Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 20
20 E SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRG KRISTÍN SIGÞÓRSDÓTTIR lauk námi sem kökugerðar- meisari frá Tekniske skolen í Ringsted árið 1994. Hún lærði síðan hjá Jorgen Sögaard Jensen í Kransakökuhúsinu í Kaupmannahöfn. Björg starfaði hjá Bakarameistar- anum í Suðurveri bæði fyrir nám og eftir að því lauk. Hún er nú framkvæmdastjóri og annar eiganda fyrirtækisins íslandsmats sem sérhæfir sig í kökum og eftirrétt- um fyrir veitingahús og verslanir. JÖRGEN ÞÓR ÞRÁINSSON mat- reiðslumeistari lauk námi frá Hótel og veitingaskóla ís- lands árið 1987 og lærði iðnina á veitinga- húsinu Við sjávarsíð- una. Hann hefur síðan unnið á ijölda veitinga- staða hér heima og erlendis. Jörgen hefur unnið sem ráðgjafi við rekstur stóreldhúsa og veitir nú forstöðu fyrir- tækinu íslandskosti hf. sem er ráðgjafa-, og veisluþjón- ustufyrirtæki Brúökaupsveislan að hætti Bjargar K. Sigþórs- dóttur kökugerðar- meistara og Jörgens Þ. Þróinssonar matreiðslu- meistara í dönskum stíl í brúðkaupsveislunn Morgunblaðið/Þorkell ÖRG Kristín Sigþórsdótt- ir og Jörgen Þór Þráins- son þurfa ekki að hugsa sig um þegar þau eru spurð hvemig brúðkaupsveislu þau myndu setja upp fyrir brúðhjón. Kaffíhlaðborð. „Við erum bæði með matar- og kaffíveislur og sé um það síðar- nefnda að ræða í brúðkaupsveislu er ýmislegt á boðstólum, snittur, brauðtertur, nokkrar tegundir af frómastertum, súkkulaðitertur fyrir bömin, stundum sérlagað konfekt, og kransakökur fylltar með konf- ekti. Það má segja að við höfum valið danska stílinn á veislurnar okkar en þó er bæði belgískur og franskur stíll á mörgum tertunum. Björg Kristín segir að þau hafi líka orðið var við áhuga brúðhjóna á þeirri nýjung að sérmerkja konfekt, ef ekki með nafni þá einhveiju sem óskað er eftir. „Brúðkaupsgestir geta líka látið baka fyrir sig konf- ektköku sem er þá með vísu á eða öðm sem passar við brúðhjónin og þessu er pakkað inn skemmtilega. Við eigum orðið í fóram okkar langa lista af bæði vísum og málshátt- um.“ Jörgen Þór og Björg Kristín reka sitt hvort fyrirtækið, hann er með íslandskost hf sem er veislu- þjónusta og ráðgjafafyrirtæki en hún veitir forstöðu íslandsmati ehf sem er iðnaðarframleiðslufyrirtæki. „Fólk getur sjálft bakað og búið til ýmislegt af því sem fer á kaffi- hlaðborð kæri það sig um og hafi tíma. Og þá má fara óhefðbundnar leiðir. Hver segir að brúðkaupstert- an eigi að vera úr ijóma og marsí- pani? Hversvegna ekki að hafa brauðtertu sem brúðkaupstertu. Það má nota ýmsar fyilingar og Danir hafa gert þónokkuð af því svona í gamaldags veislum að hafa brauð sem aðaltertuna í brúðkaup- inu. Brúðkaupið þeirra Þegar Björg Kristín og Jörgen Þór eru spurð hvort þau séu búin að gifta sig segja þau að það sé á döfinni. „Það kemur í ljós seinna hvernig þetta verður með brúð- kaupið. Við erum farin að ræða um veisluhöldin og færastu fagmenn verða fengnir til að aðstoða okkur. Þá ætlum við að eiga frí.“ Björg Kristín og Jörgen Þór gefa okkur hér nokkrar uppskriftir að kökum og brauðtertum sem sóma sér vel á kaffihlaðborði. Brauðterta með reyktum laxi 1 stórt samlokubrauð (u.þ.b. 450 g ón skorpu) Fylling: 450 g majónes 70 g sýrður rjómi 600 g reyktur beinlaus og roólaus ______________lax______________ ________3egg(um 170g)__________ safi úr hólfri sítrónu 2 msk. saxaður blaðlaukur 'Atsk. grómgt krydd MARSÍPANTERTA. Rjómaterta með ávaxta Grand Marnier fyllingu Hér fyrir neðan kemur uppskrift að ijóma eftirréttarköku með fersk- um ávöxtum. Fyrst af öllu þarf að undirbúa svampdeigsbotninn með því að bleyta í honum með því sem fólk velur sér hvort sem það er líkj- ör eða ávaxtasafi. Við gerð kökunn- ar þarf að nota springform, þ.e.a.s. sérstakt form til að halda fylling- unni á kökunni á meðan hún er að stífna. Uppskriftin er áætluð fyrir 2 til 3 kökur eftir því hve fólk vill hafa fyllinguna háa, við mælum með að nota uppskriftina fyrir 2 botna. Kakan er t.d. skreytt með ijóma, súkkulaði ogferskumjarðar- beijum. Fylling: ____________5 dl rjómi____________ 5 eggjarauður ____________'h bolli sykur________ ________1 dl Grand Marnier________ ________6-7 mgtgrlímsblöð_________ ________250 g fersk jarðarber_____ 3 kiwi Aætloó mogn í skreytingu er 5 dl rjómi, 250 g fersk jarðarber, 100 g súkkulaði. Rjóminn er þeyttur og settur í kæli. Matarlímsblöðin eru látin liggja í köldu vatni í u.