Morgunblaðið - 26.05.1996, Side 16

Morgunblaðið - 26.05.1996, Side 16
16 E SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sitrónur og sætar möndlur ítalskt brúðkaup ÞEGAR feðginin ganga inn í kirkjuna stráir kona úr hópi gestanna möndlum eða confetti fyrir þau í gæfuskyni. SUÐUR-ítalskt stolt og fast- heldni á siði einkenndi brúð- kaup Salvatores og Antoni- ettu í fyrra. Þau voru ekk- ert að draga niður í músíkinni, söfn- uðu fyrir tveimur glæsilegum veisl- um og höfðu til hús sem þau fluttu ekki í saman fyrr en á brúðkaups- nóttinni. Það var ást við fyrstu sýn í kjöt- búðinni og Antonietta Veniero af- greiðslustúlka og Saivatore Gargiulo, bóndasonur og starfsmaður á veit- ingahúsi, giftust í fyrra með miklum brag. Þá voru átta ár liðin frá hinni örlagaríku heimsókn Salvatores til kjötkaupmannsins, sem verið hafði vottur við fermingu piltsins. Það var ástæða innlitsins, gamall siður að halda sambandi og ekki verra að eig- inkona fáist fyrir tryggðina. Antoni- etta segir Salvatore hafa komið hvern dag í búðina upp frá þessu, þau hafi fljótt farið að hittast eftir vinnu, farið í bíó og bíltúra og ákveð- ið eftir nokkra mánuði að trúlofa sig. „Ég var 21 árs og hann 23,“ seg- ir hún, „og við gerðum þetta með hefðbundnum hætti. Fyrst heimsótti hann fjölskyldu mína einn, síðan með foreldrum sínum og síðast fór ég með pabba og mömmu heim til hans. Þá fékk ég hring og þeir sem vildu fengu freyðivín og sykraðar möndl- ur. Næstu tvö árin unnum við bæði mikið og hittumst áfram helst á kvöldin og um helgar. Síðar var það ekki eins auðvelt því við skiptum bæði um vinnu 1990 og Salvatore, sem áður hafði unnið með pabba sín- um við jarðræktina og á veitingastað yfir sumarið, fékk vinnu sem þjónn allt árið. Ég fór úr kjötbúðinni í stór- markað og sel þar skinku og pylsur og alls konar sælkeramat." Mágkona Antoniettu gerir öðru hverju athugasemdir við frásögnina og segir nú að þetta starf hafi feng- ist eftir mannmarga samkeppni, Antonietta hafi þótt brosmild og fé- lagslynd. Við sitjum eitt aprílkvöld framan við hús tengdaforeldranna í þorpinu Montechiaro um 50 kíló- metra suður af Napólí. Salvatore er í vinnunni eins og flest kvöld og Antonietta bíður eftir honum með tengdafólkinu. „Þótt við búum í næsta húsi,“ segir hún og bendir neðar í garðinn, „er skemmtilegra héma og maturinn ómótstæðilegur." Ég sannreyndi það séinna um kvöld- ið og fékk að heyra að ekki þýddi að skilja eftir grænmeti á diskinum, allt saman ræktað hjá þeim, pylsuna af uppáhaldssvíni bóndans yrði að smakka og sömuleiðis vín hússins. „Við höfðum einmitt vín héðan í brúðkaupsveislunni," segir Antoni- etta og sýnir mér flösku uppi á hiliu með nöfnum þeirra Salvatores. Brúð- kaupsmynd af þeim er aðalvegg- skrautið í stofunni og alveg ljóst að giftingin var enginn smáræðis við- burður. En áður en til hennar kom þurfti að skrá ráðagerðina hjá bæj- aryfirvöldum í Sorrento, sem er skammt frá. „Það þarf að gera þrem- ur mánuðum fyrir brúðkaupið og við völdum fimmtudag," segir Antoni- etta, „af því þá eru matvöruverslanir lokaðar og samstarfsfólk mitt gat komið í veislu. Við buðum milli 60 og 70 manns hingað í garðinn og höfðum marga metra af pizzu og stóra tertu og dönsuðum." Þetta var í sumarlok og síðan tók við undirbúningur brúðkaupsins. Kirkjan var pöntuð, húsgögn keypt í væntanlegt heimili Salvatores og Antoniettu, en því hafði smám saman verið breytt úr gripahúsi í nýtísku mannabústað. „Við settum óskalista í nokkrar búðir, til dæmis um ofn, sjónvarp, þvottavél og borðbúnað," segir Antonietta. „Svo keyptum við fötin, ég lét sauma á mig hvítan kjól og fékk mér buxnadragt fyrir brúð- kaupsferðina og Salvatore keypti svört föt