Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 14
14 E SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Brúðguminn
skyldur hans fyrir giftingu
TlIL þess að koma í veg
fyrir misskilning af versta
tagi er rétt að hjónaefnin
taiist við um ástalíf og
hjónaband áður en þau giftast. Ef
þá kemur í ljós, að um algeran
skoðanamun sé að ræða, ættu þau
að hætta við giftinguna, því að ef
róttækur skoðanamunur í kynferðis-
málum ríkir á milli hjóna, er hjóna-
bandið fyrirfram dæmt til hruns,
eins og hús, sem reist er á tveim
mismunandi undirstöðum. Ef brúð-
urin skyldi vera of fáfróð um þessi
efni, ber brúðgumanum að sjá um,
að hún verði upplýst. Ef brúðurin
er kvíðafull, ber brúðgumanum að
fullvissa hana um að hann kunni
full skil á andlegri og líkamlegri
sérstöðu konunnar og hann muni
fara að henni með fullri nærgætni.
Úr hjónarúminu
á vitfirringahælið
Ung stúlka, sem var þekkt fyrir
alúðlegt viðmót og viðkvæmt tilfinn-
ingalíf gifti sig með hinum besta
ásetningi, en fullkomlega fákunn-
andi. Hvorki foreldrum hennar né
brúðgumanum fannst taka því að
ganga úr skugga um viðhorf stúlk-
unnar til væntanlegrar hjónabands-
reynslu. Þegar brúðguminn krafðist
vilja síns á brúðkaupsnóttina, komst
hún gersamlega úr jafnvægi við hina
„dónalegu“ kröfu. Hún missti ger-
samlega vald á sér og tók til að
bijóta húsgögnin í herberginu. Þjón-
ustulið gistihússins þusti upp á her-
bergið, þegar það heyrði hávaðann,
og í stað þess að kalla á lækni, kall-
aði það á lögregluna. Þrír lögreglu-
þjónar réðust að hinni óðu stúlku
og fluttu hana, særða og hálfnakta
beint á vitfirringahæli.
Berstrípaður
í albjörtu herbergi
Eftir tíu ára hjónaband leitaði
kona nokkur lækninga við kyndoða
og rifjaði þá upp framkomu eigin-
manns síns á brúðkaupsnóttina.
Hann kom til brúðar sinnar, sem
hafði alizt upp í strangasta hreinlífi,
berstrípaður í vel upplýstu herbergi.
Það er því vel skiljanlegt að hún
varð slegin slíkum ótta við þessa
ógnþrungnu karlmennsku, að hún
varðist árás hetjunnar af öllum
mætti. Hann gerði nú nokkrar búra-
legar tilraunir til þess að ná „rétti“
sínum, en er hvorki skipandi fortölur
né handalögmál komu að haldi, þá
sleppti hann fórnardýri sínu með
hinni sígildu athugasemd: „Ef þú
ætlar að hegða þér eins og fífl, þá
er ég ekki að ganga á eftir þér.“
Hann gekk út úr hjónaherberginu,
sem minnti frekar á hnefaleikasvið
en paradís ástarinnar, fékk sér ann-
að herbergi og mætti til morgun-
verðar næsta dag móðgaður á svip.
Auðvitað var þessi hræðilega nótt
upphaf langvarandi truflana á sviði
kynlífsins, sem varaði árum saman
og komu fram í kyndeyfð, tíðatrufl-
unum og sársauka við samfarir.
Árangurslaust voru allskonar lækn-
isaðgerðir reyndar, böð, ljós og að
síðustu jafnvel uppskurður, en við
sálgreiningu var hin sanna orsök
leidd í ljós og þá sköpuðust skilyrði
fyrir þolanlegri sambúð þeirra næstu
tíu árin.
Særið ekki
blygðunartilfinningu
brúðarinnar
Fyrst ber að gæta þess að særa
ekki blygðunartilfinningu brúðarinn-
ar. Hann má ekki krefjast neinnar
útsláttarsemi eða sýningar á kven-
legum töfrum þessa nótt; öllu skal
stillt í moll og rökkur. Hann ætti
að lofa brúðinni að afklæðast í ein-
rúmi og ekki koma til hennar fyrr
en hún er háttuð. Hann ætti heldur
ekki að afklæðast að henni ásjá-
andi, heldur í næsta herbergi, ef
mögulegt er, eða þá í myrkri, og
halda þeirri reglu framvegis, ef auð-
ið er.
- Úr bókinni „Kynlíf" eftir Fritz
Kahn sem gefin var út af Helgafelli
í íslenskri þýðingu Jóns G. Nikulás-
sonar 1948.
Bað um hönd
dótturinnar í votta viðurvist
TAÐ VAR á Þorláksmessu
M Vsem þeir bönkuðu upp á
m ■■^hjá hjónunum Sigrúnu
Andrésdóttur og Sigurði
Þórðarsyni; sex prúðbúnir piltar í
svolítið sérkennilegum erinda-
gjörðum. Einn þeirra var sambýlis-
maður dóttur þeirra sem kominn
var að biðja sér konu í votta viður-
vist. Áður en lengra er haldið er
rétt að árétta að þetta var ekki á
Þorláksmessu fyrir þijátíu og sjö
árum - þetta var síðasta Þorláks-
messa. Já, í fyrra - 1995. Þá er
það á hreinu.
