Morgunblaðið - 21.05.1996, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.05.1996, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 51 ÍDAG Árnað heilla STJÖRNUSPÁ Gallastrechbuxurnar komnar aftur í 4 litum og 'óllum stærðum, kr. 4.300. /?/\ÁRA afmæli. í dag, Ovfþriðjudaginn 21. maí, er sextugur Þorsteinn Hjaltason, fólkvangsvörð- ur í Bláfjöllum, Fljótaseli 2, Reykjavík. Hann og kona hans Elín Einars- dóttir verða að heiman. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. desember sl. í Digraneskirkju af sr. Gunnari Sigur- jónssyni Elín Lára Jónsdóttir og Snorri Páll Ein- arsson. Á mynd- inni er einnig dóttir Elínar Telma Huld Ragnarsdóttir. Þau eru nú búsett í Hollandi, Wagen- hoeve 14, Houten. Ást er... ... smánart í eymasnepil. TM Rsq U.S. Pmt. Ott. — mO nghts rmsenwJ (c) 1906 Loa Ang«te> Timas Syndicate BRIPS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson PUNKTATALNINGIN 4-3-2-1 er kennd við Bandaríkjamanninn Milton Work (1864-1934). Work skrifaði sína fyrstu bók um vist (1895), en hóf svo að rita um „uppboðs-brids“ (auction) og síðar „samn- ings-brids“ (contract) þegar það spil var fullmótað árið 1925. Helsti spilafélagi Works var Olive Peterson (1894-1965). Hún skrifaði sjálf ágætar bækur um spil- ið, sem seldust þó illa vegna yfirburðastöðu Culbertons á markaðinum. Peterson þótt betri spilari en Work og ekki síðri en Charles Goren, sem var einnig makker hennar á síðari árum. Hér er hún í vestur, í vörn gegn íjórum hjörtum: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 1054 V K9 ♦ G ♦ KG86432 Vestur ♦ 8 ¥ G105 ♦ 10986542 ♦ ÁD Austur ♦ ÁKD962 V 3 ♦ 73 ♦ 10975 Suður ♦ G73 ¥ ÁD87642 ♦ ÁKD ♦ Vestur Norður Austur Suður 1 spaði 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: Spaðaátta. Austur átti fyrsta slag- inn á spaðadrottningu og tók næstu tvo á ásinn og kónginn. Peterson þurfti að henda tvisvar af sér og hún valdi fyrst laufdrottn- ingu og síðan laufás! Aust- ur spilaði þá laufi og upp- færði hjartagosann. HOGNIIIREKKVISI /t~Hcrwt- Uzr\oar6onx til cÁþokfca fxl hugdjctr/o. sLöktwiLiðsmQnntsem honum ni&Ur úr trénu." COSPER OD 00 V 1 ^ p p W / HANN er að gráta af þvi hesturinn hans sparkaði í hnéð á honum. Pennavinir ÞRETTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á blaki, körfuknattleik, knatt- spyrnu, bréfaskriftum, tónlist o.fl.: Rika Nakamura, 4-802-103 Tak- inomizu Midori-ku, Nagoya, 458 Japan. LEIÐRÉTT 92 oktana bcnsín MEINLEG villa slæddist inn í fyrirsögn greinar Gunnars E. Kvaran, upp- lýsingafulltrúa Skeljungs, í Bréfí til blaðsins sl. sunnudag. Fyrirsögnin átti að vera „Þess vegna var hætt að selja 92 oktana bensín á Islandi" en ekki 98 oktana bensín eins og stóð í blaðinu. Þá var höfundur sagður heita Gunnar R. Kvaran, en hann heitir Gunnar E. Kvaran. Morgunblaðið biður hann og lesendur blaðsins velvirðingar á þessum mistökum. Leiðrétting í síðustu Lesbók voru birt þijú smáljóð eftir Piet Hein í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, í annars nafni, og eru lesendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. cltlr Franccs Drakc * NAUT Afmælisbarn dagsins: Þig skortir ekki sjálfstraust, ogþú hefur gaman af ferðalögum. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hættu að þrasa, og hlustaðu á það sem aðrir hafa að segja. Hugmyndir þeirra eru góðar og geta komið þér að gagni. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú tekur til hendi við verk- efni í dag, sem þú hefur lengi vanrækt. En þegar kvöldar verður mikið um að vera í félagslífinu. Tvíburar (21. maí - 20.júní) íöfr Ekki efast um eigin getu. Ef þú treystir á eigið fram- tak, bíður þín aukinn frami á vinnustað. Sinntu ættingja í kyöld. Krabbi (21. júní — 22. júlf) HtÍ Þú kemur vel fyrir þig orði, og nýtur þín í sviðsljósinu þegar ráðamenn fallast á að koma hugmyndum þínum f framkvæmd. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) Þú hefur stundum tilhneig- ingu til óþarfa hlédrægni, en nú þarft þú að láta til þín taka í mikilvægu máli varð- andi vinnuna. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þig langar að kaupa dýran hlut fyrir heimilið, en íhug- aðu vel hvort fjárhagurinn leyfir það, og hafðu samráð við ástvin. Vog (23. sept. - 22. október) Þú finnur leið til að leysa vandamál, sem hefur valdið þér nokkrum áhyggjum að undanförnu. Ástin ræður ríkjum þegar kvöidar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Gættu þess að segja ekkert, sem gæti valdið misskilningi í vinnunni. Vandaðu val orða þinna svo ekkert fari á milli mála. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ^0 Þú ert í sólskinsskapi, og glaðværð þín er beinlínis smitandi. Þú nýtur þín í vina- hópi í dag, og ástvinir fara út saman í kvöld. Steingeit (22. des. -19. janúar) ^1} Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn og bíða þess að málin leysist af sjálfu sér. Brettu upp ermar og leystu þau. Vatnsberi (20.janúar- 18.febrúar) Þér tekst loks að leysa gam- alt vandamál með góðri að- stoð starfsfélaga í dag. Þú hefur fulla ástæðu til að fagna þegar kvöldar. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 2* Þú þarft að leggja fjölskyld- unni lið við umbætur á heim- ilinu í dag, og verkið gengur vel. Þegar kvöldar er gott að hvíla sig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjnst ekki á traustuni grunni vísindalegra staðreynda. Vorum einnig að taka upp mikið af bolum og peysum í góðum stærðum. PÓSTHÓLF 3307 123 REYKJAVÍK SÍMl 587 5055 Breyttar álterslnr Vegna breyttra áherslu á snyrtivörum verður rýmingarsala á nýjum og nýlegum vörum frá Kryolan og Vistique frá 21.-25. maí í verslun okkar við Skólavörðustíg 2. 40-60% afsláttur Þriðjudaginn 28. maí opnum við fulla búð af MAKE UP FOR EVER SNYRTIVÖRUM. MftlLE Up fOR €\/EZ-Utekt. Skóiavörðustíg 2 Ný sending af Gardeur- buxuin Uéutttv,, v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.