Morgunblaðið - 26.05.1996, Side 13

Morgunblaðið - 26.05.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 E 11 inn og kokkinn. „Ja, það er nú allur gangur á því,“ sagði Svala þegar við bárum þetta undir hana. „í fyr- rasumar vorum við hér á miðviku- degi með fulla búð af brúðum þeg- ar skyndilega kemur inn ungt par; leðurklætt frá toppi til táar. Strák- urinn var með fullt af eyrnalokkum í eyranu og bæði með mótorhjóla- hjálm á höfðinu. Það sló þögn á mannskapinn í búðinni, enda pass- aði þessi búningur einhvern veginn ekki inn í stemmninguna,“ sagði hún og hló að endurminningunni. „Þau spurðust fyrir um kjól sem var í glugganum hjá okkur og vildu fá að vita hvort þau gætu leigt hann næsta laugardag. Fyrirhyggj- an var nú ekki meiri hjá þeim. En viti menn, kjóllinn var laus og ekk- ert því til fyrirstöðu að leigja þeim hann. Þau sögðust hafa keyrt fram- hjá glugganum eitthvert kvöldið og. séð þennan kjól. Þau stoppuðu og skoðuðu kjólinn og hann bað hana um að giftast sér í þessum kjól. Og þau voru svo falleg og fín .. .“ sagði Svala og það leyndi sér ekki að henni fannst hún eiga svolítið í þessum hjónum. „Svo fékk hún víst mótorhjól í morgungjöf," sagði hún og hló. Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri.. . Handbróderaðir kjólar samkvæmt 500 ára hefð Sjöfn Kolbeins, verslunarstjóri í Monsoon, segir að þar sé hægt að fá brúðarkjóla á mjög viðráðanlegu verði. „Þeir eru handbróderaðir eft- ir 500 ára indverskri hefð. Stuttu perlu- og pallíettukjólarnir kosta 13.000 hjá okkur og síðu kjólarnir 16.000-17.500. Svo erum við líka með stóra, síða silkikjóla á 15.000 krónur,“ upplýsti hún. Á árshátíð í brúðarkjólnum „Það hefur færst í vöxt að konur vilji gifta sig í einhvetjum öðrum lit en hvítum," fullyrti Sjöfn, „sér í lagi þær, sem komnar eru með fjölskyldu eða búnar að búa með manninum lengi. Þær gifta sig ýmist í ljósum eða dökkum kjólum; t.d. fölbleikum eða dumbgrænum. Þá kjóla er jafnvel hægt að nota áfram - gifta sig með pompi og prakt og mæta síðan á næstu árshá- tíð í brúðarkjólnum. Ekkert mál,“ sagði hún. Ólíkir draumar En hvað er það sérkennilegasta sem Sjöfn hefur séð í brúðkaups- málum? Hún hugsaði sig um dágóða stund en mundi ekki eftir neinu sem hún hefði orðið sérlega hissa á. „Það þarf reyndar svolítið mikið til að ganga fram af mér,“ útskýrði hún. „Mér finnst allt svo sniðugt sem fólki dettur í hug. Það er bara ofboðslega gaman að fylgjast með fólki undirbúa drauminn sinn; vinna að því að láta hann rætast,“ sagði hún. „Þetta gera þær langflestar; þær eru búnar að láta sig dreyma um brúðkaupið sitt frá blautu barnsbeini og þegar kemur að því að láta hann rætast þá láta þær ekkert og engan hafa áhrif á sig. Þess vegna held ég að það sé ekki hægt að tala um neina tískustrauma í þessu sambandi - bara mismun- andi smekk; ólíka drauma,“ sagði Sjöfn. Mamma vill að draumur dótturinnar rætist „Nei, þessi goðsögn um freku, afskiptasömu mömmurnar er tómt bull,“ fullyrti Ragnheiður Guð- mundsdóttir í Brúðarkjólaleigunni Rómó í Keflavík, þegar við spurðum hana hvort átök væru algeng milli brúðanna og mæðra þeirra þegar verið væri að máta hvítu kjólana. „Reyndar er það mjög algengt að mamma komi með og aðstoði dóttur sína við valið - enda vilja jú flestar konur hafa mömmu með í ráðum á þessum - sem og öðrum - merkum tímamótum. En yfirleitt á mamma bara þá ósk heitasta að draumur dótturinnar verði að