Morgunblaðið - 26.05.1996, Side 10

Morgunblaðið - 26.05.1996, Side 10
10 E SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ kálaó í sól og sungið við varðeld W ETTA var algjört ævintýri,“ m Jsagði Hulda Steingríms- M -^dóttir, þegar við báðum hana um að rifla upp dag- inn sem hún og Jón Gauti Jónsson gengu í það heilaga. „En við tókum áhættu," bætti hún við, „því við gift- um okkur á Þingvöllum og héldum svo veisluna úti undir berum himni við sumarbústað, sem föðuríj'ölskylda Gauta á.“ - Við bentum henni var- lega á að þetta væri aðeins meira en „áhætta“ - þetta kallaðist að tefla á tæpasta vað. „Enda leit þetta ekki glæsilega út, svona til að byija með,“ sagði Hulda og hló. „Við vöknuðum í grenjandi rigningu og nístandi kulda í Reykjavík og það var ekki laust við að maður fengi svolítinn hnút í magann,“ viðurkenndi hún. Brúðguminn gleymdi skyrtunni „Síðan keyrðum við austur og þá kom í ljós að Gauti hafði gleymt skyrtunni sinni í bænum. Hann gifti sig í íslenska þjóðbúningnum og um tíma leit út fyrir að hann yrði að vera í stuttermabol og með slaufu,“ sagði hún. „En eiginmaður staðar- prestsins bjargaði okkur á síðustu stundu og lánaði Gauta skyrtu. Séra Auður Eir gaf okkur svo saman og hún var alveg yndisleg. Við vildum hafa athöfnina létta og persónulega og það var hún svo sannarlega. Vin- ir okkar sáu um allan tónlistarflutn- ing; söng, orgel- og gitarleik," sagði Hulda, „og það gerði þetta enn nota- legra - þetta var okkar brúðkaup - okkar fólk,“ útskýrði hún. Yndisleg útihátíð „Nema hvað, þegar við gengum út úr kirkjunni braust sólin í gegnum skýin og hún skein það sem eftir var helgarinnar. Þetta var lyginni lík- ast,“ sagði Hulda og brosti út að eyrum. „Síðan sigldum við í gömlum „mahogny" bát frá kirkjunni og í bústaðinn, þar sem veislan var hald- in. Mamma var búin að baka einhver lifandis býsn af brauðum, tengda- móðir mín kom með alls konar osta og ávexti - og saman sáu þær um allan matinn; alls konar salöt og pinnamat. Við höfðum keypt fullt af köflóttum, svolítið sveitalegum dúk- um og helling af garðblómum sem við komum fyrir svona hér og þar,“ rifjaði hún upp. „Þetta var bara ynd- isleg útihátíð; þar sem fólk sat á teppi úti í laut, skálaði í sólinni og spjallaði saman,“ bætti hún við dálít- ið dreymin á svip. „Þetta tókst ótrú- lega vel og það er fyrst og fremst fjölskyldum okkar og vinum að þakka. Þau lögðu á sig alveg ómælda vinnu við að gera þennan dag ógleymanlegan," sagði hún og þakk- lætið leyndi sér ekki. „Við eigum svo ofboðslega góða að.“ Karlakór og „Kjarrvals" „Undir kvöld fór gestunum fækk- andi en þeir sem eftir voru slógu upp tjöldum og skiptu um föt; fóru í úti- legugallana," sagði Hulda. „Vinur okkar sem var veislustjóri tók niður nöfn þeirra, sem ætluðu að gista og raðaði fólki til borðs og síðan var borin fram heit súpa. Ræðuhöld og íjöldasöngur fylgdi í kjölfarið og karlakórinn Huldumenn flutti frum- samdar vísur um okkur brúðhjónin og svo steig vina-hljómsveitin á svið og lék brúðarvalsinn sem var saminn HULDA og Gauti orðin hjón og þá fór sólin að skína. fyrir okkur sérstaklega, „Kjarrvals- inn“. Þá var dansað dágóða stund og um miðnætti settust menn við varðeldinn. Klukkan var hinsvegar farin að halla í tvö þegar við yfirgáf- um samkvæmið og fórum á Hótel Valhöll þar sem við eyddum brúð- kaupsnóttinni,“ sagði Hulda Stein- grímsdóttir að lokum. Greinilega DENBY F'allegt vandað, sterkt Söluaðilar: Te & kaffí, Reykjavík Gjafabúðin, Akureyri Verslunin Straumar, ísafirði Gjöf og kaffi, Hafnarfirði Brúðkaup haldið í tjaldi EF EINHVERJIR lesendur eru komnir í rómantískar hugleið- ingar eftir lestur um brúðkaup og blúndur og salarkynni upp- tekin er ekki öll nótt úti. Það er bara að finna góða gang- stétt eða grasflöt og bjóða fólki í tjaldbrúðkaup. Hérlendis hef- ur