Sigurður Líndal
leiðbeindi mér
„Já, ég er alveg svakalega
íhaldssamur,“ viðurkenndi biðill-
inn Arnar Jónsson þegar við
spurðum hann hvort hann væri
svolítið forn í eðli sínu. „Ég var
alltaf staðráðinn í að gera þetta
upp á gamla mátann, biðja tilvon-
andi tengdaforeldra mína um að
leggja blessun sína yfir ráðahag-
inn. Þess vegna lagði ég heilmikið
á mig til að kynna mér hvernig
forfeður okkar fóru að þessu og
leitaði meðal annars til Sigurðar
Líndal lagaprófessors til að fá
upplýsingar um lagalega hlið
málsins," sagði hann. „Síðan fór
ég ásamt fimm vottum til foreldra
brúðarinnar þar sem ég hélt svo-
litla tölu og gerði grein fyrir erind-
inu,“ útskýrði hann og glotti út í
annað. „Ég rökstuddi mál mitt
með því að sambúðin hefði gengið
afskaplega vel og því væri það
tímabært að ég gengi að eiga heit-
mey mína; Hrafnhildi Sigurðar-
dóttur. Reyndar lét ég það fylgja
með að í flestum okkar deilum
hefði ég þurft að láta í minni pok-
ann og því þætti mér það orðið
brýnt að fá að staðfesta þá kirkj-
unnar skikkan að konan skuli í
hvívetna vera manni sínum undir-
gefín,“ bætti hann við ábúðarfull-
ur. „Ég afhenti foreldrum hennar
skriflegt samþykki Hrafnhildar og
síðan hélt talsmaður minn ræðu
þar sem hann reifaði helstu kosti
mína og galla,“ sagði Arnar, „bara
svo þau vissu að hveiju þau
gengju."
Undirrituðu
brúðarkaup
En samþykktu þau þetta um-
svifalaust? „Já, til allrar ham-
ingju,“ sagði Amar og hló. „Um-
svifalaust er kannski ekki rétta
orðið því við trúlofuðum okkur
uppi í Heiðmörk 2. janúar 1993 -
daginn sem mamma mín hefði
SIGURÐUR Þórðarson undirritar „brúðarkaupin".
Biðillinn Arnar Jónsson er honum til hægri handar.
HRAFNHILDUR Sigurðardóttir og Arnar Jónsson.
orðið 45 ára. En í stuttu máli lögðu
þau blessun sína yfir hjúskapinn
og undirrituðu svokallað „brúðar-
kaup“. Síðan var drukkið „kaupöl“
að fornum sið, sem var öndvegis
koníak sem tengdafaðirinn tilvon-
andi lumaði á inni í skáp,“ upp-
lýsti hann. Þau Hrafnhildur Sig-
urðardóttir og Arnar Jónsson
munu því ganga í það heilaga
þann 20.júlí nk.
Ekki hægt að hugsa sér
betri tengdason
„Við urðum bara óskaplega
undrandi, svo ekki sé nú meira
sagt,“ sagði móðir brúðarinnar,
Sigrún Andrésdóttir, er við inntum
hana eftir því hvernig þau hefðu
brugðist við þessari óvæntu heim-
sókn rétt fyrir jól. „Við vissum
ekki hvaðan á okkur stóð veðrið
þegar þessir prúðbúnu menn stóðu
allt í einu inni í stofu hjá okkur
og hófu að lesa upp hveija greinar-
gerðina á fætur annarri,“ sagði
hún og hló. „En við höfðum ofsa-
lega gaman af þessu og það var
mjög skemmtilegt að fá að taka
svona þátt í þessu með þeim,“
bætti hún við. Én þurftuð þið ekk-
ert að hugsa ykkur um áður en
þið undirrituðuð brúðarkaupin?
„Nei, ekki aldeilis,“ svaraði hún
að bragði. „Við vorum sko ekki í
nokkrum vafa - vitum sem er að
betri tengdason er ekki hægt að
hugsa sér,“ fullyrti Sigrún Andr-
ésdóttir, móðir brúðarinnar Hrafn-
hildar Sigurðardóttur sem ætlar
að giftast Arnari Jónssyni þann
20. júlí.. . og það er sko skjalfest
í bak og fyrir.
ntmll Botiteji stflllmi
Willy skenkur
kr. 36.300
Willy
fataskápur
kr. 37.500
Willy skenkur
kr. 44.600
Furusófasett 3 + 1 + 1
(Ath. annað áklæðí en
Kr. 97.300.
Vandaður hornsófi úr
(Ath. annað áklæði en á mynd)
Kr. 107.800. Sófaborð kr. 22.800.
Willy hilla
kr. 23.200
'~yírírd<ir/ýóMa(fa
Opið virka daga kl. 13 - 17 og laugardaga kl. 13 - 16.
Gránufélagsgötu 4,2.haeð. 600Akureyri Síml 462-7010.
Glæsilegir
brúðarkjólar;
brúðarmeyjakjólan
kjólföt smókingar á
herra og drengi,
undirfatnaður, skór,
skart o.fl
Samkvæmiskjólar til
SÖlu Og leigu.
Glæsilegar dragtir
nýkomnar.
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!