þ.b. 5 mínútur, á meðan er hægt að þeyta eggjarauð- urnar og sykurinn saman í hrærivél- arskál í u.þ.b. 7 mínútur við meðal- hraða. Vatnið úr matarlímsblöðunum er kreist úr og mjúk matarlímsblöðin eru sett í heitt vatnsbað ásamt Grand Marnier líkjörnum. Þegar blöðin era uppleyst er þeim blandað varlega út í eggin og sykurinn, þvínæst er rjómanum blandað sam- an við með sleif, að endingu er fyll- ingunni hellt yfir ávextina og botn- inn, sett í kæli í u.þ.b. 1 klst., þá tilbúið til skreytingar, þ.e.a.s. þegar springformið hefur verið fjarlægt. Marsipanterta 2 svampbotnar u.þ.b. 40x60 sm stórir um 1,2 til 1,5 sm þykkir. Marsipan 52x72 sm flatt út _______'/: ds. kokteilóvextir__ ____________1 I rjómi__________ _________4 eggjarauður_________ 5 matarlímsblöð Rjóminn er þeyttur og settur í kæli. Matarlímsblöðin eru látin liggja i köldu vatni í u.þ.b. 5 mínútur, á meðan er hægt að þeyta eggjarauð- urnar og sykurinn saman í hræri- vélaskál í u.þ.b. 7 mínútur við með- alhraða. V atnið úr matarlímsblöðunum er kreist úr og mjúk matarlímsblöðin eru sett í heitt vatnsbað ásamt hluta af safanum af kokteilávöxtunum. Þegar blöðin era uppleyst er þeim blandað varlega út í eggin og sykur- inn, því næst er ijómanum blandað saman við með. sleif, að endingu er fyllingunni hellt yfir kokteil- ávextina og annan botninn, sett í kæli í u.þ.b. 1 klst. Þá tilbúið til að setja hinn botninn ofan á, hann smurður með hæfilega miklu magni af ijóma og marsipanið, u.þ.b. 3 mnr breitt, lagt ofan á. Skreytt t.d. með marsipanblómum. Peruterta 1 svampbotn 1 ds. perur 4 eggjarauður ___________140 g flórsykur________ _______200 g dökkt súkkulaói______ ______________'/< rjómi___________ Áður en byijað er á kreminu er gott að byija á að setja svampbotn- inn á kökufat og bleyta hann hæfi- lega með safanum af peranum. Því næst er perunum raðað ofan á botn- inn. Rjóminn er þeyttur og settur í ísskáp. Eggjarauðurnar og flór- sykurinn eru stífþeytt saman í hrærivél í u.þ.b. 6 mínútur. Súkkul- aðið er brætt yfir vatnsbaði. Súkkulaðinu bætt út í eggjarauð- urnar og flórsykurinn, þá ér ijóm- anum blandað varlega saman við með sleif. Að endingu er kreminu hellt yfir perurnar, sett í kæli og tilbúið eftir u.þ.b. klst. EKTA Sacher-terta. Sadier-terta, sú eina sanna _______200 g suðusúkkulaði_______ ___________8 eggjarauður_______ 10 eggjahvítur ___________125 g smjör___________ ___________140 g sykur___________ ___________125 g hveiti__________ _______________salt______________ ___________vanillusykur__________ 100-150 g suðusúkkulaði eðo _______hjúpsúkkulaði (dökkt)_____ gpríkósumarmelaði Bræðið 200 g suðusúkkulaði í vatnsbaði, kælið og hrærið eggja- rauðum í, einni í einu. Síðan er smjörið brætt og sett í. Eggjahvít- urnar eru þeyttar stífar með örlitlu salti og sykur síðan hrærður saman við. Vanillusykri bætt í. Allt er þeytt vel saman. Síðan er 'A af eggja- hvítuhrærunni sett í súkkulaðibráð- ina og afgangnum bætt í smám saman. Að síðustu er hveiti bætt í. Þetta er bakað í stóru formi við 180°C í ca 45 mínútur. Kakan er skorin í tvennt og apr- íkósumarmelaði smurt á milli og síðan er kakan öll hjúpuð apríkósu- marmelaði. Látið standa í 3-4 tíma undir plasti í ísskáp. Kakan er síðan hjúpuð súkkulaði. (Kakan geymist mjög vel í frysti, þ.e. áður en hún er súkkulaðihjúpuð.) ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.