leið- toga allra stjórnmálaflokka á Al- þingi til þess að gera þeim grein fyrir stefnu sinni varðandi emb- ætti forseta íslands. Það finnast mér rétt viðbrögð og sýnir staðfestu og dómgreind. Pétur hefur þvert á móti reynt að tala við alla - vinna traust allra stjórnmálaflokka. Enda embætti forseta íslands samein- ingartákn en ekki sverð í pólitísk- um skylmingum. Því segir ég: Kjósum Pétur Hafstein 29. júní. Með því tryggj- um við að embætti forseta íslands verði áfram sameiningartákn meðal þjóðarinnar. HÖRÐUR BJARNASON Klapparstíg la, Reykjavík. Fyrirspurn til utan- ríkisráðuneytisins Frá Asgeiri R. Helgasyni: HÉR í Stokkhólmi er kosninga- starfíð vegna forsetakosninganna komið á fulla ferð. Við stuðnings- menn Guðrúnar Agnarsdóttur höfum sett upp heimasíðu á alnet- inu sem er beint tengd við kosn- ingaskrifstofuna heima og fjöldi manns hefur látið í sér heyra til okkar. Skeyti hafa borist alls staðar að úr heiminum með ábendingum um þróun heimasíð- unnar og beiðnum um upplýsingar varðandi atkvæðagreiðslu utan kjörfunda. Að sjálfsögðu reynum við að aðstoða alla sem leita til okkar en ég vil gjarnan koma því á framfæri við opinbera aðila heima hvort ekki sé hægt að koma upp heimasíðu, t.a.m. hjá utanrík- isráðuneytinu þar sem veittar eru upplýsingar um þessi mal og fyr- irspurnum svarað frá íslending- um erlendis. Með vinsemd og virðingu, ÁSGEIRR. HELGASON, asgeirradfys.ks.se á kosningaskrifstofu Guðrúnar Agnarsdóttur á Norðurlöndum. Klæðningin sem þolir islenska veðróftu 1 Lana Hvítt r Grátt ■ B|átt |*P; il Fílabein Wm ’*' Leitió tilboóa ÁVALLT TIL Á LAGER ÞÞ &co ARMULA 29 • 108 REYKJAVlK SÍMAR S53 8640/568 6100, fax 588 8755. I DAG einn undir 16 ára. Þessi staða kom upp í viðureign þeirra yngstu: Bromberger, Bæjara- landi, var með hvítt, en Grund frá Baden hafði svart og átti leik. 21. Hh2+! 22. Kxh2 - Df2+ 23. Khl - 0-0-0 24. Bh6 (Þessi örvæntingar- fulla tilraun til að loka h línunni dugar skammt:) 24. Hh8 og hvít- ur gafst upp. Það munaði um þennan sigur, því þessari viðureign lyktaði með jafntefli 6.-6. Baden sigraði síðan í keppninni með fimm stig af sex mögulegum og 20 vinninga af 36, Bæjarar komu næstir með þijú stig og 18 vinninga, Sviss hlaut tvö stig og 18 vinninga og Wurttemberg tvö stig og 16 v. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp í fjög- urra liða keppni í Þýska- landi í vor, Bodensee Cup. Þar kepptu lið frá Sviss, Bæjaralandi, Baden og Wurttemberg. Tólf voru í hverri sveit, þar af einn unglingur undir tvítugu og Farsi VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Hvar er Ólafur Ragnar? ADDA hringdi: „Ég vil lýsa furðu minni á því að í sjónvarpi og dagblöðum að undan- förnu hafa allir forseta- frambjóðendur verið í yfirheyrslu nema Ólafur Ragnar Grímsson. Eg vil sjá meira af honum, eða til jafns við hina og spyr því: Hvar er maðurinn? Hvað er „húsmæðraverð“? HÚSMÓÐIR hringdi til að lýsa furðu sinni á aug- lýsingu á Stöð tvö um helgina þar sem hlutur var sagður vera á hús- mæðraverði. „Þýðir það að hlutur- inn kosti nánast ekkert, því eins og allir vita hafa húsmæður engin laun? Aldrei hef ég heyrt þess getið að t.d. dýrir bílar eins og BMW eða jeppar séu á forstjóraverði. Þeir sem auglýsa á þennan hátt ættu að sjá að þetta er niðurlægjandi fyrir þá sjálfa." Tapað/fundið Gleraugu töpuðust LESGLERAUGU í dökkri umgjörð og brúnu hulstri töpuðust miðviku- daginn 8. eða fimmtu- daginn 9. maí sl. á höfuð- borgarsvæðinu. Finnandi vinsamlega hringi í síma 561-5435. Hjól tapaðist BLÁTT 24 tommu, 18 gíra Pro-Style-hjól með svörtu munstri hvarf frá Bónus-videó í Mjóddinni fyrir u.