Morgunblaðið - 21.05.1996, Side 60

Morgunblaðið - 21.05.1996, Side 60
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<SCENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fyrsti dagur í humri Vestmannaeyjum. - Morgunblaðið. jíIUMARVINNSLA hófst í Eyj- um í gær er fyrstu bátarnir komu með afla sinn að landi. í Vinnslustöðinni lönduðu 6 bátar 10 tonnum af slitnum humri og sagði Viðar Elíasson, fram- leiðslustjóri, að vertíðin virtist fara ágætlega af stað. Stærðin á humrinum væri blönduð en það væri eðlilegt þar sem hann hefði veiðst í Háadýpi. Hún Katrín Ósk Péturdóttir, er að vonum ánægð á fyrsta degi í humarvinnslunni Tölvunefnd hefur athugasemdir tveggja kvenna til skoðunar Birting upplýsinga í niðja- og stéttatölum TOLVUNEFND er að skoða hvaða reglur skuli gilda um birtingu upp- lýsinga í niðja- og stéttatölum. Tvær konur hafa m.a. óskað liðsinn- is nefndarinnar við að koma í veg fyrir að nöfn þeirra, maka þeirra og niðja verði birt í tilteknu ætt- fræðitali. Sigrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Tölvunefndar, segir að fyrst verði að taka afstöðu til þess hvort erindið heyri undir valdsvið nefndarinnar. Sigrún sagði að erindið væri á gráu svæði því lögum samkvæmt væri skráning í þágu ættfræðirann- sókna og æviskrárrita utan ramma persónuupplýsingalaga og þar með væntanlega valds nefndarinnar. Hagstofunni skrifað „Hvort erindið falli undir skil- greininguna og ef svo er hvort samt þurfi ekki að gæta ákveðinna sjón- armiða um einkalífsvernd er til at- hugunar hjá nefndinni," sagði hún og tók fram að nefndin hefði sent Hagstofunni bréf í því skyni að kanna afstöðu hennar. Hagstofan væri aðalagagnabankinn varðandi Aðrir flokkar tapa fylgi, en breyt- ingar eru mjög óverulegar frá síð- ustu könnun og ekki tölfræðilega marktækar. Framsóknarflokkurinn er næststærstur flokka með 20,3% fylgi, en fékk 21,3% í síðustu könn- un og 23,3% í kosningunum. Al- þýðubandalagið nýtur nú stuðnings 16,3%, miðað við 18,2% í nóvember og 14,3% í kosningunum. Af þeim, sem afstöðu tóku í könnuninni, sögðust 13,9% myndu kjósa Alþýðufiokkinn, lítið eitt færri en í nóvember. Kjörfylgi flokksins var 11,4%. Kvennalistinn fær stuðn- upplýsingar í ættfræðibækur, stéttatöl o.fl. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur aðeins einn hæsta- réttardómur frá 1968 verið felldur hér á landi vegna óska um að ákveðnar upplýsingar séu ekki birt- ar í niðja- eða stéttatali. Hæstirétt- ur staðfesti að útgefendum lækna- tals væri ekki heimilt að greina frá nöfnum líffræðilegra foreldra kjör- barns læknis í læknatali án hans leyfis. Niðurstaðan var fengin með tilvísun til grunnreglna laga um þagnarvernd einkalífs. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Sjálfstæðisflokk- urinn fengi 42,7% atkvæða SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 42,7% atkvæða ef þingkosningar yrðu haldnar nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félags- visindastofnun Háskóla Islands gerði fyrir Morgunblaðið í síðustu viku. Flokkurinn fékk 37,1% atkvæða í kosningunum í fyrra og 38,3% fylgi í síðustu könnun stofnunarinnar, sem gerð var í nóvember. ing 4,8% nú, álíka og í kosningun- um, en í síðustu könnun var stuðn- ingur við flokkinn 5,4%. Þjóðvaki hlýtur 1,1% fylgi, en 7,2% kusu hann í kosningunum og 1,7% sögðust styðja hann í könnun- inni í nóvember. Könnunin var gerð 11.