veruleika; „litla stelpan hennar" fái það brúðkaup sem hana hefur alltaf dreymt um,“ sagði hún og brosti. „Og þær eru sko reiðubúnar að leggja á sig ótrú- legustu hluti til að svo megi verða," bætti hún við og lagði áherslu á hvert orð. En hver er þá draumur litlu stelpunnar, sem er um það bil að verða ráðsett eiginkona? „Það fer nú svolítið eftir aldri“ sagði Ragnheiður. „Þær sem eru 18-25 ára falla gjarnan fyrir stóru, hvítu, perlusaumuðu kjólunum meðan hin- ar sem eru eldri en 25 velja ýmist hvíta eða „kremaða" kjóla. Þær eru flestar hrifnastar af blúndúkjólum með frekar grófum blúndum, sem eru mikið í tísku í dag,“ upplýsti hún. Ragnheiður hló þegar við spurðum hana hvort litavalið færi að einhveiju leyti eftir barnafjölda brúðhjónanna. „Nei, það held ég ekki - fjögurra barna mæður hika ekkert við að gifta sig í hvítu,“ sagði hún. Litlar mörgæsir og fermingarföt Það er ekkert brúðkaup án brúð- guma - en hvernig munu þeir mæta frammi fyrir altarinu í sum- ar? „Það er ekki mikið um byltingar í þeirri tísku,“ sagði Ragnheiður. „Ætli þeir verði ekki bara í kjólföt- um eða smóking. Það fer svolítið eftir því hversu háir þeir eru,“ bætti hún við. Við héldum að nú hefði okkur misheyrst svo við hváð- um. „Það fer eftir hæð brúðgu- mans,“ endurtók hún eins og þetta væri bara fullkomlega eðlileg at- hugasemd. Sennilega hefur hún séð undrunarsvipinn því hún flýtti sér að útskýra þetta nánar; „Sko, há- vöxnu mennirnir vilja kjólföt en þeir sem minni eru velja sér smók- ing.“ Enn vorum við ekki alveg með á nótunum svo við spurðum einfald- lega; „Af hveiju í ósköpunum?" - „Lágvöxnu mönnunum líður víst eins og litlum mörgæsum í kjólföt- unum,“ sagði hún í trúnaðartóni. „Svo þeir fara bara í smókinginn og láta sér líða vel. Um tíma leit út fyrir að íslenski karlmanns-hátíð- arbúningurinn myndi ryðja sér til rúms í brúðkaupum landans en svo fóru fermingardrengirnir að ferm- ast í þessu og nú er því miður al- gengt að maður heyri menn fúlsa við því að gifta sig í einhveijum „fermingarfötum“,“ sagði Ragn- heiður að lokum. Inger Anna Aikman Dlh CouRtQf %&$m Konunglegt breskt „bonc cbina" postulín frá Royal Albert. Vcrð pr. kaffíbolla kr. 1.680. Míkíð úrval af fallegum borðbúnaðí og gjafavöru. Brúðargjafalístar. GUÐÚAUGUR A. MAGNUSSON I auyavaj! 22a, 101 Raykjavlk - lcoland VEISLUSALUIL FÓSTBRÆÐRA rÓITBRyCORAHEIMIUNU, LANQHOLTBVCQI 109-1 1 1 'J7Z Æá Setjum nöfn, dagsetningar ofl. á glös og skreytum jyrir brúðhjónin, afmœlisbarnið, studentinn ofl svo og aðra glervöru. Höfum einnig á okkar snærum skrautritara fyrir bodskortin , gestabœkurnar o.þ.h. Ath.lokaó vegna sumarleyfa, I.-lS.júlíog allan október 1996. :U—> (juómunda Ragna \ S:567~1510 S:5 6-1-1022 eftir kL 18,00 ' • ; •' .f f j m jr» % Æ| | W SééeAém — ueglegxvt koAtivt í aeioíuna Við minnum á okkar vinsælu ostakökur. sem vekja ánægju bæði þeirra eldri og yngri og gefa veislunni hátíðlegt yfirbragð. Ostakökurnar eru sérbakaðar og í glæsilegu úrvali, ætlaðar 12-16 manns hver. Þær eru seldar á bakka með hjálmi yfir. Þá bjóðum við að sjálfsögðu geysilegt úrval osta og allt til ostaveislunnar. Opið laugardaginn 23. mars! Við höfum opiö í Ostabúðinni að Bitruhálsi 2, laugardaginn 23. mars milli kl. 10 og 16. Þá verður liægt að bragða á ostakökunum og leggja inn pantanir. Allir velkomnir! Pantanir í síma: 569 1652 eða 569 1616 OSTA OG SMjÖRSALAN SF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.