þ.b. sex vikum. Búið var að lita gjarðirn- ar svartar. Tíu ára drengur keypti þetta ágæta hjól fyrir afmæli- speningana sína fyrir nokkru og saknar far- skjótans því sárlega. Hafi einhver orðið var við þetta hjól er hann beðinn að hringja í síma 557-9096. Úr fannst GYLLT kvenmannsúr með hvítri skífu fannst fyrir utan íslandsbanka á Réttarholtsvegi sl. mið- vikudag um fjögurleytið. Eigandinn má vitja þess í síma 588-4461. Gæludýr Kisu vantar fósturheimili ÁRSGAMLA blíðlynda og vel vanda læðu (sem er ófijó og eyrnarmerkt) vantar gott fósturheimili í 1-2 ár. Dýravinir vin- samlega hringi og fái upplýsingar í síma 551-3959. Týndur köttur KOLSVÖRT læða hvarf frá Vallengi 1 föstudag- inn 10. maí sl. Hún er eyrnarmerkt og var með sítrónugula ól með engu merki. Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann beðinn að hringja í Katt- holt eða Dýraspítalann. Einnig má hringja inn upplýsingar í síma 586-1084. Hundur í heimilisleit HEIMILI óskast fyrir fjögurra ára fallegan collie-hund. Upplýsingar í síma 568-5693. Víkverji skrifar... HVERT er markmiðið með Evr- ópusöngvakeppninni? Auk þess að hvetja menn til dáða við gerð fallegra dægurlaga, hlýtur markmiðið að vera að nota þessa keppni til þess að koma á fram- færi ákveðinni ímynd þjóða. Tekst okkur íslendingum það? Því fer fjarri. Það má raunar halda því fram, að okkur hafi tekizt dável t.d. í Ósló á laugardagskvöld að koma á framfæri rangri ímynd eða alla vega ýta undir ranghugmyndir annarra þjóða í þeim efnum. Söngkonan, Anna Mjöll Ólafs- dóttir, stóð sig vel og yfir engu að kvarta í þeim efnum. En kjarni málsins er sá, að lagið sjálft og hópurinn sem stóð á sviðinu og flutti það gátu alveg eins komið frá Bandaríkjunum. Er það sú ímynd, sem við viljum koma á framfæri? Að við séum jafn „amer- íkaníseruð" og sumir útlendingar vilja halda fram? Tæplega getur það verið markmiðið með þátttöku í þessari keppni. Anna Mjöll Ólafsdóttir kom sjálf auga á þetta, þegar hún í samtali við RÚV í fyrradag lýsti þeirri skoðun, að framlag okkar í næstu keppni ætti að vera þjóðlegra. Undir það skal tekið. Framlag flestra þátttakenda var með sama marki brennt. Það var ómögulegt að sjá af lögunum sjálf- um og sviðsframkomu söngvara hverrar þjóðar þeir voru. Þeir sem beztum árangri náðu skáru sig hins vegar úr. Það á bæði við um Irland og Noreg. xxx EINN af viðmælendum Víkveija hafði orð á því, hve algengt væri, að bílstjórar leggi í bíla- stæði, sem ætluð eru fötluðum. Slík framkoma er ekki við hæfi. Til þess eru bílastæðin sérstaklega merkt að auðvelda fötluðu fólki að komast leiðar sinnar og geta lagt bílum við fyrirtæki og stofnanir, þannig að skammt sé að fara. Hvernig getur fullhraust fólk verið þekkt fyrir að misnota þessi bíla- stæði með þeim hætti, sem alltof algengt er? xxx VÍKVERJI hafði orð á því á dögunum, að hann hefði keypt ferskan ananas í Hagkaup, sem hefði verið ónýtur. Fulltrúar Hagkaups höfðu samband við Morgunblaðið og kváðust ekki draga í efa, að þetta væri rétt, enda hefði viðskiptavinurinn alltaf rétt fyrir sér! Þeir sögðu hins vegar, að fyrir- tækið legði mikla áherzlu á að hafa á boðstólum bæði grænmeti og ávexti, sem uppfyllti ströngustu kröfur um gæði. Fróðlegt var að hlusta á lýsingu þeirra á því, hvern- ig ferskur ananas er fluttur til landsins. Hann kemur úr tveimur heimsálfum, annars vegar frá Hawaii en hins vegar frá Suður- Afríku. í Hawaii er ananasinn tek- inn, þegar hann er orðinn full- þroska, skorinn og fluttur hingað í gagnsæjum plastdósum, þannig að fólk getur skoðað ávöxtinn. Þessi ananas er fluttur hingað með flugvélum og eru ekki nema tveir dagar liðnir frá því að hann var tekinn og skorinn á Hawaii og þangað til hann er kominn hingað til lands. Betur er varla hægt að gera. í Suður-Afríku er ananasinn tekinn óþroskaður á akrinum og fluttur með skipi til meginlands Evrópu. Þaðan er hann fluttur með flugi hingað. Þessi ananas er seld- ur í verzlunum Hagkaups ýmist skorinn og þá í plastdósum eða óskorinn. Ananasinn frá Hawaii er heldur gulari á litinn en frá Suður-Afríku. Vonandi auðvelda þessar upp- lýsingar fólki að velja sem beztan ferskan ananas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.