Morgunblaðið - 26.05.1996, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 E 15
GEORG sker kökuna með Margréti - alsæll en grunlaus um hvað beið hans í brúðkaupsferðinni.
Heimilislífid
bókstaflega væmið eftir brúðkaupið
AÐ var eiginlega Dóra,
bróðurdóttir mín, sem
ákvað þetta; heimtaði
hjónavígslu í júní 1994,“
sagði Margrét Blöndal, dagskrár-
gerðarmaður um brúðkaup sitt og
Georgs Magnússonar tæknimanns.
„Svo við náttúrulega gerðum eins
og okkur var sagt og giftum okkur
þann 25. júní það ár,“ bætti hún, við
rétt eins og orð Dóru væru lög, sem
mönnum væri hollast að hlýða. „Læt-
urðu alltaf svona vel að stjórn?“
spurðum við furðu lostin og hún
horfði á okkur og svaraði blátt áfram;
„Já.“ Svo hló hún og bætti við; „Nei,
Dóra býr sko á Möltu og henni fannst
bara upplagt að við kæmum til henn-
ar i brúðkaupsferð. Sem við og gerð-
um.“
Vandvirkur prestur
„Við giftum okkur í Grundarkirkju
í Eyjafirði og það var sr. Hannes
Örn Blandon sem gaf okkur saman,“
upplýsti Margrét. „Eg er þeirrar
skoðunar að hann hafi vandað sig
alveg sérstaklega því við Georg höf-
um aldrei rifist síðan við urðum hjón
og heimilislífið er bókstaflega væm-
ið,“ bætti hún við og lagði áherslu á
hvert orð.
mér rækjur. Þá fyrst dró nú til tíð-
inda,“ sagði hún og andvarpaði.
Georg fékk
samúðina
„Sólarhring seinna veiktist ég svo
hastarlega að ég hélt í alvöru að ég
væri með a.m.k. fimmtíu stiga hita.
Þess á milli fékk ég kölduköst; nötr-
aði og skalf. Ég hef aldrei á ævi
minni orðið svo hryllilega veik,“ full-
yrti hún. „Ég hélt að þetta væri
bara heiðarleg matareitrun og gerði
allt sem manni hefur verið kennt að
gera í þannig tilfellum. Ég drakk
koníak því einhver sagði að það dræpi
öll svona kvikindi... en allt kom
fyrir ekki,“ sagði Margrét og hryllti
sig. „Daginn eftir urðum við að fljúga
til London og þar vorum við í tvo
sólarhringa. .. sem ég man ekkert
eftir. Mig rámar í leigubílstjórann
sem keyrði okkur út á flugvöll; grá-
hærðan, gamlan^ hippa... en það
er allt og sumt. A flugvellinum skalf
ég svo svakalega að Georg varð að
halda utan um mig og aðrir farþegar
litu á hann samúðarfullum augum;
sannfærðir um að hann væri að
bjarga mér úr sollinum í London,"
sagði hún.
„Ég gleymi því aldrei hversu vel
var tekið á móti mér um leið og ég
kom um borð í Flugleiðavélina. Flug-
freyjan var bókstaflega yndisleg.
Hún vafði mig inn í teppi, færði mér
vatn og verkjatöflur og nostraði við
mig alla leiðina. Ég man að mér
fannst hún besta kona í heimi og ég
held ég hafi aldrei fengið _aðra eins
ást á ókunnri manneskju. Ég var því
miður of veik til að grennslast fyrir
um hver hún væri en ef hún les þetta
má hún vita að framkoma hennar
var mér ótrúleg hjálp. Mér fannst
ég vera komin heim,“ sagði Mar-
grét. Það þarf væntanlega ekki að
taka það fram að brúðurin var flutt
á spítala um leið og heim var komið
og það tók eina þijá mánuði að glíma
við salmonellu-sýkinguna.
Hvað segir maður eftir svona
sögu? „Fall er fararheill?" - „Já,
blessuð vertu,“ sagði Margrét, „fyrst
Georg skilaði mér ekki eftir þetta
allt saman þá þolir hann nú ýmis-
legt, blessaður karlinn.. . því það
væri synd að segja að ég hefði verið
hin dæmigerða „draumabrúður“,“
sagði Margrét Blöndal og brosti út í
annað.
/aa
Flugu til Möltu
„Brúðkaupið var lítið og látlaust
- þetta vorum bara við, börnin okk-
ar og okkar nánasta fjölskylda,"
sagði Margrét. „Tveimur dögum
seinna flugum við svo til Möltu, sem
er alveg unaðslegur staður. Við skoð-
uðum eyjuna, sleiktum sólina og
nutum þess að vera til. Síðan fórum
við út að borða á lítinn sveitastað
og ég gerði þau reginmistök að panta
Brúðhjón
Allm borðbiínaður Glæsilcg gjdfavara Bniðarhjona lislar
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Skíðask álinn
Hveradölum f'..ýiý býciur upp
á ógleymanlcga Uvöhlstund
zlskenclur í friösœld og fegurÓ
á stað sem á hvergi sinn Jíhan.
Brúðhjón og gestir feirra eiga
möguleika á flciru en frábœrum mat
og fjónustu. T.d. bjóðum við beita potta
og hveragufubað, hcstaferðir og
gönguJciðir. Hljómsveitir og
tónh'stannenn t.d. Óli hannonikhuleiharí
eru aldrei langt undan f>egar shapa f>arf
rátla andrúmsloftið, Ijúfa dinnertónlist
eða syngjandi sveifla á dansgólfinu.
erasvœðið gefur dulúðuga stemmningu
og norðurljósin shina shœrt á himni.
Gestir Shíðashálans uppJifa
glæsileiha náttúrunnar og
elshendur njóta sín
í rómantíshu umhverfinu.
Kvöldstund elshendanna
í Shíðash álanum er
5glcymanlegt œvintýri!
m
Zrbií
gjtivœ&rtmUilfinmM
tcfti i Itif
cuf brncfetrxjöj?
i 'jTjuni'!99í( í j $júrtlB94 j
Merkjum glös
brúðhjónanna.
Verð frá
kr. 500 á glas.
Gjafalisti
brúðhjónanna.
Gj afakort.
Lánum heim
myndband með
sýnishorni af
glæsilegu úrvali
verslunarinnar.
Borgarkringluntii sími 553 6622