-18. maí. Úrtakið var 1.500 manns. Óákveðn- ir voru 6,7%, eftir að Félagsvísinda- stofnun hafði spurt tveggja auka- spurninga til að lækka hlutfall óákveðinna. ■ Staða sljórnarflokkanna/4 Átta skólasljór- ar hætta SJÖ skólastjórar við grunn- skóla Reykjavíkur hafa sagt upp störfum auk skólastjóra Isaksskóla. Er þetta um fjórð- ungur allra skólastjóra við skóla borgarinnar. Sigrún Magnúsdóttir for- maður skólamálaráðs, sagði að sennilega mætti rekja ástæðu uppsagnanna til þess að skólastjórarnir væru að komast á aldur og vildu hætta og fara á biðlaun áður en sveit- arfélögin taka yfir rekstur grunnskólanna af ríkinu. Um er að ræða skólastjóra við Selásskóla, Seljaskóla, Breiðholtsskóla, Breiðagerðis- skóla, Langholtsskóla, Hamra- skóla og Vogaskóla; Auk þess hefur skólastjóri ísaksskóla, sem er einkaskóli, sagt starfi sínu lausu og mun skólanefnd ráða í stöðuna. Umsóknarfrestur um stöð- urnar er til 28. maí. Spænskir aðilar vilja eign- ast Sementsverksmiðjuna SPÆNSKT fyrirtæki, sem á og rekur sements- verksmiðjur víða um heim, hefur lýst áhuga á því við íslensk stjórnvöld að kaupa Sementsverk- smiðjuna hf. á Akranesi. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hefur fyrirtækið áhuga á að kaupa meirihluta í fyrirtækinu, en leggur ekki áherslu á að eignast verksmiðjuna alla. Erindi Spánverjanna er til skoðunar hjá einka- væðingarnefnd ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórn- inni, en verður ekki tekið fyrir hjá Sementsverk- smiðjunni fyrr en á stjórnarfundi fyrirtækisins þann 31. maí næstkomandi. Búast má við því að formlegar viðræður hefjist á milli fulltrúa spænska fyrirtækisins og íslenskra stjórnvalda innan tíðar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ástæða þess að fyrirtækið hefur sýnt kaupum á meirihluta í Sementsverksmiðjunni áhuga, sú að fyrirtækið er komið með allnokkra reynslu af því að kaupa meirihluta í sementsverksmiðjum víða um heim, þar sem verksmiðjurnar hafa verið endurreistar, endurskipulagðar og rekstur þeirra stokkaður upp, samkeppnisstaða þeirra hefur verið bætt og þær treystar í sessi. Meðal annars munu þeir hafa tekið að sér að endurfjár- magna og endurreisa sementsverksmiðju í Mið- Austurlöndum fyrir ailnokkru, með afar góðum árangri. Sömu upplýsingar herma að Spánveijarnir hafi náð umtalsverðum árangri á þessu sviði, hvar sem þeir hafa komið við sögii, þannig að verksmiðjur þær sem þeir hafi keypt hluta í, hafi aukið framleiðslu sína til muna, markaðs- hlutdeild hafi aukist á heimsmarkaði, svo og velta og tekjur, þannig að fyrirtækin hafi orðið mun sterkari rekstrareiningar, með þátttöku Spánveijanna. Spánveijarnir munu einvörðungu óska eftir viðræðum um að kaupa meirihluta í Sements- verksmiðjunni, en leggja enga áherslu á að eign- ast alla verksmiðjuna - heldur aðeins meirihluta sem gefi þeim ráðandi hlut við stjórn og rekstur fyrirtækisins. Engin ákvörðun hefur verið tekin um fram- hald málsins, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, en fullvíst er talið, að innan tíðar verði hafnar viðræður við Spánveijana, þar sem við blasi að þeim sé alvara með þeim áhuga sem þeir hafa sýnt á ofangreindum kaupum. Áður en slíkar viðræður hefjast á milli aðila mun fara fram ítarleg úttekt á stöðu fyrirtækisins og sam- keppnisstöðu, framtíðarmöguleikum fyrirtækis- ins, markaðshorfum og verðmat á fyrirtækinu. Síldveiðar hafnar innan Jan-Mayen lögsögunnar SJÖ íslensk síldveiðiskip höfðu hafið veiðar innan lögsögunnar við Jan Mayen á tólfta tímanum í gær- kvöldi, en skipunum var heimilt að hefja þar veiðar kl. 21.30 í gærkvöldi. Áð sögn Ingva Einarssonar skip- stjóra á Faxa RE var þokkaleg veiði hjá skipunum innan lögsögunnar og nóg af síld að sjá. Faxi átti skammt eftir á miðin þegar rætt var við Ingva, sem sagðist vita til þess að Guðmundur VE hefði fengið mjög gott kast. ■ Síldin/6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.