fyrir giftinguna og græn fyrir ferðalagið." Saman komið hefur þetta verið talsvert fyrirtæki og það er líka ástæða þess hve lengi Antonietta og Salvatore biðu með giftinguna. Þau vildu hafa hlutina svona og sjá um þá sjálf og þess vegna skiptu þau um vinnu og lögðu fyrir í nokkur ár. Allt átti að vera tilbúið þegar þau giftu sig, suður-ítölsk rúmfatahefð ekki hunsuð frekar en annað og brúð- urin búin að koma sér upp háum stöflum af lökum og koddaverum áður en til tíðinda dró. „Morguninn fyrir brúðkaupið ríkti fullkomin ringuleið," segir Antoni- etta, „ég var heima hjá mömmu, sem hafði smákökur og kampavín handa hárgreiðslumanni og stúlku sem málaði mig og ljósmyndara og ég veit varla hvað. Komið var með blóm- vöndinn, hvítar orkídeur, og sykur- möndlum og hrísgijónum skvett yfir mig þegar ég lagði af stað í kirkjuna með pabba.“ Að ítölskum hætti hitti Antonietta brúðgumann á kirkjutröppunum og festi blóm á jakkann hans. Svo gekk hún inn kirkjugólfið með pabba sín- um áður en' Salvatore kom í fylgd mömmu sinnar. Fjórir vottar biðu í kirkjunni, tveir vinir brúðhjónanna sem vottuðu í ráðhúsinu þrem mán- uðum fyrr og tveir aðrir, sem síðar eiga að bjóða hjónunum út og gefa konunni hring til að launa heiðurinn. Athöfnin stóð síðan í klukkustund, með almennri predikun og ræðu sem sérstaklega var beint til brúðhjón- anna. Þau voru við altarið allan tím- ann og enduðu með jáyrðum og hringum. Þá tók við myndataka á völdum stöðum í grenndinni, með kletta og sjó í bakgrunni. „Við vorum svo heppin í október að sólin skein óvenju skært,“ segir Antonietta og sýnir nokkrar myndir því til staðfestingar. „Svo fórum við í veisluna, sem var á veitingahúsi Salvatores, fengum að sjá forréttina og þakka kokk- unum. Þennan dag var alltaf öðru hvoru stráð yfir okkur möndlum og hrísgijónum, möndludiskur brotinn fyrir utan veitingastaðinn, og ekki linnt látum í eldhúsinu. Þar höfðu menn nostrað og eiginlega útbúið skúlptúra úr matnum og ef þú viit skal ég segja þér hvað við höfðum." Tengamóðir Antoniettu færist skyndilega í aukana, loksins eitthvað við hennar skap. Hún segir 150 gesti hafa verið í veislunni og heiðursgest- inn sítrónu. Sá ávöxtur sé nefnilega sérgrein þeirra hjóna og sítrónur og beiskar appelsínur úr garðinum hafi skreytt bæði kirkjuna og veitinga- staðinn og þar að auki verið í mörg- um réttanna. „Mest náttúrlega í krapísnum milli lúðunnar og kálfa- kjötsins," segir Antonietta, „en fyrst voru melóna og hrá skinka og mozza- rella-ostur. Svo kom þrenns konar pasta; ravioli, fettuccini og cannel- oni; eða koddar með spínati, strimlar með eggaldini og ofnbökuð kjötrör. Þá kom fiskurinn, rosalega góður með salati, svo vatnsísinn og síðan kjötið steikt í ofni og haft með nýjum kartöflum." Upptalningin var nú orðin nokkuð löng en Antonietta átti enn eftir að geta um flamberað ávaxtasalat í ananansskálum, sjö hæða tertu, kampavín og vitanlega kaffi. Þegar þar var komið hóf hljómsveit leik fyrir dansi, brúðhjónin hurfu af vett- vangi en skildu eftir gjafír handa gestunum. „Við fórum bara heim að sofa,“ segir Antonietta, „og lögðum af stað í brúðkaupsferð til Karíba- hafs helgina eftir. Viltu sjá myndir úr ferðinni, ég ætla að minnsta kosti að skoða þær sjálf til að muna stað- hætti þegar ég fer aftur.