það færst í vöxt að fólk slái upp tjaldi og bjóði vinum og vandamönnum til veislu. Skemmtilegt heitir fyrirtæki sem leigir tjöld i ýmsum stærð- um eða allt upp í hundrað manna tjöld. Fólk getur bæði sett upp tjöldin sjálft eða feng- ið mann til þess og síðan má leigja tréborð, bekki og stóla ef vill. Þá hefur fyrirtækið Meistarinn á sínum snærum sérstakan grillbíl sem hægt er að fá í veisluna og sér þá matreiðslu- maður um að grilla fyrir gest- ina. W EGAR hún vaknaði á þrít- W Jugsafmælisdaginn sinn í m ■^október bar hann bónorðið JL formlega upp og 22. júní næstkomandi stendur til að ganga upp að altarinu. „Við vorum búin að þekkjast nokk- uð lengi áður en við fórum að vera saman en fyrir nokkrum árum fórum við að búa og svo er væntanlegt brúðkaúp beint framhald af þessu,“ segir María Steingrímsdóttir en hún og Kjartan Olafur Sigurðsson eru þessa dagana að undirbúa brúðkaup- ið sem fer fram í Háteigskirkju. „Ég valdi Háteigskirkju því mér finnst hún svo falleg en Kjartan fékk að velja prestinn, sr. Vigfús Þór Arnason, sem er fjölskylduvinur. Við ákváðum að byrja snemma að und- irbúa brúðkaupið, salir eru pantaðir með margra mánaða fyrirvara og það er að ýmsu að huga fyrir brúð- kaup.“ Mátaði tugi kjóla María segir að hún hafí örugglega mátað 30 kjóla á brúðarkjólaleigum áður en hún fann rétta kjólinn. „Ég var búin að finna einn kjól og það var nákvæmiega sami kjóll og systir mín gifti sig í fyrir tveimur árum. Enginn hafði leigt kjólinn í millitíð- inni svo mér fannst það tilvalið. Eft- ir nokkra umhugsun féll ég frá því að vera í sama kjólnum og fann annan. „Það kom síðan á daginn að systir mín hafði einmitt verið að velta honum fyrir sér líka þegar hún var að leita á sínum tíma.“ María segir það kosta 22.000 krónur að leigja kjólinn í einn sólar- hring, þá fyrir utan skó, hárskraut og annað slíkt. - Finnst ykkur dýrt að standa í þessu? „Þetta kostar töluvert en við erum svo heppin að njóta aðstoðar foreldr- anna sem gerir okkur mögulegt að hafa brúðkaupið eins og okkur lang- ar til.“ Systir Maríu sér um greiðsluna, en María vill hafa lifandi blóm í hár- inu, vendinum og á tertunni og hafa samræmi þar á milli. Veislan verður haldin í Mánabergi í Lágmúlanum og gestir eru liðlega hundrað. Búið er að ganga frá því hvaða veitingar eiga að vera og hvernig salurinn verður skreyttur. Boðskortin eru líka tilbúin, búið að panta ljósmyndara, athuga með bíl frá kirkjunni, til ljósmyndarans og í veisluna, verið að smíða hring- ana og í raun er allt að verða tilbúið fyrir þennan stóra dag. - Eruð þið með óskir um gjafír? „Nei, einhverra hluta vegna hentar það mér ekki að vera með lista í búð,“ segir María. „Það er hugurinn að baki sem skiptir máli og ef gest- irnir hafa valið hlutina sérstaklega fyrir okkur þá held ég að þeir fái sérstáka merkingu." - Á að fara í brúðkaupsferð? „Já, við ætlum að halda til Mall- orca og njóta lífsins þar,“ segja þau. Fyrirgefning er mótefni sálar- innar gegn hatri, reiði og gremju. Þakklæti er að kunna að gefa og þiggja og sýna gleði yfír hvorutveggja. Virðing felst í því að hafa jafnmikinn áhuga á vellíðan annarra og eigin. Hrokinn yfirbugar engan nema eiganda sinn. Auðmýktin ber aftur á móti sigurorð af öllu nema sjálfri sér. Að rækta garðinn sinn er að rækta vini sína og elska aðra. Traust og ást eru, hafa verið og verða alltaf máttarstólpar vináttunnar. Uppalandinn er sáðmaðurinn á akri barnsins, samfélagið er tíðarfarið. Sá sem breytir eftir heiðarleg- um manni, bætir ekki aðeins sjálfan sig, heldur heiminn all- an. Gunnar Hersveina IBRUÐKAUPIÐ Jakkor -Pils -Kjólar -Dragtir tískuverslun Rauðarárstíg 1 sími 561 5077 Morgunblaðið/Halldór MARÍA og Kjartan Ólafur sem ganga í það heilaga í júní. Formlegt bónorð ó af mælisdaginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.