“ Þórunn Þórsdóttir Fjölskyldan lagdi með henni 20 til 30 flíkur Egypskt brúðkaup SJÁLF veislan stendur alltaf fram eftir nóttu eða eins lengi og gestir vilja. RÚÐKAUP, og síðan veislan, í Egyptalandi er mikill og gleðilegur at- burður í fjölskyldunni og gnægð matar, drykkjarfanga, há- værra fagnaðarláta, söngva og dansa. Það fer vitanlega eftir efnum hversu tilkomumikil veislan er; samt er óhætt að segja að flestar fjölskyldur leggi hart að sér til að geta haldið myndarlega veislu. Þegar brúðhjónin hafa látið skrá giftinguna löglega í viðurvist nán- ustu flölskyldu fara þau stundum í mosku og fá blessun en það er ekki nauðsynlegt. Að svo búnu er farið í prósessíu á veislustaðinn, sem er haldinn á 5 stjömu hóteli ef fjöl- skyldur eru efnaðar, í skreyttum veislusölum sem leigðir em til þess, nú, í húsasundum þar sem sett hafa verið upp tjöld og alls konar skreyt- ingar ef efnin em ekki of mikil. Ég bauð mér í brúðkaup hjá Taher og Sönu sem em bæði inn- fæddir Kairóbúar og teljast vera úr millistéttarfjölskyldu. Dagana fyrir brúðkaupið vom báðar fjöl- skyldur önnum kafnar að elda því- lík ósköp af mat, kjötréttum, hrís- gijónum, hummus, salötum, makkarónuréttum og sætum kök- um. Væntanlegir brúðkaupsgestir komu með gjafir á nýja heimilið. Fjölskylda Sönu lagði með henni 20 eða 30 flíkur, mörg pör af skóm og fleiru svo hún þyrfti ekki að íþyngja eiginmanninum með fata- kaupum næstu mánuði. Venjan er líka að fjölskylda brúðar kaupi raf- magnstæki á heimilið en brúðgumi og fjölskylda hans sér um húsnæði og húsbúnað. Brúðhjónin komu til veislunnar um kl. 22, þá voru allir gestir löngu komnir og hafa sennilega verið um 200 eða kannski fleiri. Allir voru himinglaðir og hver talaði upp í annan svo hávaðinn var eins og í fuglabjargi. Þegar Sana og Taher komu í skreyttum bíl færðist gleðin og hávaðinn enn í aukana. Þau leiddust upp að eins konar hásæti sem útbúið er við slíkt tækifæri, hún var í íburðarmiklum hvítum kjól og hann í smóking, þau virtust ósköp feimin og undirleit þegar þau fetuðu sig inn gólfið. Tónlistarmenn hófu spilverk og konurnar gáfu frá sér saghareet því hljóði verður helst líkt við eins konar jóðl. Þetta er mikið gleðihljóð og er alveg bráð- nauðsynlegt að konurnar láti óspart í sér heyra. Þegar þau brúðhjónin voru sest í hásætin streymdu brúðkaupsgest- ir til þeirra að óska þeim velfarnað- ar og gæfu og ógiftar vinkonur Sönu snertu brúðarkjólinn varlega; það á að boða lán og giftingu þeirra sjálfra í fyllingu tímans. Tónlistarmennirnir spiluðu af öll- um lífs og sálarkröftum svo svitinn lak af þeim, söngvari birtist og dró ekki af sér. Móðir brúðarinnar bauð öllum að gera svo vel, en borðin svignuðu undan kræsingum og allir tóku hraustlega til matar síns und- ir tónlist og jóðli öðru hveiju frá kvengestum og miklu spjalli manna á meðal. Ég gat ekki annað en vorkennt brúðhjónunum eilítið, þau voru áfram í sínum sætum og það var ekki fyrr en allir gestirnir höfðu fengið nægju sína að þau máttu standa upp og bragða á réttunum. Þau voru svo óstyrk þegar þau fengu sér af matnum að brúð- guminn sullaði niður hrísgijónunum og Sana fékk sósublett í kjólinn sinn. Auðvitað þarf ekki að taka fram að allir fylgdist grannt með hvernig þau fóru að því að borða og áfram var jóðlað, spilað og sung- ið og nokkrir karlar mynduðu hring umhverfis brúðhjónin borðandi og dönsuðu og sungu. Sana hafði sagt mér að næstu daga mundu gestir enn halda áfram að koma, færa þeim alls konar matargjafir, kökur, hnetur og grænmeti. Matargjafírnar eru kall- aðar esjan sem er dregið af sögn- inni ji’æs — að lifa. Hún hafði einn- ig sagt að á sjöunda degi munu menn koma með frekari vistir, þá ost og brauð. Sjálf veislan stendur alltaf fram eftir nóttu eða eins lengi og gestir vilja. Alltaf er verið að bera fram meira og meira og loks brúðartertur upp á fjórar hæðir og jóðlaði þá kvennaskarinn svo undir tók í Kairó. Þó brúðkaupsgleðin væri enn í fullum gangi um tvöleytið um nótt- ina var ég komin með súrrandi höfuðverk af-hávaðanum og þakk- aði fyrir mig. Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.